Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
FH
3
1
Þór
Daníel Hafsteinsson '2 1-0
Þórir Jóhann Helgason '61 , víti 2-0
Steven Lennon '67 3-0
3-1 Guðni Sigþórsson '88
30.07.2020  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Mjólkurbikar karla
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson (FH)
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Pétur Viðarsson ('65)
6. Daníel Hafsteinsson
8. Baldur Sigurðsson ('45)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason ('62)
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('62)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson
21. Guðmann Þórisson ('72)

Varamenn:
12. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('65)
7. Steven Lennon ('62)
8. Þórir Jóhann Helgason ('45)
13. Kristján Gauti Emilsson ('72)
16. Guðmundur Kristjánsson ('62)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Logi Ólafsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Hörður Ingi Gunnarsson ('37)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Einar Ingi flautar til leiksloka. FH-ingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.

Þakka fyrir mig í kvöld. Viðtöl og skýrsla væntanleg.

Góðar stundir!
93. mín
Jóhann Helgi kemur með boltann fyrir og þar er Alvaro en hann skoflar boltanum yfir markið.

Lítið eftir hér í Krikanum
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki 4 mínútur.
88. mín MARK!
Guðni Sigþórsson (Þór )
Stoðsending: Alvaro Montejo
ÞÓRSARARNIR AÐ KLÓRA Í BAKKANN

Alvaro fær boltann og kemur honum út á Guðna Sigþórsson sem gerir vel og klárar framhjá Daða Frey.
85. mín
Inn:Ásgeir Marinó Baldvinsson (Þór ) Út:Orri Sigurjónsson (Þór )
84. mín
Jakob Snær fær boltann úti hægra meginn og keyrir inn á teig og reynir skot en Daði Freyr ver vel í horn. 
83. mín Gult spjald: Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
82. mín
SIGURÐUR MARINÓ

Fær boltann við teig FH og á skot en boltinn rétt framhjá.
78. mín
Lennon kemur honum út á Luigi sem á fyrirgjöf en Þórsarar koma boltanum í burtu.

FH-ingar að sigla þessu.
72. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Izaro Abella Sanchez (Þór )
72. mín
Inn:Kristján Gauti Emilsson (FH) Út:Guðmann Þórisson (FH)
Kristján Gauti er að mæta hér til leiks eftir langa pásu frá knattspyrnu.
67. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
MAAAAAAAAAAARK!

Daníel Hafsteinsson fær boltann hægra meginn og kemur með hárfínan bolta fyrir og þar var Lenny mættur og setur boltan í autt netið.

Game over fyrir Þórsara hér.
65. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
65. mín
Inn:Jakob Franz Pálsson (Þór ) Út:Elmar Þór Jónsson (Þór )
65. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
65. mín
Inn:Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
Pétur heldur ekki leik áfram hér í dag.
62. mín
Inn:Guðmundur Kristjánsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
62. mín
HÉR LIGGJA PÉTUR VIÐARSSON OG ALVARO EFTIR Á VELLINUM.

Lentu eitthvað saman þarna
62. mín
Inn:Steven Lennon (FH) Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (FH)
LENNY að mæta inn.
61. mín Mark úr víti!
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Setur hann fastan í vinstra hornið.

2-0
60. mín
FH fær víti.

Biddu HA? Ég sé ekki hvað gerist þarna, en okei. Þórir á punktinn.
54. mín
Baldur Logi með snyrtilega sendingu inn á Þóri sem er kominn einn en Elmar Þór með geggjaðan varnarleik þarna, nær að tækla boltann áður en Þórir kemst í skot og kemur í veg fyrir að Þórir nái skot á markið og boltinn af Þóri og afturfyrir.
52. mín
Elmar Þór fær boltann úti til vinstri og kemur með fyrirgjöf sem Daði Freyr kemst inn í.
51. mín
Baldur Logi á skot á mark Þórs sem Aron Birkir ver út í teiginn og boltinn endar hjá Atla Guðnasyni sem setur boltann í netið en rangstæða dæmd.
48. mín
ALVARO AFTUR

Boltinn kemur skoppandi á Guðmann og Alvaro kemst í boltann og skyndilega einn í gegn og setur boltann beint á Daða Frey

Þetta var lélegur varnarleikur hjá Guðmanni.
47. mín
ALVAROOOO

Sigurður Marinó kemur boltanum inn á Alvaro sem keyrir í átt að marka en Pétur Viðars eltir Alvaro uppi og kemur í veg fyrir að Alvaro nái almennilegu skoti og boltinn í hliðarnetið.
46. mín
FH-ingar hefja síðari hálfleik.
45. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (FH) Út:Baldur Sigurðsson (FH)
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hér í Krikanum. FH-ingar fara með 1-0 forskot inn í hálfleik eftir skelfileg mistök Arons Birkis í marki Þórs.

Tökum okkur smá pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
44. mín
BJÖRN DANÍEL!!

Guðmann fær boltann aftast hjá FH-ingum kemur með fastan bolta ætlaðan Atla Guðna sem lætur hann fara í hlaup sem Daníel Hafsteinsson var í. Daníel leikur á Hemma og kemur boltanum út á Björn Daníel sem á skot yfir markið.

Daaaaaaauðafæriii
40. mín
FH-ingar ekki verið sannfærandi hérna í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera yfir og að mínu mati hafa Þórsarar verið betri hér síðustu mínútur og eru líklegri til að jafna hérna í Krikanum frekar en FH að bæta við.
37. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (FH)
Togar aðeins í Izaro og stoppar hraða sókn Þórsara.
36. mín
LUIGII!

FH fær aukaspyrnu á góðum stað rétt fyrir utan teig sem Logi tekur og hittir boltann vel en Aron Birkir ver vel í horn.
34. mín
IZARO0

Fékk boltann úti vinstra meginn og fer ílla með Guðmann og Hörð Inga og kemur með skot en hittir ekki markið.
30. mín
ALVARO aftur.

Fær boltann úti vinstra meginn og fer ílla með Hörð Inga og reynir fyrirgjöf en boltinn af Herði og í hornspyrnu.
28. mín
ALVAROO

Fær boltann inn á teig eftir fyrirgjöf og nær valdi á boltanum en nær ekki að koma boltanum á markið.
26. mín
Jónas Björgvin reynir að þræða boltann inn á Alvaro en boltinn aðeins of fastur og boltinn ratar í hendurnar á Daða Frey markmann FH.

Góð tilraun hjá Jónasi.
25. mín
ÞÞÞ fær boltann og Hörður Ingi kemur í gott utan á hlaup og fær boltann og kemur með boltann strax fyrir og boltinn ætlaður Atla Guðna en Hemmi á undan Atla í boltann og setur boltann í horn.

Logi með hornspyrnuna úti hægra meginn sem ekkert verður úr.
22. mín
ÞÞÞ með góða fyrirgjöf á Danna H en skalli hans ratar ekki á markið.

Það er líf í þessu hérna í Krikanum.
19. mín
IZARO

Alvaro leggur hann út á Izaro sem reynir að klippa boltann í fjær en boltinn rétt framhjá.
17. mín
Sveinn Elías fær boltann úti á hægri væng og kemur með góða fyrirgjöf ætlaða Izaro en Hörður Ingi bjargar í horn.

Jónas Björgvin með góða hornspyrnu beint á Orra Sigurjónsson en skalli hans yfir markið.
14. mín
Daníel Hafsteinsson með frábæra aukaspyrnu inn á teig og FH-ingar ná skalla á markið en Aron Birkir ver mjög vel.
13. mín Gult spjald: Elmar Þór Jónsson (Þór )
ÚFFFF

Fer alltof harkalega inn í ÞÞÞ á vinstri kantinum og Einar Ingi spjaldar Elmar.
12. mín
Jónas Björgvin með góða hornspyrnu frá vinstri sem er hreinsað af FH-ing og í aðra hornspyrnu sem Elmar spyrnir fyrir frá hægri en FH kemur boltanum úr hættusvæðinu.
8. mín
FH KALALR EFTIR VÍTI!

Daníel Hafsteinsson kemur boltanum inn á ÞÞÞ sem keyrir af stað úti hægra meginn inn á teig og Elmar fer í hann og ÞÞÞ fellur við inn í teig en Einar Ingi dæmir horn

Held þetta hafi verið hárrétt en Elmar með góðan varnarleik þarna.
2. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (FH)
JESÚS MINN ALMÁTTUGUR ARON BIRKIR

Fær sendingu til baka og bíður alltof lengi með að koma boltanum í burtu og Daníel keyrir á hann í pressuna og Aron spyrnir boltanum í Daníel og boltinn í netið.

Þetta var vont fyrir Aron Birki.
1. mín
Leikur hafinn
Alvaro tekur upphafsspyrnu leiksins.

Góða skemmtun heima í stofu kæru lesendur!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og byrjað er að bjóða gestina í Þorpinu velkomna í Kaplakrika.
Fyrir leik
Einar Ingi Jóhannsson fær það verkefni að flauta hér í dag og vonandi skilar hann sínu vel

Leikmenn ganga til búningsklefa og er allt að verða til reiðu. Ég viðurkenni það er rosalega skrítið að sjá enga áhorfendur hér í dag, en að sökum aðstæðna er það ekki í boði, því miður!

Ég mun reyna mitt besta að skila öllu vel frá mér því sem fer fram á vellinum hér í dag.
Fyrir leik
Kristján Gauti Emilsson er í hóp hjá FH-ingum í dag en hann tók aftur upp fótboltaskóna í vor eftir langt hlé frá fótbolta. Spurning hvort hann fái einhverjar mínútur hér í dag.
Fyrir leik
Markverðir og markvarðarþjálfari FH-inga fyrstir út á völl eins og venjan er. Leikmenn liðanna fara hvað og hverju að týnast inn á völlin í upphitun.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðana.

Steven Lennon byrjar á bekknum hjá FH-ingum í dag. Gunnar Nielsen og Morten Beck eru áfram á meiðslalistanum hjá Fimleikafélaginu.

Heimamenn gera fimm breytingar.
Fyrir leik
ÁHORFENDUR BANNAÐIR

Í dag voru hertar reglur kynntar á Íslandi vegna kórónuveirunnar en þar var mælst með því að kappleikir fullorðna verði frestað til 10. ágúst. KSÍ segir að staðan verði endurmetin 5. ágúst.

Það fara fram leikir í Mjólkurbikar karla í kvöld en leikið verður án áhorfenda. Fótbolti.net verður með fréttaritara á völlunum sem skila textalýsingum heim í stofu.
Fyrir leik
Hvernig mæta Þórsarar til leiks?

Þórsarar eru eins og flestir vita í deild neðar en FH en á góðum degi eiga Þórsarar alveg að geta strítt FH-ingum og veitt þeim alvöru leik hér í dag.
Fyrir leik
Hvaða 11 leikmenn byrja Logi og Eiður með?
Spurningin er hvort Eiður og Logi muni hvíla lykilmenn eða hvort þeir tefli fram sterku liði hér í dag þar sem bikar er í boði.

Gunnar Nielsen og Morten Beck voru ekki með gegn Gróttu í síðustu umferð og spurning hvort þeir verði klárir í þennan slag eða hvort þeir hvíli áfram þar sem framundan er risa deildarleikur á móti Val
Fyrir leik
Þórsarar
Mættu Völsungi frá Húsavík í annari umferð bikarsins og höfðu þar betur, en vítakeppni þurfti til að skera um það hvort liðið færi áfram.

Í 32-liða úrslitunum fengu Þórsarar Reyni Sandgerði í heimsókn á Þórsvöll og þar þurfti 120 mínútur til að ráða því hvort liðið færi áfram, en Þórsarar fengu vítaspyrnu seint í framlengingunni þar sem Sigurður Marinó tryggði Þórsurum áfram.
Fyrir leik
FH
Komu beint inn í 32-liða úrslitin og heimsóttu Þrótt Reykjavík í Laugardalnum og sigruðu 2-1 en bæði mörk Fimleikafélagsins skoraði Morten Beck.
Fyrir leik
Skoðum leið liðanna inn i þessi 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Fyrir leik
DÖMUR OG HERRAR!!

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrika.

Hér í dag mætast Fimleikafélag Hafnarfjarðar og Þór Akureyri í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('65)
Orri Sigurjónsson ('85)
2. Elmar Þór Jónsson ('65)
4. Hermann Helgi Rúnarsson
5. Loftur Páll Eiríksson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('65)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
18. Izaro Abella Sanchez ('72)
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
9. Jóhann Helgi Hannesson ('65)
14. Jakob Snær Árnason ('65)
15. Guðni Sigþórsson ('72)
16. Jakob Franz Pálsson ('65)
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson ('85)

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson
Birkir Hermann Björgvinsson
Stefán Ingi Jóhannsson
Sveinn Orri Vatnsdal Sveinsson
Reimar Helgason

Gul spjöld:
Elmar Þór Jónsson ('13)
Hermann Helgi Rúnarsson ('83)

Rauð spjöld: