Selfoss
3
1
Dalvík/Reynir
Danijel Majkic '13 1-0
Ingvi Rafn Óskarsson '22 2-0
2-1 Jón Heiðar Magnússon '50
Kenan Turudija '84 3-1
15.08.2020  -  16:00
JÁVERK-völlurinn
2. deild karla
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('80)
3. Gylfi Dagur Leifsson ('69)
5. Jón Vignir Pétursson (f)
6. Danijel Majkic ('90)
8. Ingvi Rafn Óskarsson
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
22. Þorsteinn Aron Antonsson
23. Þór Llorens Þórðarson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
4. Jökull Hermannsson
7. Aron Darri Auðunsson
17. Valdimar Jóhannsson ('80)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('69)
21. Aron Einarsson ('90)

Liðsstjórn:
Einar Ottó Antonsson
Arnar Helgi Magnússon
Óskar Valberg Arilíusson
Antoine van Kasteren
Jason Van Achteren
Gunnar Geir Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Danijel Majkic ('60)
Adam Örn Sveinbjörnsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+5
Löng saga stutt, Dalvíkingar gerðu sig ekki líklega þess að gera atlögu þessar lokamínútur. Öruggur sigur Selfyssinga staðreynd.

Þökkum ykkur fyrir samfylgdina gott fólk!
90. mín
Inn:Aron Einarsson (Selfoss) Út:Danijel Majkic (Selfoss)
89. mín Gult spjald: Adam Örn Sveinbjörnsson (Selfoss)
88. mín
Inn:Elías Franklin Róbertsson (Dalvík/Reynir) Út:Númi Kárason (Dalvík/Reynir)
84. mín MARK!
Kenan Turudija (Selfoss)
Stoðsending: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Vel spilað þarna hjá sóknarmönnum Selfyssinga. þorsteinn Daníel er kominn upp að endamörkum við vítateigslínu, teiknar sendingu inn á markteig sem Kenan skallar snyrtilega í markið.

Nú er lítill tími eftir fyrir gestina til að ná í það minnsta einu stigi með sér.
82. mín
Inn:Steinar Logi Þórðarson (Dalvík/Reynir) Út:Rúnar Helgi Björnsson (Dalvík/Reynir)
81. mín
Selfyssingar eru öflugri aðilinn þessa stundina en eru ekki búnir að gera neinar rósir í vítateig andstæðinganna.
80. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
69. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss) Út:Gylfi Dagur Leifsson (Selfoss)
64. mín
Já, nú kom besta færi leiksins og þá eru mörkin með talin. Selfyssingar taka langt innkast og boltinn er flikkaður áfram. Ingi Rafn fær boltann fyrir galopnu marki og hefur mikið meiri tíma en hann virðist gera sér grein fyrir. Hann hitir boltann herfilega, mislagðir fætur sagði einhver.
63. mín
Inn:Halldór Jóhannesson (Dalvík/Reynir) Út:Pálmi Heiðmann Birgisson (Dalvík/Reynir)
Búnir að finna út úr því að það virðist hafa verið Halldór Jóhannesson hafi komið inn á fyrir Pálma Heiðmann.
63. mín
Inn:Steinar Logi Þórðarson (Dalvík/Reynir) Út:Jóhann Örn Sigurjónsson (Dalvík/Reynir)
62. mín
ÚFF! Þór Llorens á algjörna gullbolta þegar hann tekur aukaspyrnu við vinstra vítateigshorn. Kenan kemur fljúgandi og er hársbreidd frá því að setja þennan í netið.
61. mín Gult spjald: Rúnar Helgi Björnsson (Dalvík/Reynir)
60. mín Gult spjald: Danijel Majkic (Selfoss)
Fyrir tuð, signir sig.
58. mín
Dalvíkingar mun sprækari en í fyrir hálfleik. Selfyssingar virðast þó vera að mæta til leiks.
55. mín Gult spjald: Rúnar Freyr Þórhallsson (Dalvík/Reynir)
Fyrir brot á Kenan Turudija.
50. mín MARK!
Jón Heiðar Magnússon (Dalvík/Reynir)
Stoðsending: Gunnlaugur Bjarnar Baldursson
Þetta er leikur!!!

Gunnlaugur Bjarnar tekur gullfallega sendingu frá hægri til vinstri inn á teig þar sem Jóh Heiðar kemst í þrusufæri sem hann og klárar.
46. mín
Leikur hafinn
Dalvík/Reynir sparka síðari hálfleik í gang. Þessi litla gola sem enn er á Selfossi er með heimamönnum í liði í þessum seinni hálfleik. Það er þó ósennilegt að hún muni hafa áhrif hér í dag.
45. mín
Hálfleikur
Liðin ganga til buningsklefa, þó ekki bæði í einu og með löglegu millibili. Selfyssingar væntanlega sáttir með stöðuna, Dalvík/Reynir hljóta hins vegar að vera svektir með dauðafærið sem þeir misnotuðu í upphafi leiks.
45. mín
Kominn smá hiti í menn, Steinar Berg heldur spjöldunum þó í vasanum.
43. mín
Pálmi Heiðmann er kominn í góða stöðu og nær fastri fyrirgjöf með jörðu, Selfyssingar bægja hættunni frá.
41. mín
Botninn er aðeins búinn að detta úr þessu hjá okkur. Engu líkara en að liðin séu kominn í hálfleikshlé á undan áætlun. Sjáum hvort við fáum ekki einhvern sprett fyrir hálfleik.
29. mín
Selfyssingar eru enn meira með boltann og verða að teljast líklegri til að ná þessu mikilvæga þriðja marki.
22. mín MARK!
Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Æji, þetta var frekar klaufalegt hjá Aroni Inga. Hann kemur út úr teignum og endar í skallaeinvígi um boltann. Þar á hann aldrei möguleika í boltann sem rennur út til hægri þar sem Ingvi Rafn afgreiðir boltann snyrtilega í netið.
13. mín MARK!
Danijel Majkic (Selfoss)
MARK!!!

Selfyssingar eru búnir vera í og við vítateig Dalvíkinga, boltinn berst af varnarmanni vel út út á völl. Þar kemur Daijel á móti boltanum og tekur skotið, það fer í varnarmann og tekur góðan banana í markið. Selfyssingar með fyrsta mark leiksins.
12. mín
Ingi Rafn, sem er kominn aftur í lið Selfyssinga eftir lán í Árborg, fær sending út á vítateigslínu. Þar tekur hann viðstöðulaust skot sem Aron Ingi þarf að teygja sig á eftir.
6. mín
DARRAÐARDANS!

Dalvíkingar fá innskast við vítateig heimamanna, þar komast þeir inn að endalínu og ná fyrirgjöfinni. Númi á skot í stöng en Selfyssingar ná að komast fyrir tilraunir til að fylgja þessu eftir. Svekkjandi fyrir gestina að komast ekki yfir þarna.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað og sækja Selfyssingar í suðurátt, á móti léttri golu.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl í sín sottvarnarhólf, hörku upphitun í gangi.

Það sem er eftirtektaverðast úr byrjunarliðum er það helst að frétta að Tokic er ekki í hóp og Arnar Logi er í leikbanni hjá Selfyssingum. Hjá Dalvík/Reyni vantar svo Spánverjan hávaxna Borja Lopez Laguna.
Fyrir leik
Selfoss.TV verða að vanda með beina útsendingu á Youtube rásinni þeirra fyrir þau ykkar sem vilja sjá leikinn ljóslifandi fyrir augunum. Við erum hins vegar til staðar fyrir ykkur hin.

Útsendinguna má finna á þessari slóð:
https://www.youtube.com/watch?v=YF4BycPgg8c
Fyrir leik
Selfoss virðist enn ekki hafa fundið taktinn í deildinni. Tóku sterkan sigur gegn Kórdrengjum í þarsíðustu umferð. Í síðustu umferð fóru þeir hins vegar tómhentir heim af Tröllaskaganum eftir rándýrt tap gegn KF. Ef Selfyssingar hafa áhuga á því að vera með í toppbaráttunni þurfa þeir að fara að tengja sigra.
Fyrir leik
Dalvík/Reynir eru í harðri baráttu í kjallara deildarinnar. Þeir eru í fallsæti í augnablikinu, en hafa leikið tveim leikjum minna en Víðir. Það er því ljóst að hvert einasta stig er þeim afar dýrmætt.
Fyrir leik
Velkomin með okkur á Jáverk-völlinn á Selfossi. Fótboltinn kominn aftur í gang og allt að frétta. Hér eru Selfyssingar að taka á móti norðlendingunum í Dalvík/Reynir. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru til ljómandi góðar, 13 gráðu hiti, létt gola og völlurinn blautur eftir rigningu í morgun.
Byrjunarlið:
1. Aron Ingi Rúnarsson (m)
2. Kristján Freyr Óðinsson
3. Jón Heiðar Magnússon
5. Rúnar Freyr Þórhallsson
6. Þröstur Mikael Jónasson (f)
7. Gunnlaugur Bjarnar Baldursson
9. Jóhann Örn Sigurjónsson ('63)
17. Joan De Lorenzo Jimenez
18. Rúnar Helgi Björnsson ('82)
26. Númi Kárason ('88)
27. Pálmi Heiðmann Birgisson ('63)

Varamenn:
24. Ísak Andri Maronsson Olsen (m)
10. Halldór Jóhannesson ('63)
11. Viktor Daði Sævaldsson
21. Elías Franklin Róbertsson ('88)
23. Steinar Logi Þórðarson ('63) ('82)

Liðsstjórn:
Óskar Bragason (Þ)
Jóhann Hilmar Hreiðarsson (Þ)
Elvar Óli Marinósson
Gunnar Darri Bergvinsson
Heiðar Andri Gunnarsson

Gul spjöld:
Rúnar Freyr Þórhallsson ('55)
Rúnar Helgi Björnsson ('61)

Rauð spjöld: