Breiðablik
7
0
Þór/KA
Kristín Dís Árnadóttir
'4
1-0
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
'15
2-0
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
'38
3-0
Agla María Albertsdóttir
'52
4-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
'55
5-0
Sveindís Jane Jónsdóttir
'74
6-0
Rakel Hönnudóttir
'79
7-0
19.08.2020 - 18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Úði og létt gola. Teppið blautt og tilbúið fyrir leik.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: Núll
Maður leiksins: Kristín Dís Árnadóttir
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Úði og létt gola. Teppið blautt og tilbúið fyrir leik.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: Núll
Maður leiksins: Kristín Dís Árnadóttir
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
('79)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
('79)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
('65)
17. Sveindís Jane Jónsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
('65)
Varamenn:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
('65)
8. Heiðdís Lillýardóttir
('79)
19. Esther Rós Arnarsdóttir
('79)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
('65)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir
Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessu lokið hér í kvöld með öðrum 7:0 sigri Blika í röð. Mjög sanngjarnt.
Viðtöl og skýrsla koma inn við fyrsta tækifæri
Viðtöl og skýrsla koma inn við fyrsta tækifæri
88. mín
Blikar fá enn eitt hornið. Þarna munaði litlu að blikar bættu við áttunda markinu en Sveindís rétt missir af boltanum. Ótrúlegt að Þór/KA séu ekki farnar að gera tilraun til að verjast þessum hornum í dag
82. mín
Blikar fara beint í sókn og Agla kemst í ágætis færi en skotið er hátt yfir markið
82. mín
Blikar ansi nálægt því að skora sjálfsmark þarna en þær spörkuðu rétt framhjá markinu. Þór/KA fá horn sem Sonný grípur örugglega
79. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik)
Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
79. mín
MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Jahá sjöunda markið var að detta í hús. Rakel Hönnudóttir hamrar boltann í netið eftir hornspyrnu. Varnarmenn Þór/KA litu ekkert alltof vel út þarna, þeim tókst bara ekki að hreinsa
74. mín
MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Og hér kom 6. markið.
Agla tekur hornspyrnuna fyrir Blika sem lendir beint fyrir framan Sveindísi á fjær og hún klárar örugglega.
Agla tekur hornspyrnuna fyrir Blika sem lendir beint fyrir framan Sveindísi á fjær og hún klárar örugglega.
72. mín
Blikar fá hornspyrnu en gestirnir hreinsa.
Heimakonur fá svo aðra hornspyrnu stuttu seinna
Heimakonur fá svo aðra hornspyrnu stuttu seinna
70. mín
Sveindís með skot frá 35 metrum en Lauren ver. Um að gera að reyna þessi skot, ekki hafa markmenn leiksins litið vel út í þeim.
67. mín
Inn:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Út:María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA)
Og Þór/KA ákvað að henda í eins
65. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik)
Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá blix
65. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
64. mín
Gestirnir fá hér hornspyrnu. Blikar bjarga á línu!! Eða þannig leit það allavega út við fyrstu sýn. Gestirnir náðu allavega að skapa smá hættu úr þessu horni
61. mín
Nú reynir Agla skot á svipuðum stað og Begga áðan en boltinn fer að þessu sinni yfir markið
61. mín
Blikar náðu þeim frábæra áfanga eftir 23 mínútur hér í dag að setja nýtt met í úrvalsdeild kvenna. Breiðablik er búið að bæta met KR síðan 1997 en liðið hélt þá hreinu átta umferðir í röð og spiluðu markverðir liðsins 742 mínútur án þess að fá á sig mark. Ekkert lið hefur nú haldið hreinu eins langt inn í mótið og Blikar.
60. mín
Snædís reynir hér skot af löngu færi og fer það rétt yfir markið. Sonný var nú ekkert að stressa sig á þessu, var löngu búin að reikna að þessi færi yfir.
57. mín
Blikar sækja horn. Það skapast nokkur hætta við mark Þór/KA en þær ná að hreinsa að lokum
55. mín
MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Úff Lauren leit illa út þarna. Berglind fær boltann fyrir utan teig (sirka 30-40 metrum frá marki) og ákveður að skjóta, boltinn fer létt í varnarmann Þór/KA og yfir Lauren í markinu. Mér finnst nú að Lauren hafi einfaldlega átt að grípa þennan.
52. mín
MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís keyrir upp hægri kantinn, kemur með fallegan bolta yfir Lauren á nærstönginni og Agla kassar boltann yfir línuna.
51. mín
Gestirnir sækja hornspyrnu. Spyrnan er góð og skapast hætta í teignum, Þór/KA skora en markið er réttilega dæmt af vegna brots innan teigs.
46. mín
Blikar sækja strax horn. Stórhætta skapast eftir hornið og að lokum tekur Sveindís skot en Lauren ver vel og Þór/KA koma boltanum frá
45. mín
Inn:Hulda Karen Ingvarsdóttir (Þór/KA)
Út:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Skipting hjá Þór/KA í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Blikar sanngjarnt yfir hér í hálfleik. Þær hafa í raun stjórnað leiknum og Þór/KA ekki komist í færi.
Blikar ekkert búnar að ógna neitt svakalega mikið, þær hafa fengið nokkur hálffæri en skorað 3 góð mörk og það er það sem telur.
Veit ekki alveg hvað planið er sóknarlega hjá Þór/KA eða hvort það sé yfir höfuð eitthvað plan.
Tökum okkur nú smá pásu og sjáumst í seinni.
Blikar ekkert búnar að ógna neitt svakalega mikið, þær hafa fengið nokkur hálffæri en skorað 3 góð mörk og það er það sem telur.
Veit ekki alveg hvað planið er sóknarlega hjá Þór/KA eða hvort það sé yfir höfuð eitthvað plan.
Tökum okkur nú smá pásu og sjáumst í seinni.
44. mín
Sveindís að prjóna sig í gegnum vörn Þór/KA en skotið er laflaust og Lauren á ekki í vandræðum með þetta
42. mín
Inn:Lauren Amie Allen (Þór/KA)
Út:Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA)
Lauren kemur hér inn fyrir Hörpu sem haltrar útaf.
38. mín
MARK!
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Áslaug Munda skorar beint úr hornspyrnunni! Harpa leit illa út í þessu, veit ekki alveg hvað hún var að reyna en kýlir boltann eiginlega upp í í þaknetið. Harpa liggur svo hér eftir, veit ekki alveg hvað gerðist, en mér sýnist hún hafa lent illa á hnénu og hún þarf að fara útaf.
36. mín
Sveindís tekur langt innkast og Andrea skallar en boltinn fer beint á Hörpu í markinu
32. mín
Karólína reynir hér skot langt fyrir framan teig, skotið er nokkuð fast en beint á Hörpu í markinu
31. mín
Agla sækir hér aukaspyrnu á hættulegum stað. Agla tekur spyrnuna sjálf, reynir held ég fyrirgjöf en boltinn fer svo innarlega að þetta endar meira sem skot en Harpa á ekki í vandræðum með það og handsamar knöttinn.
20. mín
Blikar með geggjað spil og Agla kemur með frábæra stungu inn á Alexöndru en hún er dæmd rangstæð
15. mín
MARK!
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
VÁVÁVÁ GEGGJAÐ MARK! Blikar tvöfalda hér forystu sína.
Áslaug fær boltann á miðjum velli vinstra megin, keyrir upp, sólar 3 varnarmenn Þór/KA og bara flengir skotinu uppi í hægra hornið. Frábær tilþrif.
Áslaug fær boltann á miðjum velli vinstra megin, keyrir upp, sólar 3 varnarmenn Þór/KA og bara flengir skotinu uppi í hægra hornið. Frábær tilþrif.
12. mín
Blikar vilja fá víti, segja að boltinn hafi farið á hendi á varnarmanni Þór/KA eftir langt innkast Sveindísar. Sá þetta ekki nógu vel, það var mikið kraðak inn í teignum. En Jóhann er viss í sinni sök, treystum honum bara
7. mín
Blikar fá annað horn á sama stað. Aftur tekur Áslaug Munda hornið. Fáum við aftur mark?
Svarið er nei, Þór/KA skalla boltann í burtu.
Svarið er nei, Þór/KA skalla boltann í burtu.
4. mín
MARK!
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA HJÁ BLIKUM!
Áslaug Munda tekur hornspyrnuna, boltinn fer yfir Berglindi, Harpa nær ekki að kýla boltann í burtu og Kristín Dís er réttur maður á réttum stað og potar boltanum inn.
Áslaug Munda tekur hornspyrnuna, boltinn fer yfir Berglindi, Harpa nær ekki að kýla boltann í burtu og Kristín Dís er réttur maður á réttum stað og potar boltanum inn.
1. mín
Fyrsta færi leiksins. Fínt uppspil Blika, boltinn berst út á Sveindísi á hægri kantinum og hún kemur með boltann fyrir en Harpa kemst inn í sendinguna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Þór/KA byrjar með boltann og sækir í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Nú er þetta að hefjast! Liðin koma úr sitthvorri áttinni inn á völlinn og allir halda góðu bili. Góðir tveir metrar og allt í toppstandi í Kópavoginum.
Fyrir leik
Liðin ganga nú til búningsklefa og klára lokaundirbúning fyrir leik. Vonandi fáum við skemmtilegan leik.
Vallarþulurinn er nú að lesa upp byrjunarliðin og bjóða öllum núll áhorfendum leiksins velkomna á völlinn.
Vallarþulurinn er nú að lesa upp byrjunarliðin og bjóða öllum núll áhorfendum leiksins velkomna á völlinn.
Fyrir leik
Hálftími í leik og byrjunarliðin eru komin!
Steini (þjálfari Blika) gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik sem var 0:7 sigur á botnliði FH. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hildi Þóru.
Þá gerir Andri (þjálfari Þór/KA) þrjár breytingar á sínu liði frá jafnteflinu við Stjörnuna í síðasta leik. Berglind, Saga og Snædís koma inn fyrir Kareni, Margréti og Huldu Ósk.
Steini (þjálfari Blika) gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik sem var 0:7 sigur á botnliði FH. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hildi Þóru.
Þá gerir Andri (þjálfari Þór/KA) þrjár breytingar á sínu liði frá jafnteflinu við Stjörnuna í síðasta leik. Berglind, Saga og Snædís koma inn fyrir Kareni, Margréti og Huldu Ósk.
Fyrir leik
Í fyrra unnu Blikar fyrri leikinn 1:4 þar sem Hildur Antons, Agla María, Berglind Björg og Áslaug Munda skoruðu mörk þeirra grænklæddu en Borgarstjórinn skoraði eina mark Þór/KA.
Seinni leikurinn endaði svo með jafntefli eins og kom fram áðan.
Seinni leikurinn endaði svo með jafntefli eins og kom fram áðan.
Fyrir leik
Þór/KA situr í 5. sæti deildarinnar með 11 stig og hafa unnið 3 leiki í sumar, tapað 3 og gert 2 jafntefli.
Þór/KA byrjuðu mótið með stæl og unnu 2 stórsigra gegn Stjörnunni og ÍBV en var svo skellt hressilega niður á jörðina í leik gegn Val þar sem þær töpuðu 6:0. Eftir það hefur gengið verið svona upp og ofan.
Þór/KA byrjuðu mótið með stæl og unnu 2 stórsigra gegn Stjörnunni og ÍBV en var svo skellt hressilega niður á jörðina í leik gegn Val þar sem þær töpuðu 6:0. Eftir það hefur gengið verið svona upp og ofan.
Fyrir leik
Byrjum aðeins á að ræða gengi Blika í sumar.
Þær eru með fullt hús stiga eftir 8 leiki og markatöluna 35:0. Já þið lásuð rétt, Blikastelpur hafa ekki bara unnið alla sína leiki heldur hafa þær ekki enn fengið á sig mark í sumar!
Blikar eru því ansi líklegar til sigurs hér í kvöld en við skulum ekki gleyma því að í fyrra þá var Þór/KA eina liðið sem tók stig af Breiðabliki fyrir utan Val.
Þær eru með fullt hús stiga eftir 8 leiki og markatöluna 35:0. Já þið lásuð rétt, Blikastelpur hafa ekki bara unnið alla sína leiki heldur hafa þær ekki enn fengið á sig mark í sumar!
Blikar eru því ansi líklegar til sigurs hér í kvöld en við skulum ekki gleyma því að í fyrra þá var Þór/KA eina liðið sem tók stig af Breiðabliki fyrir utan Val.
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
('42)
Saga Líf Sigurðardóttir
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
3. Madeline Rose Gotta
('71)
4. Berglind Baldursdóttir
('67)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
('45)
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
16. Gabriela Guillen Alvarez
17. María Catharina Ólafsd. Gros
('67)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir
Varamenn:
1. Lauren Amie Allen (m)
('42)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
('71)
14. Margrét Árnadóttir
('67)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
('67)
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
('45)
Liðsstjórn:
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Perry John James Mclachlan (Þ)
Bojana Besic
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld: