Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Í BEINNI
Besta-deild karla
HK
36' 0
0
FH
Breiðablik
1
2
Selfoss
Alexandra Jóhannsdóttir '8 1-0
1-1 Dagný Brynjarsdóttir '52
1-2 Barbára Sól Gísladóttir '87
24.08.2020  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Barbára Sól Gísladóttir
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('73)
22. Rakel Hönnudóttir

Varamenn:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('73)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Þorsteinn H Halldórsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið og Selfoss vinnur hér 2-1 sigur í ótrúlegum fótboltaleik!

Selfoss-liðið sýndi þvílíkan karakter og er fyrsta liðið til að vinna Breiðablik í sumar.

Frábært svar hjá gestunum sem hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
91. mín
Þremur mínútum er bætt við venjulegan leiktíma.
90. mín
Blikar reyna hvað þær geta að jafna. Rakel var að skalla yfir eftir langt innkast Sveindísar!
89. mín
Verður Selfoss fyrsta liðið til að vinna Breiðablik í sumar? Þær eru nokkrum mínútum frá því!
87. mín MARK!
Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Stoðsending: Anna María Friðgeirsdóttir
VÓÓÓÓ!

Barbára Sól er að koma Selfyssingum yfir!

Hún skorar með fallegum skalla eftir aukaspyrnu Önnu Maríu utan af miðjum velli.

Þvílíkur andi í Selfossliðinu!
85. mín
Rakel Hönnudóttir skorar með skalla eftir hornspyrnu en markið er dæmt af. Sóknarbrot í teignum.
84. mín
Nú á Magdalena máttlaust skot beint á Sonný eftir að hafa dansað einn hring við Hildi Þóru í teignum.
82. mín
Hætta! Tiffaný laumar boltanum fyrir Blika markið þar sem Sonný er rétt á undan Dagný í boltann.
81. mín
Sveindís hefur ekki fengið mikið svigrúm til að komast á sprettinn en nú komst hún á skrið og tók 20 metra áður en hún átti hættulega fyrirgjöf sem datt rétt framhjá fjærstönginni.
80. mín
Inn:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Fyrsta skipting Selfoss. Eva fer uppá topp.
77. mín
Tvö horn í röð hjá Blikum. Rakel Hönnudóttir skallar vel framhjá eftir það seinna.
76. mín
Korter eftir. Verður Selfoss fyrsta liðið til að fá stig gegn Blikum í sumar?

Rosalegar mínútur framundan.
75. mín Gult spjald: Þorsteinn H Halldórsson (Breiðablik)
Það er mikill hiti í þessu!

Þorsteinn Halldórsson er allt annað en sáttur. Selfyssingar áttu fyrirgjöf sem Sonný fór út í og virtist vera með hendur á boltanum. Hún missti hann hinsvegar frá sér eftir viðskipti við Magdalenu að mér sýndist og ekkert var dæmt.

Í kjölfarið skapaðist hætta í teignum áður en Blikum tókst að hreinsa.
73. mín
Inn:Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Fyrsta skipting Blika. Áslaug Munda lenti í tæklingu fyrr í hálfleiknum og hefur eittvað verið að kveinka sér.
72. mín
Bæði lið fá A+ fyrir baráttu þessa stundina. Frábær varnarvinna hjá Selfyssingum. Anna María og Áslaug Dóra voru báðar mættar til að loka á Sveindísi og koma boltanum í horn áður en hún kom boltanum fyrir.

Blikar fengu í kjölfarið hornspyrnu en Sveindís var þá dæmd brotleg.
71. mín
Sveindís á langt innkast inná teig áður en boltinn dettur út á Öglu Maríu sem reynir langskot sem fer hátt yfir.
70. mín
Nú fá Selfyssingar aukaspyrnu á miðjum velli eftir að Andrea Rán fer í bakið á Hólmfríði. Blikar ekki sáttir en ekkert við þessu að segja. Selfyssingar setja boltann í átt að Blikamarkinu en Breiðablik verst vel.
69. mín
Blikar vilja víti. Áslaug Dóra stoppar Rakel Hönnudóttur sem var að komast á fleygiferð inná teig. Það var lykt af þessu.
67. mín
Það er gríðarleg barátta um allan völl. Bæði lið glorhungruð í stigin þó forsendurnar séu ólíkar.

Svei mér þá ef að "vallarhljóðin" sem eru spiluð auki ekki töluvert á stemmninguna. Gaman að þessu.
64. mín
DAGNÝ!!

Þarna munar litlu að Dagný bæti við!

Selfoss fékk aukaspyrnu úti hægra megin. Anna María setti boltann fyrir þar sem Dagný náði snertingu á boltann en hann rúllaði rétt framhjá!
60. mín
Aftur stórhætta við mark Selfoss! Sveindís nær fyrirgjöf sem Kaylan virðist vera með þegar Rakel Hönnudóttir kemur allt í einu í rennitæklingu og er á undan í boltann. Nær þó ekki að stýra honum á markið og boltinn aftur fyrir í markspyrnu.
57. mín
Þá er það Agla María. Klobbar Önnu Maríu áður en hún leggur boltann fyrir sig og reynir skot á nær af vítateigshorninu. Setur boltann aðeins framhjá.
56. mín
HÆTTULEGT!

Clara Sig á frábæra stungu ætlaða Tiffany. Hún er ekki langt frá því að skjóta sér á milli miðvarða Blika en missir jafnvægið og ekkert verður úr færinu.

Þetta er æsispennandi!
54. mín
AGLA MARÍA!

Vó. Stórhættulegur séns hjá Blikum. Sveindís er komin aftur til hægri og átti frábæra sendingu fyrir markið. Þar kom Agla María á harðaspretti og reyndi viðstöðulaust skot sem flaut rétt yfir!
52. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Tiffany Janea MC Carty
DAGNÝÝÝÝÝ!

Ja hérna hér!

Selfyssingar eru að jafna leikinn og eru þar með fyrsta liðið til að skora mark á Breiðablik í sumar!

Tiffany á laglega fyrirgjöf frá hægri og Dagný Brynjarsdóttir mætir ákveðin inná teig og skorar með skalla!
52. mín
Agla María og Sveindís eru búnar að skipta um kant. Sjáum hvort Blikar nái betri opnun þannig.
49. mín
Blikar sækja fyrsta horn síðari hálfleiksins. Fimmta horn þeirra í leiknum. Sem fyrr ná Selfyssingar að koma þessu frá.

Þær hafa unnið undirbúningsvinnuna vel.
47. mín
Barbára þarf að passa sig. Hleypur utan í Sveindísi sem var komin á harðasprett og ætlaði upp kantinn. Ekki mikil snerting en rétt að flauta.
46. mín
Þá fer seinni hálfleikurinn af stað. Rakel Hönnudóttir sparkar þessu af stað.

Tilraunamennska hjá Blikum sem eru að spila "vallarhljóð" undir leiknum.
45. mín
Hálfleikur
Liðin eru bæði mætt til vallar en ekkert bólar á dómarateyminu ennþá. Hóparnir þrír koma úr ólíkum áttum í takt við sóttvarnarreglur.
45. mín
Það er auðvitað fámennt í stúkunni en þar má þó sjá þau Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfara, og Hildi Antonsdóttir, leikmann Breiðabliks, á spjalli. Hildur varð fyrir því óláni að slíta krossbönd fyrr á tímabilinu. Hún var með í síðasta landsliðsverkefni Íslands, á Pinatar Cup á Spáni í mars.
45. mín
Hálfleikstölur 1-0 í hörkuleik.

Selfyssingar hafa látið toppliðið hafa fyrir sér og hafa átt fjögur markskot á móti fimm hjá Blikum.

Heldur Blikalestin ótrauð áfram eða geta Selfyssingar komið til baka?

Þeirri spurningu verður svarað á næsta klukkutímanum. Tökum okkur korterspásu og höldum svo áfram með seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Þjálfarar og liðsstjórn smella upp grímunum og liðin ganga til búningsherbergja.
45. mín Gult spjald: Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Nú gengur Barbára heldur harkalega fram gegn Sveindísi og brýtur á henni. Fær gult fyrir vikið. Ekki draumastaða að þurfa að spila á móti Sveindísi á gulu spjaldi.
43. mín
Barbára fær tilnefningu til bjartsýnisverðlaunanna 2020 þegar hún reynir skot af 45 metra færi. Setur boltann hátt yfir.
43. mín
Það er hörð barátta á milli Barbáru vinstri bakvarðar og Sveindísar hægri kants í leiknum. Fyrir utan mistökin í marki Blika hefur Barbára náð að loka vel á Sveindísi og þegar hún hefur lent í veseni hafa liðsfélagar hennar verið snöggar í hjálparvörnina.
41. mín
Enn bætist í hornspyrnubunka Blika. Anna Björk var á undan Rakel vinkonu sinni í boltann og bjargaði í horn áður en Rakel náði til boltans í teignum.

Agla María snýr boltann í átt að marki eins og undanfarin skipti og í þetta skiptið grípur Kaylan hann.
37. mín
Vó!

Selfyssingar ógna. Tiffany átti stórhættulega fyrirgjöf í áttina að kollinum á Karitas sem kom á fleygiferð inná teig. Mér sýndist það vera Heiðdís sem náði að komast fyrir boltann á síðustu stundu!

Boltinn datt svo fyrir Magdalenu utarlega í teignum en fyrsta snertingin sveik hana og færið fjaraði út.

Þetta var hættulegt.
33. mín
Frábær varnarvinna hjá Áslaugu Dóru. Það galopnaðist allt til baka hjá Selfossi og Sveindís hótaði því að fara í gegn. Áslaug Dóra var ekki til í það og gerði virkilega vel í að stíga Sveindísi út og hreinsa í horn.

Agla María tók hornið fyrir Blika, sneri boltann inn að marki en aftur kýldi Kaylan hann frá eins og áðan.
32. mín
Vel gert hjá Selfoss. Anna Björk komst inn í sendingu Blika, gaf sér tíma og tókst svo að lauma boltanum í hlaupaleiðina hjá Magdalenu sem tók þverhlaup inná teig. Magda sneri af sér varnarmann áður en hún reyndi skot en það var ekki nógu gott og Sonný varði vel.
31. mín
Agla María reynir skot aftur af svipuðum slóðum stuttu síðar (vinstra vítateigshorninu) en í þetta skiptið nær hún ekki nógu föstu skoti í fjærhornið og Kaylan ver auðveldlega.
29. mín
Vel varið!

Kaylan ver glæsilega frá Öglu Maríu. Er eldljót niður og nær að stýra föstu skotinu aftur fyrir.

Kaylan er svo aftur vel á verði þegar Blikar taka hornið og nær að blaka boltann af hættusvæðinu.
28. mín
Þá er komið að Hólmfríði Magnúsdóttur að reyna að á skotfótinn. Hún testar þann vinstri rétt utan teigs en skýtur framhjá.

Það er fínn kraftur og grimmd í Selfoss-liðinu.
25. mín
Vó. Þarna er Kaylan íssköld og reynir að leika á Sveindísi sem var mætt til að pressa hana. Kaylan er svo enn kaldari þegar henni tekst að komast framhjá Sveindísi og ákveður að spila stutt til hliðar í stað þess að hreinsa. Blikar komast þá inn í sendinguna og vinna í kjölfarið hornspyrnu sem ekkert verður úr.
24. mín
Fín sókn hjá Blikum sem endar á því að boltinn berst út á hægri bakvörðinn Hafrúnu Rakel sem kemur á harðaspretti og lætur vaða. Alls ekkert galin tilraun en boltinn þó vel framhjá.
22. mín
Þarna sýndi Rakel skemmtilega takta. Átti geggjaðan snúning áður en hún lét boltann ganga áfram á Alexöndru. Þá birtist hinsvegar Tiffany og vann boltann. Góð varnarvinna hjá vinstri vængmanninum.
19. mín
Aftur skapast hætta eftir langt innkast Sveindísar en Selfyssingar snúa vörn í sókn og Magdalena nær að senda fínan bolta fyrir Blikamarkið eftir hraða skyndisókn. Heimakonur eru þó fjölmennari í teignum og koma boltanum frá.
14. mín
Geggjaður bolti frá Öglu Maríu og í hlaupaleiðina hjá Sveindísi. Félagi hennar úr U19 ára landsliðinu, Barbára, gerir virkilega vel í að komast á undan í boltann og bjarga í innkast.

Sveindís kastar svo löngu innkasti inná teig. Boltinn hrekkur út á Áslaugu Mundu sem neglir að marki en boltinn smellur í höfðinu á Dagný Brynjarsdóttur sem liggur eftir.
12. mín
Bæði lið eru búin að eiga góð hlaup upp kantana og fyrirgjafir. Nú voru Selfyssingar að eiga einn slíkan séns. Clara gerði vel í að koma boltanum fyrir á Dagný sem þrumaði yfir utarlega í teignum.
8. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
ALEXANDRA!

Miðjumaðurinn öflugi nær forystunni fyrir Breiðablik með góðum skalla eftir fyrirgjöf Sveindísar frá hægri.

Barbára Sól gerði hrikaleg mistök í aðdraganda marksins þegar hún missti boltann á milli fóta sér og út til hægri á Sveindísi sem kom í kjölfarið með stoðsendinguna.
5. mín
Selfyssingar ætla að pressa kröftuglega hér í byrjun. Það heyrist vel í Alfreð sem öskrar sína leikmenn áfram.

Lið Selfoss:

Kaylan

Anna María - Áslaug Dóra - Anna Björk - Barbára

Dagný - Karitas

Hólmfríður - Clara - Tiffany

Magdalena
4. mín
Gaman að því að Rakel Hönnudóttir lék sem miðvörður í síðasta leik en er fremst hjá Blikum í dag. Alvöru fjölhæfni!

Lið Breiðabliks:

Sonný

Hafrún - Kristín Dís - Heiðdís - Áslaug Munda

Andrea Rán

Alexandra - Karólína

Sveindís - Rakel - Agla María
3. mín
Selfoss-liðið er á undan til að ógna. Magdalena átti ágæta fyrirgjöf sem Sonný handsamaði. Blikar annars verið meira með boltann þessar fyrstu 3 mínútur.
1. mín
Leikur hafinn
Nú er allt klárt. Gunnar Oddur flautar á og Hólmfríður Magnúsdóttir tekur upphafsspyrnuna fyrir Selfoss sem leikur í átt að Smáranum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Hjá Blikum vekur athygli að markahæsti leikmaður deildarinnar, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, er ekki með. Ástæða fjarverunnar er sú að hún er ein þeirra leikmanna úr deildinni sem nú eru í sóttkví.

Heiðdís Lillýardóttir kemur inn í liðið í hennar stað en hún var á bekknum gegn Þór/KA í síðustu umferð.

Hjá Selfoss gerir Alfreð þjálfari eina breytingu frá tapleiknum gegn Fylki í síðustu umferð. Barbára Sól er búin að ná sér af meiðslum og kemur inn í liðið í stað Evu Lindar Elíarsdóttur sem fékk að spreyta sig í stöðu bakvarðar í síðasta leik.
Fyrir leik
Það er allt að verða klárt á Kópavogsvelli á þessum fallega mánudegi. Liðin voru að ljúka upphitun og eru farin inn til að leggja lokahönd á sinn undirbúning.
Fyrir leik
Liðin mættust á Selfossi fyrr í sumar og þá unnu Blikar 2-0 sigur. Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir sáu um markaskorun í þeim leik. Agla María skoraði strax í upphafi leiks og Alexandra lokaði leiknum með seinna markinu undir lokin.
Fyrir leik
Fyrir leik sitja Blikar örugglega á toppi deildarinnar með 9 sigra í 9 leikjum og markatöluna 42-0. Liðið vann tvo síðustu leiki sína 7-0 og virðist algjörlega óstöðvandi.

Selfyssingar hafa hinsvegar átt vonbrigða sumar eftir stórar yfirlýsingar fyrir mót. Þær sitja í 6. sæti með 10 stig eftir 8 leiki. Liðið spilaði vel í síðasta deildarleik gegn Fylki en tapaði engu síður á marki í uppbótartíma. Markaskorun hefur verið stórt vandamál en liðið hefur bara skorað 10 mörk og hefði getað verið búið að skora 2-3 mörk á Fylki áður en sigurmarkið kom. Á meðan þú skorar ekki mörk þá vinnurðu ekki leiki. Svo einfalt er það.

Á meðan Selfyssingum gengur illa að skora þá hafa Blikar enn ekki fengið á sig mark. Markvörðurinn Sonný Lára hefur haldið hreinu í fyrstu 9 leikjum mótsins!
Fyrir leik
Heil og sæl!

Velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Selfoss í Pepsi Max deild kvenna.

Gunnar Oddur dómari flautar veisluna á kl.19:15.
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
4. Tiffany Janea MC Carty
8. Clara Sigurðardóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('80)
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
16. Selma Friðriksdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('80)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Elías Örn Einarsson
Óttar Guðlaugsson
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:
Barbára Sól Gísladóttir ('45)

Rauð spjöld: