Eimskipsvöllurinn
laugardagur 29. ágúst 2020  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: 90
Maður leiksins: Stephanie Mariana Ribeiro (Þróttur R)
Þróttur R. 2 - 1 Fylkir
0-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('13)
1-1 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('37)
2-1 Stephanie Mariana Ribeiro ('42)
Myndir: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Friðrika Arnardóttir (m)
5. Jelena Tinna Kujundzic
6. Laura Hughes ('83)
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Stephanie Mariana Ribeiro ('76)
10. Morgan Elizabeth Goff
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('65)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
22. Sóley María Steinarsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Varamenn:
3. Mist Funadóttir ('83)
4. Hildur Egilsdóttir
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
14. Margrét Sveinsdóttir ('65)
18. Andrea Magnúsdóttir ('76)

Liðstjórn:
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Nik Anthony Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Egill Atlason

Gul spjöld:
Laura Hughes ('44)
Stephanie Mariana Ribeiro ('47)
Sóley María Steinarsdóttir ('51)

Rauð spjöld:
@antonfreeyr Anton Freyr Jónsson
93. mín Leik lokið!
Ásmundur flautar hér til leiksloka. Mikilvæg þrjú stig í hús hjá Þróttarastúlkum

Þakka fyrir mig í dag. Viðtöl og skýrsla síðar í dag.
Eyða Breyta
91. mín
Þróttarar vinna hér aukaspyrnu á vallarhelmingi Fylkis og vinna dýrmætar sekúndur.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími er þrjár mínútur.

Þróttarar að sigla mikilvægum stigum í hús?
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
89. mín
Boltinn inn fyrir á Ernu Sólveigu sem reynir að setja boltann yfir Friðriku en varnarmenn Þróttar ná að koma boltanum í burtu.
Eyða Breyta
84. mín Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir) Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
84. mín
Ekki mikið að frétta inn á vellinum þessa stundina.
Eyða Breyta
83. mín Mist Funadóttir (Þróttur R.) Laura Hughes (Þróttur R.)

Eyða Breyta
80. mín
Hulda Hrund fær boltann á vallarhelmingi Þróttar og reynir skot af löngu færi en boltinn beint á Friðriku.
Eyða Breyta
76. mín Andrea Magnúsdóttir (Þróttur R.) Stephanie Mariana Ribeiro (Þróttur R.)

Eyða Breyta
75. mín
Hornspyrna Fylkir!

Flottur bolti fyrir en Fylkisstúlkur ná ekki skalla á markið og boltinn afturfyrir.
Eyða Breyta
73. mín
Hulda Hrund fær boltann út á hægri vængnum og kemur með fyrirgjöf en boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu

Fylkisstúlkur í dauðaleit að jöfnunarmarkinu. Þróttararstúlkur eru að verjast vel.
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
68. mín
Hulda Hrund vinnur boltann af Lauru og keyrir af stað með bolann og rennir boltanum út á Margréti Björg sem kemur með hættulega fyrirgjöf en boltinn í gegnum allan pakkann.
Eyða Breyta
65. mín Sara Dögg Ásþórsdóttir (Fylkir) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
65. mín Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) María Eva Eyjólfsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
65. mín Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.) Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
64. mín
Hulda Hrund fær boltann og gerir vel, kemur boltanum inn fyrir á Guðrúnu sem er flögguð rangstæð.
Eyða Breyta
61. mín Gult spjald: Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir)
Fær hér spjald fyrir að sparka í liggjandi Þróttara.
Eyða Breyta
57. mín
ÞÓRDÍS EVA!

Boltinn berst út á Þórdísi sem á skot fyrir utan teig en boltinn rétt yfir.

Fylkisstúlkur í leit að jöfnunarmarki.
Eyða Breyta
55. mín
GUÐRÚN KARÍTAS!!

Boltinn kemur fyrir og Guðrún nær skalla en boltinn beint á Friðriku.
Eyða Breyta
51. mín Gult spjald: Sóley María Steinarsdóttir (Þróttur R.)
Fer í andlitið á Huldu Hrund. Óviljaverk hjá Sóleyju en hárréttur dómur.
Eyða Breyta
47. mín Gult spjald: Stephanie Mariana Ribeiro (Þróttur R.)

Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað Engar breytingar að sjá hjá liðunum.

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ásmundur Þór flautar hér til hálfleiks. Þróttarastúlkur fara með 2-1 forskot inn í hálfleikinn eftir að hafa lent undir.
Eyða Breyta
44. mín Gult spjald: Laura Hughes (Þróttur R.)
ÚFFFFFF. ÞETTA VAR SÉRSTAKT.

Fylkisstúlkur fá aukaspyrnu og boltinn kemur inn á teiginn og boltinn í hendurnar á Friðriku í marki Þróttara og Katla María keyrir í Friðriku með takkana beint í hana.

Eftir mikil læti spjaldar Ásmundur Þór Lauru Hughes. Mér fannst þetta sérstakt en þetta var klórulaust brot hjá Kötlu.
Eyða Breyta
42. mín MARK! Stephanie Mariana Ribeiro (Þróttur R.), Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
MAAAAAAAAAAAARK!!

Andrea Rut fær boltann fyrir utan teig og rennir honum til hliðar á Stephanie sem tekur eina snertingu áður en hún setur boltann hnitmiðað í fjær hornið.

Þróttarastúlkur að snúa leiknum sér í vil!
Eyða Breyta
37. mín MARK! Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
ÞRÓTTARASTÚLKUR AÐ JAFNA!!

Stephanie fær boltann inn á teig og á skot sem Cecilía ver út í teiginn og þar mætir Ólöf og neglir honum í netið

1-1
Eyða Breyta
27. mín
Ísabella kemur fær boltann hægra meginn og kemur með sendingu fyrir á Stephanie sem nær að snúa og nær skoti á markið en boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu.

Hornspyrnan tekinn og einhver darraðadans í teig Fylkis en Fylkisstúlkur koma boltanum í burtu.
Eyða Breyta
23. mín
FÆRIII

Cecilía fær boltann og kemur honum á Vesnu sem kemur með hættulega sendingu til baka sem Laura kemst inn í sendinguna og á skot í varnarnmann.

Þarna voru Fylkisstúlkur heppnar.
Eyða Breyta
21. mín
Stephanie með aukaspyrnu fyrir utan teig en boltinn framhjá markinu.
Eyða Breyta
13. mín MARK! Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
ÚÚÚFFFFFFF

Stefanía kemur með fyrirgjöf frá hægri inn á teiginn og Bryndís Arna nær skalla á markið og boltinn skoppar yfir Friðriku í marki Þróttar og Guðrún Karítas setur boltann í autt mark.

Klaufalegt hjá Friðriku í marki Þróttar.
Eyða Breyta
9. mín
Leikurinn farinn af stað aftur og fær Ási klapp úr stúkunni.
Eyða Breyta
8. mín
Ásmundur Þór dómari skokkar hér útaf til að skipta um skó eftir aðeins átta mínútna leik.
Eyða Breyta
6. mín
Þróttararstúlkur byrja þennan leik miklu betur en Fylkisstúlkur eru varla mættar til leiks.
Eyða Breyta
3. mín
FYRSTA FÆRI LEIKSINS!

Ísabella kemur með fyrirgjöf frá hægri og boltinn ratar á Andreu Rut sem skallar boltinn yfir.
Eyða Breyta
2. mín
Stephanie Ribeiro vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins.

Taka hana stutt en Fylkisstelpur koma boltanum í burtu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað

Áfram Þróttur heyrist í stúkunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að koma sér inn á völlinn og Ásmundur Þór Sveinsson fer að flauta þetta á.

Góða skemmtun kæru lesendur!
Eyða Breyta
Fyrir leik
10 mínútur í leik

Liðin eru að ganga til búningsklefa og gera sig klár í að ganga hér inn á völlinn.

Mikið er ofboðslega gaman að sjá áhorfendur í stúkunni hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Staðan í deildinni.

Þessi tvö eru á sitthvorum enda töflunnar. Þróttur R er í niunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir 10. leiki.

Fylkisstúlkur eru i þriðja sæti deildarinnar með sextán stig eftir 9. leiki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
ÁHORFENDUR LEYFÐIR!!

Fram kemur á KSÍ að heimildin hefur þegar í stað tekið gildi og því verða áhorfendur leyfðir á leikjum frá og með deginum í dag með skilyrðum.

Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæði.

EINTÓM GLEÐI. Hvet fólk þó til að virða þessi skilyrði og fara varlega i gleðinni.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag.

Verið velkomin með okkur á Eimskipsvöllinn i beina textalýsingu frá leik Þrótt R. og Fylkis i Pepsi Max-deild kvenna.

Ásmundur Þór Sveinsson flautar til leiks klukkan 14:00
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
5. Katla María Þórðardóttir
7. María Eva Eyjólfsdóttir ('65)
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
10. Bryndís Arna Níelsdóttir ('84)
15. Stefanía Ragnarsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir
19. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('65)
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Varamenn:
28. Gunnhildur Ottósdóttir (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
13. Ísabella Sara Halldórsdóttir
20. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('65)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
27. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('65)
29. Erna Sólveig Sverrisdóttir ('84)
30. Anna Kolbrún Ólafsdóttir

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:
Stefanía Ragnarsdóttir ('61)
Hulda Hrund Arnarsdóttir ('70)
Eva Rut Ásþórsdóttir ('90)

Rauð spjöld: