Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Augnablik
0
4
Tindastóll
0-1 Jacqueline Altschuld '57 , víti
0-2 Murielle Tiernan '67
Elín Helena Karlsdóttir '74 , sjálfsmark 0-3
0-4 Murielle Tiernan '90
03.09.2020  -  18:15
Kópavogsvöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Haustveður í loftinu, frekar kalt og töluverður vindur
Dómari: Sigurður Schram
Maður leiksins: Murielle Tiernan
Byrjunarlið:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
5. Elín Helena Karlsdóttir
10. Ísafold Þórhallsdóttir
14. Hildur María Jónasdóttir ('71)
15. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('75)
16. Björk Bjarmadóttir
17. Birta Birgisdóttir ('71)
18. Eyrún Vala Harðardóttir ('71)
22. Þórhildur Þórhallsdóttir
23. Hugrún Helgadóttir ('83)
77. Hildur Lilja Ágústsdóttir

Varamenn:
1. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
4. Brynja Sævarsdóttir ('71)
5. Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir
7. Eva María Smáradóttir ('83)
11. Adna Mesetovic ('71)
23. Margrét Lea Gísladóttir ('71)
28. Eydís Helgadóttir ('75)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Úlfar Hinriksson
Nadia Margrét Jamchi

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessu lokið með stórsigri Tindastóls sem styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar.
Viðtöl og skýrsla koma inn við fyrsta tækifæri.
90. mín MARK!
Murielle Tiernan (Tindastóll )
ÞVÍLÍKUR LEIKMAÐUR!
Hún bara fer á kraftinum í gegnum vörn Augnabliks og klárar snyrtilega í hægra hornið.
83. mín
Inn:Birna María Sigurðardóttir (Tindastóll ) Út:Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Tindastóll )
Jesús minn hvað er mikið af skiptingum þessa stundina
83. mín
Inn:Eva María Smáradóttir (Augnablik) Út:Hugrún Helgadóttir (Augnablik)
76. mín
Murielle með enn eitt skot í stöng!
75. mín
Inn:Eydís Helgadóttir (Augnablik) Út:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Augnablik)
74. mín SJÁLFSMARK!
Elín Helena Karlsdóttir (Augnablik)
Stoðsending: Jacqueline Altschuld
Sá ekki alveg hver skoraði þetta en ætla að giska á Elínu. Jacqueline vinnur aukaspyrnu á miðjum velli og tekur sjálf spyrnuna. Það er klárlega einhver bliki sem skallar hann afturábak og í markið.
72. mín
Inn:Kristrún María Magnúsdóttir (Tindastóll ) Út:María Dögg Jóhannesdóttir (Tindastóll )
72. mín
Inn:Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll ) Út:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
Tvöföld skipting hjá stólunum
71. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Augnablik) Út:Hildur María Jónasdóttir (Augnablik)
71. mín
Inn:Adna Mesetovic (Augnablik) Út:Birta Birgisdóttir (Augnablik)
71. mín
Inn:Brynja Sævarsdóttir (Augnablik) Út:Eyrún Vala Harðardóttir (Augnablik)
Þreföld skipting
67. mín MARK!
Murielle Tiernan (Tindastóll )
MARK!
Það hlaut að koma að því. Enn einu sinni komast stólarnir upp vinstri vænginn og setja boltann fyrir en nú er Murielle tilbúin og sparkar boltanum fast í hægra hornið.
67. mín
Blikar eru 0:4 yfir í sínum leik gegn ÍA í Mjólkurbikarnum fyrir áhugasama
63. mín
Inn:Sólveig Birta Eiðsdóttir (Tindastóll ) Út:Laufey Harpa Halldórsdóttir (Tindastóll )
61. mín
Jacqueline hleður hér í skot en Katrín örugg í markinu
59. mín
Enn sækja Stólarnir. Boltinn berst út í teig á Maríu sem tekur skot en Katrín ver vel
57. mín Mark úr víti!
Jacqueline Altschuld (Tindastóll )
Öruggt. Setur markmanninn í öfugt horn
56. mín
STÓLARNIR FÁ VÍTI. Rakel sleppur í gegn og Katrín kemur á móti og tekur hana niður. Sigurður er ekkert á leiðinni að dæma vítið en snýst svo hugur og flautar.
54. mín
DAUÐAFÆRI!
Rakel Sjöfn prjónar sig í gegnum vörn Augnabliks en Katrín gerir mjög vel og kemur á móti og ver frábærlega.
50. mín
Hvernig skorar Murielle ekki þarna???
Rakel kemur með frábæran bolta á Murielle sem þarf ekki annað en að pota knettinum inn en hún skýtur eiginlega bara í innkast (ekki svo langt að vísu en í þá átt)
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Sigurður flautar hér til hálfleiks og liðin ganga til búningsklefa í Fífunni sýnist mér.
Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega en hefur róast töluvert eftir því sem leið á. Tindastóll hefði vel getað skorað í byrjun leiks en drógu svo verulega úr sóknarþunganum. Á sama tíma er Augnablik að spila ágætis bolta og flottan varnarleik en vantar svolítið upp á endaproductið, þær eru að koma sér í ágætis stöður en klúðra því svo klaufalega.
Vonandi fáum við einhver mörk í þetta í seinni!
44. mín
Augnablik fá aukaspyrnu á ágætis stað, soldið fyrir utan teig vinstra megin. Spyrnan er mjög vond og fer hátt yfir markið
38. mín
Hugrún Páls fær góðan bolta frá Murielle og reynir skot en það er langt langt framhjá
35. mín
Eins og glöggir lesendur vita þá fara 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins fram í dag og voru 3 leikir að klárast:

Selfoss sigraði Val 1-0 (STÓRAR FRÉTTAR)
KR sigraði FH 1-2
Þór/KA sigraði Hauka 3-1
35. mín
Lítið að gerast þessa stundina í leiknum
26. mín
Spyrnan er hræðileg og Augnablik komast í skyndisókn með frábæru spili upp vinstri vænginn. Birta kemur svo boltanum á fjær þar sem Hildur kemur hlaupandi en Amber kemur vel á móti og ver. Loks reynir einhver Bliki skotið (sá ekki hver) en það fór framhjá markinu. Fínasta sókn
25. mín
Tindastóll fær aukaspyrnu á vænlegum stað. Fannst þetta ekki vera aukaspyrna en svona er lífið
20. mín
Murielle að reyna hér skot af 40 metrunum en það er langt langt framhjá
19. mín
Fínt færi hjá Augnablik. Eyrún tekur innkast á Þórhildi sem prjónar sig í gegn og kemur með flottan bolta fyrir en Birta rétt missir af boltanum og stólarnir hreinsa beint á Hildi Lilju sem á skot rétt framhjá markinu
17. mín
Hvernig eru Stólarnir ekki búnar að skora maður minn lifandi.
Frábær sókn upp vinstri kantinn sem endar með fyrirgjöf og þar er Hugrún ein á móti marki en skýtur yfir.
16. mín
Rakel fór hér virkilega illa með Eyrúnu, kemur með fyrirgjöf og boltinn berst á Murielle sem tekur fast skot en beint á Katrínu í markinu
14. mín
SKOT Í STÖNG!
Jacqueline fær boltann hægra megin rétt við vítateigslínuna og tekur skotið sem fer í stöngina og þaðan út í teig, við tekur smá panikk í teignum en Augnablik hreinsa að lokum
12. mín
Fínt spil hjá Stólunum, Rakel gerir vel og nær stungusendingu inn á Muriel en hún er aðeins of lengi að athafna sig og boltinn endar afturfyrir endalínu. Markspyrna
8. mín
Augnablik að ná ágætis spili þessa stundina, þær hafa samt ekki náð að ógna
5. mín
ÚFF þarna munaði litlu.
Rakel Sjöfn kemur með sendingu fyrir sem Murielle skallar, boltinn fer svona upp í boga og Katrín rétt nær að slá boltann í stöngina og Augnablik hreinsa.
3. mín
Murielle með svona fyrsta skot/fyrirgjöf leiksins en það er auðvelt fyrir Katrínu í markinu
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Augnablik byrjar með boltann og sækir í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Jæja liðin ganga nú inn á völlinn ásamt dómurum leiksins
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru að sjálfsögðu komin inn og þið getið séð þau hér til hliðanna.
Vilhjálmur gerir 3 breytingar á sínu liði frá síðasta leik gegn Keflavík: Björk Bjarmadóttir, Birta Birgisdóttir og Hildur Lilja Ágústsdóttir koma inn fyrir Rögnu Björg, Vigdísi Lilju og Birnu Kristínu.
Þjálfarar Tindastóls gera enga breytigu frá síðasta leik, enda algjör óþarfi að breyta sigurliði.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór fram 7. júlí á Sauðarkróksvelli þar sem Tindastóll vann 1-0 með marki frá Hugrúnu Pálsdóttur.
Fyrir leik
Augnablik er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 9 leiki en þær eiga inni leik gegn Völsungi.
Gengið hefur verið upp og ofan, þær byrjuðu frekar illa, gerðu jafntefli gegn Haukum og töpuðu næstu tveimur leikjum gegn Keflavík og Tindastól. En þegar þær höfðu klárað að spila við top 3 liðin fór að ganga betur og síðan hafa þær unnið 3 leiki, gert 3 jafntefli og tapað einum leik.
Fyrir leik
Tindastóll er í efsta sæti deildarinnar með 25 stig eftir 10 leiki. Stólarnir töpuðu síðast leik í lok júlí gegn Haukum (sem eru í 3. sæti deildarinnar) en hafa unnið síðustu þrjá leiki með glans, 4-0 sigur gegn Aftureldingu, 1-3 sigur gegn Keflavík og 3-0 sigur gegn Víkingi R.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Augnabliks og Tindastóls í 11. umferð Lengjudeildar kvenna.
Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst á slaginu 18:15.
Byrjunarlið:
1. Amber Kristin Michel (m)
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('83)
Hrafnhildur Björnsdóttir
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
4. Lára Mist Baldursdóttir
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir ('63)
9. María Dögg Jóhannesdóttir ('72)
10. Jacqueline Altschuld
17. Hugrún Pálsdóttir ('72)
24. Agnes Birta Stefánsdóttir
25. Murielle Tiernan

Varamenn:
12. Margrét Rún Stefánsdóttir (m)
4. Birna María Sigurðardóttir ('83)
7. Sólveig Birta Eiðsdóttir ('63)
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('72)
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir

Liðsstjórn:
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Kristrún María Magnúsdóttir
Bergljót Ásta Pétursdóttir
Snæbjört Pálsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: