Kaplakrikavöllur
fimmtudagur 03. september 2020  kl. 17:00
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Napurt
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir
FH 1 - 2 KR
0-1 Katrín Ómarsdóttir ('13)
1-1 Angela R. Beard ('50, sjálfsmark)
1-2 Katrín Ásbjörnsdóttir ('80)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir ('85)
9. Rannveig Bjarnadóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
14. Valgerður Ósk Valsdóttir ('78)
17. Madison Santana Gonzalez
18. Phoenetia Maiya Lureen Browne
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
24. Taylor Victoria Sekyra
26. Andrea Mist Pálsdóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
13. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
15. Birta Stefánsdóttir ('78)
16. Tinna Sól Þórsdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('85)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
30. Arna Sigurðardóttir

Liðstjórn:
Hlynur Svan Eiríksson
Margrét Sif Magnúsdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Sandor Matus
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Bríet Mörk Ómarsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:
Eva Núra Abrahamsdóttir ('87)

Rauð spjöld:
@ingimar90 Ingimar Bjarni Sverrisson
94. mín Leik lokið!
Já! KR-ingar klára þetta og komast í fjögura liða úrslit bikarsins í ár! Viðtöl og skýrsla seinna í kvöld.
Eyða Breyta
91. mín
Sísí gefur stungu sendingu á Birtu sem er dæmd rangstæð, var þetta síðasti séns FH?
Eyða Breyta
90. mín
Fjórar mínútur.
Eyða Breyta
89. mín
Þórdís stígur á boltann og fær slink á hnéið. Leit ekki vel ´´ut í fyrst en hún kemur aftur inn á. Komin í uppbótartíma.
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Heppinn að tveir FH-ingar voru komnar aðeins aftar í þessari skyndisókn KR, annars rautt.
Eyða Breyta
86. mín
Browne nær skoti á þó KR-ingar verjist á öllum nema Guðmundu en það er laust og beint á Ingibjörg
Eyða Breyta
85. mín Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)
Klukkan tifar...
Eyða Breyta
84. mín
Birta reynir að leika markið eftir hinum megin, gengur ekki.
Eyða Breyta
82. mín
FH hafa um tíu mínútur með viðbótartíma til að finna jöfnunarmark.
Eyða Breyta
81. mín Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR) Alma Mathiesen (KR)

Eyða Breyta
80. mín MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (KR), Stoðsending: Kristín Erna Sigurlásdóttir
Þvílíkt mark!!! Kristín finnur Katrínu vinstra megin í teig FH sem smyr honum í samskeytin fjær, gjörsamlega óverjandi!
Eyða Breyta
78. mín Birta Stefánsdóttir (FH) Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
Á meðan fær Alma aðhlynningu og haltrar útaf, sárkvalin. Lýtur mjög illa út en ég sá ekki hvað gerðist.
Eyða Breyta
76. mín
Birta fær boltann við vítapunkt KR en er of sein að koma honum á Madison og hættunni bægt frá. Það er komin svakalegur hiti í þennan leik.
Eyða Breyta
75. mín Laufey Björnsdóttir (KR) Rebekka Sverrisdóttir (KR)
Önnur skipting KR.
Eyða Breyta
75. mín
Guðmunda hælsendingar klobbar Ernu og geysist að vítateig FH með allt pláss sem hún þarf, en tekst einhvern veginn ekki að finna einn af fjórum samherjum í teignum!
Eyða Breyta
73. mín
Browne fer framhjá þrem rmönnum KR á vinstri kantinum og sendir gullfallegan bolta á Rannveig, Ingibjörg rétt vinnur kapphlaupið um hann.
Eyða Breyta
71. mín
Ekki í fyrsta skipti finna KR Katrínu á milli varnarmanna FH og Telma kemur út og bjargar!
Eyða Breyta
70. mín
Birta með fast skot beint á Ingibjörg.
Eyða Breyta
68. mín Guðmunda Brynja Óladóttir (KR) Kristín Erla Ó Johnson (KR)
Jóhannes búin að sjá nóg og reynir að breyta gangi leiksins.
Eyða Breyta
66. mín
Browne með skot í varnarmann, út til Sísí sem skýtur í varnarmann og í horn, sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
65. mín
Hvernig fór þetta ekki inn?!?! Madison með góða takta í teig KR, gefur út á Browne sem þrumar boltanum í átt að markinu, hann fer í KR-ing og virðist ætla að snúast inn en sleikir ofanverða slánna!
Eyða Breyta
64. mín
Birta með skot sem Ingibjörg ver örruglega!
Eyða Breyta
61. mín
Flott spil KR-inga endar á lágri fyrirgjöf frá Katrínu Ómars en Telma kemst inn í hana. Hinum megin kemur Madison í veg fyrir að erfiður bolti fari í innkast, sækir á Rebekku og sendir á Rannveigur sem missir hann í markspyrnu.
Eyða Breyta
58. mín
Madison dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
57. mín
Ingunn og Brown að berjast um horn, Ingunn setur hann í horn sem fer útaf hinum megin.
Eyða Breyta
55. mín
Sísi skallar boltann svakalega vel í átt að samskeytunum en Ingibjörg ver
Eyða Breyta
54. mín
FH vinna horn, eru með vind í seglum þessa stundina.
Eyða Breyta
50. mín SJÁLFSMARK! Angela R. Beard (KR), Stoðsending: Phoenetia Maiya Lureen Browne
FH JAFNAR!

Innkast gefið á Browne við endalínu KR, hún gerir vel að halda boltanum í leik og sendir í átt að Rannveig. Angela ætlar að setja boltann í horn en hittir illa og boltinn endar í netinu!
Eyða Breyta
48. mín
Katrín Ábjörns fær boltann á milli Rannveigar og Ernu, snýr á þær á hleypur ein á móti Telmu en skotið varið.
Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn
KR byrja með boltann og sækja nú með vindinn í andlitið
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
FH byrjuðu betur en eftir markið hafa KR-ingar verið sterkari aðilinn og voru líklegri til að bæta í en FH að jafna.
Eyða Breyta
45. mín
Hornið hreinsað og leiktími rennur út.
Eyða Breyta
45. mín
Tvær mínútur í viðbótartíma. KR-ingar vilja víti eftir tæklingu Evu á Ölmu í teignum en hornspyrna dæmd.
Eyða Breyta
42. mín
KR sendir langan bolta beint á Ölmu sem er komin ein á eina, fíflar varnarmanninn en engin til að taka á móti fyrirgjöfinni. Andrea er komin aftur inn á
Eyða Breyta
41. mín
Andrea Mist og Katrín Ásbjörn skella saman rétt við teig KR, Andrea virðist vönkuð og er að fá aðhlynningu.
Eyða Breyta
40. mín
Sending á Katrín Ásbjörns sem er ein á móti Evu, síðarnefnda fórnar sér ekki í tæklingu og Katrín skýtur en hittir boltann illa og skotið beint á Telmu.
Eyða Breyta
38. mín
Stóru táa vörn í vítateig KR! Boltinn virðist ætla að leka til Sísí á hættulegum stað en einhvern, sýndist Ingunn kom tá í boltann og hættan líður hjá!
Eyða Breyta
36. mín
FH fá aukaspyrnu alveg við endalínu KR, svona 3 metrum frá hornfánanum. Fyrirgjöfin ögn of há fyrir Madison.
Eyða Breyta
35. mín
Frábær sending á Katrínu Ásbjörns mitt á mill hafsenta FH, Telma kemur útúr markinu og grípur en munaði ekki miklu að Katrín næði skoti.
Eyða Breyta
32. mín
Sísí vinnur boltann á miðjunni og gefur beint á Browne, sem er dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
31. mín
KR fá horn eftir að skot er skallað yfir. FH vinna boltann og dúndra boltanum fram þar sem er enga hvíta treyju að sjá.
Eyða Breyta
26. mín
Katrín Ómars fer auðveldlega fram hjá Evu og þar bíður Taylor. Hún pottar boltanum fram hjá henni en þær skella harkalega saman en Bríet sér ekki ástæðu til að dæma brot.
Eyða Breyta
26. mín
Birta Georgs gefur boltann tvisvar á KR-ing með stuttu millibili en gestirnir ná ekki að gera sér mat úr því.
Eyða Breyta
24. mín
Katrín Ásbjörn alveg við að sleppa í gegn eftir góða stungusendingu en Erna Guðrún kemur stóru tá í boltann og FH fá að lokum markspyrnu. Leikur að fara að mestu fram á vallarhelming FH síðustu mínútur.
Eyða Breyta
19. mín
Tvö einvígi milli Browne og Ingunar með stuttu millibili í teig KR en fyrirliðinn vandanum vaxinn í bæði skipti.
Eyða Breyta
15. mín
Hætta! Taylor er allt of lengi að losa boltann úr öftustu línu og Katrín Asbjörns pressar hana og vinnur boltann. Nær ekki ekki að skapa hættu en KR-ingar vinna horn. Mikill daraðardans en að lokum hreinsa FH-ingar.
Eyða Breyta
13. mín MARK! Katrín Ómarsdóttir (KR), Stoðsending: Rebekka Sverrisdóttir
KR-ingar komnir yfir! Rebekka gefur háan bolta á fjærstöngina þar sem Katrín er alveg óvölduð og lætur sér ekki segja sér það tvisvar, leggur boltann laglega fram hjá Telmu!
Eyða Breyta
11. mín
Madison reynir að fara framhjá Ingunni Haralds í teignum en Ingunn verst vel og markspyrna niðurstaðan.
Eyða Breyta
10. mín
Hornið hreinsað en FH ingar vinna seinni boltann og Sigríður nær skoti en Ingibjörg ver.
Eyða Breyta
9. mín
Hornspyrna sem FH fær.
Eyða Breyta
7. mín
DAUÐAFÆRI! Birta fer illa með Þórdísi á hægri kantinum og gefur boltann á Browne, sem leyfir honum að renna milli lappanna á Sigríði sem er rétt fyrir framan vítapunkt KR,hún skýtur en boltinn framhjá.
Eyða Breyta
5. mín
KR-ingar þjóta í skyndisókn og finna Ölmu aleina á hægri kantinum, hún á mjög gott skot sem er rétt svo varið af Telmu, boltinn hársbreidd frá því að fara inn.
Eyða Breyta
2. mín
Madison stingur sér inn fyrir vörn KR og reynir að finna Sigríði með föstum lágum bolta en hreinsað í horn sem Ingibjörg grípur örruglega.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
FH hefur leik og sækir í átt að bílastæðinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin komin inn á völl, FH í sínum hvítu búningum og KR í ljósbláum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin inn í klefa áhorfendur eru að týnast inn í stúku.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR-ingar gera einnig eina breytingu, Inga Laufey sest á bekkinn og í hennar stað er Kristín Erla. Sá leikur var fyrir þriðju sóttkvína sem liðið þurfti að fara í og þetta er fyrsti leikur þeirra eftir hana.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Síðasti leikur FH í deildinni var 0-1 tap fyrir Selfoss. Það er aðeins ein breyting á liðinu Ingibjörg Rún er ekki í hóp og í hennar stað kemur Valgerður Ósk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru í neðstu tveim sætunum í deildinni, liðið sem tapar hér í dag mun fljótt fá séns til hefnda því liðin mætast aftur hér í Kaðplakrika á sunnudaginn í tólftu umferð deildarinnar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR liðið lagði Tindastól í 16 liða úrslitum. Vesturbæingar lentu undir í fyrri hálfleik en skoruðu svo 4 í seinni, þær Thelma Lóa og Katrín skoruðu tvö mörk hvor á aðeins fimmtán mínútna kafla.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH unnu Þrótt Reykjavík í 16 liða úrslitum til að tryggja sér sæti í þessum leik. Það var Andrea Mist sem skoraði markið á sextándu mínútu.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan og velkomin í Kaplakrika þar sem botnliðin tvö í deildinni, FH og KR etja kappi í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson ('68)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
6. Lára Kristín Pedersen
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir
12. Rebekka Sverrisdóttir ('75)
16. Alma Mathiesen ('81)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
28. Angela R. Beard

Varamenn:
23. Björk Björnsdóttir (m)
4. Laufey Björnsdóttir ('75)
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('68)
10. Hlíf Hauksdóttir
14. Kristín Sverrisdóttir
17. Hildur Björg Kristjánsdóttir ('81)
24. Inga Laufey Ágústsdóttir

Liðstjórn:
Gísli Þór Einarsson
Aníta Lísa Svansdóttir
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: