Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Þróttur R.
0
4
Breiðablik
0-1 Alexandra Jóhannsdóttir '36
0-2 Agla María Albertsdóttir '56
0-3 Alexandra Jóhannsdóttir '63
0-4 Agla María Albertsdóttir '79
06.09.2020  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Þórður Már Gylfason
Maður leiksins: Sveindís Jane Jónsdóttir
Byrjunarlið:
5. Jelena Tinna Kujundzic
6. Laura Hughes
7. Andrea Rut Bjarnadóttir ('68)
9. Stephanie Mariana Ribeiro ('61)
10. Morgan Elizabeth Goff
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
16. Mary Alice Vignola ('57)
18. Andrea Magnúsdóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('68) ('68)
20. Friðrika Arnardóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Varamenn:
3. Mist Funadóttir ('57)
4. Hildur Egilsdóttir ('68)
11. Tinna Dögg Þórðardóttir ('68)
14. Margrét Sveinsdóttir ('61)
14. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir ('68)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Sóley María Steinarsdóttir
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir

Gul spjöld:
Mary Alice Vignola ('52)
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('66)
Nik Chamberlain ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lýkur með stórsigri Blika. Breiðablik fer þá í 30 stig. Eru stigi á eftir toppliði Vals en eiga leik til góða.

Þróttarar róa hinsvegar áfram lífróður í deildinni. Eru í 8. sæti með 10 stig.

Ég þakka fyrir mig. Minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
93. mín
Þróttarar fá hornspyrnu og boltinn hrekkur í kjölfarið út á Tinnu Dögg. Hún svoleiðis smellhittir boltann og neglir honum í stöngina og út!

Síðasti séns leiksins.
92. mín Gult spjald: Nik Chamberlain (Þróttur R.)
Nik fær gult fyrir mótmæli.
91. mín
Þetta er ekki gott. Ólöf Sigríður fellur við eftir baráttu við Rakel. Olla liggur eftir en stendur svo sem betur fer upp og virðist vera í lagi.
90. mín
Þetta er að fjara út. Venjulegum leiktíma er lokið og nú bíða allir eftir að flautað verði af. Úrslitin löngu ráðin.
87. mín
Vigdís Lilja byrjar á að sækja horn fyrir Blika. Agla María tekur hornspyrnuna. Vigdís Edda ræðst á boltann en nær ekki að stýra honum á markið!

Blikar pressa svo stíft og eru fljótar að vinna boltann aftur eftir markspyrnu Þróttar og Agla María reynir skot sem Friðrika ver.
81. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
81. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá Blikum. Vigdís Lilja spilar sínar fyrstu Pepsi Max mínútur. Hrikalega efnilegur senter, fædd 2005.
79. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
4-0!

Agla María gerir endanlega út um leikinn!

Ótrúleg forvinna hjá Sveindísi sem kom sér framhjá þremur varnarmönnum og var komin í gegn. Var með Öglu Maríu við hliðina á sér og leyfði henni að taka við boltanum og klára færið!
78. mín
Stórhætta!

Hildur Þóra reynir skot utan af velli. Friðrika misreiknar boltann og slær hann fyrir Karólínu Leu sem nær þó ekki góðu skoti á markið.
77. mín
DAUÐAFÆRI!

Agla María á frábæra sendingu á fjærstöngina þar sem Karólína er mætt en hún nær ekki að stýra boltanum nógu vel og hann smellur í slánni!
76. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
74. mín
Blikar fá horn sem Morgan skallar frá. Lítur út fyrir að það sé langt korter framundan fyrir heimakonur.
72. mín
Breiðablik verið miklu betra liðið í seinni hálfleik en nú tekst Þrótti að skapa smá séns. Ólöf Sigríður á fyrirgjöf frá hægri sem Morgan Goff reynir að ná til en tekst ekki. Morgan tók við fyrirliðabandinu þegar Andrea Rut fór útaf.
71. mín
Það vantar hér inn í lýsinguna 2-3 ágætis sénsa hjá Blikum sem þó ekki urðu að dauðafærum en tæknin er aðeins að stríða okkur.
68. mín
Inn:Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir (Þróttur R.) Út:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
Þreföld skipting hjá Þrótti. Þjálfararnir farnir að huga að leiknum gegn Þór/KA á miðvikudag.
68. mín
Inn:Tinna Dögg Þórðardóttir (Þróttur R.) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
68. mín
Inn:Hildur Egilsdóttir (Þróttur R.) Út:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
66. mín Gult spjald: Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
Fyrir brot.
65. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Rakel Hönnudóttir fer í miðvörðinn og Bergþóra á miðjuna.
63. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
MAAAARK!

Þær láta þetta líta út fyrir að vera svo einfalt!

Agla María á geggjaða sendingu í svæðið fyrir framan Karólínu Leu. Hún geysist upp hægra megin og sendir svo hárnákvæma sendingu fyrir markið þar sem Alexandra er mætt - eins og venjulega!

Alexandra gerir svo allt rétt og stýrir boltanum í netið.
61. mín
Inn:Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.) Út:Stephanie Mariana Ribeiro (Þróttur R.)
59. mín
Friðrika lendir í smá basli eftir að Karólína Lea er snögg að taka aukaspyrnu. Karólína á laust skot að marki en Frikka ver boltann aftur fyrir og Blikar fá horn. Ná þó ekki að gera sér mat úr því.
57. mín
Inn:Mist Funadóttir (Þróttur R.) Út:Mary Alice Vignola (Þróttur R.)
Fyrsta skipting Þróttar.
56. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
AGLA MARÍA!

Skemmtilega útfærð aukaspyrna hjá Blikum!

Andrea hafði brotið á Sveindísi rétt utan teigs og Karólína plantaði sér við boltann.

Það bjuggust flestir við skoti en Karólína var lúmsk og laumaði boltanum með jörðinni fram fyrir Öglu Maríu sem þakkaði pent fyrir sig og þrumaði boltanum í netið.
54. mín
Vel gert hjá Friðriku. Nær til boltans á undan Sveindísi eftir að Agla María hafði þrætt hann fallega í gegn. Frikka var snögg út úr markinu þarna.
53. mín
Karólína setur hættulegan bolta fyrir úr aukaspyrnunni sem Sveindís fiskaði. Þar mætir Alexandra eins og algjör gammur, ræðst á boltann en skallar hann yfir. Ótrúlegur kraftur og áræðni í Alex.
52. mín Gult spjald: Mary Alice Vignola (Þróttur R.)
Meira að segja Mary Alice lendir í vandræðum með að hlaupa Sveindísi uppi. Hún brýtur á Sveindísi sem ætlaði upp hægra megin og fær gult að launum.
51. mín
Þróttarar koma í sína fyrstu sókn í síðari hálfleik. Henni lýkur á að Laura á skot/fyrirgjöf frá vinstri sem dettur ofan á samskeytin fjær og fer aftur fyrir.
50. mín
Vóóóó!

Stórhætta. Aftur er Sveindís að koma með hættulega sendingu fyrir. Finnur Karólínu á fjær. Hún ætlar að setja boltann í markið þegar Mary Alice birtist á fleygiferð, fær boltann í sig, í stöngina og svo endar hann aftur fyrir!
49. mín
Blikar byrja ógnandi. Alexandra á ágætt skot rétt utan teigs sem fer rétt framhjá.

Stuttu síðar fá gestirnir horn. Karólína setur boltann á fjær í áttina að Sveindísi en hún nær ekki skalla á markið.
46. mín
Leikur hafinn
Við erum að fara af stað aftur. Blika hefja leik og byrja á að setja langan bolta fram. Fá í kjölfarið innkast sem Sveindís kastar langt inn á teig en Þróttarar koma boltanum frá.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Blikar leiða með skallamarki Alexöndru Jóhannsdóttur.

Þetta hefur verið hörkuskemmtilegur leikur á að horfa. Blikar verið meira með boltann en Þróttarar svosem ekki fengið síðri færi.

Tökum okkur korterspásu og sjáumst svo spræk í seinni hálfleik.
45. mín
SONNÝ!

Ver glæsilega frá Morgan Goff sem reif sig lausa á miðjunni og lét vaða rétt utan teigs.

Þróttarar fá í kjölfarið hornspyrnu sem ekkert verður úr.
42. mín
Nú bíta Þróttarar aðeins frá sér. Laura setur boltann upp í vinstra hornið á Ólöfu. Hún kemur boltanum inná teig á Stephanie sem leggur hann út á Ísabellu sem neglir að marki en Hafrún Rakel nær að komast fyrir.
36. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
MAAAAARK!

Alexandra er að koma Breiðablik yfir með skalla af fjærstönginni.

Sveindís átti stoðsendinguna frá hægri.
30. mín
Nú flautar Þórður. Morgan tekur Alexöndru niður rétt utan teigs. Alexandra er aldeilis að ógna með hlaupunum sínum.

Karólína Lea tekur aukaspyrnuna og setur boltann í SLÁNNA!
29. mín
Víti?

Nei segir Þórður. Friðrika virðist brjóta á Alexöndru sem var komin í gegn.

Blikar mjög ósáttir. Skiljanlega.
26. mín
Nú vilja Blika aukaspyrnu vinstri megin við vítateig Þróttar. Elísabet togar í Sveindísi sem var að komast framhjá henni. Sveindís fellur við en ekkert er dæmt.
25. mín
Hættulegt!

Jelena nær að hreinsa á ögurstundu eftir laglega sókn Blika. Þær eru STÓRHÆTTULEGAR þega þær komast af stað!
21. mín
BYLMINGSSKOT!

Alexandra með þvílíka neglu sem smellur í stönginni! Boltinn dettur svo næstum fyrir Sveindísi í teignum en hún rétt missir af honum.

Blikar halda svo áfram að ógna í næstu sókn. Rakel teymir Friðriku út úr markinu og reynir að leggja boltann út í skot en Morgan Goff gerir vel í að komast inn í sendinguna.
20. mín
Blikar fá horn og aukaspyrnu úti á velli með stuttu millibili. Það er hart barist um boltann eftir hornspyrnuna og Blikar kalla eftir víti þegar Sveindís fellur við. Ekkert á þetta.

Agla María á svo hættulega sendingu inná teig úr aukaspyrnunni en Sveindís skallar yfir!
18. mín
Aftur eru það heimakonur sem ógna!

Andrea Rut setur boltann fyrir Blikamarkið á Stephanie sem nær að snúa af sér varnarmann og lætur svo vaða með vinstri en mér sýnist það vera Kristín Dís sem nær að henda sér fyrir skotið!
17. mín
Mary ALICE!

Flottur sprettur hjá vinstri bakverðinum öfluga!

Æðir í átt að vítateig Blika og lætur svo vaða en setur boltann framhjá!
13. mín
Hætta í vítateig Þróttar. Það kemur sending inná teig frá hægri og Sveindís nær skotinu, varnarmaður Þróttar nær að henda sér fyrir!

Blikar fá í kjölfarið horn en Þróttarar hreinsa eftir smá atgang.
12. mín
Krafur í heimakonum um þessar mundir. Nú lætur Laura vaða utan af velli. Nær góðu skoti flýgur rétt yfir samskeytin fjær.
12. mín
Þá fá Þróttarar horn og aftur fær Stephanie dauðafæri!

Þær spila til baka á Mary Alice sem setur boltann svo á fjær þar sem Stephanie er mætt en fær boltann aðeins yfir sig!
10. mín
Frábær sókn hjá Þrótti. Mary Alice geysist upp völlinn og spilar svo út til vinstri á Ólöfu. Hún setur hættulega bolta á fjær þar sem Stephanie skallar yfir!
8. mín
Blikar fá sína fyrstu hornspyrnu en Elísabet Freyja er vel viðbúin og verst þegar Blikar reyna að taka stutt.
7. mín
Lið Breiðabliks:

Sonný Lára

Hildur - Kristín - Heiðdís - Hafrún

Rakel - Andrea

Karólína - Alexandra - Agla María

Sveindís
5. mín
Lið Þróttar:

Friðrika

Elísabet - Jelena - Andrea - Mary

Morgan - Laura

Ísabella - Andrea Rut - Ólöf

Stephanie
4. mín
Blikar byrja betur. Nú er komið að Alexöndru að láta vaða. Setur boltann rétt framhjá fjærstönginni.
3. mín
Agla María á fyrsta skot leiksins. Lætur vaða af vinstra vítateigshorninu en skotið er máttlaust og beint á Friðriku.
1. mín
Leikur hafinn
Leikur hafinn. Stephanie tekur upphafsspyrnuna fyrir Þrótt sem leikur í átt að Laugardalnum.
Fyrir leik
Nú styttist í að leikur hefjist. Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Þróttarar gera tvær breytingar frá 2-1 sigrinum á Fylki. Sóley María Steinarsdóttir er á láni hjá Þrótti frá Blikum og má ekki spila. Mary Alice Vignola kemur inn í hennar stað. Þá er fyrirliðinn Álfhildur Rósa í leikbanni og Andrea Rut Bjarnadóttir ber fyrirliðabandið í hennar stað í dag.

Hjá Blikum er engin Berglind Björg frekar en í síðasta leik. Hún er farin til Frakklands. Þá er Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á bekknum og Hildur Þóra Hákonardóttir kemur inn í liðið hennar stað.

Það er áhugavert að sjá að á bekknum hjá Blikum er hin unga og bráðefnilega Vigdís Lilja Kristjánsdóttir. Sóknarmaður fædd 2005 sem hefur spilað með Augnablik í Lengjudeildinni það sem af er sumri en var kölluð yfir til Breiðabliks á dögunum.
Fyrir leik
Blikar unnu auðveldan sigur í fyrri viðureign liðanna. Lögðu Þróttara þá 5-0. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, skoraði þrjú af mörkum Breiðabliks í leiknum og þær Alexandra Jóhannsdóttir og Agla María Albertsdóttir settu sitthvort markið. Berglind Björg samdi á dögunum við franska úrvalsdeildarliðið Le Havre og hefur væntanlega lokið leik á Íslandsmótinu þetta árið.
Fyrir leik
Þróttarar unnu góðan 2-1 sigur á Fylki í síðustu umferð en leik Breiðabliks og KR var frestað þar sem síðarnefnda liðið var í sóttkví.

Á meðan Blikar sátu heima náðu Valskonur að tylla sér í toppsæti deildarinnar og þar sitja þær með eins stigs forskot á Blika áður en 13. umferð hefst.

Þróttarar eru hinsvegar í 8. sæti deildarinnar með 10 stig. Það er stutt í liðin bæði fyrir ofan og neðan og ofboðslega spennandi fallbarátta framundan.
Fyrir leik
Heil og sæl!

Velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Þróttar og Breiðabliks í 13. umferð Pepsi Max deildar kvenna.

Þórður Már Gylfason dómari flautar til leiks í Laugardalnum á slaginu 19:15.
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('76)
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir ('65)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('81)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir ('81)
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Rakel Hönnudóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Varamenn:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('65)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('81)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('81)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('76)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir
Jófríður Halldórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: