Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Víkingur Ó.
3
2
Magni
Emmanuel Eli Keke '6 1-0
Gonzalo Zamorano '37 2-0
Þorleifur Úlfarsson '38 3-0
3-1 Helgi Snær Agnarsson '60
3-2 Kristinn Þór Rósbergsson '89
06.09.2020  -  16:00
Ólafsvíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Michael Newberry
Byrjunarlið:
12. Konráð Ragnarsson (m)
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke ('68)
6. James Dale (f)
9. Þorleifur Úlfarsson ('87)
10. Indriði Áki Þorláksson
11. Harley Willard
11. Billy Jay Stedman
17. Kristófer Jacobson Reyes
19. Gonzalo Zamorano
22. Vignir Snær Stefánsson

Varamenn:
1. Aron Elí Gíslason (m)
3. Brynjar Óttar Jóhannsson
6. Anel Crnac
7. Ívar Reynir Antonsson ('68)
8. Daníel Snorri Guðlaugsson
17. Brynjar Vilhjálmsson ('87)
18. Ólafur Bjarni Hákonarson
20. Vitor Vieira Thomas

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Guðjón Þórðarson (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Einar Magnús Gunnlaugsson
Harpa Finnsdóttir

Gul spjöld:
James Dale ('21)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hörku síðustu mínutur þarsem Magna menn hefðu kannski getað jafnað og Víkingar hefðu einnig geta bætt í.
92. mín
Ívar Reynir skallar boltann fyrir Víkinga niður á Harley og hann leikur á 2 varnarmenn kemur sér á vinstri löppina sína og tekur skotið og Steinþór ver enn eina ferðina!
89. mín MARK!
Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Sending frá vörninni sem flýtur yfir varnarmenn Víkinga tekur eitt skopp og Kristinn eltir boltan og tekur innanfótar chippu yfir Konráð sláinn inn!! vel klárað
87. mín
Inn:Brynjar Vilhjálmsson (Víkingur Ó.) Út:Þorleifur Úlfarsson (Víkingur Ó.)
86. mín
*Skiptingar voru gerðar hjá Magna mönnum en ekki sá ritari hverjir fóru útaf og gt því ekki ssett þær inn.*
86. mín
Inn:Þorsteinn Ágúst Jónsson (Magni) Út:Louis Aaron Wardle (Magni)
82. mín
Víkingsmenn með flotta sókn, Harley á flotta stungu enn og aftur og það á Þorleif og hann á flotta fyrirgjöf fyrir með jörðinni og hann lendir á Bily Steadman og tekur skotið í fyrsta og Steinþór ver glæsilega!!
80. mín
Aukaspyrnan tekinn af Billy Steadman og er hún flott, og á Þorleifur skalla rétt framhja
80. mín Gult spjald: Gauti Gautason (Magni)
Peysutog á vinstri kantinum
79. mín
Magna menn eru að komasst aðeins ofar á völlinn, eru að sækja meir og voru Víkings menn með smá nauðvörn
75. mín
Harley Willard sendir flotta stungu á hægri kantinn á ferskan Ívar Reynir og hann sendir hann fyrir, boltinn er skallaður burt, og Indrði Áki tekur frákastið og á skot á fjær en Steinþór ver vel og grípur hann
75. mín
Inn:Rúnar Þór Brynjarsson (Magni) Út:Kairo Edwards-John (Magni)
68. mín
Inn:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.) Út:Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)
Flottur fyrsti leikur hjá Emmanuel, á þessa skiptingu skilið. Flott fyrir Víkinga að fá þennan sterka varnarmann aftur.
64. mín
Magni með skot rétt fyrir utan, Vignir Snær varnarmaður fórnar sér vel og skutlar sér fyrir boltann og boltinn fer í horn. Magna menn heimta víti, en fá ekkert.
62. mín
Inn:Gauti Gautason (Magni) Út:Baldvin Ólafsson (Magni)
Gauti tekur við fyrirliða bandinu.
62. mín
Inn:Ágúst Þór Brynjarsson (Magni) Út:Freyþór Hrafn Harðarson (Magni)
60. mín MARK!
Helgi Snær Agnarsson (Magni)
Flott sending frá vinstri og Helgi kemur á ferðinni inní box og enginn fylgdi honum og hann setur hann innanfótar í loftinu á fjær og boltinn syngur í netinu. Vel klárað hjá dreng
56. mín
Harley Willard hjá Víkingum með flott vinstri fótar skot fyrir framan D bogann og Steinþór Már ver Glæsilega í markinu!
47. mín
Það er dæmt mark af Víkingum!?
Ekki sá ritari hver átti skotið en Harley og Billy komust báðir í frákastið og held ég að þeir vita ekki hver skoraði en þeir hlógu að því bara, svo dæmir dómarinn markið af, veit ritari ekki ástæðuna heldur en giska rangstöðu.
46. mín
Víkingar komast strax í sókn, og Gonzalo á skot sem fer í varnarmann og rétt framhjá fjærstönginni
45. mín
Leikur hafinn
Magni byrja seinni
45. mín
Hálfleikur
38. mín MARK!
Þorleifur Úlfarsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Harley Willard
Gonzalo er með boltann á hægri, fer niður að endalínu og Þorleifur gerir eins og ekta framherji gera og hleypur á nærstöngina og fær hann með jörðinni og hann þarf bara að stýra honum inn sem hann gerir!!
37. mín MARK!
Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Þorleifur Úlfarsson
Vignir Snær tekur vel á móti háum bolta, sendir hann háan á Þorleif Úlfarsson og hann flikkar honum áfram á Gonzalo og hann tekur á sprett, og í staðinn fyrir að fara inn til hægri, þá heldur hann hlaupinu áfram niður til vinstri og setur hann á nærstöngina og inn.
35. mín
Magna menn í basli á miðjunni og Víkingar komast í skyndisókn, það endar í horni.
Ekkert varð úr horninu en þeir fá aðra.
Ekkert varð einnig úr þeirri þriðju.
30. mín
Magni með skyndisókn og Markmaður Víkinga Konráð Ragnarsson er kominn of langt út úr marki og Costelus Lautaru ekur skotið fljótt en boltinn lekur vel fram hjá fjærstönginni.
28. mín
Víkingar með fína sókn sem endar með skoti hjá Þorleifi og Steinþór ver vel fyrir Magna menn, Gonzalo tekur frákastið en er rangstæður
28. mín
Harley Willard fær aukaspyrnu fyrir Víkinga á hægri kantinum.
Harley tekur spyrnuna, hún er góð en djúp og Steinþór Már grípur boltann
26. mín
Magni að komast meira inn í leikinn síðustu mínutur
21. mín
Magni með aukaspyrnuna Rétt framhjá nærstönginni og var það Louis Aaron Wardle sem átti skotið
21. mín Gult spjald: James Dale (Víkingur Ó.)
brotið kemur rétt fyrir utan D bogann
þetta er 4. gula spjaldið hans James og er hann kominn í bann.
19. mín
Víkingar enn að ógna en ná ekki að kláraa á síðasta fjórðungi
15. mín
Víkingar miklu meira með boltann og sækja meira að marki Magna, og í þessumm orðum á Vignir Snær sendingu fyrir Víkinga og hann flýtur yfir leikmennina inní boxinu
12. mín
Víkingar taka það stutt, sent er á Harley Willard og hann setur hann vel fyrir sig og á flottan skot sem fer rétt framhjá
12. mín
Víkingar að fá annað horn
6. mín MARK!
Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Gonzalo Zamorano
Víkingar taka hornið stutt, sent er á Micheal Newberry, hann sendir hann á Gonzalo tekur á varnarmann sinn og chippar á fjær og Emmanuel kemur á ferðinni og stangar hann inn!!
Fyrsta mark hans komið og það í sínum fyrsta leik til baka
5. mín
Víkingu að fá fyrsta horn leiksins
1. mín
Leikur hafinn
Víkingur byrja með boltann
Fyrir leik
Liðin eru kominn á völlinn og styttist í flautuna.
Fyrir leik
Vil einnig benda fólki á að leikurinn er sýndur í beinni á síðu Víkinga á youtube Vikingurol

https://www.youtube.com/watch?v=c0el8Uk1vD4
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru einnig kominn á blað og Víkingar gera breytingu í varnarlínu sinni, hinn ungi og efnilegi Ólafur Bjarni Hákonarsson fer á bekkinn og Emmanuel Eli Keke kemur inn. Emmanuel er búinn að vera jafna sig á meiðslum, og virðst vera á góðum bata vegi og vel teypaður.
Fyrir leik
Liðin eru mætt á völlinn og farinn að hita upp, og veðrið hefur heldur betur bæst! það er bara komið logn og léttar skúrir, hið fullkomna fótbolta veður.
Fyrir leik
Magni er á góðri siglingu um þessar mundir, eru búnir að vinna 2 leiki í röð og gerðu jafntefli þar á undan við sterkt lið ÍBV.

Víkingar eru búnir að gera 3 jafntefli í röð eftir 6-1 tapið við Keflavík þann 19.ágúst.

Það er alveg greinilegt að Guðjón Þórðar er búinn að hrista upp í mönnum og laga varnarleikinn hjá þeim, sem alvarlega þurfti.

Þeir hafa verið flottir á móti stóru liðunum ÍBV og Fram þar sem að þeir hefði alveg getð tekið stigin 3, en eitt stig er betra en ekkert stig í botnbaráttunni, þar sem ekki mörg stig skilja liðan af.
Fyrir leik
Veðrið hér í Ólafsvík er ekki uppá marga fiska, mikið rok og rigning, en samkvæmt veðurspá á að lægja seinnipart dags og á að vera fínt fótboltaveður, skulum bara halda í vonina að svo verði.
Fyrir leik
Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Fram í síðustu umferð, þar jöfnuðu Framarar á síðutu mínutum leiksins með vítaspyrnu.

Víkingar sitja í 9. sæti með 12 stig.

Magni vann góðan sigur á Aftureldingu 3-2 í síðustu umferð,

Magni situr í botnsætinu 12. með 8 stig.
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð í þessa beinu textalýsingu Víkings Ólafsvíkur og Magna
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Baldvin Ólafsson ('62)
2. Tómas Örn Arnarson
5. Freyþór Hrafn Harðarson ('62)
7. Kairo Edwards-John ('75)
9. Costelus Lautaru
10. Alexander Ívan Bjarnason (f)
17. Kristinn Þór Rósbergsson
18. Jakob Hafsteinsson (f)
80. Helgi Snær Agnarsson
99. Louis Aaron Wardle ('86)

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
8. Rúnar Þór Brynjarsson ('75)
14. Alejandro Manuel Munoz Caballe
27. Þorsteinn Ágúst Jónsson ('86)
30. Ágúst Þór Brynjarsson ('62)
68. Ingólfur Birnir Þórarinsson
80. Ottó Björn Óðinsson

Liðsstjórn:
Sveinn Þór Steingrímsson (Þ)
Hjörtur Geir Heimisson
Gauti Gautason
Andrea Þórey Hjaltadóttir

Gul spjöld:
Gauti Gautason ('80)

Rauð spjöld: