Samsungvöllurinn
sunnudagur 13. september 2020  kl. 17:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Blautur völlur og vaxandi vindur
Dómari: Þórður Már Gylfason
Maður leiksins: Hlín Eiríksdóttir
Stjarnan 0 - 3 Valur
0-1 Hlín Eiríksdóttir ('8)
0-2 Elín Metta Jensen ('67)
0-3 Mist Edvardsdóttir ('82)
Byrjunarlið:
12. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('78)
7. Shameeka Nikoda Fishley ('78)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('68)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir ('63)
19. Angela Pia Caloia ('46)

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('46)
15. Katrín Mist Kristinsdóttir ('68)
22. Elín Helga Ingadóttir ('78)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('63)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('78)

Liðstjórn:
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gréta Guðnadóttir
Þórdís Ólafsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Óskar Smári Haraldsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@brynjad93 Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
90. mín Leik lokið!
3-0 sigur Vals staðreynd!

Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í kvöld, endilega fylgist með!
Eyða Breyta
90. mín
Vallarþulurinn tilkynnir að áhorfendur séu 90 hér í kvöld og Aníta Ýr hafi verið valin maður leiksins.
Eyða Breyta
85. mín Diljá Ýr Zomers (Valur) Elín Metta Jensen (Valur)

Eyða Breyta
85. mín Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)

Eyða Breyta
85. mín Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) Hlín Eiríksdóttir (Valur)

Eyða Breyta
85. mín
Næ ekki að skrá þessa skiptingu inn í kerfið en Valur gerir þrefalda skiptingu.
Útaf fara Elín, Hlín og Adda en inn koma Ída Marín, Diljá og Málfríður Anna
Eyða Breyta
82. mín MARK! Mist Edvardsdóttir (Valur), Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
Hlín fær boltann við teiginn hægra megin og leikur á varnarmenn stjörnunnar. Kemur boltanum fyrir á Mist sem klárar frábærlega framhjá Erin í markinu.
Eyða Breyta
78. mín Elín Helga Ingadóttir (Stjarnan) Shameeka Nikoda Fishley (Stjarnan)
Langt síðan línuvörðurinn bað um þessa skiptingu en eitthvað samskiptaleysi.
Eyða Breyta
78. mín Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan) Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
74. mín
Bergdís Fanney nálægt því að lauma boltanum inn! Gunnhildur Yrsa sendir boltann fyrir markið og Bergdís með lúmkst skot en Erin gerir vel í markinu og kemur boltanum aftur fyrir.

Hornspyrnan endar með skalla á markið sem Erin grípur.
Eyða Breyta
72. mín
Hlín með fína tilraun! Fær boltann frá Elín Mettu inn fyrir vörnina og skýtur á markið en boltinn rétt framhjá.
Eyða Breyta
69. mín Mist Edvardsdóttir (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur)

Eyða Breyta
68. mín Katrín Mist Kristinsdóttir (Stjarnan) Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
67. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur)
Potar stóru tánni í boltann!

Katrín í vandræðum með að koma boltanum frá í vörninni og Elín Metta nýtir sér það og kemur boltanum í netið hægra megin!

Rétt á undan átti Stjarnan sína hættulegustu sókn þegar Arna Dís keyrði af stað upp völlinn og kom boltanum á Anítu Ýr. Aníta skaut hinsvegar beint á Söndru.
Eyða Breyta
63. mín Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
63. mín Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
60. mín
Elín Metta með sendingu á Ásdísi sem skallar boltann beint á Erin. Smá þungi að færast í sóknarleik Vals en þó lítið af dauða færum.
Eyða Breyta
57. mín
Shameeka með skot langt utan af velli, ágætis tilraun en Sandra vel á verði.
Eyða Breyta
54. mín
Sandra vel á verði í markinu og kemur út á móti Anítu sem var við það sleppa ein í gegn. Aníta virðist eitthvað hölt eftir á, held samt að það hafi verið komið fyrir þetta samstuð.
Eyða Breyta
53. mín
Elín Metta með þrjár í bakinu kemur boltanum á Hlín sem sendir aftur á Elínu en skot hennar framhjá. Smá vandræðagangur í vörninni þarna hjá Stjörnunni.
Eyða Breyta
52. mín
Ekki mikið að gerast hérna fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Valur mun meira með boltann en Stjarnan verst vel og er ekki að gefa þeim nein færi.
Eyða Breyta
46. mín
Elín með skiptingu yfir á Hlín sem keyrir upp kantinn og kemur með fyrigjöf en beint á Erin í markinu.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Nú byrja Valskonur með boltann.
Eyða Breyta
46. mín Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Angela Pia Caloia (Stjarnan)
Skipting í hálfleik hjá Stjörnunni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Valur fer inn í leikhlé með 1-0 forystu leiðir 1-0 í hálfleik, í nokkuð jöfnum leik!
Eyða Breyta
43. mín
Dóra María missir boltann á miðjunni og Stjarnan sækir hratt. Endar með því að boltinn kemur inn fyrir vörnina á Anítu sem missir hann aðeins of langt frá sér og tæklar Söndru sem kom á móti út úr markinu. Þær lenda þarna í ágætis samstuði en virðast báðar í lagi, dæmt brot á Anítu.
Eyða Breyta
41. mín
Fín sókn hjá Val! Hlín ber boltann upp og gefur á Gunnhildi sem kemur boltanum út í teig þar sem Hlín var aftur mætt. Hlín með fínustu skot tilraun en boltinn rétt framhjá!
Eyða Breyta
39. mín
Stjörnuliðið í heild að sinna ágætis varnarvinnu, gefa Elín Mettu og félögum engan tíma frammi g gefa fá færi á sér.
Eyða Breyta
36. mín
Stjörnukonur full kaldar þarna, reyna að spila út úr vörninni en endar ekki betur en missa boltann. Elín Metta á svo fínasta skot sem Erin ver vel!
Eyða Breyta
36. mín
Hlín fær boltann á hægri kantinum og sendir fyrir markið, þar var Elín Metta mætt en skýtur fram hjá.
Eyða Breyta
35. mín
Adda reynir skot á markið en boltinn langt fram hjá.
Eyða Breyta
30. mín
Guðný Árnadóttir komin lengst upp hægri kantinn, keyrir fram hjá Örnu Dís og á fyrirgjöf beint á Erin í markinu.
Eyða Breyta
30. mín
Ásdís með fyrgjöf frá hægri kantinum sem lendir hjá Gunnhildi. Gunnhildur leggur hann út á Dóru Maríu sem skýtur langt fram hjá.
Eyða Breyta
28. mín
Aníta Ýr með skot hinumegin en Sandra ver í horn, fínasta tilraun!
Eyða Breyta
27. mín
Hlín með skot á markið en beint á Erin.
Eyða Breyta
26. mín
Sædís brýtur á Hlín á hættulegum stað, alveg upp við teig hægra megin. Virtist nú fara mest í boltann samt.

Hallbera tekur spyrnuna en hún er alltöf löng og fer yfir allan pakkann.
Eyða Breyta
24. mín
Hættulega fyrrigjöf frá Hallberu sem Gunnhildur Yrsa skallar í átt að markinu. Eftir smá klafs í teignum kemur Stjarnan boltanum í innkast.
Eyða Breyta
23. mín
Valur reynir að sækja hratt þegar þær vinna boltann en Stjarnan eru fljótar að skila sér og gefa fá færi á sér!
Eyða Breyta
14. mín
Arna Dís með fínustu tilraun! Fast skot sem Sandra nær ekki að halda en Valskonur á tánum og ná frákastinu og koma boltanum fram völlinn.

Sókn Stjörnunnar byrjaði með því að Betsy vann boltann af Elín Mettu á miðjunni.
Eyða Breyta
12. mín
Elín Metta í baráttu við Sædísi í vörninni og hefur betur, kemur boltanum út á Elísu sem reynir fyrirgjöf en boltinn af Stjörnukonu og aftur fyrir.

Hallbera tekur spyrnuna, en Stjarnan skallar aftur fyrir og hornspyrna hinumegin sem Gunnhildur skallar framhjá.
Eyða Breyta
8. mín MARK! Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Þetta var ekki flókið!

Hlín með boltann fyrir utan teig, hægra megin og bara laumaði boltanum fram hjá öllum og í vinstra hornið.
Eyða Breyta
7. mín
Lítið um færi hér á fyrstu mínútunum en nú var Hallbera með fyrirgjöf sem Gunnhildur Yrsa skallaði fram hjá. Ekki mikil hætta í þessari sókn.
Eyða Breyta
5. mín
Rólegar fyrstu mínutur, Valur hefur byrjað leikinn ögn betur og verið meira með boltann.

Elísa Viðars með sendingu inn í teig sem Elín Metta náði ekki til.
Eyða Breyta
1. mín
Leikur er hafinn!

Stjarnan Byrjar með boltann og á móti vindi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og þau má sjá hér til hliðar.
Inn í lið Stjörnunnar kemur fyrirliðinn Anna María Baldursdóttir og er þetta hennar fyrsti byrjunarliðsleikur í ár, en hún er að koma tilbaka eftir meiðsli.

Inn í lið Vals kemur Dóra María og Málfríður Anna fær sér sæti á bekknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Síðustu leikir
Leikið er þétt þessa dagana og hefur Stjarnan verið í erfiðu prógrammi í september. Liðið lagði Selfoss 3-2 þann 6. sept og tapaði svo 3-1 gegn Breiðablik þann 9. sept. Það þýðir því að Stjarnan mætir þremur efstu liðunum á rétt rúmri viku!

Valur mætti síðast Selfoss í spennandi leik sem lauk með 2-1 sigri Vals þar sem Hlín Eiríks Skoraði bæði mörk Vals.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Staðan í deildinni
Valur eru efstar í deildinni með 34 stig, aðeins einu stigi á undan Breiðablik sem á leik til góða. Toppbaráttan er því mjög spennandi og ljóst að hvorugt liðið má við því að misstíga sig á þessum tímapunkti. Selfoss koma svo þar á eftir með 19 stig.

Stjarnan er hinsvegar í 6. Sæti með 14 stig. Neðri hluti deildarinnar hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú í ár en það munar einungis 4 stigum á KR sem sitja á botninum með 10 stig og tvo leiki til góða og Stjörnunni í 6. sæti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Vals í Pepsi Max deild kvenna. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum og verður flautað á klukkan 17.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
0. Lillý Rut Hlynsdóttir
0. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('85)
4. Guðný Árnadóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('63)
10. Elín Metta Jensen ('85)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir ('85)
22. Dóra María Lárusdóttir ('69)

Varamenn:
16. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
6. Mist Edvardsdóttir ('69)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('85)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('63)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('85)
23. Fanndís Friðriksdóttir
77. Diljá Ýr Zomers ('85)
80. Ásta Árnadóttir

Liðstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: