Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
FH
3
1
Breiðablik
Steven Lennon '34 1-0
1-1 Viktor Karl Einarsson '45
Steven Lennon '77 2-1
Atli Guðnason '92 3-1
13.09.2020  -  16:30
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Rigning og vindur. Grasið geggjað
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 485
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('73)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
8. Baldur Sigurðsson ('78)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Ólafur Karl Finsen ('78)
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
2. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Logi Tómasson ('73)
11. Atli Guðnason ('78)
13. Kristján Gauti Emilsson ('78) ('85)
14. Morten Beck Guldsmed ('85)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
25. Einar Örn Harðarson

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Logi Ólafsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason

Gul spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('27)
Guðmann Þórisson ('30)
Eggert Gunnþór Jónsson ('32)
Björn Daníel Sverrisson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svakaleg úrslit sem FH-ingar ná í hér í Kaplakrika!!!

Þakka fyrir samfylgdina í dag og minni á viðtöl og skýrslu á eftir!
92. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
GAME OVER

Anton Ari fer út úr teignum að ná í boltann og kemur með ömurlega sendingu sem endar hjá Atla Guðna sem skorar frá 30 metrunum og Anton Ari hvergi sjáanlegur....
90. mín
+3 í uppbótartíma
85. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (FH) Út:Kristján Gauti Emilsson (FH)
Kristján búinn að vera inn á í 6 mínútur og þarf að fara út af
81. mín
DAUÐAFÆRI!!!!

Davíð Ingvars að rekja boltann í nánast inn í teig Blika og Atli Guðna tekur bara boltann af honum, rennir boltanum fyrir markið og þar er Lennon nánast einn gegn opnu marki en setur boltann yfir!!
78. mín
Inn:Kristján Gauti Emilsson (FH) Út:Ólafur Karl Finsen (FH)
78. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Baldur Sigurðsson (FH)
77. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Eggert Gunnþór Jónsson
HVER ANNAR???

Eggert Gunnþór fær boltann á miðjum vellinum og sendir háan bolta á Lenny sem er vinstra megin við teig Blika og þar er bara ekki nein græn treyja, Lenny kemst einn gegn Antoni og á fast skot með vinstri undir Anton Ara

Spennandi lokamínútur framundan!!
76. mín
Rosalega lítið gerst síðustu 12 mínútur leiksins, Blikar eru meira með boltann en eru ekki að skapa sér neitt
73. mín
Inn:Logi Tómasson (FH) Út:Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Luigi, afmælisbarn dagsins kemur inn!
72. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
68. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
63. mín
FH fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Blika

Þórir Jóhann tekur aukaspyrnuna en hún fer í vegginn og aftur fyrir endamörk..
60. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Kiddi fer meiddur af velli, Lexi inn fyrir hann
58. mín
SÆMILEGA VARSLAN HJÁ GUNNARI NIELSEN

Brynjólfur Andersen fer inn á völlinn og á sendingu inn á teig og þar fær Mikkelsen boltann og á þrumar boltanum með vinstri í nærhornið og Gunnar Nielsen með geggjaða markvörlsu!!

Leit rosalega vel út úr stúkunni allavega
56. mín
Þetta var mjög skrítið

Damir kemur með fasta fyrirgjöf á fjær og þar er Brynjólfur gapandi frír og á fastann skalla að marki en skallar beint í hausinn í Thomas Mikkelsen...

Alvöru færi samt
51. mín
ANTON ARI

FH-ingar komast í 3 á 2 stöðu við teig Blika, Lenny sendir á Björn Daníel sem kemst einn gegn Antoni, Björn Daníel ætla að klára með skoti í fjær en Anton Ari ver þetta virkilega vel!!
47. mín
STÖNGIN HJÁ FH

Óli Kalli fær boltann inn í teig og rekur boltann að marki, en einhver Bliki fer fyrir boltann og þaðan í stöngina og út af...

Blikar heppnir
46. mín
Seinni farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Ekkert rosalega mikið gerst í þessum leik fyrir utan mörkin en maður sér klárlega á því hvernig leikurinn hefur þróast hvað er mikið undir í þessum leik!!
45. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
PÆNG!!!!

Höggi fær boltann úti hægra megin og á fasta sendingu inn í teig og þar er Viktor Karl sem leggur hann snyrtilega fyrir sig og hamrar boltanum í nærhornið!!

Virkilega súrt fyrir FH að fá mark í grímuna rétt fyrir hálfleik...
39. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
34. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
LENNY!!!

Björn Daníel flkkkar boltanum að teig Blika og þar er Damir sem einhvern veginn misreiknar flugið á boltanum og skallar boltann aftur fyrir sig á Steven Lennon sem hamrar boltanum í fyrsta í fjærhornið!!!

Sturlað finish hjá Lenny!!!
32. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
30. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Keyrir inn í Viktor Karl svona korteri of seint
28. mín
Blikar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig FH-inga..

Oliver tekur spyrnuna en spyrnan er léleg og fer beint í vegginn....
27. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
22. mín
Blikar komast á 4 á 3 stöðu og Viktor Karl hefði getað sett Brynjólf Darra aleinan í gegn en sendingin hans var vægast sagt hræðileg...
15. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Reynslubrotið góða
14. mín
Guðmann með sturlaða tæklingu

Höggi á geggjaða sendingu inn fyrir vörn FH á Viktor Karl sem kemst einn gegn Gunnari, hleður í skot en Guðmann rennir sér fyrir þetta!!!
11. mín
Baldur Sig virkilega heppinn að fá ekki spjald eftir að hann renndi sér aaaaalltof seint inn í Kidda Steindórs..

Annars ekki mikið að frétta í þessu..
6. mín
ÚFFF

Brynjólfur Andersen fær boltann úti vinstra megin og sækir að Pétri Viðarssyni, fer inn á teig á fast skot en rétt yfir fer boltinn...
3. mín
Davíð Ingvarsson reynir langskot en hátt yfir fer boltinn...
1. mín
Leikur hafinn
Stórleikurinn er hafinn, góða skemmtun!
Fyrir leik
Bæði lið spila virkilega jákvæðan fótbolta þannig undirritaður trúir ekki öðru en þetta verður geggjaður leikur með mörkum og dramatík!
Fyrir leik
Þegar þessi lið áttust við á Kópavogsvelli fyrr í sumar endaði það með rosalegu 3-3 jafntefli með mikið af vafasömum dómum, drama og dauðafærum undir lokinn, vonandi verður sama upp á teningnum í dag..
Fyrir leik
FH-ingar verða án tveggja byrjunarliðsleikmanna í leiknum en Jónatan Ingi er frá vegna höfuðhöggs sem hann fékk gegn Stjörnunni, Eiður Smári sagði að FH myndi ekki taka neina sénsa varðandi það og fara eftir læknisráði..

Hörður Ingi Gunnarsson er að taka út leikbann..
Fyrir leik
Bæði þessi lið spiluðu í 8 liða úrlsitum Mjólkurbikarsins en þar unnu FH-ingar mjög öruggan 3-0 heimasigur á Stjörnunni ..

Blikar töpuðu 2-4 heima gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR
Fyrir leik
Fyrir leikinn sitja FH-ingar í 6. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 11 leiki spilaða en eiga vissulega leik inni á Blika og Valsara..

Blikar sitja í 2. sæti fyrir leikinn með 23 stig eftir 12 leiki spilaða, 5 stigum á eftir toppliði Vals
Fyrir leik
Góðan daginn kæra fólk og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kaplakrika þar sem FH-ingar fá Breiðablik í heimsókn í 16. umferð Pepsi-Max deildar karla!!
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen ('72)
10. Kristinn Steindórsson ('60)
10. Brynjólfur Willumsson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('60)
11. Gísli Eyjólfsson ('72)
16. Róbert Orri Þorkelsson
17. Atli Hrafn Andrason
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Atli Örn Gunnarsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('15)
Oliver Sigurjónsson ('39)

Rauð spjöld: