Vivaldivöllurinn
mánudagur 14. september 2020  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Rennandi blautt gervigras og lítill vindur. Toppaðstæður.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Tobias Sörensen (Grótta)
Grótta 2 - 2 Fjölnir
0-1 Orri Þórhallsson ('21)
1-1 Pétur Theódór Árnason ('63)
1-2 Jóhann Árni Gunnarsson ('66, víti)
2-2 Tobias Sommer ('84)
Myndir: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Arnar Þór Helgason ('75)
6. Sigurvin Reynisson (f)
7. Pétur Theódór Árnason
9. Axel Sigurðarson ('26)
10. Kristófer Orri Pétursson
15. Halldór Kristján Baldursson
16. Kristófer Melsted
20. Karl Friðleifur Gunnarsson ('71)
21. Óskar Jónsson ('75)
22. Ástbjörn Þórðarson

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
3. Bjarki Leósson
4. Tobias Sommer ('75)
17. Kieran Mcgrath ('71)
19. Axel Freyr Harðarson ('26)
29. Óliver Dagur Thorlacius
30. Ólafur Karel Eiríksson ('75)

Liðstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Guðmundur Steinarsson
Þorleifur Óskarsson
Christopher Arthur Brazell
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('29)
Sigurvin Reynisson ('34)
Axel Freyr Harðarson ('71)

Rauð spjöld:
@baddi11 Baldvin Már Borgarsson
95. mín Leik lokið!
Arnór Breki sendir fyrir, það er brot inná teignum og Siggi flautar af.

Dramatík! Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
Eyða Breyta
95. mín
HÁKON RAFN BLAKAR BOLTANUM YFIR SLÁNNA!

Horn hinumegin.
Eyða Breyta
94. mín
Fjölnir fær hér hornspyrnu, er þetta síðasti séns?
Eyða Breyta
93. mín
Grótta fær aukaspyrnu úti hægra megin.

Kristófer Orri stillir boltanum upp.

Spyrnan er fín en Atli grípur.
Eyða Breyta
91. mín
Gróttumenn eiga aukaspyrnu á miðjunni, langur fram og þeir sækja horn.
Eyða Breyta
88. mín
SIGURVIN SETUR BOLTANN Í NETIÐ EN SIGURÐUR HJÖRTUR DÆMIR MARKIÐ AF!

Einhver barningur á teignum þarna og ég sé ekki alveg hver var dæmdur brotlegur!!

ÚFFF. Við erum að fá svakalegar loka mínútur hér. Mikill kraftur í Gróttumönnum síðustu mínútur!
Eyða Breyta
87. mín
Pétur að sækja hornspyrnu fyrir Gróttu.

Fáum við sigurmark hérna á Vivald!?
Eyða Breyta
84. mín MARK! Tobias Sommer (Grótta), Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
GRÓTTUMENN JAFNA HÉRNA LEIKINN.

Hornspyrna frá Kristófer Orra frá hægri og TOBIAS stangar boltann í netið!!!

ÞETTA ER LEIKUR!!!
Eyða Breyta
83. mín
Ástbjörn Þóðrar keyrir upp hægra meginn og vinnur hornaspyrnu fyrir Gróttu.
Eyða Breyta
81. mín
Gróttumenn að pressa aðeins á Fjölnismenn þessa stundina og eru í leit að jöfnunarmarkinu.
Eyða Breyta
77. mín
Arnór Breki með aukspyrnu hægrameginn fyrir Fjölni. Kemur með boltann fyrir en Gróttu menn hreinsa.
Eyða Breyta
75. mín Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir) Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)

Eyða Breyta
75. mín Ólafur Karel Eiríksson (Grótta) Óskar Jónsson (Grótta)
Óli Karel að kom inn í sínum fyrsta leik fyrir Gróttu.
Eyða Breyta
75. mín Tobias Sommer (Grótta) Arnar Þór Helgason (Grótta)
Tobias að koma inn hér í sínum fyrsta leik fyrir Gróttu.
Eyða Breyta
73. mín
FÆRI HJÁ GRÓTTU!!!

Kristófer Melsted og Axel Freyr með gott samspil sín á milli sem endar með fyrigjöf frá Melsted og þar mætir Ástbjörn á ferðinni og nær ekki að setja boltann á markið.
Eyða Breyta
73. mín Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir) Örvar Eggertsson (Fjölnir)

Eyða Breyta
72. mín
Arnór Breki með hornspyrnu frá hægri sem Grótta hreinsar burt.
Eyða Breyta
71. mín Kieran Mcgrath (Grótta) Karl Friðleifur Gunnarsson (Grótta)

Eyða Breyta
71. mín Gult spjald: Axel Freyr Harðarson (Grótta)
Brýtur klufalega á Sigurpáli Melberg.
Eyða Breyta
69. mín
Örvar keyrir upp hægra megin og Melsted tælkar hann, boltinmn í innkast fyrir Fjölni sem Örvar tekur langt en ekki svo langt samt og boltinn í markspyrnu.
Eyða Breyta
68. mín
Fjölnir brunar upp í skyndisókn þar sem Ström skilur Arnar eftir, sendir á Orra sem er í góðri stöðu en klúðrar henni, boltinn berst á Nicklas sem á glatað skot beint á Hákon.
Eyða Breyta
66. mín Mark - víti Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
JÓHANN ÁRNI KEMUR FJÖLNI STAX AFTUR YFIR!!!

Setur Hákon Rafn í rangt horn og setur hann niðri vinstra megin,.
Eyða Breyta
65. mín
FJÖLNIR BRUNAR UPP Í SÓKN OG FÆR VÍTI.

KRISTÓFER MELSTED TÆKLAR GRÉTAR KLAUFALEGA OG VÍTI DÆMT.
Eyða Breyta
63. mín MARK! Pétur Theódór Árnason (Grótta), Stoðsending: Óskar Jónsson
PÉTUR THEIODÓR STANGAR BOLTANN Í NETIÐ EFTIR HORNSPYRNU ÓSKARS!

Axel keyrir upp kantinn og sækir horn sem Óskar setur beint á ennið á Pétri sem skorar.
Eyða Breyta
57. mín
Það er lítið að frétta þessa stundina.

Fjölnir vinnur horn. Örvar setur boltann í Kristó Melsted og aftur fyrir.

Arnór Breki tekur spyrnuna á fjær og Fjölnismenn vinna annað horn sem fer í gegnum allan pakkann og afturfyrir.
Eyða Breyta
56. mín
Jóhann01 tekur spyrnuna, skýtur beint á Hákon jafnaldra sinn í markinu sem grípur.
Eyða Breyta
55. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu á hættulegum stað.

Kristófer Orri brýtur af sér við teiginn vinstra megin.
Eyða Breyta
55. mín
Það er eitthvað agalega lítið að frétta hérna, barningur og miðjumoð eins og það gerist best.
Eyða Breyta
49. mín
Grótta fær hornspyrnu.

Atli Gunnar kýlir frá.
Eyða Breyta
46. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (Fjölnir)
Örvar byrjar á að hamra Melsted niður og verðskuldar gult.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Gróttumenn sparka seinni hálfleikinn af stað og sækja í átt að sundlauginni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Siggi flautar til hálfleiks hér, lítið að frétta og frekar leiðinlegt bara.
Eyða Breyta
43. mín
Axel Freyr gerir hrikalega vel upp vinstra megin í tvígang og sendir fyrir þar sem Pétur er í boltanum en fær horn.

Kristófer með spyrnuna og Gróttumenn skalla yfir.
Eyða Breyta
42. mín
Jóhann 01 með spyrnuna á nær þar sem Fjölnismenn snerta hann og afturfyrir.

Markspyrna...
Eyða Breyta
42. mín
Fjölnir fær hornspyrnu eftir gott fílatouch eins og það er kallað frá Arnari Þór.

Snerti boltann á miðjum eigin vallarhelming og þaðan afturfyrir.
Eyða Breyta
39. mín
Pétur gerir vel og vinnur sér góða stöðu gegn Peter, kemst upp að endamörkum og leggur boltann út á Kalla sem neglir yfir úr fínu færi!
Eyða Breyta
37. mín
Grótta fær horn eftir hraða sókn upp hægra megin þar sem Kalli komst í góða stöðu en var klaufi og of lengi.

Atli Gunnar kýlir spyrnuna frá.
Eyða Breyta
34. mín Gult spjald: Sigurvin Reynisson (Grótta)
Sigurvin býður Nicklas velkominn til Íslands með öxl í öxl af gamla skólanum og uppsker gult.

Þetta var óþarfi og réttur dómur.
Eyða Breyta
32. mín
Kristófer Orri með fína spyrnu, Fjölnismenn skalla út og Óskar hamrar með vinstri í Kalla...
Eyða Breyta
31. mín Gult spjald: Orri Þórhallsson (Fjölnir)
Orri tekur Ástbjörn niður sem var á blússandi siglingu upp hægra megin.

Verðskuldað.
Eyða Breyta
29. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Grótta)
''Ertu að fokking grínast?'' spyr hann Sigga, ég veit ekki fyrir hvað hann fær gult.

Mjög líklega brot sem ég sá ekki með hagnað.
Eyða Breyta
28. mín
Gróttumenn sækja upp hægramegin, Ástbjörn sendir fyrir og Grótta fær horn.

Spyrnan er fín en endar í innkasti fyrir Gróttu sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
26. mín Axel Freyr Harðarson (Grótta) Axel Sigurðarson (Grótta)
Axel Sig hefur meiðst og er búinn hér í dag.

Synd fyrir heimamenn.
Eyða Breyta
21. mín MARK! Orri Þórhallsson (Fjölnir)
FJÖLNIR ER KOMIÐ YFIR!

Atli kemur boltanum upp hægra megin og Fjölnsimenn sækja hratt, Peter neglir honum í Sigurvin og þaðan fyrir markið og Orri mætir á fjær og setur hann inn.

1-0!
Eyða Breyta
19. mín
Grótta fær aukaspyrnu á miðjunni sem þeir negla fyrir og boltinn er skallaður út á Óskar Jóns sem reynir skotið en í varnarmann.

Gróttumenn fá svo aðra aukaspyrnu á miðjunni hinumegin sem Kristófer Orri neglir beint í lúkurnar á Atla Gunnari.
Eyða Breyta
18. mín
Fjölnismenn eru að spila 3-5-2 með nýja leikmanninn Nicklas Halse djúpan á miðjunni.

Grótta er í 4-2-3-1 með Kalla á hægri kant og Ástbjörn í hægri bak, það ætti að vera þokkalega solid sóknarlega.
Eyða Breyta
15. mín
Miðjumoð og barningur einkennir leikinn þessar fyrstu mínútur.
Eyða Breyta
8. mín
USSSS

Grótta nær að sækja hratt á Fjölnismenn þar sem Kalli er kominn inn á teig og tekur Ronaldo trixið framhjá Arnóri sýndist mér, Kalli fellur við og Gróttumenn vilja víti en ekkert dæmt.

Ég er utandyra og heyrði ekkert hljóð þannig ég treysti Sigga fullkomlega fyrir þessu.
Eyða Breyta
6. mín
Úff Jóhann01 fær boltann við vítateig Gróttu og lyftir honum í gegn, brotið er á honum en ekkert dæmt, gestirnir fá þó hornspyrnu.

Spyrnan flottt og Hans Viktor nær skallanum en framhjá markinu!
Eyða Breyta
3. mín
Grótta fær aukaspyrnu úti vinstra megin.

Kristófer Orri tekur hana.

Arnar Þór nær fyrsta skalla og barátta um boltann í seinna skiptið sem endar útfyrir og fá gestirnir markspyrnu.
Eyða Breyta
2. mín
Kridtófer Orri tekur spoyrnuna og Atli kýlir frá í tvígang áður en Axel tekur skotið framhjá.
Eyða Breyta
1. mín
Áhorfendur mættu vera fleiri þrátt fyrir 200 mannar reglu og hólfakskiptingu.

Til að nefna einhverja eru hér mættir Titla-Tóti, Gunni Hauks, ofvirkasti og duglegasti lýsari .net ásamt Unni systur Sigurvins fyrirliða Gróttu, með þeim er Sunneva Helga leikmaður Fylkis og fáeinir fleiri.

Þetta var óáhugaverði fróðleiksmoli dagsins.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Ström-vélin tekur fyrstu snertingu leiksins og sækja Fjölnismenn í átt að sundlauginni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og taka fyrlrliðarnir slaginn um uppkastið.

Mér sýnist Hans Viktor vinna uppkastið og velja sér það að byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita og ég er mættur út á einhverjar svakalegar svalir í Valhúsaskóla.

Teppið er rennandi blautt eftir hellidembuna sem var áðan og Seltjarnarnesið er að bjóða upp á næstum logn sem gerist fjórum sinnum á ári þannig aðstæðurnar eru frábærar!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Nánar um þau má sjá hér.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Anton Freyr Jónsson, ofvirkasti og duglegasti penni .net spáir 2-1 sigri Gróttu.

Axel Sig og Pétur Th. skora fyrir Gróttu segir hann.

Ström-vélin setur hann fyrir gestina.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Crossfitarinn og Akureyringurinn Siggi Þrastar fær það hlutverk að halda utanum flautuna í dag.

Vonandi mun hann eiga toppleik hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grótta vann fyrri leik liðanna í Grafarvogi, 3-0. Það er eini sigur Gróttu í sumar en Fjölnismenn hafa enn ekki unnið leik.

Það er aldrei góðs viti eftir 13 leiki að vera bara með einn sigurleik, hvað þá engan...
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég myndi líka vilja kalla þennan leik ''Gústa Gylfa slaginn'' en Gústi gerði frábæra hluti með Fjölnisliðið áður en hann tók við Breiðablik, Fjölnir hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan að Gústi hvarf á braut en þeir féllu fyrsta árið án Gústa, komust upp aftur í fyrra en eru í bullandi veseni eins og staðan er í dag og hafa ekki sýnt að þeir eigi heima í deild þeirra bestu hingað til allavega.

Gústi þjálfar núna lið Gróttu sem vann Inkasso deildina í fyrra undir stjórn Óskars Hrafns en það höfðu sennilega allir orð á því fyrir tímabil að Grótta ætti ekki mikla möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu á sínu fyrsta tímabili í sögunni þar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi leikur er sannkallaður fallslagur þar sem Grótta og Fjölnir sitja langneðst í deildinni.

Grótta í 11. sæti með 6 stig.

Fjölnir í 12. sæti með 4 stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Gróttu og Fjölnis.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Jón Gísli Ström
16. Orri Þórhallsson
20. Peter Zachan
23. Örvar Eggertsson ('73)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
31. Jóhann Árni Gunnarsson ('75)
80. Nicklas Halse

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
10. Viktor Andri Hafþórsson
14. Lúkas Logi Heimisson
17. Valdimar Ingi Jónsson ('73)
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('75)
42. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Liðstjórn:
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Arnór Ásgeirsson
Kristinn Ólafsson

Gul spjöld:
Orri Þórhallsson ('31)
Örvar Eggertsson ('46)

Rauð spjöld: