Olísvöllurinn
þriðjudagur 15. september 2020  kl. 16:30
Lengjudeild karla
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Rafael Navarro Mendez
Vestri 2 - 1 Magni
1-0 Vladimir Tufegdzic ('26)
2-0 Pétur Bjarnason ('42)
2-1 Tómas Örn Arnarson ('45)
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Milos Ivankovic
3. Friðrik Þórir Hjaltason (f)
4. Rafael Navarro ('92)
7. Zoran Plazonic
8. Daníel Agnar Ásgeirsson ('64)
9. Pétur Bjarnason
14. Ricardo Duran Barba
17. Gunnar Jónas Hauksson
21. Viktor Júlíusson ('64)
25. Vladimir Tufegdzic ('75)

Varamenn:
30. Brenton Muhammad (m)
6. Daniel Osafo-Badu
10. Nacho Gil
19. Viðar Þór Sigurðsson ('92)
20. Sigurður Grétar Benónýsson ('64)
23. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('64)
77. Sergine Fall ('75)

Liðstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Heiðar Birnir Torleifsson

Gul spjöld:
Daníel Agnar Ásgeirsson ('17)
Vladimir Tufegdzic ('56)
Ricardo Duran Barba ('79)

Rauð spjöld:
@ Ívar Pétursson
95. mín Leik lokið!
2-1 sanngjarn sigur hjá Vestra. Skemmtilegan leik lokið á Olísvellinum.

Bestu menn vallarins voru Rafael, Tufa og Zoran hjá heimamönnum. Hjá Magna var Kairo þeirra hættulegasti maður ásamt því að Steinþór tók allt sem hann átti að taka í markinu og var traustur.
Eyða Breyta
94. mín
Vestri er að ná að éta þetta upp hérna í lokin
Eyða Breyta
93. mín
Zoran með skot beint á Steinþór
Eyða Breyta
92. mín Viðar Þór Sigurðsson (Vestri) Rafael Navarro (Vestri)
Rafael gjörsamlega búinn á því. Viðar inn.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími!

Magnamenn henda öllu fram þessar síðustu mínútur. Er mark í loftinu?
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Tómas Örn Arnarson (Magni)
Tekur Zoran niður
Eyða Breyta
88. mín
Helgi með stórhættulegt skot framhjá og fær horn. Flugu nokkrir á hausinn þarna í teignum hjá Vestra. Kom ekkert upp úr horninu.
Eyða Breyta
86. mín
Fall sleppur í gegn utarlega í teignum á skot meðfram jörðinni sem Steinþór ver vel með löppunum.
Eyða Breyta
85. mín
Vestramenn að gera það sem þeir eru ekki góðir í. Reyna að vera sniðugir og sigla þessu í höfn. Magnamenn eru að reyna finna opnanir.
Eyða Breyta
81. mín
Ekki sömu opnanir núna hjá Vestra í sóknarleiknum. Virðast vera slaka á og Magnamenn eiga núna alla seinni bolta inn á miðjunni.
Eyða Breyta
80. mín Gauti Gautason (Magni) Freyþór Hrafn Harðarson (Magni)

Eyða Breyta
79. mín Gult spjald: Ricardo Duran Barba (Vestri)
Uppsafnað og Aðalbjörn gjörsamlega fengið nóg.
Eyða Breyta
77. mín
Stórhætta eftir hornspyrnu frá Louis þar sem Magni ná skalla sem skapar mikla hættu í teignum.
Eyða Breyta
75. mín Sergine Fall (Vestri) Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Tufa má eiga það að hann er búinn að vera einn af betri mönnum vallarins í dag.
Eyða Breyta
73. mín
Magni á hættulega aukaspyrnu við vítateig Vestra. Þeir renna boltan út á Louis sem skýtur í varnarmenn og sóknin rennur síðan út í sandinn.
Eyða Breyta
72. mín Rúnar Þór Brynjarsson (Magni) Costelus Lautaru (Magni)
Rúnar Þór inn fyrir sprækan Costelus Lautaru.
Eyða Breyta
70. mín
Rafael fær hættulega aukaspyrnu við hornið á vítateig Magna. Gabríel með góða fyrirgjöf sem Steinþór kýlir frá.
Eyða Breyta
67. mín
Vestri með töluverða pressu hérna að marki Magna. Pétur og Gunnar báðir í ágætis færum.
Eyða Breyta
64. mín Sigurður Grétar Benónýsson (Vestri) Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri)
Tvöföld skipting hjá Bjarna.
Eyða Breyta
64. mín Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Vestri) Viktor Júlíusson (Vestri)
Tvöföld skipting hjá Bjarna.
Eyða Breyta
63. mín
Frábært spil hjá Rafael og Viktori þar sem Viktor kemst upp að endamörkum og á fyrirgjöf á Gunnar sem lúðrar honum yfir. Mjög gott færi.
Eyða Breyta
58. mín Alejandro Manuel Munoz Caballe (Magni) Tómas Veigar Eiríksson (Magni)
Alejandro inn fyrir Tómas Veigar.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Tufa með gult spjald fyrir að tefja aukaspyrnu hjá Magna.
Eyða Breyta
55. mín
Viktor Júlíusson í dauðafæri í teig Magnamanna, með skot framhjá. Þetta er galopið allt saman!
Eyða Breyta
54. mín
Magni með smá andrými hérna. Setja nokkra háa bolta inn á teig Vestramanna. Louis á síðan eina góða sendingu inn á Kairo sem er einn í teignum með mikið pláss. Tekur boltan á lofti en skot hans lélegt og langt framhjá.
Eyða Breyta
53. mín
Pétur Bjarna er út á vinstri og "checkar" inn á völlinn á skot sem Steinþór ver í horn. Eftir hornið á Rafael einleik upp vænginn og fyrirgjöf sem Milos skallar beint á Steinþór.
Eyða Breyta
51. mín
Góð sóknaruppbygging hjá Viktori og Ricardo á vinstri sem endar með því að Tufa fær boltan fyrir utan og á stórhættulegt skot sem fer af varnarmanni og rétt framhjá. Úr hornspyrnunni á Tufa síðan skalla rétt framhjá. Liggur aðeins á Magna núna.
Eyða Breyta
50. mín
Zoran kemst í skotfæri með skoppandi bolta í teignum. Skot hans endar í varnarmanni og þaðan beint á Steinþór sem grípur boltan auðveldlega.
Eyða Breyta
49. mín
Liðin skiptast hér á milli að sækja hratt og bæði lið klaufar í sínum aðgerðum. Missa boltan auðveldlega.
Eyða Breyta
47. mín
Vestri byrja af krafti og hæga hættulega fyrirgjöf þar sem Pétur og Gunnar jónas eru nálægt því að komast í boltan. Aðalbjörn dæmir síðan óskiljanlega aukaspyrnu.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Jæja, lets play ball!

Seinni hálfleikur hafinn. Magni spilar í átt að íþróttahúsinu en Vestri í átt að vallarhúsi.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur hér á Olísvellinum. Það sást strax í byrjun að hér yrði nóg af mörkum og úr því varð. Vestri heldur sterkari út á velli og hafa fengið nóg af plássi í svæðum til að vinna úr. Magni hafa verið hættulegir, þá sérstaklega ef þeir fá að sækja hratt með Kairo fremstan í flokki.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Tómas Örn Arnarson (Magni), Stoðsending: Alexander Ívan Bjarnason
Alexander með aukaspyrnu utan af velli. Boltinn svífur inn í teiginn, milli varnarlínu og markmanns, þar sem Tómas Örn er fyrstur á boltan og rúllar honum í netið framhjá Robert. Þetta er strax orðið að leik aftur.
Eyða Breyta
42. mín MARK! Pétur Bjarnason (Vestri), Stoðsending: Zoran Plazonic
Allt í einu eru Vestramenn komnir í skyndisókn þrír á þrjá. Zoran keyrir á vörnina, lætur Magnamenn bregðast við og leggur hann til hliðar á Pétur Bjarna sem klárar snyrtilega á mitt markið. Steinþór virtist lagstur og ætlaði að taka sénsinn á að stela sendingunni ef Pétur hefði gefið hann.
Eyða Breyta
41. mín
Louis með langskot beint á Zoran.
Eyða Breyta
40. mín
Magni eru hættulegir ef þeir ná að sækja hratt og skapa einn á einn stöðu fyrir sína fremstu menn. Annars eru Vestramenn ekki í neinum teljandi vandræðum með uppspilið þeirra.
Eyða Breyta
39. mín
Aftur eru þeir að stinga á Kairo upp vænginn og hann á stórhættulega fyrirgjöf sem aftur fer framhjá öllum. Fannst muna litlu að Milos myndi skora sjálfsmark þarna, fyrirgjöfin var það föst frá Kairo.
Eyða Breyta
37. mín
Kairo fær stungu upp í hornið og kemst upp að endamörkum. Sendir fyrir þar sem boltinn rennur framhjá öllum. Þetta var mjög góð staða sem Kairo komst í og hefðu Magnamenn þurft að gera betur þarna.
Eyða Breyta
32. mín
Aftur stutt hornspyrna hjá Magna en í þetta skiptið fór fyrirgjöf Alexanders aftur fyrir mark Vestra.
Eyða Breyta
30. mín
Gunnar Jónas sleppur í gegn eftir stungu frá Pétri Bjarna!

Steinþór étur hann síðan í færinu. Hrikalega vel varið. Það er töluvert af plássi handa Vestra til að vinna með í sóknarleiknum.
Eyða Breyta
28. mín
Magni fá hornspyrnu. Louis tekur spyrnuna stutt og fær hann aftur þar sem hann sendir fyrir og Kairo á skalla rétt framhjá markinu. Magni eru með einhverja flotta fléttu þarna í hornunum. Tvær stuttar með stuttu millibili.
Eyða Breyta
26. mín MARK! Vladimir Tufegdzic (Vestri), Stoðsending: Rafael Navarro
Gunnar Jónas leggur boltan út á Rafael sem kom með "overlap" á vængnum. Hann rennur boltanum fyrir markið þar sem Tufa leggur boltann snyrtilega í þaknetið. Þetta er fyllilega verskulduð forysta verð ég að segja.
Eyða Breyta
25. mín
Rafael fær flugbraut upp að teig Magna og á langskot með jörðinni sem spýtist með vellinum og Steinþór ver vel út í teiginn. Tufa nær ekki að koma frákastinu á markið.
Eyða Breyta
24. mín
Vestri eru töluvert markvissari í sóknarleiknum. Hinsvegar eru Magnamenn klárir í að sækja hratt þegar færi gefst og eru hættulegir.
Eyða Breyta
20. mín
Magnamenn með góða skyndisókn. Costelus með fyrirgjöf meðfram blautum vellinum sem Robert Blakala slær út í teiginn og boltanum komið í burtu.
Eyða Breyta
19. mín
Vestramenn eru að komast töluvert upp að endamörkum. Pétur Bjarna búinn að vera nálægt því tvisvar að koma einhverju á markið.
Eyða Breyta
17. mín Gult spjald: Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri)
Daníel Agnar fær gult spjald fyrir fyrstu tæklingu leiksins.
Eyða Breyta
11. mín
Rangstaða!

Milos skallar boltan í netið eftir aukaspyrnu utan af velli frá Gunnari. Hann er grunsamlega einn á auðum sjó og dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
11. mín
Nacho Gil er meiddur og mun líklega ekki taka þátt í þessum leik.
Eyða Breyta
9. mín
Völlurinn á Ísafirði er mjög "háll". Mun sennilega ekki þorna fyrr en í vor. Trúi ekki öðru en það verða mörk hérna í dag, veðrið og völlurinn bjóða upp á það. Menn eiga erfitt með að fóta sig hér í byrjun.
Eyða Breyta
6. mín
Rafael er með áætlunarferðir upp hægri vænginn. Á fyrirgjöf sem Magnamenn hreinsa í horn. Viktor tekur hornið sem endar með því að Pétur Bjarnason á skalla framhjá markinu.
Eyða Breyta
4. mín
Góð sóknaruppbygging hjá Vestra þar sem Rafael kemur boltanum á Zoran sem á skot á mitt markið og Steinþór ekki í vandræðum með það.
Eyða Breyta
3. mín
Vestri reyna að búa til sóknir úr varnarlínunni en það er greinilegt að Magni ætlar að pressa hátt upp hérna í byrjun.
Eyða Breyta
2. mín
Pétur Bjarnason á skot á markið fyrir Vestra eftir skyndisókn en það fer beint á Steinþór í markinu hjá Magna.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Game ON!

Skærgrænir útibúningar Magna eru vægast sagt geggjaðir. Það er ágætis veður á Ísafirði, hægur vindur og smá súld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ef ég fer með rétt mál þá er þetta frestaður leikur úr 10.umferð. Liðin eiga eftir að mætast aftur 14. október á Grenivík.

Vestri gerði 1-1 jafnteli við topplið Fram í síðustu umferð á meðan Magni gerði 1-1 jafntefli við Þrótt Reykjavík.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Magni hafa verið á ágætis skriði í undanförnum leikjum. Þeir hafa fengið 8 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum. Þeir virðast vera ná að spila sig saman þegar líður á eftir erfiða byrjun a mótinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra og Magna á Olísvellinum á Ísafirði.

Byrjunarliðin eru klár. Það sem er mögulega mest óvænt í þessu öllu saman er að Nacho Gil, einn besti leikmaður Vestra, byrjar á bekknum. Fáum vonandi upplýsingar um þau mál þegar nær dregur leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
0. Baldvin Ólafsson
2. Tómas Örn Arnarson
5. Freyþór Hrafn Harðarson ('80)
7. Kairo Edwards-John
9. Costelus Lautaru ('72)
10. Alexander Ívan Bjarnason
11. Tómas Veigar Eiríksson ('58)
18. Jakob Hafsteinsson
80. Helgi Snær Agnarsson
99. Louis Aaron Wardle

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
8. Rúnar Þór Brynjarsson ('72)
30. Ágúst Þór Brynjarsson
45. Alejandro Manuel Munoz Caballe ('58)

Liðstjórn:
Gauti Gautason
Gísli Gunnar Oddgeirsson

Gul spjöld:
Tómas Örn Arnarson ('90)

Rauð spjöld: