Þróttur R.
1
2
Afturelding
Oliver Heiðarsson '66 1-0
1-1 Elvar Ingi Vignisson '79
1-2 Hafliði Sigurðarson '85
16.09.2020  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
5. Atli Geir Gunnarsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f)
9. Esau Rojo Martinez ('63)
11. Dion Acoff ('54)
14. Lárus Björnsson
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
22. Oliver Heiðarsson
23. Guðmundur Friðriksson
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
3. Árni Þór Jakobsson
8. Baldur Hannes Stefánsson ('63)
8. Sölvi Björnsson
18. Tyler Brown
20. Djordje Panic

Liðsstjórn:
Gunnar Guðmundsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Sveinn Óli Guðnason
Srdjan Rajkovic
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Sigurður Már Birnisson

Gul spjöld:
Lárus Björnsson ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þorvaldur flautar og leiknum er lokið. Afturelding fer heim í Mosó með þrjá punkta. Verðskuldaður 1 - 2 sigur Aftureldingar!

Þakka fyrir samfylgdina í kvöld. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
92. mín
Sending innfyrir ætluð Oliver en boltinn berst til Magnúsar sem á skot beint á Jon Tena.
91. mín
Boltinn berst á Oliver sem fær hann fyrir utan teig og Oliver reynir skot en boltinn yfir.

Var þetta síðasti séns Þróttara?
90. mín
Klukkan slær 90 hér á Eimskipsvellinum.

Afturelding er að landa þessu.
85. mín MARK!
Hafliði Sigurðarson (Afturelding)
AFTURELDING ER KOMIÐ YFIR!!!!

Alejandro kemur með aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig vinstra meginn og boltinn kemur fyrir og Uxinn vinnur skallan og boltinn endar fyrir Hafliða sem klippir hann í netið!!

Afturelding hér komnir verðskuldað yfir!!
82. mín Gult spjald: Hafliði Sigurðarson (Afturelding)
ÚFFFFF.

Hafliði og Daði renna sér báðir í boltann og Hafliði fer með sólan í Daða og aukaspyrna og gult sjald á Hafliða.
81. mín
Inn:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding) Út:Jason Daði Svanþórsson (Afturelding)
79. mín MARK!
Elvar Ingi Vignisson (Afturelding)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
AFTURELDING NÆR LOKSINS INN MARKI!!

Jason Daði fær hann á miðsvæðinu og þræðir Elvar Inga í gegn og UXINN klárar frábærlega framhjá Franko

Fáum við sigurmark í þetta hérna?!
77. mín
Atli Geir kemur honum upp í hlaup á Oliver sem fer illa með Aron Elí og vinnur hornspyrnu.

Lárus tekur spyrnuna en boltinn af leikmanni Aftureldingar og í innkast.
76. mín
Inn:Gísli Martin Sigurðsson (Afturelding) Út:Georg Bjarnason (Afturelding)
75. mín
Afturelding vinnur hornspyrnu. Georg fær boltann úti hægrameginn og boltinn af Hafþóri og afturfyrir.

Boltinn kemur fyrir en Franko grípur boltann.
73. mín
Djöfull ertu góður Jason Daði!!!!

Stelur boltanum hérna úti við hliðarlínu og fíflar 3 Þróttara og kemur boltanum út á Aron Elí sem keyrir upp og kemur með fyrirgjöf á Jason sem keyrði inn á teiginn en Jason reynir að klippa boltann en hittir hann ekki og boltinn afturfyrir.
70. mín
Inn:Elvar Ingi Vignisson (Afturelding) Út:Kristján Atli Marteinsson (Afturelding)
Uxinn er mættur til leiks.
67. mín
OG NÚ ER KÁTT Í HÖLLINNI OG STUÐNINGSMENN ÞRÓTTAR LÁTA VEL Í SÉR HEYRA.
66. mín MARK!
Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Gunnlaugur Hlynur Birgisson
ÞAÐ ER KOMIÐ MAAAAAAAAARK

Gunnlaugur fær boltann á miðsvæðinu og kemur með hann innfyrir í hlaup á Oliver sem stingur alla af og sleppur einn í gegn á móti Jon Tena og klárar frábærlega

Þetta er gegn gangi leiksins verð ég að segja!!
63. mín
Inn:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.) Út:Esau Rojo Martinez (Þróttur R.)
Sóknarmaður út fyrir varnarsinnaðan miðjumann. Gunni að þétta raðirnar aftast sýnist mér.
59. mín
HVAÐ ER Í GANGI?!?!?!

Aron Elí kemur með boltann fyrir og boltinn fer af Atla sýnist mér og inn á teig og þar er Eyþór Aron en hann setur boltann á markið en Franko ver í horn.

Afturelding liggur þessa stundina!
58. mín
Afturelding fær aukaspyrnu á stórhærttulegum stað.

Aron Elí stendur yfir boltanum sýnist mér og setur boltann yfir vegginn en boltinn yfir.
57. mín
STÖNGIN AÐ BJARGA ÞRÓTTURUM NÚNA

Aron Elí fær boltann vinstra meginn og kemur honum á Hafliða sem lætur vaða fyrir utan teig og boltinn beint í stöngina.

Þetta getur ekki endað nema á einn veg.
55. mín Gult spjald: Lárus Björnsson (Þróttur R.)
Hvað ertu að gera Lárus?

Tekur aukaspyrnu sem var skelfilega framkvæmd og boltinn beint á Jason Daða sem ætlar að keyra af stað í skyndisókn og Lárus brýtur á honum.
54. mín
Inn:Magnús Pétur Bjarnason (Þróttur R.) Út:Dion Acoff (Þróttur R.)
53. mín
Alejandro fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða en boltinn yfir.
51. mín
HAFLIÐI SETUR BOLTANN Í SLÁNNA. JESÚS MINN ALMÁTTUGUR

Aron Elí fær hann í hlaup vinstra meginn og kemur með boltann beint inn á hættusvæðið og þar er Hafliði mættur og setur boltann í slánna.

Boltinn VILL ekki inn hjá Aftureldingu
48. mín
Alejandro með frábæra sendingu innfyrir á Kára Stein sem reynir að hæla hann út á Jason en Þróttarar koma boltanum burt.

Afturelding heldur áfram að stýra leiknum.
47. mín
Afturelding vinnur hornspyrnu.

Alejandro spyrnir henni fyrir á ennið á Aron Elí sem á skalla yfir
46. mín
Lárus fær boltann úti við endalínu hægrameginn og reynir fyrirgjöf en boltinn beint í hendurnar á Jon Tena!
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Þorvaldur Árnason bætir ekki einni sekúndu við og flautar til hálfleiks. Markalaust í fjörugum fyrri hálfleik, tökum okkur smá pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
44. mín
Það er í raun ótrúlegt að það sé ekki komið mark í þennan leik. Box to box þessa stundina!
41. mín
AFTURELDING SKORAR EN MARKIÐ DÆMT AF

Alejandro kemur með boltann út og boltinn kemur fyrir og þar er Hafliði sýnist mér sem setur boltann á markið en Franko ver og boltinn í Kára og inn en flaggið fer á loft og markið telur ekki.

Þvílíkar mínútur hérna!!
40. mín
FRÁBÆR VARSLA HJÁ FRANKO!!

Afturelding keyrir upp í skyndisókn og boltinn berst inn á teig á Kára sem á skot en Franko ver vel í horn!!
39. mín Gult spjald: Georg Bjarnason (Afturelding)
Georg fær spjald hér frá Þorvaldi.
39. mín
Dion Acoff fær boltann úti vinstra meginn og ætlar að keyra inn á teiginn en Georg brýtur á honum
38. mín
JASON HAMRAR BOLTANUM Í SLÁNNA!
Aftureldingarmenn færa boltann upp völlinn og Kári kemur boltanum á Jason sem leikur sér að Þrótturum áður en hann hamrar boltanum á markið en boltinn í slánna.

Þarna voru Þróttarar heppnir!
35. mín
Slæm sending frá Hafþóri sem Hafliði kemst inn í og boltinn endar úti á Kára sem vinnur hornspyrnu.

Alejandro með hornspyrnuna sem Þróttarar bjarga á línu!!
33. mín Gult spjald: Kristján Atli Marteinsson (Afturelding)
Kristján brýtur á Lárusi þegar Þróttarar voru á leið í skyndisókn.
30. mín
Hafliði brýtur á Oliver og aukaspyrna sem Þróttarar fá.

Lárus kemur með boltann fyrir og Rojo nær skallanum en flaggið á loft og rangstæða dæmd
25. mín
Aron Elí kemur með frábæra fyrirgjöf en Hafþór með frábæra tæklingu og boltinn í hornspyrnu sem Afturelding fær!

Alejandro kemur með boltann fyrir og boltinn af Þróttara og hornspyrna hinumeginn frá og Alejandro skokkar yfir til að taka hana, spyrnan kemur fyrir frá Alejandro en Þróttarar koma boltanum í burtu.
23. mín
Þróttarar tapa boltanum á hættulegum stað og boltinn berst til Jasons Daða sem keyrir í átt að marki Þróttar og reynir að finna Eyþór í hlaup en einhver miskilingur þeirra á milli og boltinn aftur fyrir og markspyrna frá marki Þróttar.
21. mín
OLIVER NÁLÆGT ÞVÍ ÞARNA!
Rojo kemur honum upp í hlaup á Dion sem keyrir upp í horn og kemur með boltann fyrir sem endar á fjær og þar kemur Oliver á ferðinni og setur boltann í hliðarnetið.

Þarna var tækifæri fyrir Þróttara!!
20. mín
Jason Daði er með boltann hér vinstra meginn og Daði kemur með frábæra tæklingu og Jason Daði fellur og kallar eftir einhverju en hárrétt hjá Þorvaldi að láta leikinn halda áfram þarna.
18. mín
JASON DAÐIII

Jason Daði fær boltann eftir hraða skyndisókn Aftureldingar keyrir inn á völlinn og reynir skot en boltinn framhjá.
17. mín
Gunnlaugur Hlynur fær boltann við miðjuna og skiptir honum yfir á Oliver sem gerir ekki nógu vel og boltinn afturfyrir.
15. mín
Afturelding vinnur hornspyrnu.

Alejandro kemur með boltann fyrir og boltinn beint aftur fyrir. Vindurinn tók vel í þennan bolta hjá Alejandro.
14. mín
Alejandro fær boltann hér úti hægra meginn og leggur hann á Kára sem reynir skot en Dað með frábæra tæklingu, kemur í veg fyrir að Kári nái skot á markið.
11. mín
ALEJANDROOO!!!

Fær boltann skynilega fyrir utan teig, tekur eitt touch og lætur vaða og Franko var í einhverju veseni með þennan og slær boltann á og Hafþór kemur boltanum í burtu.

Afturelding stýrir leiknum þessa stundina.
10. mín
Gunnlaugur Hlynur brýtur klaufalega á Eyþóri úti hægra meginn og aukaspyrna sem Afturelding fær.

Alejando stillir boltanum upp og kemur með hættulegan bolta fyrir en Þróttarar koma boltanum út úr teignum.
9. mín
EYÞÓR ARON!!

Alejandro gerir vel fær boltann við miðjuna og keyrir af stað og rennir honum á Eyþór sem lætur vaða en nær ekki að stýra boltanum og boltinn beint á Franko!
6. mín
ROJO brýtur á Jon Tena. Pressar Jon Tena sem var rosalega kaldur þarna en Þorvaldur dæmir brot á Rojo.

Lítið að frétta fyrstu sex mínúturnar.
5. mín
Afturelding er í 4-4-2 sýnist mér

Jon Tena
Georg-Endika-Oskar-Aron
Jason-Kristján-Alejandro-Hafliði
Eyþór-Kári
2. mín
Þróttarar stilla svona upp

Franko
Atli-Birkir-Hafþór-Gummi
Oliver-Daði-Gunnlaugur-Dion
Rojo-Lárus
1. mín
Leikur hafinn
Þorvaldur flautar og Eyþór Aron sparkar boltanum á Alejandro og leikurinn er farinn af stað!

Sannkallaður fallbaráttuslagur og bæði lið þurfa sigur. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Þróttarar byrja að ganga inn á völlinn og Afturelding á eftir þeim og dómarar tríóið gengur svo inn á völlinn.

Þróttarar eru í sínum hefbundnu rauðu og hvítu búningum og Afturelding er í svörtum varabúningum hér í dag.
Fyrir leik
Þróttarar sýna leikinn að sjálfsögðu á Netheimur.is á Þróttara streyminu Smelltu hér til að sjá leikinn í beinni útsendingu
Fyrir leik
Það fór fram einn leikur í Lengjudeildinni fyrr í dag og hann var leikinn fyrir norðan á Akureyri. Þórsarar sigruðu Víkinga frá Ólafsvík 1-0 með marki frá Ólafi Aroni Péturssyni. Viðtöl og skýrsla að norðan væntanleg inn á Fótbolta.net.
Fyrir leik
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar gerir eina breytingu frá jafnteflinu á Grenivík í síðustu umferð. Dion Acoff kemur inn í liðið á kostnað Djordje Panic.

Maggi.net þjálfari Aftureldingar gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Þór. Jon Tena Martinez kemur aftur í búrið hjá Aftureldingu og Óskar Wasilewski kemur inn í liðið í stað Andra sem er eins og ég nefndi áðan meiddur og óvíst hvenar hann snúi aftur. Kristján Atli Marteinsson kemur einnig inn í liðið í staðin fyrir Valgeir Árna Svansson sem tekur út leikbann hér í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Jason Daði Svanþórsson tekur á sig bandið í fjarveru Andra Freys.
Fyrir leik
Síðasta umferð hjá þessum liðum
Þróttarar fóru til Grenivíkur um síðustu helgi og mættu þar Magnamönnum og lauk þeim leik með 1-1 jafntefli. Mark Þróttara skoraði Oliver Heiðarsson.

Afturelding fengu Þórsara í heimsókn á teppið að Varmá og lauk þeim leik með 2-3 sigri Þórsara. Mörk Aftureldingar skoruðu þeir Jason Daði Svanþórsson og Kári Steinn Hlífarsson. Andri Freyr Jónasson fyrirliði Aftureldingar fékk slæmt höfuðhögg seint í þeim leik og var fluttur með sjúkrabíl á spítala og verður hann því ekki með hér í kvöld. Sendi batakveðjur á Andra, enda er hann topp eintak.
Fyrir leik
Haustlægðin er farin að láta sjá sig heldur betur en við erum að tala um að það er grenjandi rigning og mikill vindur í Höfuðborginni í dag.

Vonandi hafa þessar aðstæður ekki mikil áhrif á leikinn hér í kvöld.
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason flautar til leiks klukkan 19:15 og honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon. Eftirlitsmaður KSÍ í kvöld verður Þórður Georg Lárusson.
Fyrir leik
Mikilvægur leikur fyrir bæði lið

Þróttarar sitja fyrir leikinn í kvöld í tíunda sæti deildarinnar með 12.stig eftir 15.leiki en liðið er með jafnmörg stig og Leiknir F sem situr í því 11.

Afturelding situr sæti ofar en Þróttarar með 15.stig eftir fimmtán leiki spilaða og takist Aftureldingu að vinna þá koma þeir sér sex stigum frá falli og geta andað aðeins léttar.

Við getum kallað þetta sannkallaðan sex stiga leik!
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Eimskipsvellinum i Laugardal. Hér i kvöld mætast Þróttur Reykjavik og Afturelding í Lengjudeild karla.

Þessi leikur er liður í tíundu umferð deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Jon Tena Martinez (m)
2. Endika Galarza Goikoetxea
6. Alejandro Zambrano Martin
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Hafliði Sigurðarson
8. Kristján Atli Marteinsson ('70)
10. Jason Daði Svanþórsson (f) ('81)
10. Kári Steinn Hlífarsson
19. Eyþór Aron Wöhler
25. Georg Bjarnason ('76)
34. Oskar Wasilewski

Varamenn:
13. Jóhann Þór Lapas (m)
4. Sigurður Kristján Friðriksson
5. Oliver Beck Bjarkason
9. Andri Freyr Jónasson
11. Gísli Martin Sigurðsson ('76)
15. Elvar Ingi Vignisson ('70)
16. Aron Daði Ásbjörnsson
21. Elmar Kári Enesson Cogic ('81)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Þórunn Gísladóttir Roth
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Ísak Viktorsson
Einar K. Guðmundsson

Gul spjöld:
Kristján Atli Marteinsson ('33)
Georg Bjarnason ('39)
Hafliði Sigurðarson ('82)

Rauð spjöld: