Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
2
4
Valur
0-1 Patrick Pedersen '6
0-2 Sigurður Egill Lárusson '23
0-3 Patrick Pedersen '31
Brynjar Snær Pálsson '74 1-3
Gísli Laxdal Unnarsson '80 2-3
2-4 Kaj Leo í Bartalsstovu '90
17.09.2020  -  16:30
Norðurálsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Rok, sól akkúrat núna og völlurinn rennandi blautur.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Patrick Pedersen(Valur)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
7. Sindri Snær Magnússon
10. Steinar Þorsteinsson ('69)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('69)
16. Brynjar Snær Pálsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Ísak Snær Þorvaldsson
93. Marcus Johansson ('56)

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
8. Hallur Flosason ('56)
8. Ingi Þór Sigurðsson ('82)
15. Marteinn Theodórsson
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('69)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('69)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
Gísli Laxdal Unnarsson
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Tryggvi Hrafn Haraldsson ('45)
Sindri Snær Magnússon ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
90+4. Leiknum er lokið á Akranesi með sigri Valsmanna. Viðtöl og skýrsla koma á eftir.
90. mín Gult spjald: Kasper Hogh (Valur)
90+3
90. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
90+2. Kaj kemst aleinn upp völlinn eftir að Skagamenn settu alla inní teig eftir að hafa fengið aukaspyrnu. Setur boltann yfir Árna og í slána og inn
90. mín
Það er 3 mínútum bætt við
90. mín
Skagamenn alveg brjálðir hérna og vilja fá víti!! Boltinn fer augljóslega í hendina á Rasmus en Guðmundur Ársæll dæmir ekki neitt.
88. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
85. mín
Kaper Hogh í flott færi en nær ekki að skora. Hefði getað klárað leikinn þarna!
84. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
82. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Aron Bjarnason (Valur)
82. mín
Inn:Kasper Hogh (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
82. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Patrick Pedersen (ÍA)
82. mín
80. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
SKAGAMENN SKORA AFTUR!!! Frábær sending inn fyrir og Lunddal missir boltann fyrir sig og Gísli Laxdal kemst einn í gegn og klobbar Hannes í markinu! Game on!!!
77. mín Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Valur)
75. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
74. mín MARK!
Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
Skagamenn minnka muninn!! Hallur Flosa með fyrirgjöf og eftir smá klafs í teignum nær Brynjar Snær að pota honum fyrir línuna.
71. mín
Fullt af skiptingum sem áttu sér stað. Skagamenn voru búnir að þjarma vel Valsmönnum og fengu þrjú horn og þar af fór eitt í slánna.
69. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
69. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
69. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
69. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Út:Haukur Páll Sigurðsson (ÍA)
60. mín
Og þá reynir Sigurður Egill skot úr hálffærien langt framhjá.
60. mín
Stefán Teitur með skot vel utan teigs en slakt og framhjá.
56. mín
Inn:Hallur Flosason (ÍA) Út:Marcus Johansson (ÍA)
54. mín
Sigurður Egill!!! Kemst einn í gegn eftir sendingu frá Hauki en setur skotipð framhjá. Átti að gera betur.
52. mín
Valgeir Lunddal með skot utan teigs en beint á Árna sem ver vel
48. mín
Skagamenn með langt innkast og Ísak hælar hann á markið en Hannes ver í horn sem ekkert verður úr.
46. mín
Skagamenn strax í sókn og Marcus með fyrirgjöf en Hannes nær henni
46. mín
Þá er seinni hálfleikur hafinn og það eru heimamenn sem byrja núna með boltann og sækja í átt að höllinni. Fáum við comeback frá ÍA?
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Akranesi og staðan er 0-3. Valsmenn verið töluvert betri í þessum fyrri hálfleik þó Skagamenn hafi fengið færi til að skora.
45. mín
Það er einni mínútu bætt við
45. mín Gult spjald: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
41. mín
Skagamenn fá hérna horn og taka hana stutt en hún er ekki mikið betri en sú síðasta.
40. mín
Sigurður Egill með skot utan teigs en vel framhjá.
35. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
31. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Valsmenn að ganga frá ÍA hérna!! Léttur þríhyrningur og Patrick í gegn og klárar vel. Skagamenn gjörsamelga að láta valta fyrir sig hérna á heimavelli.
30. mín
TRYGGVI!!!!!! Tryggvi klúðrar dauðafæri. Kemst einn í gegn efir spyrnu frá Árna en setur hann framhjá! Átti bara einfaldlega að skora þarna!
27. mín
Skagamenn fá horn og fylla teiginn en hornspyrnan hjá Tryggva er hörmung og fer í innkast hinu megin
23. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
BOOM! 0-2! Þetta Valslið þarf ekki langan tíma. Sending fram og Óttar ætlar að skalla frá en hitti boltann ekki og skalla aftur fyrir sig og Sigurður Egill einn í gegn og klárar mjög vel. Alvöru bekka fyrir ÍA.
22. mín
Stefán Teitur fær fínt skallafæri í teignum en skallinn er framhjá.
20. mín
Sindri tapar boltanum klaufalega á miðjum vallarhelmingi ÍA og Valsmenn komast í sókn sem endar með skoti frá Lasse en hátt yfir
18. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU!! ÍA með flotta sókn. Tryggvi sendi boltann út til hægri á Jón Gísla sem kom með geggjaða sendingu með jörðinni en Steinar náði ekki að teygja sig í boltann fyrir opnu marki og Marcus setti hann framhjá.
16. mín
Lasse reynir að lyfta yfir Árna Snæ langt utan teigs en Árni með þetta á hreinu og boltinn fer yfir markið.
15. mín
Stefán Teitur reynir skot utan teigs en slakt og framhjá.
12. mín
Ágætis sókn hjá ÍA eftir innkast og boltinn berst á Tryggva sem fer framhjá varnarmanni en skotið framhjá.
9. mín
Skyndisókn hjá Val og Patrick með frían skalla en agalega slakur skalli og beint á Árna.
6. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Þá kemur bara mark! Árni Snær ætlar koma boltanum í leik en skýtur í bakið á Sindra. Boltinn berst á Patricks sem lyftir honum yfir Árna í markinu. Agalega klaugalegt hjá ÍA
5. mín
ÓTTTAR BJARNI MEÐ ROSALEGA BJÖRGUN!!! Patrick kemst inn fyrir vörn ÍA og sendir boltann fyrir og Sigurður EGill með skot en Óttar hendir sér fyrir skotið
3. mín
Fyrsta sóknin er Valsmann. Boltinn berst inní teig þar sem Patrick er í baráttunni en Sindri skýlir boltanum vel aftur fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hjá okkur og það eru Valsmenn sem byrja með boltann og sækja í átt að höllini. Skagamenn að sjálfsögðu í gulu og svörtu og Valsmenn rauðir og hvítir.
Minni á #fotboltinet á Twitter.
Fyrir leik
Það vekur athygli hjá okkur sem sitjum í blaðamannastúkunni að Valsliðið er ekki með fullskipaðann bekk og er þetta annar leikurinn í röð þar sem það gerist.
Fyrir leik
Það eru hressilegar aðstæður á Akranesi í dag. Hressilegur vindur og sól akkúrat núna en ekki ólíklegt að það rigni. Völlurinn rennandi blautur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár en þau má sjá hér til hliðar.

ÍA tapaði 3-2 gegn HK á sunnudaginn. Jón Gísli Eyland Gíslason kemur inn í liðið fyrir Sigurður Hrannar Þorsteinsson frá því í þeim leik.

Valur vann 2-0 sigur á Víkingi á sunnudaginn. Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins gerir enga breytinu á liði sínu frá þeim leik.
Fyrir leik
ÍA tapaði 3-2 gegn HK á sunnudaginn. Jón Gísli Eyland Gíslason kemur inn í liðið fyrir Sigurður Hrannar Þorsteinsson frá því í þeim leik.

Valur vann 2-0 sigur á Víkingi á sunnudaginn. Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins gerir enga breytinu á liði sínu frá þeim leik.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Guðmundur Ársæll Guðmundsson og honum til aðstoðar eru þeir Oddur Helgi Guðmundsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Varadómari er Arnar Ingi Ingvarsson og eftirlitsmaður KSÍ er Frosti Viðar Gunnarsson.
Fyrir leik
Það er alls ekki ólíklegt að við fáum mörk í þennan leik en þetta eru liðin í deildinni sem hafa skorað mest í sumar og þar að auki er ÍA það lið sem hefur fengið næst flest mörk á sig.
Fyrir leik
Valsmenn aftur á móti hafa verið á miklu skriði og hafa ekki tapað leik í deildinni síðan 3. júlí þegar þeir töpuðu einmitt fyrir ÍA 1-4 á Origo vellinum.
Fyrir leik
Heimamenn í ÍA er farið að þyrsta í sigur en þeir hafa ekki unnið leik í rúman mánuð eða síðan þeir unnu Fylki 3-2 hér á Akranesi.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi þar sem við ætlum að fylgjast með leik ÍA og Vals í 14. umferð Pepsimax deildar karla
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson ('69) ('69)
9. Patrick Pedersen ('82) ('82)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('75)
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason ('82)
18. Lasse Petry
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Valgeir Lunddal Friðriksson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('69)
5. Birkir Heimisson
15. Kasper Hogh ('82)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('82)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('75)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Birkir Már Sævarsson ('35)
Einar Karl Ingvarsson ('77)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('88)
Kasper Hogh ('90)

Rauð spjöld: