Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
9
0
Lettland
Elín Metta Jensen '1 1-0
Sveindís Jane Jónsdóttir '7 2-0
Dagný Brynjarsdóttir '19 3-0
Dagný Brynjarsdóttir '22 4-0
Sveindís Jane Jónsdóttir '32 5-0
Dagný Brynjarsdóttir '40 6-0
7-0 Anna Krumina '71 , sjálfsmark
Alexandra Jóhannsdóttir '87 8-0
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '92 9-0
17.09.2020  -  18:45
Laugardalsvöllur
A-landslið kvenna - EM 2021
Aðstæður: Stillt haustveður í fyrri hálfleik, hellidemba í þeim síðari
Dómari: Désirée Grundbacher (Sviss)
Áhorfendur: Áhorfendabann, því miður
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir ('56)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f) ('69)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir ('45)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Elín Metta Jensen
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Sandra María Jessen
3. Elísa Viðarsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('69)
17. Agla María Albertsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
20. Guðný Árnadóttir ('56)
21. Barbára Sól Gísladóttir ('45)
22. Rakel Hönnudóttir

Liðsstjórn:
Laufey Ólafsdóttir
Ólafur Pétursson
Ian David Jeffs
Hjalti Rúnar Oddsson
Ásta Árnadóttir
Ari Már Fritzson
Þórður Þórðarson
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Jóhann Ólafur Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessu lokið hjá okkur í kvöld með 9-0 sigri Íslendinga gegn arfaslöku liði Letta. Ég þakka fyrir mig í kvöld og minni á einkunnagjöf íslenska landsliðsins og vonandi viðtöl eftir leik.
92. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
Jájájá 9-0 og Karó með sitt fyrsta landsliðsmark.
Hlín keyrir upp hægra megin og kemur með sendingu fyrir beint í fætur á Karólínu sem klárar snyrtilega í mitt markið.
Karólína búin að vera flott í dag og á þetta skilið.
91. mín
Það eru a.m.k. þrjár mínútur í uppbótartíma
90. mín
Flott færi hjá Íslendingum. Hallbera kemur með góðan bolta fyrir frá vinstri, Elín nikkar hann á Karó sem tekur viðstöðulaust skot en rétt yfir
89. mín
Dómarinn dæmir bara alltaf þegar Lettar leggjast niður. Farið að verða smá þreytt. En þær eru svosem bara að eyða sínum tíma.
87. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
8-0. Þvílíkir yfirburðir
Löng fyrirgjöf frá hægri beint á Alexöndru sem stendur í miðjum teignum og klárar vel í fjærhornið.
85. mín
Inn:Dana Nikitina (Lettland) Út:Kristine Girzda (Lettland)
Gunnhildur Yrsa hélt að hún væri að fara útaf og tók af sér fyrirliðabandið en var fljót að setja það upp aftur þegar hún sá að þetta var skipting hjá Lettum ekki Íslendingum
81. mín
Þarna munaði svo litlu að Sveindís næði þrennunni en Laura ver vel í horn. Karó tekur. Ekkert kemur úr hornspyrnunni
80. mín
Ísland með skot í stöng!!
Alexandra fær boltann á vel fyrir framan teig og lætur vaða. Óheppin að þessi hafi ekki dottið inn.
78. mín
Íslendingar að koma sér enn einu sinni í færi. Elín vinnur boltann í teignum eftir skot frá Hlín en er dæmd rangstæð
77. mín
Og hér var Sveindís nálægt því að pota boltanum inn og tryggja þrennuna en boltinn fór rétt framhjá markinu
75. mín
OHH þarna munaði litlu. Frábær bolti frá Gunnhildi hægra megin sem Elín ætlar að skalla í netið en fer rétt framhjá markinu.
71. mín SJÁLFSMARK!
Anna Krumina (Lettland)
Þetta var nákvæmlega það sem ég var að tala um!
Flottur bolti fyrir frá hægri, Elín, varnarmaður Letta og markmaðurinn stökkva upp í boltann og mér sýnist það vera varnarmaður Letta sem skallar hann yfir markmanninn og í netið. Er ekki alveg viss hvaða leikmaður Lettlands þetta var en set þetta bara á einhvern þangað til ég kemst að því
69. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Ísland) Út:Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Hlín kemur hér inná fyrir fyrirliðann okkar. Um að gera að gefa Söru smá frí. Þurfum að hafa hana í sínu besta formi á þriðjudaginn gegn Svíum.
Gunnhildur Yrsa tekur við bandinu
67. mín
Sveindís vinnur horn sem Karó tekur. Gunnhildur rétt missir af boltanum alveg upp við markið og út af fer hann. Markspyrna
66. mín
Ég veit að ég fékk alveg 6 mörk í fyrri hálfleiknum en mig langar allavega að fá eitt í seinni til að lífga aðeins upp á leikinn.
66. mín
Inn:Laura Sondore (Lettland) Út:Renate Fedotova (Lettland)
65. mín
Fín sókn hjá Íslendingum sem endar með skoti frá Gunnhildi en það fer í varnarmann og Lettar hreinsa
63. mín
Annars er það helst í fréttum að Sandra var að snerta boltann í fjórða skiptið held ég. Mjög dautt yfir þessu.
Það er byrjað að rigna vonandi fáum við bara betra spil úr því
60. mín
Seinni hálfleikur fer heldur rólega af stað. Ekki alveg sami kraftur í íslenska liðinu. En Lettar eru svosem ekkert að ógna.
58. mín
Hallbera vinnur aukaspyrnu á vænlegum stað. Hún tekur sjálf spyrnuna. Það kemur ekkert úr þessu
56. mín
Hallbera kemur með frábæran bolta frá vinstri kantinum á kollinn á Elínu sem skallar rétt framhjá markinu
56. mín
Inn:Guðný Árnadóttir (Ísland) Út:Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
Hér kemur loksins skiptingin.
55. mín
Sandra að snerta boltann í annað skipti í leiknum á 55. mínútu. Brjálað að gera alveg
54. mín
Við erum að spila hér manni færri, bíðum eftir að fá að skipta Guðný inn á fyrir Ingibjörgu
52. mín
Við fáum aftur horn hægra megin sem Hallbera tekur.
51. mín
Ingibjörg liggur hér eftir og þarf aðhlynningu. Virðist hafa snúið á sér ökklann. Fer þá líklega út af. Vonandi er þetta ekki alvarlegt enda stórleikur á þriðjudaginn
49. mín
Íslendingar fá horn. Ekkert kemur úr spyrnunni
46. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið aftur af stað hjá okkur og Lettar hefja leik. Ein skipting á hvort lið í hálfleik.
Fáum við fleiri mörk í seinni?
45. mín
Inn:Barbára Sól Gísladóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Bárbara kemur hér inn í sínum fyrsta landsleik fyrir Dagnýju sem hefur átt frábæran leik. Bárbara fer þá í hægri bak og Gunnhildur á miðjuna
45. mín
Inn:Tatjana Baliceva (Lettland) Út:Anna Krumina (Lettland)
45. mín
Hálfleikur
Frábær hálfleikur að baka hjá okkar konum sem fara með 6:0 forystu inn í hálfleikinn.
45. mín
1 mínúta í uppbótartíma
45. mín
Aftur er Ísland að skjóta í stöng. Enn eitt glæsispilið hjá Gunnhildi og Karó, Gunnhildur nær sendingu fyrir og Elín skallar í stöng.
Þar rétt á eftir reynir Sveindís skot en það er rétt yfir markið. Væri ekki slæmt fyrir hana að ná þrennu í sínum fyrsta landsleik.
44. mín
Enn og aftur keyrir Karó upp hægri kantinn og kemur með sendingu og finnur Sveindísi sem ætlar að hamra boltann í netið en hittir hann eitthvað illa og skýtur hátt yfir
42. mín
Enn eitt dauðafærið hjá Íslendingum. Munaði engu að Sveindís næði þrennunni en Lettar bjarga á línu
40. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
DAGNÝ BRYNJARSDÓTTIR KOMIN MEÐ ÞRENNU!!
Í þetta skiptið er það Gunnhildur Yrsa sem kemur með fyrirgjöfina frá hægri beint á Dagnýju sem skallar af krafti í fjærhornið.
38. mín
Við fáum hér annað horn. Aftur tekur Karólína spyrnuna. Lettar hreinsa
37. mín
Sveindís vinnur hér fyrir okkur hornspyrnu sem Karólína tekur. Það kemur ekkert úr spyrnunni
32. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
SVEINDÍS AÐ KOMA ÍSLENDINGUM Í 5-0 MEÐ SITT ANNAÐ MARK Í LEIKNUM
Sveindís vinnur boltann frábærlega af Lettum á þeirra vallarhelmingi. Svo keyrir hún bara framar og kemur með fast skot í hægra hornið. Frábært mark.
ÞVÍLÍKUR LEIKMAÐUR
31. mín
Lettland í ágætis færi. Þær fá aukaspyrnu á miðjum velli og hópurinn stillir sér upp við vítateigslínuna. Mér sýndst Karlina eiga skotið en það er rétt framhjá markinu
29. mín
Íslensku stelpurnar vilja fá víti hér þegar Anastasija tekur Elínu Mettu niður í teignum. Dómarinn er þó ekki á því. Er búin að vera að dæma á talsvert minni hluti úti á velli
26. mín
Ísland fær hér horn sem Hallbera tekur. Spyrnan er fín en Laura grípur boltann á endanum. AD1 flaggaði líka svo ekkert hefði getað komið úr þessu
25. mín
Þvílíkur leikur hjá stelpunum okkar, ég á bara ekki orð.
22. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
4-0.
Íslendingar taka horn og boltinn berst yfir allan pakkan á Alexöndru sem kemur með hárnákvæma sendingu á kollinn á Dagnýju sem skorar að sjálfsögðu.
19. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
3-0. ÞAÐ ER BARA ÞANNIG.
Enn og aftur góð sókn hjá stelpunum okkar.
Karólína fær boltann út á hægri og kemur með sendingu nn í teig, Laura ver út í teig beint á Dagnýju sem klárar snyrtilega.
18. mín
SKOT Í SLÁ hjá Íslendingum! Það er nóg að gerast hér í þessum leik
17. mín
Dauðafæri hjá Íslandi. Karó með skemmtileg tilþrif hægra megin við hornfánann og kemur boltanum fyrir á Elínu sem fær hann eiginlega í lærið og útaf.
15. mín Gult spjald: Anna Proposina (Lettland)
Ísland fær hér aukaspyrnu á vænlegum stað, við vítateigslínu vinstra megin eftir brot hjá Anna Propopsina sem uppsker gult spjald.
Spyrnan fer yfir allan hópinn. Hefðum átt að gera betur þarna
14. mín
Það vantar enn byrjunarlið Letta hér inn en það er allt í vinnslu. Langar samt að benda á að leikmenn ÍBV, Olga og Karlina eru í byrjunarliði Letta.
14. mín
Kristine reynir hér fyrsta skot Lettlands í leiknum en það er af svona 40 metrum og er mjög mjög auðvelt fyrir Söndru í markinu.
12. mín
Aftur flott uppspil hjá Íslendingum sem endar á því að Karó er með boltann á vítateigslínunni og sendir út á Gunnhildi sem ætlar að koma með bolta fyrir en sendingin er aðeins mislukkuð og fer út fyrir endalínuna. Markspyrna
10. mín
Karó með flottan sprett upp hægri kantinn og kemur með bolta fyrir á Svendísi sem reynir skallann sem Laura grípur. En rangstaða dæmd svo það hefði ekkert orðið úr þessu.
10. mín
Það hefur lítið annað gerst í leiknum en þessi tvö mörk. En það er bara alveg nóg action fyrir okkur.
7. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
JESSSS! SVEINDÍS AÐ SKORA SITT FYRSTA LANDSLIÐSMARK Í SÍNUM FYRSTA LANDSLEIK.
Kemur langur bolti fyrir frá vinstri og Gunnhildur tekur við honum hægra meginn við teiginn, sendir fyrir, Elín flikkar honum lengra á Sveindísi sem setur hann snyrtilega framhjá markmanninum.
ÞVÍLÍK BYRJUN Á LEIKNUM
1. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Ísland)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
JÁJÁJÁJÁ ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA!
Ísland tekur miðjuna, gefa boltann út hægra megin á Karólínu Leu rétt fyrir framan vítateig sem gefur fyrir, markmaðurinn kemst í knöttinn en missir hann aðeins frá sér og Elín nær frákastinu og kemur okkur yfir.
FRÁBÆR BYRJUN
1. mín
Leikur hafinn
Eftir langa bið fáum við loksins að sjá íslenska landsliðið spila á ný! Ísland byrja með boltann.
ÁFRAM ÍSLAND!
Fyrir leik
Mist Rúnarsdóttir
Fyrir leik
10 mínútur í leik og Ég er kominn heim spilað hástöfum. Vantar bara áhorfendur til að taka undir - þá væri þetta fullkomið
Fyrir leik
Liðin eru nú komin á völlinn að hita upp. 25 mínútur í leik.
Fyrir leik
Eins og glöggir lesendur sjá þá eru byrjunarlið okkar Íslendinga komið inn sem þið getið séð hér til vinstri. Sveindís Jane Jónsdóttir byrjar hér sinn fyrsta landsleik og óskum við henni til hamingju með það! Þá er Karólína að leika sinn annan landsleik og Alexandra Jóhanns hefur aðeins leikið fimm landsleiki. Greinilega verið að verðlauna þær fyrir góða frammistöðu með Blikum í sumar. Aðrar í byrjunarliðinu eru fastamenn með marga leiki á bakinu.
Þá er Sara Björk, Evrópumeistari og fyrirliði landsliðsins, að spila sinn 132. landsleik og er þá aðeins einum leik frá því að jafna leikjamet Katrínar Jónsdóttur. Sara getur jafnað þann áfanga í leiknum gegn Svíum næsta þriðjudag.
Fyrir leik
Tveir nýliðar eru í hópnum, Sveindís Jane Jónsdóttir (leikmaður Breiðabliks) og Barbára Sól Gísladóttir leikmaður Selfyssinga. Vonandi fá þær tækifæri til að spreyta sig í kvöld.
Fyrir leik
Íslendingar og Svíar berjast eins og kom fram hér fyrir neðan um toppsæti riðilsins en topplið riðilsins fer beint í lokakeppni EM. Svo komast þær þrjár þjóðir sem ná besta árangrinum í öðru sæti einnig beint í lokakeppnina. Þess vegna skiptir afar miklu máli að vinna leikina við Letta, Slóvakíu og Ungverjaland ef leikirnir við Svía fara illa. Ef Íslendingar lenda í 2. sæti en ná ekki nægilega góðum árangri til að komast beint á EM tekur umspil við. En best væri þó bara að vinna allt saman og gulltryggja farseðilinn til Englands.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór fram 8. október 2019 á Daugava Stadium í Lettlandi og endaði sá leikur með 0:6 sigri okkar Íslendinga.
Mörk Íslendinga skoruðu Fanndís Friðriksdóttir (2x), Dagný Brynjarsdóttir, Elín Metta Jensen, Alexandra Jóhannsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir.
Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslendinga, fékk rautt beint rautt spjald á 83. mínútu og verður því í banni á þessum leik. Vegna áhorfendabanns má hann ekki sitja í stúkunni og þarf því að fylgjast með leiknum annars staðar. Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari liðsins, mun taka það að sér að stýra liðinu.
Fyrir leik
Ísland hefur unnið alla sína leiki í undankeppninni til þessa og eru því með 9 stig í 2. sæti riðilsins, jafn mörg stig og Svíþjóð en þær hafa betri markatölu.

Riðill okkar Íslendinga lítur svona út:

1. Svíþjóð (9 stig)
2. Ísland (9 stig)
3. Ungverjaland (4 stig)
4. Slóvakía (4 stig)
5. Lettland (0 stig)
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM kvenna.
Leikurinn fer fram á heimavelli okkar Íslendinga, Laugardalsvelli, og hefst á slaginu 18:45.

Undankeppni EM kvenna fer því loksins aftur af stað í kvöld en þessi leikur átti að fara fram snemma í sumar. Það er að sjálfsögðu útbreiðsla kórónuveirunnar sem hafði þessi áhrif. Þá var Evrópumótinu, sem átti að fara fram í Englandi 2021, frestað um eitt ár og verður haldin þar í landi 2022.
Byrjunarlið:
1. Laura Sinutkina (m)
2. Anna Krumina ('45)
3. Anna Proposina
5. Kristine Girzda ('85)
8. Viktorija Zaicikova
10. Anastasija Rocane
11. Renate Fedotova ('66)
13. Sandra Voitane
14. Olga Sevcova
15. Ligita Tumane
19. Karlina Miksone

Varamenn:
12. Marta Lielause (m)
23. Sintija Redzoba (m)
4. Eliza Spruntule
6. Dana Nikitina ('85)
7. Paula Linina
7. Laura Sondore ('66)
18. Tatjana Baliceva ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Anna Proposina ('15)

Rauð spjöld: