Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Vestri
2
0
Leiknir F.
Nacho Gil '10 1-0
Viktor Júlíusson '66 2-0
20.09.2020  -  11:00
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Vladimir Tufegdzic
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
Friðrik Þórir Hjaltason
Daníel Agnar Ásgeirsson
2. Milos Ivankovic
7. Zoran Plazonic
7. Vladimir Tufegdzic ('83)
10. Nacho Gil
14. Ricardo Duran Barba
17. Gunnar Jónas Hauksson ('85)
20. Sigurður Grétar Benónýsson
21. Viktor Júlíusson ('79)

Varamenn:
19. Viðar Þór Sigurðsson ('83)
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('85)
77. Sergine Fall ('79)

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Brenton Muhammad
Friðrik Rúnar Ásgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ein mínúta í uppbót, Gunnar Oddur nennir þessu ekki lengur. Vel dæmdur leikur hjá honum. Óska öllum á Olísvellinum góðrar ferðar heim og farið varlega.

Tufa, Zoran og Nacho bestu menn Vestra. Unnar Ari, Izaro og Suarez hjá Leikni.
90. mín
Komnar 90 á klukkuna. Flauta þetta af, í guðanna bænum.
90. mín
Viðar að sleppa í gegn, á skot sem drífur ekki á markið og stöðvast.
89. mín
Svona 15 ára reynsla vestfirðinga af mýrarbolta er að koma sér vel hérna í lok leiks.
88. mín
...og sem betur fer er Vestri komið með slatta af stigum. Sé ekki hvernig það verði spilað á þessum velli í næstu leikjum.
87. mín
Sem betur fer er þetta að verða búið því þetta er einhver allt önnur íþrótt en fótbolti.
85. mín
Inn:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Vestri) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Gabríel inn á fyrir Gunnar Jónas.
83. mín
Inn:Viðar Þór Sigurðsson (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Viðar inn fyrir Tufa.
82. mín
Góð sókn hjá Vestra þar sem Fall óð upp kantinn. Sendir fyrir og Tufa á skot í varnarmann og framhjá. Úr hornspyrnunni verður allskonar klafs sem endar með skoti langt yfir mark Leiknis
79. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Viktor Júlíusson (Vestri)
Fall inn á fyrir Viktor sem átti góðan leik. Mark og mjög ógnandi.
78. mín
Smá pressa hérna frá Leikni þessar síðustu. Ná ekki að skapa sér færi.
77. mín
Inn:Ólafur Bernharð Hallgrímsson (Leiknir F.) Út:Kifah Moussa Mourad (Leiknir F.)
Fyrsta skipting leiksins.
74. mín
Þetta er orðið eins og strandbolti hérna á síðasta þriðjung. Leikmenn velja frekar að "chippa" boltanum á milli sín í stuttum sendingum.
71. mín
Margar álitlegar sóknir hjá Vestra sem fara forgörðum á síðasta þriðjung vegna aðstæðna.
66. mín MARK!
Viktor Júlíusson (Vestri)
Stoðsending: Gunnar Jónas Hauksson
Gunnar Jónas með hornspyrnu á nærstöng þar sem Viktor á glæsilegan skalla. Sneiðir hann yfir alla þvöguna og í hornið fjær. Þetta var mjög laglegt mark.
64. mín
Tufa "checkar" inn á miðju af vængnum og tekur skot með hægri. Boltinn skoppar fyrir framan Danny sem ver hann út í teig. Þar kemur Siggi og bombar boltanum yfir. Sem betur fer er hann dæmdur rangstæður.
62. mín
Öll spilamennska í vörninni og aftur á markmann er að gefa fólki hérna hjartaáföll. Þetta verður ekki meira "shaky" en þetta.
60. mín
Viktor á gott skot meðfram vellinum. Boltinn er á leið framhjá en nánast stoppar við stöngina í stórum polli. Fer á endanum aftur fyrir.
57. mín
Góður kafli hjá Leiknir þar sem Moussa er kominn í góða stöðu í teignum en hann hittir boltan illa og nær ekki almennilegri sendingu. Þarna hefði Moussa þurft að gera betur.
54. mín
Horn hjá Vestra, aftur sundknattleikur, menn að fljúga á hausinn, sem endar á því að Danny nær boltanum.
51. mín
Tufa aftur að klafsa sig í gegn, varnarmaður Leiknis rennir boltanum á Danny og þaðan kemur Tufa og rennir sér fyrir hreinsunina. Boltinn lengst upp í loft, vatn út um allt og allskonar vitleysa i teignum sem endar á því að Leiknismenn koma boltanum frá.
50. mín
Viktor í góðu skotfæri en skotið slakt og Danny á ekki í teljandi erfiðleikum með þetta skot. Tufa á síðan seinna skot lengst upp á Seljalandsveg.
47. mín
Ætlaði að fara skrifa að völlurinn væri orðin töluvert verri og það myndi eitthvað stórt gerast hérna sem myndi hafa áhrif á leikinn. Í þeim töluðu þá "kiksar" Danny í markinu beint fyrir fætur Sigga sem er að fara setja boltan í netið. Hann rennur og brýtur á sér í leiðinni.

ÞETTA VERÐUR EITTHVAÐ!
46. mín
Leikur hafinn
Lets play ball!
45. mín
Hálfleikur
Leikmenn eflaust fegnir að komast inn í smástund.
45. mín
Tufa klafsar sig framhjá þremur varnarmönnum. Er kominn í gott skotfæri vinstra megin í teignum en skot hans með vinstri rétt framhjá stönginni fjær. Þarna hefði hann átt að hitta á markið.
43. mín
Vestri með tvær mjög álitlegar sóknir hérna með stuttu millibili.
37. mín
Á einhvern ótrúlegan hátt er Viktor allt í einu kominn einn upp að endamörkum og nær gefa fyrir, sendingin framhjá Danny en varnarmaður Leiknis skallar yfir sitt eigið mark og í horn. Ekkert kom upp úr horninu.
33. mín
Þetta hefur dottið töluvert niður núna síðustu fimm mínútur. Leiknismenn hafa komið aðeins framar, tengja fleiri sendingar og mæta framar.
27. mín
Leiknir bíða rólegir eftir Vestra og leyfa þeim að spila upp í rólegheitum. Aðeins hægst á leiknum en Vestri eru alltaf líklegir. Núna eftir gott spil kemst Viktor í gott skotfæri en skotið slakt og beint í fangið á Danny.
20. mín
Izaro og Suarez spila sig í gegn og þarna hefðu Leiknir hæglega getað skorað. Robert í markinu át þetta færi hinsvegar í markinu.
16. mín
Fyrsta sókn Leiknismanna er aukaspyrnu út á miðjum vallarhelming Vestra. Suarez setur boltan inn á teiginn en Vestri kemur boltanum í burtu.
13. mín
Tufa kemst í gott skotfæri fyrir utan en setur hann rétt framhjá skeytunum nær.
12. mín
Nacho slapp í gegn eftir að Unnar hittir ekki boltan í vörninni. Hann rekur boltan alveg upp að Danny sem hirðir hann af löppunum á Nacho. Þarna hefði Nacho átt að gera betur.
10. mín MARK!
Nacho Gil (Vestri)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
Ricardo með boltan út á væng, fær "overlap" frá Tufa sem rennir honum föstum fyrir markið. Boltinn rennur í gegnum teiginn framhjá þremur varnarmönnum Leiknis. Nacho er einn á fjær og setur hann upp í þaknetið.
7. mín
Vestri stjórna leiknum hér til að byrja með og eru að ógna marki Leiknis. Hafa fengið skotfæri og tveir horsnpyrnur. Danny El-Hage varði skot Tufa vel út í teiginn.
3. mín
Sigurður Grétar strax kominn í gott færi en setur boltan framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Game on!
Fyrir leik
Leiknum var flýtt vegna þess að það er spáð slæmu veðri seinni partinn. Veðrið á Ísafirði er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það virðist vera smá sinningur í barðinu, rigning og töluverður vindur.
Fyrir leik
Það vantar töluvert í bæði lið, hvorug liðin tefla fram fullum bekk. Leiknir einungis með tvo varamenn og Vestri með fjóra.

Hjá Vestra eru Rafael Navarro, Ivo Öjhage, Daniel Badu, Elmar Atli, Hammed Lawal og Pétur Bjarnason allir frá. Nacho Gil kemur hinsvegar inn í liðið aftur eftir meiðsli. Það er t.d. engin varnarmaður á bekknum hjá Vestra.

Hjá Leikni er hópurinn þunnskipaður. Þeirra helstu erlendu leikmenn virðast vera flestir með. Heimamennirnir eru ungir og efnilegir, dýrmæt reynsla sem þeir fá seinni hluta móts. Það munar um minna um tvo sem eru fjarverandi í dag, Bergstein Magnússon markmann og Arkadiusz Jan Grzelak varnarmann. Án efa með betri mönnum deildarinnar.
Fyrir leik
Það hefur rignt mikið fyrir vestan síðustu daga. Leikurinn við Magna í vikunni var mjög þungur og leikmenn áttu erfitt með að fóta sig á vellinum.

Í gærkvöldi, nótt og núna í morgun hafa sjálfboðaliðar verið að vinna hörðum höndum að halda Olísvelli leikhæfum.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði.

Reynt verður eftir bestu getu að allra helstu atriði leiksins komi fram.

Minnum einnig á beina útsendingu frá Viðburðastofu Vestfjarða:
https://www.youtube.com/watch?v=GkUFPVeXOBY
Byrjunarlið:
Danny El-Hage
8. Jesus Suarez Guerrero
10. Marteinn Már Sverrisson
11. Sæþór Ívan Viðarsson
14. Kifah Moussa Mourad ('77)
15. Izaro Abella Sanchez
16. Unnar Ari Hansson
18. David Fernandez Hidalgo
20. Mykolas Krasnovskis
22. Ásgeir Páll Magnússon
29. Povilas Krasnovskis

Varamenn:
6. Jón Bragi Magnússon
23. Ólafur Bernharð Hallgrímsson ('77)

Liðsstjórn:
Brynjar Skúlason (Þ)
Magnús Björn Ásgrímsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: