Würth völlurinn
laugardagur 26. september 2020  kl. 17:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Skítaveður, rigning og rok
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Mist Edvardsdóttir
Fylkir 0 - 7 Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir ('7)
0-2 Mist Edvardsdóttir ('17, víti)
0-3 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('38)
0-4 Mist Edvardsdóttir ('42)
0-5 Mist Edvardsdóttir ('44)
0-6 Elín Metta Jensen ('48)
0-7 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('70)
Byrjunarlið:
0. Cecilía Rán Rúnarsdóttir
5. Katla María Þórðardóttir
7. María Eva Eyjólfsdóttir
10. Bryndís Arna Níelsdóttir
13. Ísabella Sara Halldórsdóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('84)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('62) ('62)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
30. Erna Sólveig Sverrisdóttir ('45)
31. Vesna Elísa Smiljkovic ('76)

Varamenn:
28. Gunnhildur Ottósdóttir (m)
3. Íris Una Þórðardóttir
6. Sunna Baldvinsdóttir ('76)
17. Freyja Aradóttir ('84)
23. Katrín Vala Zinovieva ('45)
24. Signý Lára Bjarnadóttir ('62)
30. Anna Kolbrún Ólafsdóttir ('62)

Liðstjórn:
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Kjartan Stefánsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Margrét Magnúsdóttir (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@ Helga Katrín Jónsdóttir
92. mín Leik lokið!
Þá er þessu lokið hér í kvöld með stórsigri Vals.
Ég þakka fyrir mig og minni á skýrslu og viðtöl seinna í kvöld!
Eyða Breyta
90. mín
Fylkir bjarga skoti frá Ásdísi í horn. Ekkert kemur úr spyrnunni
Eyða Breyta
84. mín Freyja Aradóttir (Fylkir) Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
79. mín
Diljá reynir hér skot á vítateigslínunni en Cecilía ver í horn
Eyða Breyta
78. mín
Diljá Ýr í dauðafæri en Cecilía nær að setjast á boltann og verja þannig.
Eyða Breyta
76. mín Sunna Baldvinsdóttir (Fylkir) Vesna Elísa Smiljkovic (Fylkir)

Eyða Breyta
74. mín
Fylkir komst í annað skipti yfir miðju og fá hér horn. Valur í smá vandræðum með þessa spyrnu en ná að hreinsa og þá sækja þær 5 á 2, Ída fær boltann frá Gunnhildi og reynir skot en það er laust og Cecilía ver
Eyða Breyta
73. mín Diljá Ýr Zomers (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur)

Eyða Breyta
71. mín
Valur bara að spila í svona öðrum gír hérna en samt að valta yfir Fylkisliðið. Vont að horfa á þetta. Þarf ekki Helgi bara að fara að flauta þetta af?
Eyða Breyta
70. mín MARK! Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur), Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
Hlín kemur með flottan bolta fyrir frá hægri og Bergdís klárar framhjá Cecilíu.
Eyða Breyta
69. mín
Ída Marín við það að sleppa ein í gegn en enn með tvö varnarmenn í bakinu sem truflar hana og Cecilía ver frá henni
Eyða Breyta
67. mín
Ída fær hér flottan bolta fyrir en hittir hann illa, vinnur hann aftur og er svo mjög lengi að athafna sig og reyna skotið. Að lokum kemur skotið sem er laust og auðvelt fyrir Cecilíu í markinu
Eyða Breyta
62. mín Anna Kolbrún Ólafsdóttir (Fylkir) Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir)
Tvöföld skipting hjá Fylki
Eyða Breyta
62. mín Signý Lára Bjarnadóttir (Fylkir) Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir)
Signý að spila sinn fyrsta leik fyrir Fylki
Eyða Breyta
60. mín Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)
Þreföld skipting hjá gestunum
Eyða Breyta
60. mín Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) Mist Edvardsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
60. mín Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) Elín Metta Jensen (Valur)

Eyða Breyta
55. mín
Lítið að frétta síðustu mínútur. Valur heldur bara boltanum í rólegheitunum
Eyða Breyta
50. mín
Valur fær horn. Kemur ekkert úr því
Eyða Breyta
50. mín
Þetta er eiginlega að verða mjög niðurlægjandi fyrir Fylki hérna..
Eyða Breyta
48. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
Valsstelpur halda bara uppteknum hætti hér í seinni.
Hlín kemur með sendingu fyrir á Elínu sem tekur eitt touch og klárar framhjá Cecilíu
Eyða Breyta
47. mín
FYLKIR FÆR HÉR HORNSPYRNU.
Þær komust bara yfir miðju hér strax í seinni.
Þær ná ekki að nýta þetta.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þá er seinni hafinn!
Eyða Breyta
45. mín Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Hallbera Guðný Gísladóttir (Valur)
Pétur gerir líka breytingu á sínu liði í hálfleik. Dóra María komin með bandið
Eyða Breyta
45. mín Katrín Vala Zinovieva (Fylkir) Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir)
Kjartan gerir breytingu í hálfleik
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Valur leiðir með fimm mörkum gegn engu í hálfleik. Vandræðaleg frammistaða frá Fylki en Valsstelpur sýna bara úr hverju þær eru gerðar og hafa verið afar sannfærandi hér í kvöld
Eyða Breyta
44. mín MARK! Mist Edvardsdóttir (Valur)
ÞVÍLÍKUR LEIKUR HJÁ MIST MAÐUR MINN LIFANDI.
Dóra María tekur spyrnuna og boltinn berst beint á kollinn á Mist sem skallar hann í stöngina og þaðan inn.
Cecilía hefði þurft að gera betur þarna
Eyða Breyta
42. mín
Valur fær horn. Fylkir lenda í alls konar vandræðum með spyrnuna en ná loks að hreinsa í horn.
Fylkir hreinsa svo í annað horn. Nóg af hornum hér í kvöld
Eyða Breyta
42. mín MARK! Mist Edvardsdóttir (Valur), Stoðsending: Elísa Viðarsdóttir
HÚN FULLKOMNAR HÉR ÞRENNUNA SÍNA
Elísa kemur með flottan bolta frá hægri beint á kollin á Mist sem skallar af öryggi í netið.
Frábær leikur hjá henni!
Eyða Breyta
38. mín MARK! Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valur), Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
Það hlaut að koma að þriðja markinu!
Hallbera í einni af áætlunarferðunum sínum upp vinstri kantinn kemur með bolta fyrir. Hlín nær honum og sendir fyrir frá hægri á Gunnhildi sem klárar snyrtilega í markið
Eyða Breyta
34. mín
Hlín reynir hér skot en það er frekar laust og Cecilía á ekki í neinum vandræðum með það
Eyða Breyta
32. mín
Enn eitt hornið sem Valur fær, Cecilía kýlir það útaf og Valur fær annað horn hinum megin.
Fylkir ná að hreinsa en Valur vinnur boltann strax aftur
Eyða Breyta
31. mín
Valur fær horn.
Hallbera ætlar að taka spyrnuna.
Nú fá þær horn hinum megin sem Dóra María tekur.
Spyrnan er góð og Cecilía missir af boltanum en FYLKIR BJARGA Á LÍNU!! Jeminn eini
Eyða Breyta
30. mín
Fylkir hefur varla náð að komast yfir miðju í þessum leik. Ótrúlegir yfirburðir Vals
Eyða Breyta
27. mín
Cecilía blakar boltanum í slá eftir hornið og þá hreinsa varnarmenn Fylkis. Úff þetta lítur bara verr og verr út með hverri mínútunni fyrir Fylki
Eyða Breyta
26. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ VAL. Katla stangar boltan aftur og Elín kemst í hann og er komin ein í gegn en Cecilía ver frábærlega.
Elín fær aftur boltann og skýtur svo í Ernu og þaðan útaf. Horn
Eyða Breyta
22. mín
Færi hjá gestunum og enn og aftur er það Mist sem er allt í öllu. Fær flottan bolta yfir frá hægri en er komin aðeins of langt og þarf að reyna að taka hann með hælnum sem gengur ekki og þær appelsínugulu hreinsa
Eyða Breyta
17. mín Mark - víti Mist Edvardsdóttir (Valur)
0-2 fyrir Val! Mjög verðskuldað
Mist klikkar ekki á punktinum og skýtur örugglega í hægra hornið og setur Cecilíu í vitlaust horn
Eyða Breyta
16. mín
VALUR FÆR VÍTI. Berglind togar Mist niður.
Held að þetta hafi verið hárrétt hjá Helga Mikael
Eyða Breyta
15. mín
Valsstelpur með öll völd á vellinum, óska eftir að Fylkir fari að mæta til leiks. Þær ná ekki sendingu innan liðs hérna
Eyða Breyta
13. mín
Gestirnir fá hér aukaspyrnu á vænlegum stað. Spyrnan er frábær frá Hallberu, beint á fjær þar sem Mist er alein en hún hittir ekki boltann.
Eyða Breyta
11. mín
Gunnhildur reynir hér skot rétt fyrir utan teig en það er arfaslakt og fer vel framhjá.
Eyða Breyta
10. mín
Lítið búið að gerast í þessum leik fyrir utan markið
Eyða Breyta
7. mín MARK! Mist Edvardsdóttir (Valur), Stoðsending: Elísa Viðarsdóttir
MARK! Þetta tók ekki langan tíma hjá meisturunum.
Elísa fær boltann rétt fyrir framan teig hægra megin og kemur með frábæran bolta beint á kollinn á Mist sem skallar framhjá Cecilíu í markinu.
Eyða Breyta
4. mín
Valur fær fyrsta horn leiksins sem Dóra María tekur.
Þær ná ekki að nýta þessa spyrnu og Fylkir hreinsa
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er Helgi Mikael búin að flauta leikinn í gang!
Valur byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eins og þið sjáið þá eru byrjunarliðin komin inn!

Valsmenn eru ekkert að flækja þetta og stilla upp sama liði og í síðasta leik sem var 0-3 sigur gegn Stjörnunni.

Á meðan gerir Kjartan fjórar breytingar á sínu liði. Katla María, Ísabella Sara, Sigrún Salka og Erna Sólveig koma inn fyrir Írisi Unu, Stefaníu Ragnars, Evur Rut og Söru
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða fór fram 15. júlí þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Í þeim leik fékk Elísa Viðars beint rautt spjald á 2. mínútu sem breytti leiknum. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen kom Fylki yfir eftir 17. mínútna leik en Elín Metta jafnaði eftir 24. mínútur og þar við sat.
Nær Fylkir að stela fleiri stigum af Valsmönnum í sumar?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fylkir er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig. Þær hafa unnið 5 leiki í sumar, gert 5 jafntefli og tapað 3 leikjum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur er í toppsæti deildarinnar með 37 stig, einu stigi á undan Breiðablik sem á þó leik til góða.
Einu stigin sem Valur hefur tapað er 4-0 tap gegn Blikum og svo 1-1 jafntefli gegn Fylki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Fylkis og Vals í Pepsi-Max deild kvenna.
Leikurinn fer fram á Wurth vellinum og hefst á slaginu 17:00
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
0. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('60)
4. Guðný Árnadóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir ('60)
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen ('60)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f) ('45)
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('73)

Varamenn:
16. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('60)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('60)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('45)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('60)
23. Fanndís Friðriksdóttir
77. Diljá Ýr Zomers ('73)

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: