Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Keflavík
3
1
ÍBV
Davíð Snær Jóhannsson '7 1-0
Joey Gibbs '40 , misnotað víti 1-0
1-1 Gary Martin '41
Ari Steinn Guðmundsson '50 2-1
Frans Elvarsson '64 , víti 3-1
Ari Steinn Guðmundsson '78
29.09.2020  -  15:45
Nettóvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Skúrir af og til, sunnan 5-8 m/s hiti 8 gráður
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 350
Maður leiksins: Nacho Heras
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('81)
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson
11. Helgi Þór Jónsson
15. Tristan Freyr Ingólfsson ('45)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
28. Ingimundur Aron Guðnason ('45)

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
5. Magnús Þór Magnússon (f) ('81)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('45)
10. Dagur Ingi Valsson
10. Kristófer Páll Viðarsson
38. Jóhann Þór Arnarsson
40. Kasonga Jonathan Ngandu ('45)

Liðsstjórn:
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson
Unnar Stefán Sigurðsson

Gul spjöld:
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('10)
Ingimundur Aron Guðnason ('15)
Rúnar Þór Sigurgeirsson ('38)
Sindri Kristinn Ólafsson ('41)
Nacho Heras ('55)
Ari Steinn Guðmundsson ('75)

Rauð spjöld:
Ari Steinn Guðmundsson ('78)
Leik lokið!
Keflavík stígur stórt skref í átt að Pepsi Max að ári með frábærum sigri á liði ÍBV viðtöl og skýrsla síðar.
92. mín
Ró yfir leik Keflavíkur sem eru skynsamir og yfirvegaðir.
90. mín
Keflavík á horn.
90. mín
90 á klukkunni +3 uppgefið.
89. mín
Lambert með frábært skot utan af velli sem Sindri ver glæsilega í horn. Alvöru tv-varsla
87. mín
Heimamenn að spila af skynsemi og aga þessa stundina.
86. mín
Bjarni brýtur klaufalega á Davíð sem er einn og yfirgefinn. Keflavík vinnur tíma.
85. mín
Halldór missir af horninu en Frans nær ekki höfðinu í boltann sem siglir afturfyrir.
84. mín
Rúnar með góðan sprett og sækir horn fyrir Keflavík. Tekur tíma af klukkunni.
81. mín
Inn:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík) Út:Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík)
Anton á spjaldi og með nokkur brot á bakinu. Siggi Raggi tekur ekki sénsinn.
80. mín
Eyjamenn allir á vallarhelmingi Keflavíkur og pressan þung.
79. mín
ÍBV fær horn.
78. mín Rautt spjald: Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
Svo heimskulegt hjá Ara að handleika boltann þegar hann er á leið út af. Klárt gult og þar með rautt. Nýbúinn að fá fyrra gula.
77. mín
Jack Lambert með skotið framhjá úr spyrnunni.
76. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu í skotfæri.
75. mín Gult spjald: Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
Baðar út höndunum þegar hann tekur við boltanum og dæmdur brotlegur.
73. mín
Gary einn í gegn!!!!!!

En Nacho eltir hann uppi og hleður í rosalega björgun og étur Gary!!!!!!

Sturlaður varnarleikur.
71. mín
Eyjamenn reyna að byggja upp spil en skipulag Keflavíkur sem og varnarleikur til fyrirmyndar hér
68. mín
Inn:Eyþór Daði Kjartansson (ÍBV) Út:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
68. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
67. mín
Anton með frábæra björgun gegn Gary Martin. Sindri farinn í skógarhlaup og Anton með Gary í bakinu en nær að koma boltanum frá.
65. mín
Eftir dapran fyrri hálfleik hefur Keflvíkurliðið heldur betur bætt í.
64. mín Mark úr víti!
Frans Elvarsson (Keflavík)
Fastur á mitt markið. Halldór lagður af stað í hornið.
63. mín
Frans tekur vítið fyrir Keflavík.
63. mín
Keflvíkingar fá annað víti!!!!!!!!!!


Eyjamaðurinn handleikur boltann er hann reynir að tækla hann af Helga sem var að sleppa í gegn. Jón Inga brotlegur.
61. mín
Ari Steinn eltir vonlausa sendingu og uppsker horn. Vinnsla í honum.
60. mín
Skemmtileg útfærsla á horninu hjá Keflavík endar með skoti Rúnars en Halldór ver. Keflvíkingar vinna boltann strax aftur.
60. mín
Nacho með lúmskt skot eftir langt innkast en Halldór ver glæsilega. Eitt lið á vellinum þessa stundina.
58. mín
Helgi Þór aleinn í teignum eftir fyrirgjöf Rúnars en skallar beint á Halldór úr góðu færi.
57. mín
Inn:Telmo Castanheira (ÍBV) Út:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV)
57. mín
Inn:Jack Lambert (ÍBV) Út:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
56. mín
Eyjamenn aftur og fá horn.
55. mín
Gary sjálfur með spyrnuna sem er vægast sagt léleg og fer hátt yfir.
55. mín Gult spjald: Nacho Heras (Keflavík)
Brýtur á Gary. Skotfæri.
53. mín
Ari með skotið en yfir fer boltinn.
50. mín MARK!
Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
Stoðsending: Joey Gibbs
Keflvíkingar komnir yfir á ný!!!!!!

Skyndisókn 103 upp á 10. Keflvíkingar vinna boltann á eigin vallarhelmingi og boltinn sendur í fætur á Joey GIbbs sem hefur góða yfirsýn og sér Ara einan í hlaupinu uipp vinstra megin, Einn gegn Halldóri klárar hann í netið með viðkomu í Halldóri.
49. mín
Eyjamenn sprækari í upphafi hér.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Bæði lið breytt
45. mín
Inn:Kasonga Jonathan Ngandu (Keflavík) Út:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
45. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Tristan Freyr Ingólfsson (Keflavík)
45. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Breki Ómarsson (ÍBV)
45. mín
Hálfleikur
Keflvíkingar ætla sér að gera tvöfalda breytingu í hálfleik en þeir Ari Steinn Guðmundsson og Kasonga Jonathan Ngandu eru að gera sig klára.
45. mín
Hálfleikur
Keflvíkingar ekki verið sannfærandi hér í fyrri hálfleik og staðan líklega fyllilega sanngjörn. Joey Gibbs misnotar vítaspyrnu og Eyjamenn jafna strax í næstu sókn rétt fyrir hálfleik. Sú blauta tuska.
42. mín
Felix í skotfæri vinstra megin í teignum en skóflar boltanum yfir.
41. mín Gult spjald: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Fyrir mótmæli.
41. mín MARK!
Gary Martin (ÍBV)
Gerist hratt hér í Keflavík.

Eyjamenn bruna upp og boltinn fyrir á Gary sem skallar boltann í netið en þó ekki. Skallað frá en aðstoðardómarinn lyftir flaggi sínu til marks um mark.
40. mín Misnotað víti!
Joey Gibbs (Keflavík)
Lélegt víti sem Halldór ver!!!!!!!!

Gibbs fær frákastið en Halldór ver aftur.
39. mín
Sigurður Arnar keyrir Helga niður í teignum og Egill dæmir víti!!!!!!!!
38. mín Gult spjald: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Klaufalegt brot um 35 metrum frá marki. Ekkert verður úr aukaspyrnunni.
38. mín
Gary Martin hendir sér niður í baráttu við Anton. Klár leikaraskapur og flaggaður rangstæður í þokkabót.
36. mín
Nacho rís hæst í teignum en skalli hans yfir markið.
36. mín
Frans með skot í varnarmann og afturfyrir. Horn.
34. mín
Tristan fer illa með góða stöðu, Leikur inn völlinn en missir boltann of langt frá sér og brýtur svo af sér í kjölfarið.
33. mín
Felix með skot að marki en framhjá fer boltinn.
32. mín
Frans Elvarsson átt nokkrar slakar sendingar á miðju Keflavíkur í dag.
30. mín
Davíð Snær gerir vel að sækja aukaspyrnu á Sigurð Arnar eftir góða pressu Keflavíkur.
28. mín
Guðjón Ernir farið illa með nokkrar fyrirgjafarstöður úti hægra meginn.
27. mín
Rúnar Þór bjargar á línu fyrir Keflavík.

Eyjamenn með frábært spil úti vinstra meginn og boltanum spyrnt inn að vítapunkti þar sem eyjamaður nær skoti en Rúnar vel staðsettur og kemur boltanum frá.
24. mín
Halldór Páll bjargar meistaralega!!

Davíð Snær aftur óvænt í gegn og nær skotinu en Halldór mætir vel út og ver.
23. mín
Keflvíkingar farnir niður á hælana og að bjóða Eyjamönnum upp í dans. Vantar meiri ákefð í þeirra leik.
18. mín
Mikill darraðadans í teignum en Keflvíkingar henda sér fyrir boltann og koma honum að endingu frá.

Viðvörunarbjöllur klingja í vörn Keflavíkur.
18. mín
Jón Jökull í þröngu færi í teignum en Keflvíkingar bjarga í horn.
17. mín
ÍBV fær horn eftir langt útspark Halldórs. Gary eltir og Anton setur boltann afturfyrir.
15. mín Gult spjald: Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
Seinn í tæklingu á Gary sem gerir mikið úr.
14. mín
Keflvíkingar að stýra ferðinni þessa stundina en engin fleiri færi að segja frá.
10. mín
Fast skot Bjarna Ólafs kringlast framhjá veggnum en rétt yfir markið.
10. mín Gult spjald: Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík)
Anton í baráttu við Gary og togar hann niður. Toguðu hvor í annan en Anton metin brotlegur og aukaspyrna á hættulegum stað.
7. mín MARK!
Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Stoðsending: Tristan Freyr Ingólfsson
Keflvíkingar breika hratt. Boltinn berst út til hægri á Tristan sem leikur inn völlinn i átt að marki og á sendingu inn á teiginn sem varnarmenn Eyjamanna ráða ekki við, Davíð einn gegn Halldóri og klárar listavel í markið.
6. mín
ÍBV fær hornspyrnu.
6. mín
Eyjamenn haldið boltanum betur hér í upphafi.
2. mín
Rúnar Þór með skot himinhátt yfir eftir snarpa sókn. Hafði meiri tíma og gat tekið betri ákvörðun þarna.
1. mín
Eyjamenn vilja hendi strax í upphafi. Boltinn hrekkur upp í hönd Rúnars Þórs en Rúnar með hendur niður með síðu og hefði verið galið að flauta víti.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru gestirnir sem hefja leik.
Fyrir leik
Ég get ekki annað en hrósað vallarstjóra Keflavíkur fyrir frábærlega unnin störf. Völlurinn lítur hreint út sagt frábærlega út miðað við veðurfar undanfarið. Vel gert!
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Það er skarð hoggið í lið Keflavíkur fyrir leik dagsins en Kian Williams sem og Adam Árni Róbertsson eru ekki með þeim í dag en þeir meiddust báðir gegn Vestra fyrir helgi.

Tristan Freyr Ingólfsson sem átti skínandi leik gegn Vestra er í liðinu en ég reikna fastlega með því að hann færist ofar á völlinn enda snýr Rúnar Þór Sigurgeirsson aftur í lið Keflavíkur eftir að hafa tekið út leikbann. Fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon fær sér sæti á bekknum eftir að hafa byrjað gegn Vestra en Anton Freyr Hauks snýr þar aftur eftir að hafa einni tekið út leikbann. Þá er Helgi Þór Jónsson kominn inn í stað Adams Árna.

Hjá ÍBV kemur Halldór Páll Geirsson aftur í rammann í stað Jóns Kristins Elíassonar. Þá fer Sito á bekkinn í stað Breka Ómarssonar frá sigrinum á Þrótti.
Fyrir leik
Aðstæður

Mikið hefur rignt að undanförnu og vellir landsins hafa látið á sjá af þeim völdum. Ég á þó ekki von á öðru en að völlurinn verði í ágætu standi þennan daginn en þegar þessi orð eru skrifuð er fínasta veður í Keflavík. Sólin skín en hefur gengið á með skúrum framan af degi í hægum sunnanvindi. Hitastigið er svo um 8 gráður eða svo.
Fyrir leik
Tölfræðin

104 opinbera leiki hafa liðin leikið sín á milli samkvæmt gagnagrunni KSÍ.

Keflavík hefur haft sigur í 45 þeirra, 20 hefur lokið með jafntefli og gestirnir úr Eyjum hafa sigrað alls 39 sinnum.

Markatalan er 181-162 Keflavík í vil.

Fyrri leikurinn í sumar

Liðin mættust í fyrri leik sínum á tímabilinu fyrir 17 dögum í Vestmannaeyjum. Keflavík hafði þar 1-3 sigur með mörkum frá Joey Gibbs (2) og Kian Williams. Jón Jökull Hjaltason lagaði stöðuna í uppbótartíma fyrir ÍBV og lokatölur því líkt og áður sagði 1-3.
Fyrir leik
Keflavík

Ef ÍBV eru vonbrigði sumarsins má færa rök fyrir því að Keflavík sé á öndverðum meiði og hafi jafnvel komið einhverjum á óvart. Liðinu var þó spáð góðu gengi í sumar en kannski ekki toppsætinu þegar stutt er eftir af mótinu.

Sóknarleikur hefur verið aðalsmerki Keflvíkinga þetta sumarið en þeir hafa farið hamförum fyrir framan mark andstæðingana og skorað alls 52 mörk í 17 leikjum eða rétt rúmlega 3 mörk í leik. Þar hefur farið fremstur Joey nokkur Gibbs sem hefur gert 21 mark í þessum 17 leikjum.

Markamet?
Gibbs er í góðum séns að bæta markamet Arnar Óskarssonar sem staðið hefur frá 1976 en Örn gerði það ár 25 mörk fyrir lið ÍBV. Tökum það þó ekki af Erni að hann gerði sín 25 mörk í 16 leikjum það sumar. Að auki minnir mig að hafa lesið það einhversstaðar að í raun hafi hann skorað 28 mörk í 17 eða 18 leikjum þetta sumarið en lið hafi dregið sig úr keppni seint í mótinu og leikir liða gegn því og þar með mörk Arnar gegn þeim þurrkuð út.
Fyrir leik
ÍBV

Það má auðveldlega færa rök fyrir því að lið ÍBV sé vonbrigði tímabilsins í Lengjudeildinni þetta sumarið í það minnsta það sem af er. Liðið sem flestir spáðu öruggum sigri í deildinni situr í 4.sætinu 7 stigum frá toppliði Keflavíkur sem auk þess á leik til góða á Eyjamenn. Jafntefli hafa reynst liðinu dýr þetta sumarið að 18 umferðum loknum hefur ÍBV gert alls 9 jafntefli og þar af mörg hver í leikjum sem fyrirfram ætlað væru skyldusigrar fyrir liðið.

Talsvert hefur verið rætt um framtíð Helga Sigurðssonar með liðið og virðast flestir á því að hann hætti með liðið að afloknu tímabilinu. Sama má segja um Gary Martin sem mun líklega yfirgefa eyjuna fögru í vetur ef mark er takandi á orðinu á götunni.
Fyrir leik
Þriðjudagur klukkan 15:45 er alls ekki hefðbundinn leiktími á Íslandsmótinu í knattspyrnu en er að sjálfsögðu tilkomin vegna birtuskilyrða sem og þess rasks sem Covid-19 hefur valdið á mótahaldi þetta sumarið.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og ÍBV í Lengjudeild karla.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('57)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason (f)
6. Jón Jökull Hjaltason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('68)
10. Gary Martin
17. Róbert Aron Eysteinsson ('57)
19. Breki Ómarsson ('45)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('68)
32. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
4. Jack Lambert ('57)
8. Telmo Castanheira ('57)
9. Sito
11. Víðir Þorvarðarson ('45)
12. Eyþór Orri Ómarsson ('68)
18. Eyþór Daði Kjartansson ('68)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Þorsteinn Magnússon
Magnús Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: