Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
0
2
KR
0-1 Ægir Jarl Jónasson '1
Erlingur Agnarsson '34 , misnotað víti 0-1
0-2 Óskar Örn Hauksson '72
01.10.2020  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 4 gráður, napurt. Logn.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson - KR
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
11. Adam Ægir Pálsson ('73)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason ('46)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
80. Kristall Máni Ingason ('46)

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
9. Helgi Guðjónsson ('46)
11. Dofri Snorrason
14. Sigurður Steinar Björnsson ('73)
27. Tómas Guðmundsson
77. Kwame Quee ('46)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Einar Guðnason
Kári Árnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Davíð Örn Atlason ('27)
Adam Ægir Pálsson ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR nær í mikilvæg stig í Evrópubaráttunni. Vonbrigðin halda áfram hjá Víkingum. Þeir eru í tíunda sæti.
90. mín
Uppbótartíminn er 2 mínútur.

Kwame Quee í góðu færi en skýtur framhjá.
85. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
84. mín
Víkingar rembast eins og rjúpan við staurinn að koma sér inn í þetta aftur en þetta er alls ekki að detta fyrir þá.
82. mín
KR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SKORA ÞRIÐJA MARKIÐ! Fyrst á Stefán Árni skot sem Ingvar ver og svo fær Atli Sigurjóns færi en nær ekki að stýra boltanum á markið.
80. mín
Óskar með marktilraun beint á Ingvar. Auðveldlega varið.
77. mín
Ágúst Hlyns með skot framhjá.
74. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
73. mín
Inn:Sigurður Steinar Björnsson (Víkingur R.) Út:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.)
Sigurður Steinar 2004 módel mætir inn.
72. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
FYRIRLIÐINN FER LANGT MEÐ AÐ KLÁRA ÞETTA FYRIR KR!

Chopart með fyrirgjöf sem dettur af Víkingi og fyrir Óskar sem á ekki í vandræðum með að skora. Mark og stoðsending frá honum í kvöld.
67. mín
Víkingar mun meira með boltann núna en vantar bit. Gömul saga og ný.

Þá geysast KR-ingar í beinskeytta sókn og Ægir Jarl skallar framhjá!
63. mín
Inn:Pálmi Rafn Pálmason (KR) Út:Hjalti Sigurðsson (KR)
Meðalaldurinn hækkaður.
62. mín
FRÁBÆR VARSLA!!! Ingvar Jónsson ver frá Ægi sem var í dauðaskallafæri til að koma KR tveimur mörkkum yfir.
60. mín
SLÁARSKOT!!! Kwame Quee með skot í slá. Þarna hefðu Víkingar getað jafnað.
58. mín
Adam Ægir Pálsson með sendingu fyrir markið. Víkingar kalla eftir hend. Ekkert dæmt.
55. mín
Fyrirgjöf sem Gauji Carra handsamar af öryggi. Hefur verið flottur í kvöld.
53. mín
Óskar Örn með skot frá vítateigslínunni sem Ingvar nær að verja. Frákastið dettur á Ægi sem skýtur framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
45. mín
Verið að tala um að Víkingar séu 65% með boltann, en það er ekki nægilega mikið að frétta frá þeim.
45. mín
Hálfleikur
Víkingar pirraðir. Einar Guðnason lætur Elías Inga fjórða dómara heyra það. Vildu aukaspyrnu dæmda á Arnþór Inga rétt fyrir utan teiginn en Pétur dæmdi ekki og flautaði svo til hálfleiks stuttu síðar.
44. mín
Víkingar heldur betur verið vaxandi í fyrri hálfleik. Nú er Erlingur Agnarsson í færi en Guðjón Orri nær að loka vel á hann.
43. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.)
42. mín
Ágúst Eðvald með hornspyrnu, boltinn flýgur yfir allt og alla.
39. mín
Halldór Jón með lipur tilþrif, fer illa með varnarmenn KR-inga og rennir boltanum á Atla Barkarson sem á skot fyrir utan teig. Framhjá.
36. mín
Erlingur Agnarsson að sleppa í gegn en flaggaður rangstæður réttilega. Var vel fyrir innan.
34. mín Misnotað víti!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Guðjón Orri nær að verja!!!

Erlingur Agnarsson með dapra vítaspyrnu en Guðjón gerir vel með því að verja.
33. mín
Víkingur fær víti! Ægir Jarl fellir Víking innan teigs. Augljóst brot og Ægir eyðir ekki neinu púðri í að mótmæla.
32. mín
Júlíus Magnússon með skot fyrir utan teig en varnarmaður KR kastar sér fyrir þetta.
31. mín
Jæja þarna kom ógn frá Víkingum! Halldór Jón fékk flugbraut hægra megin og endar á því að vinna hornspyrnu.
30. mín
Víkingar verið frekar bitlausir í aðgerðum sínum fram á við. Engar nýjar fréttir hjá þeim.
27. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Braut á Kristni Jónssyni og KR fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá vinstri. Ná ekki að gera sér mat úr þessu.
26. mín
Stefán Árni Geirsson er meira miðsvæðis í dag en hann er vanur í uppstillingu KR, búinn að sýna lipur tilþrif það sem af er leik.
23. mín
Var að heyra að Sölvi Ottesen hafi átt að byrja leikinn en dregið sig út úr liðinu í dag þar sem hann er tæpur vegna meiðsla.
20. mín
VANDRÆÐAGANGUR Í VÖRN VÍKINGA! Ægir Jarl með skot úr þröngu færi og Viktor Örlygur Andrason bjargar á línu!
16. mín
Erlingur Agnarsson með flotta sendingu fyrir og Adam Ægir Pálsson í DAUÐAFÆRI en Guðjón Orri fljótur að bregðast við og ver vel! Þarna átti Adam að gera betur.
15. mín
Óskar Örn með Skalla á markið, þarf að teygja sig í boltann og nær engum krafti í þetta. Ingvar grípur örugglega.
10. mín
Aftur samspil milli Óskars og Ægis. Óskar utarlega í teignum og á skot í varnarmann.
7. mín
Finnur Tómas brotlegur og fær tiltal.
5. mín
Já maður er enn að átta sig á þessari byrjun. Víkingar varla komnir úr félagsheimilinu þegar þeir voru búnir að fá á sig mark. Ekki mikið sjálfstraust í heimamönnum.

Ágúst Eðvald með aukaspyrnu frá hægri. Sending inn í teignn en Óskar Örn skallar frá.
1. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
FYRSTA SÓKNIN, FYRSTA MARKIÐ!!!

Óskar Örn stakk Halldór Smára algjörlega eftir í rykinu, fór á hlaupum að endalínunni og gaf út í teiginn þar sem Ægir Jarl var ekki í vandræðum með að skora.

Sirka 35 sekúndum frá upphafsflauti!
1. mín
Leikur hafinn
Megi betra liðið vinna! KR hóf leik.
Fyrir leik
Nýja fréttamannastúkan hjá Víkingum er algjör frystiklefi. Þetta verður verkefni. Jæja nenni ekki að væla meira, liðin koma út á völlinn, KR-ingar er ljósbláir í kvöld. Varabúningarnir.
Fyrir leik
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er búinn að vera rosalega mikið í fréttum í dag. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur vísað ummælum hans eftir síðasta leik í aganefndina og þá skrifaði Rúnar í dag undir samning við KR út 2023.
Fyrir leik
Arnór Sveinn er ekki með KR þar sem hann er í sóttkví. Arnór er kennari og einn nemanda hans greindist með Covid-19 samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.
Fyrir leik
Liðin eru byrjuð að hita. Það er napurt í Fossvoginum í kvöld. Hreinlega kalt. En það er logn! Í fréttamannastúkunni er gleði enda er Böddi The Great tökumaður kvöldsins frá Stöð 2 Sport og hann er búinn að dæla út sögunum.
Fyrir leik
Þrjár breytingar á byrjunarliði KR frá síðasta leik. Auk markvarðarbreytingarinnar þá koma Kennie Chopart og Óskar Örn Hauksson inn fyrir Arnór Svein Aðalsteinsson og Kristján Flóka Finnbogason.

Arnór Sveinn ekki í leikmannahópnum og Kristján Flóki ekki heldur. Flóki skráður sem starfsmaður á skýrslu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Sölvi Geir Ottesen byrjar á bekknum hjá Víkingi í kvöld og Kári Árnason er enn á meiðslalistanum. Hann er þó bjartsýnn á að vera klár í slaginn fyrir landsleikina framundan.
Fyrir leik
Varamarkvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson ver mark KR í kvöld þar sem Beitir Ólafsson fékk gríðarlega umtalað rautt spjald í tapinu gegn Fylki.
Fyrir leik
Heimavöllur hamingjunnar stendur ekki undir nafni í kvöld. Hamingja er ekki orð sem lýsir gengi þessara liða.

Víkingur gerði jafntefli gegn ÍA í síðasta leik. Síðasti sigurleikur Víkinga kom gegn ÍA 19. júlí. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði í Fossvoginum og liðið er í tíunda sæti eftir að væntingarnar voru miklar fyrir sumarið.

KR-ingar töpuðu á dramatískan hátt fyrir Fylki í síðustu umferð. Íslandsmeistararnir hafa verið ansi sveiflukenndir á þessu tímabili og eru sem stendur í sjötta sætinu.
Fyrir leik
Þegar þessi lið áttust við á Meistaravöllum í júlí enduðu leikar 2-0 fyrir KR. Kristján Flóki Finnbogason og Pablo Punyed skoruðu mörkin.

Það var mikill hiti í leiknum og Víkingur fékk þrjú rauð spjöld. Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir að líta rauða litinn.
Fyrir leik
Heil og sæl, velkomin með okkur á Heimavöll hamingjunnar þar sem Víkingur og KR eigast við klukkan 19:15. Þessi leikur skráist í 14. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson dæmir leikinn. Gylfi Már Sigurðsson og Gunnar Helgason eru aðstoðardómarar. Elías Ingi Árnason er með skilti.
Byrjunarlið:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson ('63)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('74)
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Stefán Árni Geirsson ('85)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
16. Pablo Punyed
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
10. Kristján Flóki Finnbogason
17. Alex Freyr Hilmarsson ('85)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('74)
19. Hrafn Tómasson
21. Lúkas Magni Magnason

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: