Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Svíþjóð
2
0
Ísland
Sofia Jakobsson '25 1-0
Olivia Schough '57 2-0
27.10.2020  -  17:30
Gamli Ullevi
A-landslið kvenna - EM 2021
Aðstæður: Ljómandi fínt veður
Dómari: Stéphanie Frappart
Áhorfendur: Engir áhorfendur, því miður
Byrjunarlið:
12. Jennifer Falk (m)
2. Jonna Andersson
3. Linda Sembrant
4. Hanna Glas ('81)
6. Madgalena Eriksson
9. Kosovare Asllani
10. Sofia Jakobsson
14. Nathalie Björn
17. Caroline Seger
19. Anna Anvegård ('69)
22. Olivia Schough ('90)

Varamenn:
1. Emma Holmgren (m)
21. Zecira Musovic (m)
5. Nilla Fischer
7. Pauline Hammarlund
8. Rebecka Blomqvist
11. Stina Blackstenius ('69)
13. Amanda Ilestedt ('81)
15. Jessica Samuelsson
16. Julia Zigiotti Olme ('90)
20. Mimmi Larsson
23. Filippa Curmark

Liðsstjórn:
Peter Gerhardsson (Þ)

Gul spjöld:
Madgalena Eriksson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Uppbótartíminn liðinn og þetta er búið hér í dag. Ekki góður dagur fyrir íslenska liðið og alveg ljóst að við vinnum ekki þennan riðil.

Núna hlýtur stefnan að vera sett á það að vinna rest og enda á meðal bestu liða í öðru sæti og komast þannig beint á EM.
90. mín
Inn:Julia Zigiotti Olme (Svíþjóð) Út:Olivia Schough (Svíþjóð)
Schough skoraði huggulegt mark.
90. mín
+3 í uppbótartíma
89. mín
María Þórisdóttir, sem á íslenskan föður, er komin á EM með norska landsliðinu. Óskum henni til hamingju með það.
89. mín
86. mín
Besta tilraun Íslands í leiknum
Sveindís með gott skot fyrir utan teig, en Falk er mætt í hornið og nær að verja. Líklega er þetta besta tilraun Íslands í leiknum.
86. mín Gult spjald: Madgalena Eriksson (Svíþjóð)
Fyrir brot á Sveindísi.
84. mín
Sveindís hleypur upp hægri kantinn á fyrirgjöf sem Berglind nær til, en hún nær hvorki miklum krafti í tilraunina og nær ekki að stýra boltanum á markið.
82. mín Gult spjald: Ian David Jeffs (Ísland)
Eyjamaðurinn eitthvað verið að láta í sér heyra.
81. mín
Inn:Amanda Ilestedt (Svíþjóð) Út:Hanna Glas (Svíþjóð)
81. mín
Ísland ekki líklegt til að skora. Það eru níu mínútur + uppbótartími eftir.
79. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Karólína Lea staðið sig nokkuð vel.
78. mín
Þreyta í íslenska liðinu
Íslenska liðið virðist þreytt. Margar okkar stelpur ekki í mikilli leikæfingu þar sem deildin hér á landi hefur verið í pásu.
76. mín
Fyrirgjöf frá vinstri og Hallbera missir af boltanum. Jakobsson tekur á móti honum og reynir að setja hann aftur fyrir en þar er enginn. Þessir varnarleikur Íslands er ekki til útflutnings.
75. mín
Svíar vilja hendi=víti en ekkert dæmt.
71. mín
Inn:Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland) Út:Elín Metta Jensen (Ísland)
Gaman að sjá Hólmfríði aftur í landsliðinu.
71. mín
Sveindís með skot úr þröngu færi en það er beint á Falk.
69. mín
Inn:Stina Blackstenius (Svíþjóð) Út:Anna Anvegård (Svíþjóð)
65. mín
Jakobsson fær að vaða alveg upp að markinu en skot hennar fer fram hjá.
62. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Berglind Björg kemur inn.
61. mín
Elínu Mettu hrint í teignum en af einhverri ástæðu dæmt á hana.
57. mín MARK!
Olivia Schough (Svíþjóð)
Stoðsending: Kosovare Asllani
Jæja.

Svíar unnu boltann og keyrðu í sókn. Þrír íslenskir varnarmenn ná ekki að stöðva Schough og hún hamrar boltanum í netið. Enginn möguleiki fyrir Söndru.
54. mín
Karólína Lea með skot fyrir utan teig en það fer langt fram hjá. Íslenska liðið að komast betur inn í leikinn.
51. mín
Íslendingar að sýna mikla baráttu og mikla áræðni, en Frappart leyfir okkur ekki að komast upp með mikið. Flautað þegar Svíar henda sér í jörðina.
50. mín Gult spjald: Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Brýtur á fyrirliða Svía og fær fyrir það gult spjald.
46. mín
Leikur hafinn
Koma svo stelpur!
45. mín
Hálfleiksuppgjör
Verður bara að segjast eins og er að þetta var ekki góður fyrri hálfleikur hjá Íslandi, og ekki góður hálfleikur heilt yfir. Seinni hálfleikurinn var mikið betri hjá okkur á Laugardalsvelli og hann verður það vonandi líka núna.

Allir leikmenn Íslands eiga meira inni.
45. mín
Hálfleikur
Ekkert bætt við fyrri hálfleikinn.
42. mín
Jakobsson með fyrirgjöf sem Sandra missir frá sér, en hún nær að bjarga á endanum. Þetta var hættulegt.
35. mín
Tíu mínútur eftir af fyrri hálfleik. Svíar halda mikið í boltann og ekki margt sem bendir til þess að við séum að fara að jafna. En það getur mikið gerst á tíu mínútum + uppbótartíma í fótbolta.
29. mín
Við erum ekki að ná mörgum góðum spilköflum í þessum fyrri hálfleik.
26. mín
Það er nú óþarfi að gefa bronsliði HM svona gjöf.
25. mín MARK!
Sofia Jakobsson (Svíþjóð)
ÚFFFFFF

Þetta er hrikalega klaufalegt. Sending sem var að fara að enda hjá Söndru en Glódís skallar boltann beint fyrir fætur Jakbosson sem skorar. Algjör gjöf. Misskilningur þarna á milli Glódísar og Söndru.
22. mín
Jakobsson með skot að marki, en þetta er líklega auðveldasta varsla sem Sandra hefur tekið á ævinni.
21. mín
Endursýningin á færi Karólínu er athyglisverð. Glas truflar hana í skotinu en ekki nægilega mikið til að Frappart dæmi vítaspyrnu.
20. mín
Karólína í góðu færi
Ísland vinnur skallatennis og Sveindís skallar boltann inn fyrir vörnina á Karólínu sem nær skoti að marki en það var ekki nægilega mikill kraftur í því. Fínt færi en Karólína hefði þurfti að vera í aðeins betra jafnvægi og hitta boltann aðeins betur.
18. mín
Þær sænsku að setja pressu á okkur þessar síðustu mínútur. Fá hér aðra hornspyrnu. Við þurfum að reyna að halda boltanum eitthvað.
17. mín
Hornspyrnan dettur inn í teignum en Karólína gerir vel, settur boltann í Svía og aftur fyrir.
16. mín
Elín Metta missir boltann á hættulegum stað og Svíar geysast í sókn. Fyrirgjöf en Hallbera Guðný setur hann aftur fyrir endamörk.
11. mín
Frappart vakna takk. Ætlar að gefa Svíum innkast sem við eigum, en við fáum það að lokum.
10. mín
Elska þessi löngu innköst
Þessi löngu innköst Sveindísar eru geggjuð. Þarna skapaðist darraðadans og við fáum hornspyrnu. Svíarnir kunna ekki vel við þetta
9. mín
Linda Sembrant steig inn í Elínu inn í teignum þegar sendingin kom fyrir. Frappart fannst þetta ekki nægilega mikið til að dæma vítaspyrnu.
8. mín Gult spjald: Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
Ingibjörg fær gult spjald snemma leiks.
7. mín
Stórhættulegt hjá Íslandi
Ísland með góða sókn og Hlín á sendingu inn í teiginn sem Sveindís nær ekki til á undan varnarmanni Svía. Elín Metta vill fá vítaspyrnu en ekkert dæmt.
5. mín
Til hamingju Sara!
Í byrjunarliði Svía eru tveir leikmenn Chelsea, tveir leikmenn Real Madrid og þrír leikmenn Rosengård. Þær eiga samt engan leikmann í Evrópumeistaraliði Lyon, sem er langbesta lið heims. Það eigum við, fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur sem er núna búin að bæta landsleikjamet Íslands. Hún er að spila sinn 134. landsleik.

Til hamingju með það Sara.
1. mín
Leikur hafinn
Þjóðsöngvarnir að baki og við byrjum þetta. Byrjað á því að taka kné til að sýna samstöðu með Black Lives Matter.

Koma svo Ísland!
Fyrir leik
Lið Svíþjóðar
Svíþjóð gerir þrjár breytingar á liði sínu frá fyrri leiknum gegn Íslandi.

Jennifer Falk kemur í markið, Hanna Glas í vörnina og Olivia Schough kemur inn framarlega á vellinum. Zecira Musovic, Amanda Ilestedt fara á bekkinn og Lina Hurtig er ekki með.

Falk er markvörður Gautaborg, Glas leikur með Bayern München og Olivia Schough er á mála hjá Djurgården.
Fyrir leik
Dómari úr efstu skúffu
Dómarinn í leiknum á Laugardalsvelli var ekki góður, það verður að segjast. Dómarinn í dag er einn gæðamesti dómari í heimi kvennaboltans. Hún heitir Stéphanie Frappart og kemur frá Frakklandi.

Hún var fyrst kvenna til að dæma stórleik í karlaheiminum, þegar Liverpool mætti Chelsea í úrslitaleik um Ofurbikar Evrópu í fyrra.

Frappart dæmdi á HM 2015 og var sett á úrslitaleikinn á HM í fyrra þegar Bandaríkin unnu Holland. Árið 2019 var stórt ár fyrir hana þar sem hún varð einnig fyrsti kvendómari í sögu Ligue 1, efstu deild franska boltans.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands
Dagný Brynjarsdóttir er meidd og dettur úr byrjunarliðinu frá því í fyrri leiknum gegn Svíum. Hlín Eiríksdóttir kemur inn í liðið. Hlín byrjar á hægri kantinum en Karolína Lea Vilhjálmsdóttir fer af kantinum á miðjuna.

Hallbera Guðný Gísladóttir hefur verið að glíma við meiðsli en hún er klár í slaginn og byrjar í vinstri bakverði.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, bætir leikjamet landsliðsins í dag en hún spilar sinn 134. landsleik. Katrín Jónsdóttir átti fyrra metið en hún spilaði 133 landsleiki á ferlinum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Annað sætið gæti líka fleytt okkur á EM
Undankeppni EM virkar þannig að efsta lið hvers riðils fer beint á Evrópumótið og þrjú lið með bestan árangur í öðru sæti fara einnig á mótið. Sex lið fara þá í umspil um þrjú laus sæti.

Evrópumótið fer fram í Englandi sumarið 2022.
Fyrir leik
Spiluðum mjög vel í síðasta leik
Þessi lið mættust á Laugardalsvelli í síðasta mánuði og enduðu leikar þá 1-1. Íslenska liðið spilaði mjög vel þar og hefði hæglega getað unnið leikinn.
Fyrir leik
Úrslitaleikur
Það þarf ekki mikið að hamra á því hversu mikilvægur þessi leikur er. Þetta eru tvö bestu liðin í riðlinum og eru þau með jafnmörg stig fyrir leikinn í kvöld. Liðið sem vinnur þennan leik fer afar langt með að tryggja sér sæti á EM. Ef jafntefli verður niðurstaðan munu úrslit í riðlinum eflaust ráðast á markatölu. Svíar eru með 30+ í markatölu og Ísland 19+, en Ísland á leik til góða á Svía.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Svíðþjóðar og Íslands í undankeppni EM kvenna.

Leikurinn er sýndur í beinni á RÚV.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('79)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('62)
16. Elín Metta Jensen ('71)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Sandra María Jessen
3. Elísa Viðarsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('62)
10. Hólmfríður Magnúsdóttir ('71)
17. Agla María Albertsdóttir ('79)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
20. Guðný Árnadóttir
21. Barbára Sól Gísladóttir
22. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Ólafur Pétursson
Jófríður Halldórsdóttir
Ian David Jeffs
Hjalti Rúnar Oddsson
Ari Már Fritzson
Þórður Þórðarson
Jóhann Ólafur Sigurðsson
Arnar Sigurðsson
Óskar Örn Guðbrandsson

Gul spjöld:
Ingibjörg Sigurðardóttir ('8)
Alexandra Jóhannsdóttir ('50)
Ian David Jeffs ('82)

Rauð spjöld: