PSG undirbýr tilboð í Rashford og hefur líka áhuga á Luis Díaz - Boehly reynir að selja Lukaku og Kepa til Sádi-Arabíu - Brighton óttast að missa...
England
4
0
Ísland
Declan Rice '20 1-0
Mason Mount '24 2-0
Birkir Már Sævarsson '53
Phil Foden '80 3-0
Phil Foden '84 4-0
18.11.2020  -  19:45
Wembley
Þjóðadeildin
Dómari: Fabio Verissimo
Áhorfendur: 0
Byrjunarlið:
1. Jordan Pickford (m)
2. Kyle Walker ('64)
3. Kieran Trippier ('84)
4. Eric Dier
5. Harry Maguire
7. Mason Mount ('64)
8. Declan Rice
9. Harry Kane (f) ('75)
16. Jack Grealish ('75)
19. Phil Foden
20. Bukayo Saka

Varamenn:
13. Nick Pope (m)
22. Dean Henderson (m)
6. Michael Keane
11. Jadon Sancho ('75)
12. Tyrone Mings ('64)
14. Harry Winks ('64)
15. Ben Chilwell
17. Ainsley Maitland-Niles ('84)
18. Dominic Calvert-Lewin
21. Tammy Abraham ('75)
23. Jude Bellingham

Liðsstjórn:
Gareth Southgate (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið, Þjóðadeildinni lokið og þjálfaratíð Erik Hamren með Ísland lokið. England miklu, miklu betri í dag.

Fréttamaður Fótbolta.net á Wembley þakkar fyrir sig.
90. mín
Bara uppbótartíminn eftir hérna á Wembley. Auðveldur dagur á skrifstofunni fyrir England.
89. mín
Saka aleinn í heimanum á fjærstönginni. Hann skallar hins vegar boltann fram hjá.
89. mín
Ísak kemur inn á miðjuna í sínum fyrsta landsleik.
88. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Sautján ára gamall kemur inn á gegn fæðingarþjóð sinni. Þetta gæti verið merkileg stund fyrir Ísland!
85. mín
Phil Foden er góður í fótbolta.
84. mín
Inn:Ainsley Maitland-Niles (England) Út:Kieran Trippier (England)
84. mín MARK!
Phil Foden (England)
Stoðsending: Harry Winks
Frábært mark hjá honum. Neglir boltanum fyrir utan teig með jörðinni og Hannes á ekki möguleika.
83. mín
Foden og Rice báðir að skora sín fyrstu landsliðsmörk hér í kvöld.
80. mín MARK!
Phil Foden (England)
Stoðsending: Jadon Sancho
Íslandsvinurinn skorar eftir undirbúning frá Jadon Sancho.
76. mín
Englendingar kalla eftir hendi á Kára. Fá ekki neitt. Þetta var rangstaða hvort sem er.
75. mín
Inn:Tammy Abraham (England) Út:Harry Kane (f) (England)
75. mín
Inn:Jadon Sancho (England) Út:Jack Grealish (England)
75. mín
Kane tekur aukaspyrnuna og setur hana beint í vegginn. "Handball" öskrar Kane en fær ekkert fyrir sinn snúð.
74. mín
Englendingar með algjöra yfirburði á vellinum. Þeir fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
73. mín
Inn:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
73. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
70. mín
Kolbeinn Sigþórsson og Jón Dagur að koma inn á fyrir Ísland.
64. mín
Inn:Tyrone Mings (England) Út:Kyle Walker (England)
64. mín
Inn:Harry Winks (England) Út:Mason Mount (England)
63. mín
Fjórir miðverðir inn á
Núna erum við með fjóra leikmenn inn á sem eru að upplagi miðverðir. Hjörtur er að spila hægri vængbakvörð og hinir þrír skipa þriggja manna miðvarðarlínu.
62. mín
Saka með skot sem Hannes ver auðveldlega.
62. mín
Inn:Hólmar Örn Eyjólfsson (Ísland) Út:Rúnar Már S Sigurjónsson (Ísland)
61. mín
Tyrone Mings, Hólmar Örn Eyjólfsson og Harry Winks eru að koma inn á
60. mín
Ari Freyr með hornspyrnuna og Kári mætir á nærstöngina. Skalli hans er fram hjá markinu. Fínasta tilraun.
59. mín
Jón Daði vinnur hornspyrnu.
56. mín
Hrókeringar á liðinu eftir brottvísun Birkis. Guðlaugur Victor kominn í hægri vængbakvörð. Albert inn á miðjuna. Við erum að spila 5-3-1.
53. mín Rautt spjald: Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Og þetta versnar bara.

Birkir fær sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Saka. Það var nú alls ekki mikið í þessu en dómarinn rekur Birki af velli.
50. mín
Grealish reynir að koma sér í skotfæri en Sverrir lokar vel á þann frábæra leikmann.
49. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Fyrir að stöðva Jack Grealish.
48. mín
Albert með ágætis fyrirgjöf en Dier hreinsar.
46. mín
Leikur hafinn
Hannes eina breytingin í leikhléi. Seinni hálfleikur flautaður af stað.
45. mín
Inn:Hannes Þór Halldórsson (Ísland) Út:Ögmundur Kristinsson (Ísland)
45. mín
Fá ekki allir U21 strákarnir tækifæri
Það eru aðeins fimm skiptingar leyfðar í Þjóðadeildinni. Það þýðir að það fá ekki allir strákarnir sem komu úr U21 landsliðinu tækifæri hér í dag - þar sem Hannes kemur inn í hálfleik.
45. mín
Hannes hitar vel upp út á velli í hálfleik enda er hann að koma inn á.
45. mín
Fáum við fleiri en Hannes inn á?
Hannes Þór kemur í markið í hálfleik. Spurning hvort þetta sé kveðjuleikurinn hans. Spurning hvort það komi fleiri leikmenn með honum inn á í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Portúgalskur dómari leiksins flautar til hálfleiks. Ekki góður fyrri hálfleikur hjá Íslandi, ágætar fyrstu 10-15 mínúturnar en svo tók England öll völd. Nánast verið eins og æfing fyrir England.
45. mín
+1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks
45. mín
Heimamenn eru líklega búnir að vera svona 85% með boltann.
44. mín
Rúnar Már brýtur á Harry Maguire, fyrirliða Manchester United. Maguire lætur vel í sér heyra þegar hann fær í jörðina.
42. mín
Mörk Englendinga:

38. mín
Þriðja markið liggur í loftinu
Við erum í miklum, miklum vandræðum. Kane kemur sér í fínt skotfæri en setur boltann fram hjá markinu.
36. mín
Kane reynir að koma sér í skot, en við náum að koma okkur fyrir og England fær hornspyrnu. Þetta er bara sókn eftir sókn hjá Englandi. Lítið að gerast hjá okkur.

Ísland fær aukaspyrnu úr hornspyrnu Englands.
35. mín
Frábær varsla hjá Ögmundi
Kane sendir á Foden sem kemur á ferðinni. Foden á svo skot sem Ögmundur gerir mjög vel í að verja.
34. mín
Englendingar halda boltanum vel og fá svo hornspyrnu. Ömmi grípur boltann á endanum.
31. mín
Mikill kraftur í Englendingum þessar síðustu mínútur.
30. mín
Dauðafæri
Foden næstum því búinn að skora sitt fyrst landsliðsmark en Ögmundur kemur vel út á móti honum og nær að loka.
28. mín
Kane með skot fyrir utan teig, en það fer yfir markið.
27. mín
Stefnir í langt kvöld. Við þurfum aðeins að bíta frá okkur.
25. mín
Bestu vinirnir Mount og Rice báðir búnir að skora fyrir England.
24. mín MARK!
Mason Mount (England)
Jæja...

Þetta er alltof klaufalegt. Saka á fyrirgjöf en við náum ekki að koma boltanum frá og Mount skorar auðvelt mark.
22. mín
Næstum því 2-0
Englendingar í stórsókn og Ögmundur nær að verja mjög vel frá Saka í teignum. Vakna strákar.
20. mín MARK!
Declan Rice (England)
Foden tekur aukaspyrnu sem Rice skallar í netið. Tæpt með rangstöðuna. Áfram gakk!
20. mín
England fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
19. mín
Ísland í mjög álitlegri skyndisókn og boltinn hafnar hjá Gulla Victori hægra megin við teiginn. Hann finnur hins vegar engan í teignum og sendingin er ekki nægilega góð.
16. mín
Kári að dekka Kane
Kári er að dekka Harry Kane. Hann gerði það ótrúlega vel í fyrri leiknum í september. Hef fulla trú á því að þessi magnaði leikmaður geri það aftur í kvöld. Þetta er mögulega síðasti landsleikur Kára og hann fær hér alvöru verkefni.
13. mín
Erik Hamren ræðir við dómarann. Hann vill fá annan lit á þetta spjald.
12. mín
Dómari!
Kyle Walker fer í hörmulega tæklingu; alltof, alltof seinn. Rúnar Már liggur eftir. Appelsínugult.
11. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Líklega indælasti maður vallarins sem fær fyrsta gula spjaldið. Brot á Saka.
10. mín
Flottar fyrstu tíu
Við erum að gera þetta vel. Englendingar koma mjög hátt upp á völlinn og það er mikið pláss á þeirra vallarhelmingi. Eitthvað sem við getum mögulega nýtt okkur.
8. mín
Þéttur pakki á Pickford í hornspyrnunni og aukaspyrna dæmd. Birkir Bjarna skilur ekkert í þessu. Afar ódýr aukaspyrna.
7. mín
Ömmi með langan bolta upp og Jón Daði vinnur hornspyrnu. Koma svo strákar.
6. mín
Hættulegt. Englendingar skapa mikla hættu en sem betur fer var dæmd rangstaða. Saka var mjög rangstæður.
5. mín
Birkir Már með fyrirgjöf og Albert fer upp í loftið. Pickford mætir og kýlir frá.
4. mín
Íslandsvinurinn Phil Foden reynir að þræða Mason Mount bak við vörnina, en við erum vel á verði og leysum þetta.
2. mín
Skrítið
Það er rosalega skrítið að vera á eins stórum velli og Wembley og heyra í leikmönnunumá vellinum. Það heyrist líka mjög vel í manni fyrir aftan mig sem er að lýsa leiknum fyrir sjónvarp eða útvarp.
1. mín
Leikur hafinn
Núna er það að ná fyrsta stigi okkar í Þjóðadeildinni! Leikmenn byrja á að taka kné til að sýna samstöðu í baráttunni með kynþáttafordómum.

ÁFRAM ÍSLAND!!!
Fyrir leik
Mínútu klapp til minningar um Ray Clemence, fyrrum landsliðsmarkvarðar Englands.
Fyrir leik
Þjóðadeildarlagið frábæra komið í gang. Okkur hefur ekki gengið vel í þessari keppni en þetta er samt lag sem gefur manni mikla gæsahúð.
Fyrir leik
Ísak Bergmann að koma sér fyrir á bekknum. Vonandi fær hann sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu í dag.
Fyrir leik
Magnað mannvirki
Wembley er alveg sturlaður fótboltavöllur. Það eru forréttindi að fá að vera hérna og ég get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig það er að spila fótbolta hérna. Synd að það séu engir áhorfendur.
Fyrir leik
Talksport reið ekki feitum hesti í spá sinni að byrjunarliði Englands. Tveir réttir...
Fyrir leik
Liðin farin inn í klefa
Bæði lið búin að hita upp og farin inn í klefa. Lokaræður og svo verður flautað til leiks eftir rúmar 15 mínútur. Ég er með sjónvarpsskjá hérna fyrir framan mig. Það er stillt á Sky Sports þar sem Alex Scott og Jamie Carragher eru sérfræðingar. Þau eru pottþétt að segja eitthvað gáfulegt.
Fyrir leik
Vil óska U21 landsliðinu fyrir það að vera komnir langleiðina á EM. Við vitum alveg hvað það hefur gert mikið fyrir land og þjóð að U21 landsliðið hafi komist á EM 2011. Núna, tíu árum síðar, fara okkar drengir á annað Evrópumót.
Fyrir leik
Hannes kemur inn á í hálfleik
Hannes Þór Halldórsson mun koma inn á fyrir Ögmund Kristinsson í hálfleik. Freyr Alexandersson staðfesti það í samtali við Stöð 2 Sport.
Fyrir leik
Okkar menn mættir út á völl að hita upp á undan heimamönnum.
Fyrir leik
Markverðir beggja liða eru komnir út á völl að hita upp.
Fyrir leik
Byrjunarlið Englands:
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, gerir fjórar breytingar frá liðinu sem mætti Íslandi á Laugardalsvelli í september. Inn í liðið koma þeir Harry Maguire, Mason Mount, Bukayo Saka og Jack Grealish. Meðal varamanna eru Jadon Sancho og Jude Bellingham.

Útlit er fyrir að liðið spili 3-5-2 þar sem Trippier og Saka eru í vængbakvörðunum. Maguire, Dier og Walker eru í miðvörðunum.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands:
Ísland stillir áfram upp í 5-3-2.

Ögmundur Kristinsson byrjar í markinu á Wembley og fer Rúnar Alex Rúnarsson á bekkinn. Hjörtur Hermannsson og Kári Árnason koma inn í þriggja manna varnalínu og byrja með Sverri Inga Ingasyni. Kári er fyrirliði í kvöld.

Rúnar Már Sigurjónsson og Guðlaugur Victor Pálsson koma þá inn á miðjuna. Birkir Bjarnason byrjar þriðja leikinn á stuttum tíma.
Fyrir leik
Fyrir leik
Verður athyglisvert að sjá hvernig byrjunarliðin verða. Þau detta inn um 18:15.
Fyrir leik
Vonandi verður bölvunininni aflétt
Ég hef farið á tvo útileiki íslenska landsliðsins í fótbolta. Um er að ræða tvo af þremur verstu tapleikjum Erik Hamren í starfi landsliðsþjálfara Íslands; gegn Sviss (6-0) og Albaníu (4-2).

Vonandi verður þessi bölvun rofin í kvöld.
Fyrir leik
Útgöngubann en enginn draugabær
Það er útgöngubann í Bretlandi til 2. desember vegna kórónuveirufaraldursins. Fólk á helst að vera heima hjá sér en þegar ég fór í göngutúrinn minn áðan var mikið af fólki á ferðinni. Ég efast um að það verði eins mikið af fólki á ferðinni í kvöld samt.
Fyrir leik
Göngutúr á Wembley
Ég fór í göngutúr á Wembley áðan en það eru miklar viðgerðir í gangi í kringum þennan glæsilega þjóðarleikvang Englendinga. Fyrir utan völlinn var maður með einhvers konar Arsenal poka á höfðinu og var hann að veifa enska fánanum.
Fyrir leik
Sóknarleikurinn verið bras fyrir England
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var talsvert spurður út í sóknarleik liðsins á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Íslandi.

Englendingar hafa einungis skorað þrjú mörk í fimm leikjum í Þjóðadeildinni í ár.

Southgate hefur verið gagnrýndur fyrir 3-4-3 leikkerfið sem Englendingar hafa spilað í öllum leikjum eftir að þeim gekk illa að brjóta vörn Íslands á bak aftur í 4-3-3 kerfi á Laugardalsvelli í september.

"Við þurfum að finna leiðir til að opna mjög þéttan varnarpakka," sagði Southgate um leikinn gegn Íslandi en hann býst við að Íslandi spili 5-3-2 líkt og gegn Danmörku.
Fyrir leik
Til hamingju Freysi
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, er 38 ára gamall í dag. Óska þeim mikla meistara til hamingju með daginn!
Fyrir leik
Heimslistinn
England er í fjórða sæti heimslista FIFA á meðan við Íslendingar sitjum í 39. sæti þess ágæta lista.
Fyrir leik
Hverjir eru eftir frá EM 2016?
Það er ekki hægt að tala um þennan leik í kvöld án þess að minnast á frægasta fótboltasigur Íslandssögunnar. Þar á ég auðvitað við sigur okkar á Englandi í 16-liða úrslitum EM 2016.

Hverjir eru eftir í hópunum tveimur sem voru í hóp í leiknum í Nice 2016?

Í hópnum í kvöld eru aðeins þrír leikmenn sem tóku þátt á EM 2016 með Englandi. Það eru: Eric Dier, Harry Kane og Kyle Walker. Þeir byrjuðu allir gegn Íslandi 2016.

Hjá Íslandi eru 11, sem voru í hópnum 2016, og verða í hóp í kvöld. Það eru: Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Hjörtur Hermannsson, Sverrir Ingi Ingason, Ari Freyr Skúlason, Birkir Bjarnason, Rúnar Már Sigurjónsson, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson.

Nánar er hægt að lesa um málið hérna.
Fyrir leik
Tveir geta spilað fyrsta landsleikinn
Tveir leikmenn geta leikið sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland í kvöld. Það eru þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen.

Báðir eru þeir af miklum fótboltaættum. Jóhannes Karl Guðjónsson er faðir Ísaks og Guðjón Þórðarson er afi hans. Tveir fyrrum landsliðsmenn og Guðjón er einnig fyrrum landsliðsþjálfari. Eiður Smári Guðjohnsen er faðir Sveins og Arnór Guðjohnsen er afi hans. Arnór og Eiður eru tveir af okkar bestu fótboltamönnum í sögunni.
Fyrir leik
Fyrir leik
Hvet alla til að vera með í umræðunni í kringum leikinn með því að nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter!
Fyrir leik
Talandi um Kára, þá verður hann fyrirliði Íslands í dag. Möguleiki er á að hann sé að spila sinn síðasta landsleik. Einn af betri landsliðsmönnum sögunnar, ég held að það sé óhætt að fullyrða það.
Fyrir leik
Engir áhorfendur
Það verður skrítið að vera á eins stórum leikvangi og engir áhorfendur á leiknum. Það geta ekki verið áhorfendur á leiknum út af heimsfaraldrinum sem er því miður enn í gangi.

"Þetta er ekki það sama. Hvort sem það er fyrir framan 1000 manns í Víkinni eða 100 þúsund manns hérna þá er þetta ekki það sama. Vonandi kemur bóluefni sem fyrst svo þetta geti meðal annars haldið áfram. Það er leiðinlegra að horfa á þetta sjónvarpinu meira að segja," sagði Kári Árnason í gær.
Fyrir leik
Talksport spáir því að Harry Kane, Mason Mount, Kieran Trippier, Jordan Pickford og Eric Dier verði á bekknum gegn Íslandi.

Nick Pope, Michael Keane, Ainsley Maitland-Niles, Bukayo Saka, Jadon Sancho og Dominic Calvert-Lewin gætu allir byrjað.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, var gagnrýndur fyrir 3-4-3 leikkerfi sitt í 2-0 tapinu gegn Belgum á sunnudag en Talksport spáir því að hann haldi sig við það.
Fyrir leik
Fyrir leik
Það er ansi erfitt að spá fyrir um það hvernig Ísland mun stilla upp liðinu sínu enda þriðji leikurinn á stuttum tíma og margar breytingar á hópnum.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð sig vel gegn Dönum en Hannes Þór Halldórsson hefur verið markvörður númer eitt í stjórnartíð Hamren. Kári Árnason verður fyrirliði í leiknum sem verður líklega hans síðasti landsleikur.

Fótbolti.net spáir því að Jón Dagur Þorsteinsson, sem kemur frá U21 landsliðinu, byrji leikinn. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen spila líklega báðir sinn fyrsta A-landsleik en þeir munu væntanlega koma af bekknum. Eða mun Hamren henda þeim beint í djúpu laugina?
Fyrir leik
Fyrir leik
Vantar stóra pósta
Það vantar stóra pósta í lið Íslands í dag. Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson verða ekki með. Inn í hópinn koma þeir Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson, Andri Fannar Baldursson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem allir voru í leikmannahópnum hjá U21 landsliðinu sem lék tvo leiki í undankeppni EM á dögunum.

Hjá Englandi eru Joe Gomez, James Ward-Prowse, Trent Alexander-Arnold, Jordan Henderson og Raheem Sterling allir fjarverandi. Ben Chilwell er tæpur fyrir leikinn.
Fyrir leik
Fyrri leikir þessara liða
Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum. England hefur unnið tvisvar, einu sinni hafa liðin skilið jöfn og Ísland hefur unnið einu sinni (á EM 2016).

Síðasti leikur liðanna var í september á Laugardalsvelli. Þá vann England 1-0. Raheem Sterling skoraði sigurmark Englands úr vítaspyrnu seint í leiknum en stuttu eftir markið fékk Ísland víti. Birkir Bjarnason skaut yfir úr vítaspyrnunni.
Fyrir leik
Ekkert undir nema stoltið
Það er ekkert undir í dag nema stoltið. Ísland er fallið niður í B-deildina og England endar í þriðja sæti riðilsins. Ísland hefur ekki enn fengið stig í Þjóðadeildinni frá stofnun hennar.

"Við föllum niður í B-deild, en þú ert alltaf að spila fyrir eitthvað. Þú spilar upp á stoltið, fyrir sjálfan þig og fyrir liðið. Þegar þú spilar fyrir landsliðið spilar þú fyrir landið þitt og það er alltaf mikilvægt," sagði Erik Hamren á blaðamannafundi í gær.
Fyrir leik
Halló og gleðilegan daginn
Verið velkomin í þessa textalýsingu frá leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni. Þetta er síðasti landsleikur ársins og síðasti landsleikur Erik Hamren með Ísland.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m) ('45)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Hjörtur Hermannsson
8. Birkir Bjarnason ('88)
14. Kári Árnason (f)
16. Rúnar Már S Sigurjónsson ('62)
20. Albert Guðmundsson ('73)
22. Jón Daði Böðvarsson ('73)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Hannes Þór Halldórsson (m) ('45)
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson ('62)
8. Arnór Sigurðsson
8. Andri Fannar Baldursson
9. Kolbeinn Sigþórsson ('73)
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('73)
9. Sveinn Aron Guðjohnsen
18. Alfons Sampsted
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('88)

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:
Birkir Már Sævarsson ('11)
Sverrir Ingi Ingason ('49)

Rauð spjöld:
Birkir Már Sævarsson ('53)