Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
2
3
Víkingur R.
0-1 Nikolaj Hansen '5
Hilmar Árni Halldórsson '30 1-1
1-2 Nikolaj Hansen '36 , víti
Tristan Freyr Ingólfsson '45 2-2
2-3 Júlíus Magnússon '51
13.05.2021  -  19:15
Samsungvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Kalt, smá gola og vorlegt yfir.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Nikolaj Hansen (Víkingur)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Tristan Freyr Ingólfsson
4. Óli Valur Ómarsson ('81)
7. Einar Karl Ingvarsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('67)
20. Eyjólfur Héðinsson ('67)
22. Emil Atlason

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
5. Kári Pétursson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('67)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
21. Elís Rafn Björnsson ('81)
24. Björn Berg Bryde
77. Kristófer Konráðsson ('67)

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ejub Purisevic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍVAR ORRI FLAUTAR AF!

Víkingar vinna sterkan sigur á Stjörnumönnum sem sitja enn á botni deildarinnar.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
95. mín
Ísak sækir hornspyrnu og þetta er að klárast!!

Hilmar sendir fyrir og Kalli skallar frá.

Boltinn aftur inn á teig og í markspyrnu, er þetta búið?
94. mín
Einar Karl sendir boltann fyrir sem fer svo í skallatennis áður en Ísak Andri hendir sér niður í baráttu við Pablo og Pablo gjörsamlega urðar yfir drenginn, sem átti það skilið ef hann var að reyna að fiska víti!

Ívar féll allavega ekki í gildruna.
93. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Víkinga, fyrir miðju.

Hilmar tekur þessa spyrnu og Víkingar flikka í horn.
92. mín
Stjarnan dælir inn boltum en Kári er með þetta alltsaman á sinni könnu, ekki flókinn leikur fyrir hann að skalla frá.
91. mín
Þeir bæta 5 mínútum við leikinn hérna, smá tími fyrir Stjörnuna.
89. mín
Dóri með geggjaðan sprett inn á teiginn hægra megin en stöðvaður af Brynjari Gauta.
87. mín
Pablo finnur Erling inná teignum sem heldur áfram að skjóta framhjá úr fínum færum.
86. mín
VÁ DAUÐAFÆRI!

Viktor Örlygur þræðir stórkostlega sendingu í hlaup hjá Halldóri sem er einn í gegn á Halla en Halli ver stórkostlega...

Þarna gat Halldór klárað leikinn.
85. mín
Aftur spyrna frá Hilmari, alla leið á fjær þar sem Brynjar nær skallanum en Doddi ver og svo er brotið á honum í kjölfarið.
85. mín
Tristan keyrir upp vinstra megin á Kalla sem kemur boltanum í horn.

Hilmar með enn eina spyrnuna og Júlli Magg skallar í annað horn.
84. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Kristall verið frábær í dag!
81. mín
Leikurinn er farinn af stað aftur...

Þetta er einhver mesti start/stopp leikur sem ég hef séð, alvöru barátta!
81. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Stjarnan) Út:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
79. mín
Enn ein spyrnan frá Hilmari sem Víkingar skalla frá.

Í kjölfarið verður einhver barátta inní teignum þar sem Halli og Emil liggja eftir, ekkert dæmt og boltinn útfyrir teiginn þar sem Niko og Kristall liggja svo eftir og þá stöðvar Ívar leikinn.
79. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu úti vinstra megin, Hilmar neglir fyrir og Víkingar skalla í horn.
78. mín
Voðalega dauft yfir þessu síðustu mínútur, Stjarnan að jarma að Víkingum og leita af jöfnunarmarki og Víkingar að reyna að sækja hratt...
76. mín
Júlli Magg brýtur á miðjunni og Silfurskeiðin öskrar eftir spjaldi, það þarf bara að fara að spjalda þessa Silfurskeið myndi ég segja...
73. mín
Enn eitt höfuðhöggið hérna...

Nú lá Kristófer eftir markspyrnu frá Halla upp á miðju, fær aðhlynningu og game on!
72. mín
FÆRI!

Kristall með skemmtilega takta úti vinstra megin, sendir svo hælspyrnu á Atla sem neglir fyrir á Erling sem er í góðu færi en setur boltann framhjá með vinstri!
70. mín
Heiðar Ægis fær eitthvað höfuðhögg eftir skallaeinvígi og liggur eftir, Ívar stoppar leikinn.
67. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Tvöföld hjá Todda!
67. mín
Inn:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Tvöföld hjá Todda!
66. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Kalli potar boltanum burt eftir að Ívar dæmir brot.

Hárrétt.
62. mín
Neinei Erlingur tók spyrnuna og setti hana hátt yfir, afleit spyrna á frábærum stað.
61. mín
Brynjar Gauti brýtur á Niko fyrir framan teiginn á álitlegum stað, mér sýnist Pablo ætla að taka þessa!
60. mín
Boltinn dettur fyrir Eyjó svona 25 metra frá markinu og hann reynir skotið í fyrsta, beint á Dodda sem ver.
58. mín
Óli Valur og Tristan með skemmtilegt spil upp vinstra megin sem endar með hornspyrnu fyrir Stjörnumenn, Hilmar tók en Víkingar hreinsuðu.
55. mín
Víkingar fá hornspyrnu, Pablo tekur að venju frá hægri.

Eyjó skallar frá að þessu sinni.
53. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Fær boltann í gegn, er rangstæður og klárar samt.

Hárrétt hjá Ívari Orra.
51. mín MARK!
Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
VÍKINGAR KOMAST AFTUR YFIR ÚR HORNSPYRNUNNI!

PABLO MEÐ SPYRNUNA BEINT Á KOLLINN Á JÚLLA SEM STANGAR BOLTANN Í NETIÐ!!!

Þvílíkur leikur...
50. mín
Víkingar fá aukaspyrnu úti vinstra megin á vænlegum stað.

Pablo með spyrnuna í átt að Kára en Brynjar bjargar í horn!
49. mín
Vá, Tristan með sturlaðan bolta fyrir beint á ennið á Þorsteini sem skalla yfir!

Þarna hefðu Stjörnumenn getað komist yfir...
48. mín Gult spjald: Atli Barkarson (Víkingur R.)
Atli brýtur á Óla sem var að bruna upp í skyndisókn eftir lélega sendingu frá Halla upp völlinn vinstra megin.
46. mín
Seinni er farinn af stað!

Áframhaldandi veislu takk.
45. mín
Hálfleikur
Ívar flautar þennan fyrri hálfleik af, verið stórskýtinn hreinlega, frekar daufur en fjögur mörk!

Fleiri í seinni takk.
45. mín MARK!
Tristan Freyr Ingólfsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
VAAAÁÁÁÁ LITLA MARKIÐ TRISTAN FREYR INGÓLFSSON!!!

Fær boltann frá Hilmari Árna við miðjubogann, fer af stað og tekur svakalegt anklebreak á Halldór Jón áður en hann gjörsamlega hamrar boltanum upp í samskeytinn fjær og nánast rífur netið af svona 30 metra færi!

Vá, vá, vá!
44. mín
Úff Óli Valur fer ansi illa með Atla Barkar úti hægra megin og sendir fyrir þar sem Kalli er fyrstur á boltann sem berst til Kára sem tæklar boltann burt.
43. mín
Einar Karl sendir boltann fyrir úr spyrnunni og hver haldið þið að hafi skallað frá?

Kári Árnason...

Óli Valur reyndi skot með vinstri í kjölfarið en í pakkann.
42. mín
Dauft yfir leiknum eftir markið...

Stjörnumenn fá núna aukaspyrnu á ágætis stað.
36. mín Mark úr víti!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
NIKO ER AÐ KOMA VÍKINGUM AFTUR YFIR!

Sendir Halla í vitlaust horn, rúllaði boltanum í vinstra hornið.
36. mín
VÍKINGUR FÆR VÍTI!

Eftir mikil mótmæli Víkinga fer Ívar til Birkis aðstoðardómara og þeir komast að þeirri niðurstöðu að boltinn hafi farið í höndina á Brynjari Gauta áður en Danni Lax kom boltanum í horn.
35. mín
DAUÐAFÆRI!

Júlli Magg sendir boltann í gegn, Danni nær ekki að koma boltanum burt og Erlingur er í gegn, reynir sendingu á Niko en boltinn í Brynjar Gauta og þaðan til Danna Lax sem setur boltann afturfyrir.
33. mín
Atli fer upp að endamörkum og reynir fyrirgjöf, í Óla og horn.

Erlingur tekur spyrnuna, hár bolti á fjær sem Kári skallar en í varnarmann.
30. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
ÞAÐ ER KOMIÐ!

Fyrsta mark Stjörnumanna þetta tímabilið skorar Hilmar Árni! Hver annar..?

Stjörnumenn koma boltanum í gegn, Emil finnur Þorstein Má sem rennir boltanum á Hilmar sem er einn gegn Dodda og rennir boltanum framhjá honum.

Snyrtilegt mark og leikurinn orðinn jafn!
28. mín
Víkingar halda boltanum vel uppi hægra megin þangað til að þeir ná að opna Stjörnuvörnina, Pablo kemst í gott skotfæri en Danni hendir sér fyrir og þaðan fer boltinn í klafs þar sem Brynjar Gauti hendir sér niður og fær brot, Erlingur var í dauðafæri og kláraði en Brynjar klókur.
24. mín
Þvílíkur sprettur!

Doddi Inga grýtir boltanum út til hægri á Halldór Jón sem keyrir af stað með boltann framhjá hverjum Stjörnumanninum á fætur öðrum áður en hann reynir að renna boltanum í gegn á Erling en Danni les það vel og tæklar boltann burt.
22. mín
Kári skallar burt fyrirgjöf Heiðars, boltinn á Einar sem reynir draumaskot sem var ekki langt frá!

Flaug framhjá samskeytinum.
18. mín
Nú liggur Emil Atla eftir á miðjum vellinum...

Voðalegt stopp á þessum leik!
17. mín
FÆRI!

Hrikalega vel gert hjá Niko sem fær langan bolta upp eftir aukaspyrnu, tekur boltann á kassann við teiginn og beint á Erling sem kemur á ferðinni og hamrar rétt framhjá!

Hefði verið stórglæsilegt mark...
16. mín
Einar Karl með fasta spyrnu á nær og Tristan kemur fætinum í boltann sem fer í hliðarnetið!

Fín tilraun hjá Stjörnumönnum.
15. mín
Stjarnan mín fína sókn, boltinn á bakvið á Þorstein en Kári bjargar í horn!
14. mín
Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.) Út:Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Sölvi búinn í dag!

Ekki góðar fréttir fyrir Víkina...
13. mín
Aftur liggur Sölvi og sjúkraþjálfarinn skokkar inná, þarf greinilega skiptingu...

Er farinn úr skónum og haltrar útaf, ökklavesen.
10. mín
Kristall með skemmtilega takta!

Tekur langa sendingu á kassann frá Kára Árna, leikur sér svo meðfram teignum áður en hann chippar honum í svæði bakvið vörn Stjörnunnar á Erling sem er í góðri stöðu til að senda fyrir en boltinn frá honum beint í hendurnar á Halla.
8. mín
Sölvi liggur eftir eitthvað hnjask og fær aðstoð frá sjúkraþjálfara, leikurinn stopp á meðan...
7. mín
Stjarnan í sínu 4-2-3-1

Halli
Heiðar, Brynjar, Danni, Tristan
Einar, Eyjó
Óli, Þorsteinn, Hilmar
Emil
6. mín
Víkingar í 3-4-3 hér í dag.

Doddi
Kári, Sölvi, Halli
Kalli, Júlli, Pablo, Atli
Erlingur, Niko, Kristall
5. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
VAAAAÁÁÁ HARALDUR BJÖRNSSON...

Halli að spila út frá markinu, sendir boltann bara beint á Niko sem leggur boltann framhjá Halla í nærhornið, ansi dýr mistök!
4. mín
Óli Valur brunar upp hægra megin og Atli Barkar í bölvuðu veseni með að stöðva hann, kemst upp að endamörkum og reynir að renna honum fyrir markið en þéttur múr Víkinga hreinsar.
1. mín
Þorsteinn Már vinnur boltann strax, setur Óla Val upp hægra megin sem á fyrirgjöf í Halla og í hliðarnetið.

Einar Karl með spyrnuna sem Sölvi skallar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Pablo Punyed tekur fyrstu snertingu leiksins, game on!

Vindurinn er aðeins með Stjörnumönnum í bak.
Fyrir leik
Danni Lax vinnur uppkastið gegn Sölva og velur sinn vallarhelming sem þýðir að Víkingar munu byrja með boltann og sækja í átt að Flataskóla.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar á eftir Ívari Orra og hans aðstoðarmönnum!

Þetta fer að bresta á, SIlfurskeiðin er líka mætt að söngla.
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita...

Það er alvöru vorbragur hérna í Garðabænum, blæs svolítið og alls ekki hlýtt.

Ég öfunda ekki fólkið sem situr hérna úti fyrir framan mig í þessari ísköldu stúku eins og hún er vanalega.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar!

Einar Karl kemur aftur inn í lið Stjörnunnar eftir að hafa tekið út leikbann í tapinu gegn Keflavík.

Þá kemur Halldór Smári inn í liðið hjá Víkingum og Helgi Guðjóns sest á bekkinn.
Fyrir leik
Eins og allir vita hefur verið mikið fjaðrafok í kringum einn efnilegasta leikmann Stjörnunnar, Sölva Snæ, sem nú er bara farinn til Blika!

Spurning hvort þessi skipti losi um ákveðinn hnút og leiðindi innan Stjörnunnar þar sem þetta leiðinlega mál hafði klárlega áhrif.


Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson fær það verðuga verkefni að flauta þennan leik, þar er einn albesti dómari landsins á ferð og mun hann eflaust halda um taumana á leiknum eins og honum einum er lagið!
Fyrir leik
Víkingar sitja í fjórða sæti deildarinnar með 4 stig en Stjörnumenn eru á botninum með eitt stig, sem þýðir að sigri Stjörnumenn með tveimur mörkum fara þeir af botninum og uppfyrir Víkingana, Stjarnan er þó eina lið deildarinnar sem hefur ekki tekist að skora þetta árið, vonandi breytist það í kvöld... mig langar í alvöru skemmtun!
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Víkings í Pepsi Max deild karla.
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
Sölvi Ottesen ('14)
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
80. Kristall Máni Ingason ('84)

Varamenn:
99. Uggi Jóhann Auðunsson (m)
3. Logi Tómasson
8. Viktor Örlygur Andrason ('84)
9. Helgi Guðjónsson
11. Adam Ægir Pálsson
19. Axel Freyr Harðarson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('14)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson

Gul spjöld:
Atli Barkarson ('48)
Erlingur Agnarsson ('53)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('66)

Rauð spjöld: