Kópavogsvöllur
laugardagur 15. maí 2021  kl. 16:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Frábærar. Iðagrænt gervigras. 7 °C 3m/s og léttskýjað.
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Maður leiksins: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Breiðablik 3 - 1 Þór/KA
1-0 Agla María Albertsdóttir ('31)
2-0 Agla María Albertsdóttir ('50)
2-1 Sandra Nabweteme ('55)
3-1 Tiffany Janea Mc Carty ('61)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
0. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
10. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('81)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('45)
16. Tiffany Janea Mc Carty
17. Karitas Tómasdóttir ('74) ('81)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir ('74)
8. Heiðdís Lillýardóttir
19. Birta Georgsdóttir ('45)
21. Hildur Antonsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('81)
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('81)

Liðstjórn:
Úlfar Hinriksson
Aron Már Björnsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Ágústa Sigurjónsdóttir
Ólafur Pétursson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir

Gul spjöld:
Karitas Tómasdóttir ('78)

Rauð spjöld:
@antonfreeyr Anton Freyr Jónsson
94. mín Leik lokið!
Sigurður Óli lýtur á klukku sína og flautar til leiksloka. 3-1 sigur Blika staðreynd.

Takk fyrir mig í dag. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
91. mín
Skiltið á loft sem sýnir þrjár mínútur í uppbót.
Eyða Breyta
90. mín
Klukkan slær 90 og uppbótartíminn trúlega 3-4 mínútur.
Eyða Breyta
87. mín
Saga Líf fær boltann úti til vinstri og reynir fyrirgjöf en boltinn af Blika og afturfyrir.

Ísfold tekur hornspynruna og Blikar hreinsa boltann burt.
Eyða Breyta
86. mín
Þórhildur fær boltann út til vinstri og nær fyrirgjöfinni beint á Öglu Maríu sem nær ekki að gera nógu vel og Þór/KA hreinsar boltann burt.

Lítið eftir hér í Kópavogi.
Eyða Breyta
84. mín
Ekkert að gerast hérna en leikurinn hálfpartinn dó eftir þriðja mark Blika. 
Eyða Breyta
81. mín Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
81. mín Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
79. mín Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Colleen Kennedy (Þór/KA)

Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Sigurður Óli lyftir hér upp guluspjaldi og mér sýnist það vera Karítas sem fær það, fyrir hvað hef ég ekki hugmynd um.
Eyða Breyta
74. mín Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA) Miranda Smith (Þór/KA)

Eyða Breyta
74. mín Þórhildur Þórhallsdóttir (Breiðablik) Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
68. mín
Leikurinn hefur róast töluvert og lítið er að gerast inn á vellinum þessar síðustu mínútur. Blikastúlkur þó talsvert sterkari aðilinn.
Eyða Breyta
61. mín MARK! Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik), Stoðsending: Hafrún Rakel Halldórsdóttir
BLIKAR AÐ BÆTA VIÐ HÉR!!!

Birta Georgs heldur boltanum vel úti hægra megin og Hafrún Rakel tekur gott utaná hlaup og fær boltann, kemur með flotta fyrirgjöf og boltinn beint á kollinn á Tiffany sem skallar boltann í netið.
Eyða Breyta
60. mín Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Þór/KA) Sandra Nabweteme (Þór/KA)

Eyða Breyta
60. mín Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA)

Eyða Breyta
58. mín
ÞÓR/KA Í NAUÐVÖRN

Áslaug Munda labbar framhjá Kareni Maríu og leggur boltann út á Tiffany sem nær skoti en boltinn fer í varnarmann Þórs/KA og einhver darraðadans verður inn á teig Þórs/KA en Blikar ná ekki að setja boltann í netið.
Eyða Breyta
55. mín MARK! Sandra Nabweteme (Þór/KA), Stoðsending: María Catharina Ólafsd. Gros
ÞÓR/KA ERU KOMNAR AFTUR INN Í LEIKINN!!

María fær boltann og keyrir með hann upp hægramegin og leggur hann út í teiginn þar sem Sandra var mætt, tekur eina snertingu áður en hún lætur vaða á markið. Boltinn fer af Hafrúnu og þaðan í stöngina og inn!
Eyða Breyta
50. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
AGLA MARÍA MEÐ SITT ANNAÐ MARK HÉR Í DAG!!!

Tekur aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og setur boltann framhjá veggnum og þaðan beint á Hörpu í markinu sem missir boltann inn.

Ég set risa spurningamerki á Hörpu þarna!!
Eyða Breyta
49. mín
Áslaug Munda með frárbæra fyrirgjöf inn á teiginn frá vinstri þar sem Agla María var og nær góðum skalla en Harpa ver vel.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.

Engar breytingar á liði Þórs/KA
Eyða Breyta
45. mín Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Hálfleiksbreyting hjá Blikum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Sigurður Óli flautar til hálfleiks. Blikastúlkur fara með 1-0 forskot inn í hálfleikinn. Rosalega bragðdaufur fyrrihálfleikur. Vill meira fjör í þeim síðari.
Eyða Breyta
43. mín
Flott spil hjá Blikasstúlkum sem endar með að Karítas fær boltann úti til hægri og teiknar boltann á Tiffany sem nær skallanum en boltinn beint á Hörpu.
Eyða Breyta
35. mín
ÞARNA MUNAÐI EKKI MIKLU AÐ ANNAÐ MARK BLIKA MYNDI DETTA!!!

Þórdís Hrönn fær boltann og kemur með góða fyrirgjöf beint á Tiffany sem ætlar að skalla hann yfir Hörpu en Harpa ver vel.
Eyða Breyta
31. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
ÞARNA KOM MARKIÐ SEM ÉG VAR BÚIN AÐ BÍÐA EFTIR!!!

Áslaug Munda heldur boltanum vel úti við hornfána vinstramegin og kemur með fyrirgjöfina beint á pönnuna á Öglu sem stýrir boltanum vel framhjá Hörpu í marki Þórs/KA.
Eyða Breyta
29. mín
Áslaug Munda fær boltann hægramegin og Ásta Eir tekur utan á hlaup á Áslaugu og fær boltann, kemur með boltann fyrir og boltinn hrekkur út til Andreu sem á skot en boltinn í varnarmann og aftufyrir.

Áslaug tekur hornið og boltinn á hausinn á Andreu sem nær skalla en boltinn ratar ekki á markið.
Eyða Breyta
25. mín
Bæði lið eru að halda boltanum ágætlega en ekki að gera nógu vel á síðasta þriðjung. Mörkin hljóta að fara að detta.
Eyða Breyta
18. mín
Andrea Rán fær boltann vinstramegin og færir hann hratt yfir til hægri á Ástu Eir sem framlengir boltanum á Áslaugu sem tekur hann með sér inn á völlin og lætur vaða en boltinn rétt yfir.

Þetta var flott sókn hjá Blikum.
Eyða Breyta
14. mín
Agla María fær boltann út til vinstri og keyrir í átt að marki Þórs/KA og leggur hann út í teiginn þar sem Áslaug Munda var klár en skot hennar beint á Hörpu í marki Þórs/KA.
Eyða Breyta
12. mín
ANDREA RÁN!

Fær boltann inn á teig Þórs/KA og reynir fyrirgjöf/marktilraun en boltinn rúllar afturfyrir.
Eyða Breyta
11. mín
Rosalega lítið að gerast inn á vellinum þessar síðustu mínútur. Ég kalla eftir meira fjöri. Takk!
Eyða Breyta
7. mín
Tiffany fær boltann við endalínu hægramegin og reynir fyrirgjöf úr erfiðri stöðu en boltinn beint á Hörpu í markinu.
Eyða Breyta
6. mín
VAR ÞESSI EKKI INNI??

Þórdís fær boltann inn fyrir vörn Þórs/KA og chippar boltanum yfir Hörpu og boltinn endar í slánni og niður og Blikar heimta mark, mér sýndist þessi inni héðan úr fréttamannastúkunni.

Þór/KA sluppu vel þarna.
Eyða Breyta
5. mín
Karen María færa boltann og setur hann upp í hlaup á Colleen sem vinnur hornspyrnu fyrir Þór/KA.

Colleen tekur spyrnuna og setur hann á pönnuna á Huldu Björg sem nær skallanum en boltinn beint á Telmu.
Eyða Breyta
1. mín
Áslaug Munda fær boltann við miðjuna hægra megin og keyrir upp vænginn og vinnur fyrstu hornspyrnu Blika.

Boltinn kemur fyrir og boltinn berst á Andreu Rán sem setur boltann rétt framhjá

Þetta byrjar vel fyrir Blikastúlkur.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Sigurður Óli setur klukkuna af stað og flautar til leiks

Það eru stelpurnar að norðan sem hefja leik og sækja í átt að félagsheimili Breiðabliks.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eitt fyrir klúbbinn með Herranum er komið á fóninn og leikmenn ganga til leiks. Styttist í upphafsflautið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tuttugu mínútur í leik hér í Kópavogi.

Ég er mættur á Kópavogsvöll og liðin eru úti á velli að hita og veðrið í dag er frábært til fótboltaiðkunnar. Ég vill bara fá mörk og alvöru skemmtun hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Ólafur Pétursson þjálfari Blika gerir tvær breytingar frá tapinu gegn ÍBV. Telma Ívarsdóttir kemur í markið í staðin fyrir Ástu Vigdís Guðlaugsdóttir. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kemur einnig inn í liðið og Heiðdís Lillýardóttir fær sér sæti á bekk Blika en Heiðdís fór meidd af velli eftir 20. mínútna leik í Eyjum.

Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þór/KA gerir tvær breytingar einnig. Sandra Nabweteme og Miranda Smith koma báðar inn í liðið frá síðasta leik. Hulda Ósk fær sér sæti á bekknum og Arna Kristinsdóttir sem byrjaði gegn Selfossi er í liðstjórn í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sigurður Óli heldur utan um flautuna hér í dag. Honum til aðstoðar verða þau Guðni Freyr Ingvason og Eydís Ragna Einarsdóttir.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Þór/KA

Fengu Selfyssinga heim í annari umferð deildarinnar og töpuðu 0-2 og bíður þeim verðugt verkefni að mæta hér Íslandsmeisturum Breiðabliks hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik

Blikastúlkur fóru til Eyja í síðustu umferð og töpuðu nokkuð óvænt eftir 9-0 sigurinn gegn Fylki í fyrstu umferðinni en leikurinn endaði 2-4 fyrir ÍBV. Mörk Blika í leiknum skoruðu þær Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir. Gera má ráð fyrir að Blikastúlkur mæti dýrvitlausar til leiks hérna í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan Laugardag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik fær Þór/KA í heimsókn í þriðju umferð Pepsí Max-deildar kvenna.

Flautað verður til leiks á slaginu 16:00!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
0. Hulda Karen Ingvarsdóttir
0. Colleen Kennedy ('79)
6. Karen María Sigurgeirsdóttir
8. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
9. Saga Líf Sigurðardóttir
10. Sandra Nabweteme ('60)
12. Miranda Smith ('74)
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('60)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
5. Steingerður Snorradóttir
7. Margrét Árnadóttir
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('60)
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('60)
20. Arna Kristinsdóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('79)
27. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('74)

Liðstjórn:
Bojana Besic
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Perry John James Mclachlan
Rebekka Friðriksdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: