Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
Leiknir R.
3
0
Fylkir
Sævar Atli Magnússon '44 1-0
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson '87 2-0
Sævar Atli Magnússon '90 , víti 3-0
16.05.2021  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Grasið lýtur ágætlega út. 7°C , 2m/s og skýjað.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R)
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Máni Austmann Hilmarsson ('90)
8. Árni Elvar Árnason ('70)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson ('86)
11. Brynjar Hlöðversson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann ('90)

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
6. Ernir Bjarnason ('70)
10. Shkelzen Veseli ('90)
15. Birgir Baldvinsson ('90)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('86)
24. Loftur Páll Eiríksson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Sævar Ólafsson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Ágúst Leó Björnsson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Einar Ingi lýtur á klukku sína og flautar til leiksloka.

Leiknismenn með nokkuð sannfærandi 3-0 sigur hérna á Domusnovavellinum í Breiðholti.

Takk fyrir mig í kvöld. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Inn:Shkelzen Veseli (Leiknir R.) Út:Dagur Austmann (Leiknir R.)
90. mín
Inn:Birgir Baldvinsson (Leiknir R.) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
90. mín Mark úr víti!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Stoðsending: Emil Berger
SÆVAR ÖRUGGUR Á PUNKTINUM!!

Setur boltann örugglega í vinstra hornið!!!
90. mín
LEIKNISMENN FÁ VÍTI!!!!

Emil Berger fær boltann úti til hægri og kemur með boltann fyrir á Sævar Atla sem ætlar að skalla boltann á markið en Ragnar Bragi togar hann niður!

Klárt víti sýndist mér.
87. mín MARK!
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Emil Berger
GYRÐIR AÐ KLÁRA LEIKINN HÉRNA!!!!!!!

Emil Berger tekur hornspyrnu frá vinstri og teiknar boltann upp á Gyrði sem stangaði boltann í netið!!!

GAME OVER!!!!
86. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Út:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
Það á að þétta.
86. mín
Emil Berger fær boltann og leggur hann á Mána út til hægri sem vinnur hornspyrnu.
83. mín
DAÐI ÓLAFSSON HVERNIG SKORARU EKKI ÞARNA?

Orri keyrir inn á teig og leggur hann fyrir markið og Djair hittir ekki boltann og boltinn endar hjá Daða sem neglir boltanum yfir en Daði hafði allan tíman í heiminum til að taka snertingu og leggja hann í netið.

Dauðafæriiiiiiiii
81. mín
Dagur Dan fær boltann úti vinstramegin og vinnur hornspyrnu. Boltinn af Gyrði og afturfyrir.

Dagur Dan tekur hornspyrnuna og boltinn beint á Djair sem nær ekki að stýra boltanum í netið og boltinn framhjá.
77. mín
Arnór Gauti fær boltann fyrir utan teig og Ernir Bjarna brýtur á honum og Fylkismenn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan D-bogann.

Dagur Dan tekur spyrnuna og aftur líkt og áðan setur hann boltann yfir vegginn en beint á Smit.
73. mín
Daði Ólafs tekur hornspyrnu frá vinstri og boltinn skallaður burt og boltinn berst aftur til Daða sem kemur með aðra fyrirgjöf og boltinn berst út á Arnór Gauta sem lætur vaða en boltinn langt framhjá
72. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
70. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
68. mín
Árni Elvar með góða fyrirgjöf frá hægri en enginn Leiknismaður mætti inn á teig og boltinn rúllar afturfyrir endarlínu.
67. mín
Dagur Dan tekur hornspyrnu frá hægri beint á kollinn á Orra Svein en skalli hans hættulítill og framhjá markinu.
65. mín
Sævar Atli við það að sleppa í gegn eftir sendingu frá Mána en Ásgeir Eyþórs kemur boltanum í burtu.
62. mín
ARNÓR GAUTI MEÐ ANNAÐ SKOT FYRIR UTAN TEIG

Fær boltann á D-boganum og reynir skot á markið en boltinn framhjá.

Miklu meiri kraftur sóknarlega hjá Fylkismönnum eftir þessar breytingar.
61. mín
FYLKISMENN VILDU VÍTI ÞARNA!!

Arnór Gauti fær boltann inn á miðjunni og nær að færa hann yfir til hægri á Ragnar Braga sem finnur Orra Hrafn inn á teig og Orri fellur en Einar Ingi dæmir ekkert og segir áfram gakk.

Hárrétt held ég.
60. mín
Inn:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir) Út:Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir)
60. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Út:Jordan Brown (Fylkir)
60. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir) Út:Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir)
59. mín
Gyrðir fær langan bolta upp hægramegin og vinnur hornspyrnu.

Danni Finns tekur spyrnuna en Ásgeir Eyþórs skallar boltann út úr teignum.
57. mín Gult spjald: Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir)
Fær spjald fyrir að hlaupa fyrir Smit sem var að koma boltanum í leik.
56. mín
Dagur Þórhalls færir boltann frá vinstri inn á miðjuna á Arnór Gauta sem lætur vaða en boltinn beint í Bjarka Aðalsteins og í framhaldi vinna Fylkismenn aukaspyrnu á hættulegum stað.

Dagurt Dan undirbýr sig að spyrna boltanum.

Dagur setur hann yfir vegginn en boltinn beint á Smit.
55. mín
Arnór Borg keyrir upp hægri vænginn og rennir boltanum fyrir ætlað Jordan Brown en Smit kemst í boltann í grípur.
54. mín
Atli Sveinn og Óli Stígs undirbúa til þrefalda skiptingu. Augljóslega ekki ánægðir með gang mála.
53. mín
Arnór Borg fær hann fyrir utan teig og lætur vaða og boltinn af Leiknismanni og boltinn stefnir afturfyrir en Smit kemur á ferðinni og rennir sér í boltann.
51. mín Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
Stoppar skyndisókn Leiknis. Keyrir í Sævar Atla þegar hann var búin að losa sig við boltann.
48. mín
Dagur Þórhalls fær boltann og færir hann upp vinstri vænginn á Arnór Borg en Binni Hlö kemur á ferðinni og tæklar boltann út fyrir.
46. mín
Torfi Tímoteus fær boltann og leggur hann á Unnar Stein sem snýr í átt að marki og lætur vaða en boltinn yfir markið.

Fín byrjun á síðari hálfleiknum.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn

Einar Ingi setur klukkuna af stað og flautar. Fylkismenn byrja síðari hálfleikinn.

Kalla eftir fleiri mörkum í þetta!!
45. mín
Hálfleikur
Einar Ingi flautar til hálfleiks.

Leiknismenn fara með 1-0 forskot inn í hálfleikinn. Tökum okkur pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
44. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Stoðsending: Dagur Austmann
BÆNG. SÆVAR ATLI MAGNÚSSON!!!

Dagur Austmann fær boltann við miðjuna og lyftir boltanum innfyrir á Sævar Atla sem tekur hann í fyrsta og boltinn fer undir hendurnar á Aroni Snæ í marki Fylkis.

Spurning með aukaspyrnu í aðdragandanum þegar virtist vera brotið á Unnari Stein.

1-0 LEIKNIR!
41. mín Gult spjald: Djair Parfitt-Williams (Fylkir)
Alltof seinn inn í Mána Austmann.
40. mín
Arnór Borg fær hann og keyrir með boltann í átt að teig Leiknis og finnur Djair sem var hægramegin við hann. Djair reynir fyrirgjöf en góð vörn hjá Bjarka Aðalsteins.
38. mín
Mikið að fara í gegnum Dag Austmann þessar síðustu mínútur.

Dagur finnur Sævar Atla inn fyrir vörn Fylkis en Sævar er flaggaður fyrir innan.
36. mín
BESTA TILRAUN LEIKSINS KEMUR HÉR EFTIR 36 MÍNÚTNA LEIK

Máni Austmann finnur Dag úti til vinstri og Dagur kemur með boltann aftur á Mána sem nær skoti á markið en boltinn framhjá markinu.
31. mín
Sævar Atli fær boltann og kemur honum út á Mána Austmann sem reynir skot en boltinn af varnarmanni Fylkis og í horn sem ekkert verður úr.
28. mín
GEGGJUÐ VÖRN HJÁ ÁSGEIRI EYÞÓRS!!

Emil Berger rennir Sævar Atla í gegn aleinan á móti Aroni Snæ og Sævar Atli nær skoti á markið sem Ásgeir Eyþórs nær að henda sér fyrir og boltinn afturfyrir.

Ekkert verður úr hornspyrnunni.
25. mín
Dagur Austmann finnur Sævar Atla inn á teig sem snýr baki í markið en heldur boltanum vel og rennir honum út á Daða sem hittir hann alls ekki vel og boltinn langt framhjá.

Ég óska eftir meira fjöri í þetta!
22. mín
Ragnar Bragi á sendingu fyrir og Bjarki Aðalsteinsson hefur betur í baráttunni við Djair en virðist hafa fundið eitthvað fyrir þessu og liggur eftir.

Bjarki stendur upp og leikurinn er farinn í gang aftur.
21. mín
Lítið að gerast í þessu hérna síðustu mínútur. Bæði lið eru ekki að ná að halda boltanum almennilega, mikið af misheppnuðum sendingum hjá báðum liðum.

Bíðum enþá eftir fyrsta alvöru færi leiksins.
17. mín
Bjarki Aðalsteinsson fær boltann í vörninni og reynir að lyfta boltanum upp á Danna Finns en boltinn rúllar beint til Arons í marki Fylkis.
13. mín
Arnór Borg gerir lítið úr Binna Hlö úti við hægri hornfána og nær að komast inn í teig en Einar Ingi flautar aukaspyrnu á Binna.

Þarna hefði Einar átt að nota hagnaðinn en gerði það ekki og Óli Stígs ekki sáttur niður á hliðarlínu, eðlilega kannski.

Ekkert verður úr aukaspyrnunni.
10. mín
Gyrðir brýtur á Dag Þórhalls og Fylkismenn fá aukaspyrnu á flottum stað.

Dagur tekur spyrnuna og Fylkismenn ná skalla á markið en Smit grípur vel.
9. mín
Fylkismenn vinna hornspyrnu. Fylkismenn koma með langan bolta innfyrir og Bjarki Aðalsteins hreinsar í horn.

Ekkert verður úr hornspyrnunni.
5. mín
Fylkismenn taka langt innkast frá vinstri inn á teig og Árni Elvar skallar boltann burt og Leiknismenn keyra upp í skyndisókn. Sævar Atli kemur með boltann út á Danna Finns sem vinnur hornspyrnu fyrir leiknismenn.

Danni Finns tekur hornspyrnuna sem Fylkismenn skalla í burtu.
2. mín
Þarna var Smit heppinn!!!

Fær boltann og gefur hann beint á Unnar Stein sem var fljótur að bregðast við og ætlar að setja boltann yfir Smit en Smit nær að grípa boltann.
1. mín
Binni Hlö kemur með boltann út á Dag sem keyrir með boltann af stað og finnur bróðir sinn Mána inn fyrir en Máni flaggaður ragnstæður.
1. mín
Leikur hafinn
Einar Ingi flautar til leiks og þetta er farið af stað. Leiknismenn byrja með boltann

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Vallarþulur Leiknis býður fólk velkomið á Domusnovavöllinn og liðin ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
Hálftími í leik hér í Breiðholtinu

Liðin eru mætt út á völl að hita og áhorfendur hægt og rólega að týnast í stúkuna.

Ég bið ekki um mikið en bara að ég fái að sjá mörk og skemmtun inn á vellinum hér í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Sigurður Höskuldsson gerir eina breytingu frá tapinu gegn KA í síðustu umferð. Brynjar Hlöðversson kemur inn í liðið en hann var ekki með í þeim leik vegna meiðsla. Arnór Ingi Kristinsson fær sér sæti á bekknum.

Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Ingi Stígsson gera engar breytingar frá jafnteflinu gegn KR í síðustu umferð.



Binni Hlö er kominn aftur í lið Leiknis.
Fyrir leik
Einar Ingi Jóhannsson heldur utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Andri Vigfússon og Kristján Már Ólafs. Varadómari í kvöld er Elías Ingi Árnason. Eftirlitsmaður KSÍ verður Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.

Fyrir leik
Fylkir

Fylkismenn fengu KR-inga í heimsókn í Lautina í síðustu umferð og enduðu leikar 1-1.
Liðið situr fyrir leikinn í kvöld í því níunda með tvö stig.


Fyrir leik
Leiknir Reykjavík

Fóru norður til Dalvíkur og mættu KA mönnum í síðustu umferð og töpuðu 0-3.
Liðið situr fyrir leikinn í kvöld í 10.sæti deildarinnar með tvö stig.



Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis í baráttu við Brynjar Inga Bjarnason leikmanns KA
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Domusnovavellinum í Breiðholti. Hér í kvöld mætast Leiknir Reykjavík og Fylkir í fjórðu umferð Pepsí Max-deildar karla.

Ef við horfum á töfluna þá er þetta mjög áhugaverður leikur þar sem bæði lið eru með tvö stig í 9 og 10 sæti deildarinnar.

Flautað verður til leiks klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('60)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f) ('72)
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Jordan Brown ('60)
11. Djair Parfitt-Williams
22. Dagur Dan Þórhallsson
23. Arnór Borg Guðjohnsen ('60)

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('60)
18. Nikulás Val Gunnarsson ('60)
28. Helgi Valur Daníelsson
72. Orri Hrafn Kjartansson ('60)
77. Óskar Borgþórsson

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Tómas Ingi Tómasson
Hilmir Kristjánsson

Gul spjöld:
Djair Parfitt-Williams ('41)
Arnór Gauti Jónsson ('51)
Arnór Borg Guðjohnsen ('57)

Rauð spjöld: