Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Í BEINNI
Besta-deild karla
HK
14:00 0
0
FH
Grótta
5
0
Vestri
Pétur Theódór Árnason '8 1-0
Kjartan Kári Halldórsson '17 2-0
Björn Axel Guðjónsson '23 3-0
Pétur Theódór Árnason '33 4-0
Pétur Theódór Árnason '50 5-0
22.05.2021  -  14:00
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Maður leiksins: Kristófer Melsted
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason ('83)
Halldór Kristján Baldursson
2. Arnar Þór Helgason
3. Kári Daníel Alexandersson
6. Sigurvin Reynisson (f)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('83)
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('60)
14. Björn Axel Guðjónsson ('69)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('60)
19. Kristófer Melsted

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
5. Patrik Orri Pétursson
6. Ólafur Karel Eiríksson ('60)
9. Axel Sigurðarson
11. Sölvi Björnsson ('60)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('83)
25. Valtýr Már Michaelsson ('69)
29. Óliver Dagur Thorlacius ('83)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Þór Sigurðsson
Gísli Þór Einarsson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson

Gul spjöld:
Gunnar Jónas Hauksson ('13)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér á Vivaldivellinum.

5-0 sigur Gróttu staðreynd og margir myndu segja það óvænt úrslit.

Ég þakka fyrir mig, skýrsla og viðtöl koma innan skamms.
92. mín
Kári Daníel stoppar enn aðra sókn Vestramanna. Geggjaður leikur hjá honum í dag.
91. mín
Arnar vinnur aðra baráttu við Pétur Bjarnason. Boltinnn í horn og Gróttumenn ná að hreinsa.
90. mín
3 mínútum bætt við. Leikurinn samt löngu búinn.
88. mín
Vestramenn fá aukaspyrnu í skotfæri.

Checho setur hann framhjá markinu.
87. mín
Sölvi fær hér högg á viðkvæman stað og er sjúkraþjálfari sem ætlar á staðinn. Ekki veit ég hvernig hann ætlar að hjálpa með þetta.
84. mín
Sigurður Hrannar byrjar feril sinn í bláu í rangstöðunni. Fyrsti leikur hans á láni frá ÍA.
83. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta) Út:Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
83. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (Grótta) Út:Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Hvílíkur leikur hjá Pétri. Fær hér heiðursskiptingu.
82. mín
Brenton kýlir boltann og höfuðið á Pétri Theódór í leiðinni. Vonandi í lagi með hann.
81. mín
Góð sókn hjá Gróttu sem endar næstum í sjálfsmarki Daníels Agnars en hornspyrna fyrir Gróttu.
79. mín
Vinnusemin í Gróttumönnum frábær alveg frá byrjun. Elta Vestramenn hvert sem þeir fara.
79. mín Gult spjald: Aurelien Norest (Vestri)
77. mín
Kundai með flott hlaup upp vinstri kantinn og á skot í hornið sem Hákon ver en Pétur tekur frákastið en Hákon ver aftur.
75. mín
Sölvi vinnur aukaspyrnu en Vestramenn ekki sáttir með þá ákvörðun.

Boltinn beint á Brenton sem neglir fram og Melsted skallar í horn sem er tekið stutt og hratt en Arnar hreinsar vel.
73. mín
Valtýr vinnur aukaspyrnu á hægri kantinum en boltinn ekki góður inní teginn.
72. mín
Diogo Coelho reynir krossinn en boltinn beint í hendurnar á Hákoni. Lítið að gera hjá honum í dag.
69. mín
Inn:Valtýr Már Michaelsson (Grótta) Út:Björn Axel Guðjónsson (Grótta)
Valtýr kemur inn í tíuna. Baxel hefur átt flottan leik og fær að hvíla sig sem verðlaun.
68. mín
Grótta undirbýr aðra skiptingu. Valtýr Már kemur inn.
65. mín
Pétur Bjarnason kemst hérna einn í teig Gróttumanna en enginn með honum Hákon lokar vel og færið verður að engu.
63. mín
Björn Axel virkilega leikinn á boltanum og fer framhjá Madsen, Elmari og Checho en sendingin inní ekki jafn góð.
61. mín
Gróttumenn vilja víti hérna.

Sölvi á laglegan bolta í gegn á Pétur sem kassar hann niður og reynir að vippa honum yfir Brenton en hann mætir og fer í Pétur en Gunnþóri finnst þetta greinilega ekki nægilega mikil snerting.
60. mín
Inn:Sölvi Björnsson (Grótta) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta)
60. mín
Inn:Ólafur Karel Eiríksson (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
58. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Viktor Júlíusson (Vestri)
Sergine kemur hér á hægri kantinn. Vestri búnir með skiptingarnar sínar innan við 60 mínútur.
57. mín
Grótta undirbýr tvöfalda skiptingu. Ólafur Karel og Sölvi gera sig til.
54. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Tufa hefur verið hljóðlátur í dag og Pétur kemur inn. Kemur mér á óvart að þeir setja ekki Luke Rae inn líka en kannski á eftir.
50. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
ÞRENNA!! AFTUR!!!

Pétur skorar hér sína aðra þrennu á tímabilinu og FIMMTA mark Gróttu í dag. Boltinn vinnst á miðjunni af Vestramönnum og skoppar á Pétur sem hleypur með hann upp að D boganum og skýtur fast í vinstra horn Brenton í þetta skiptið.

5-0!!!
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.

Vestri gerir engar skiptingar í hálfleik en verður gaman að sjá hvernig þeir munu bregðast við.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við.

Action packed fyrri hálfleikur að baki. Sjáum hvað gerist í þeim seinni.
41. mín
Inn:Chechu Meneses (Vestri) Út:Casper Gandrup Hansen (Vestri)
Fyrsta breyting Vestramann kemur eftir 40 mínútur. Checho inn fyrir Hansen. Vestri fara í 4 manna varnarlínu.
41. mín Gult spjald: Celso Raposo (Vestri)
Rosalega ljót tækling hjá Raposo. Heppinn að fá ekki rautt.
40. mín
Arnar brýtur á Tufa, Hansen tekur aukaspyrnuna á fínum stað.

Pétur skallar frá.
39. mín
Gunnar með mjúkan bolta í gegn á Kjartan Kára en touchið hans bregst honum. Var kominn ein á móti Brenton.
38. mín
Gróttumenn leysa úr allri pressu Vestra. Algjörir yfirburðir í spili hjá drengjunum að sunnan.
33. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Melsted
HVAÐ ER Í GANGI HÉRNA!!!!

Pétur með sitt fimmta mark í deildinni í ár og Kristófer með sína FJÓRÐU STOÐSENDINGU Í LEIKNUM. Kristófer með fastan háan bolta á kassann á Pétur sem tekur hann frábærlega niður og volleyar hann í hægra hornið. Brenton greinilega með verri hlið.

Grótta 4 Vestri 0!
30. mín
Tufa leikinn með boltann og fer framhjá Arnari en á laust skot á markið og Hákon á mjög auðvelt með þetta.
30. mín
Varamenn Vestra strax farnir að hita upp. Spurning hvort Heiðar gerir breytingar í hálfleik.
27. mín
Vestramenn tæpir!

Arnar Þór Helgason reynir að taka erfiðan bolta niður í vörn Gróttu en missir hann frá sér á Tufa sem kemst í gegn en boltinn í utanverða stöngina.
23. mín MARK!
Björn Axel Guðjónsson (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Melsted
HVÍLIK BYRJUN GRÓTTUMANNA!!!

Allir 3 fremstu menn Gróttu nú búnir að skora. Kristófer Melsted með enn annan boltann inní en boltinn fellur af varnarmanni Vestra á Björn Axel sem setur boltann AFTUR í hægra hornið. Öll 3 mörkin komin í hægra horn Brentons.

3-0!!!!
22. mín
Hornspyrna fyrir Vestri.

Boltinn örlítið of langur en endar hjá Raposo sem reynir að finna Elmar en verður að engu
20. mín
Brotið á Pétri og aukaspyrna Gróttu á fínum stað.

Kristófer Orri með háan bolta inn en auðveldur fyrir Brenton.
17. mín MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Melsted
GEGGJAÐ MARK!!!

Kjartan Kári fær boltann vinstra megin frá Kristófer Melsted og hleypur inn á teiginn, tekur þreföld skæri og fer á hægri fótinn sinn framhjá Elmari Atla og setur gott skot niðri í fjærhornið.

17 mínútur liðnar, 2-0
13. mín Gult spjald: Gunnar Jónas Hauksson (Grótta)
Gult spjald fyrir brotið áðan.
13. mín
Gunnar brýtur aftur en í þetta skiptið á hinum kantinum.
11. mín
Gunnar Jónas brýtur á Casper Hansen og hann liggur eftir en hann fær högg á höfuðið eftir brotið. Aukaspyrna samt fyrir Vestramenn á góðum stað.

Halldór Kristján skallar frá
8. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Melsted
PÉTUR THEÓDÓR HÆTTIR EKKI!!!!

Kristófer Orri fær boltann á miðjunni og kemur með draumabolta með vinstri í hlaup nafna síns Melsted sem kemur með þéttingsfastan og hnitmiðaðan bolta á Pétur sem skýtur á markið en boltinn skoppar af bakinu á Kundai og yfir Brenton í markinu.

Flott sókn, 1-0
6. mín
Vestramenn vilja víti

Casper Hansen kemst hér í gegn og heldur fyrir andlitið. Vill meina að Gunnar Jónas hafi gefið honum olnbogaskot.

Ekkert dæmt
2. mín
Hornspyrna snemma fyrir Vestramenn

Viktor með hornspyrnuna en Sigurvin skallar frá
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn

Loksins ganga liðin saman inn á völlinn en ekki í sitthvoru lagi.

Sigurvin vinnur uppkastið og ákveður að velja vallarhelminginn sem þýðir auðvitað að Vestri byrjar með boltann.
Fyrir leik
Fólk er hægt og rólega byrjað að týnast inn í stúkuna, veðurguðirnir ekki að fara jafn vel með okkur og við viljum en fínasta fótboltaveður samt sem áður.
Fyrir leik
Hálftími í leik og mér sýnist enginn ætla að nýta sér pylsutilboð Gróttu fyrir leik. Einn mættur í stúkuna og hann ekki með pylsu en það þýðir bara að það sé nóg til. Held að ég stökkvi í málið og byrji söluna.
Fyrir leik
Axel Sigurðsson er í liðstjórn Gróttumanna í dag en hann er kominn aftur til landsins í bili úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum og tekur slaginn með Gróttu í sumar.


Fyrir leik
Liðin eru komin út í upphitun.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Gústi Gylfa gerir 4 breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Fjölni. Út fara Jón Ívan Rivine, Ólafur Karel, Sölvi Björnsson og Júlí Karlsson. Hákon Rafn kemur aftur í byrjunarlið Gróttu eftir meiðsli, og það sama með Sigurvin Reynisson. Einnig kemur hinn bráðefnilegi Kjartan Kári Halldórsson aftur inn í liðið og varafyrirliðinn Halldór Kristján Baldursson kemur einnig einn í varnarlínu Nesmanna.

Vestri gerir 2 breytingar sín megin frá sigrinum í Laugardalnum. Úr byrjunarliðinu fara Nacho Gil sem hefur líklega meiðst, við fáum að heyra betur af þessu síðar og einnig kemur út Segine Modou Fall. Inn fyrir þá koma Viktor Júlíusson og Casper Hansen. Vestramenn eru aðeins með 5 varamenn í dag því verður áhugavert að sjá hvort það muni trufla þá seint í leiknum.


Fyrir leik
Gaman er að segja frá því að það verða veitingar í boði fyrir þá stuðningsmenn sem mæta snemma á völlinn svo ekki hika við að mæta fyrr og horfa á gosið yfir flóann ef þú ætlar.

Fyrir leik
2 leikmenn Gróttu hafa áður spilað með Vestra, þeir Gunnar Jónas Haukson aka Guzcut spilaði seinustu tvö tímabil fyrir Vestra og fékk hann vin sinn Gabríel Hrannar Eyjólfsson með sér eftir hálft tímabil 2020.


Fyrir leik
Spá leiksins

Spámaður Fótbolta.net fyrir 3. umferð Lengjudeildarinnar var Axel Óskar Andrésson leikmaður Riga FC í Lettlandi og hafði hann þetta að segja um leikinn.

Grótta 3 - 2 Vestri
Hörkuleikur á nesinu. Gústi Gylfa veit hvað hann syngur og knýr fram sterkan sigur gegn flottu Vestra liði.

Fyrir leik
Dómarar leiksins

Dómari leiksins verður Gunnþór Steinar Jónsson og honum til aðstoðar verða Óli Njáll Ingólfsson og Kristján Már Ólafs. Eftirlitsmaður í dag verður Frosti Viðar Gunnarsson.


Fyrir leik
Vestri

Vestri situr með fullt hús stiga í 3. sæti deildarinnar eftir 2 leiki. 3-0 útisigur á Selfoss og 3-1 útisigur á Þrótti gerir þetta þeirra þriðja útileik í röð og það hefur sést að þeir eru mjög sigurstranglegir þegar þeir koma í heimsókn.


Fyrir leik
Grótta

Gróttumenn koma inn í þennan leik á tapi gegn Fjölni 1-0. Fyrir það unnu þeir Þór 4-3 í æsispennandi leik og sitja því núna í 7. sæti deildarinnar eftir 2 leiki. Gústi Gylfa mun vilja sjá sína menn stíga upp í dag og koma inn marki snemma.


Fyrir leik
Markaskorun

Markahæstu leikmenn liðanna eru þeir Pétur Theódór Árnason hjá Gróttumönnum en hjá Vestramönnum þeir Nicolaj Madsen og Vladimir Tufegdzic.

Pétur er með 3 mörk í þeim 2 leikjum sem þeir hafa spilað í deildinni í sumar en þó komu öll þau mörk í fyrsta leik liðsins gegn Þór hér á Vivaldi og verður spennandi að sjá hvort hann haldi markaskoruninni gangandi á heimavelli.

Nicolaj og Vladimir hafa saman skorað 4 af 6 mörkum Vestri í deildinni. Þeir eru alltaf hættulegir og einnig spennandi að sjá hvort þeir standi sig í dag.


Fyrir leik
Liðin hingað til

Leikurinn verður leikinn á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi og mæta bæði lið vel gíruð í þennan leik.

Bæði þessi lið hafa klárað 2 leiki hingað til í sumar og hafa Vestri unnið þá báða og leitast eftir því hér að halda fullu húsi stiga. Grótta kemur inn í þennan leik á tapleik gegn Fjölni uppí Grafarvogi og munu vilja hefna þess hér í dag.


Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Gróttu og Vestra í 3. umferð Lengjudeild karla.

Það er risa stemning í dag á Nesinu. The Vivaldi hooligans mæta með Arnar Ax leading the pack, Seltjarnarneslaug nýopin aftur eftir þrif og daytime drinking í hófi á Rauða Ljóninu strax eftir leik.

Búumst við VEISLU!!!


Byrjunarlið:
Daníel Agnar Ásgeirsson
Brenton Muhammad
7. Vladimir Tufegdzic ('54)
11. Nicolaj Madsen
13. Celso Raposo
19. Casper Gandrup Hansen ('41)
20. Kundai Benyu
21. Viktor Júlíusson ('58)
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
25. Aurelien Norest
55. Diogo Coelho

Varamenn:
23. Diego Garcia (m)
5. Chechu Meneses ('41)
10. Nacho Gil
17. Luke Rae
19. Pétur Bjarnason ('54)
77. Sergine Fall ('58)

Liðsstjórn:
Heiðar Birnir Torleifsson (Þ)
Sigurgeir Sveinn Gíslason
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Bjarki Stefánsson
Eiríkur Bergmann Henn

Gul spjöld:
Celso Raposo ('41)
Aurelien Norest ('79)

Rauð spjöld: