Fjölnir
0
1
Fram
0-1 Albert Hafsteinsson '22
28.05.2021  -  19:15
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Albert Hafsteinsson (Fram)
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
2. Valdimar Ingi Jónsson ('58)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('75)
6. Baldur Sigurðsson
8. Arnór Breki Ásþórsson
11. Dofri Snorrason
15. Alexander Freyr Sindrason
19. Hilmir Rafn Mikaelsson
22. Ragnar Leósson ('87)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('75)
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Varamenn:
9. Andri Freyr Jónasson ('87)
10. Viktor Andri Hafþórsson ('75)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('58)
16. Orri Þórhallsson ('75)
18. Kristófer Jacobson Reyes
28. Hans Viktor Guðmundsson
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Pétur Guðmundsson flautar til leiksloka.

Framarar hafa betur 1-0 og eru á toppi deildarinnar með fullt hús

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
90. mín
Klukkan slær nítíu hér á Extravellinum í Grafarvoginum.

Er Albert Hafsteinsson að fara tryggja Frömurum stigin þrjú?
88. mín
Mási tekur fyrir utan teig sem Sigurjðón ver þægilega.

Hugsa að leikmenn beggja liða geti ekki beðið eftir að varðstjórinn flauti þetta af
87. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
85. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
82. mín
Halli Einar kemur boltanum upp á Mása sem fíflar Alexander Frey og kemur sér inn á hægri fótinn og lætur vaða en boltinn í Baldur og afturfyrir.
81. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Fram)
Lendir harkalega á Orra.
80. mín
Mási fær boltann við miðjuna og tekur straujið upp og reynir skot rétt fyrir utan teig en boltinn í innkast.
79. mín
Fjölnismenn vinna hornspyrnu og aðra beint upp úr henni.

Fáum við dramatík?

Ekkert verður úr seinni hornspyrnunni.
76. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
75. mín
Inn:Orri Þórhallsson (Fjölnir) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
Eina sem hefur gerst síðustu tíu mínútur.
75. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Eina sem hefur gerst síðustu tíu mínútur.
67. mín
Hallvarður heldur áfram að ógna úti hægramegin. Núna fær hann boltann og lætur vaða en boltinn af varnarmanni og afturfyrir í horn en ekkert verður úr hornspyrnunni.
66. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Indriði Áki Þorláksson (Fram)
65. mín
Hallvarður fær boltann úti til hægri og keyrir af stað í átt að teignum og kemur sér inn á teig en Gunni Gunn með geggjaða tæklingu afturfyrir.

Arnór Breki tekur spyrnuna og Fjölnismenn vinna tvær hornspyrnur í röð í kjölfarið en ekkert verður úr þeirri þriðju.
60. mín
Hilmar Rafn fær boltann fyrir utan teig og Gunni Gunn brýtur á honum og Fjölnismenn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.

Hallvarður gerir sig líklegan til að spyrna boltanum.

Hallvarður tekur spyrnuna en hún slök beint í vegginn og Fjölnismenn koma boltanum í burtu.
59. mín
Hallvarður fer skemmtilega með boltann, klobbar Harald og kemst upp að endarmörkum en missir boltann útaf.
58. mín
Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Út:Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir)
57. mín
ALBERT HAFSTEINS!

Haraldur Einar fær boltann út vinstra megin og nýtir vindinn vel í fyrirgjöfina og boltinn endar á fjær þar sem Albert var en Albert skallar boltann framhjá.
54. mín
Valdimar Ingi vinnur hornspyrnu fyrir Fjölnismenn.

Arnór Breki spyrnur boltanum fyrir og boltinn dettur á milli vítapunkts og markteigs en enginn Fjölnismaður nær að pota tánni í boltann
50. mín
Jóhann Árni kemur sér inn á teiginn og fellur eftir samskipti við varnarmann Fram og Fjölnismenn heimta vítaspyrnu en Pétur dæmir horn sem ekkert verður úr.
49. mín
Tryggvi Snær brýtur á Ragnari Le á góðum stað fyrir utan teig.

Arnór Breki og Jóhann Árni standa yfir boltanum.

VÁÁAÁ. JÓHANN ÁRNI SMELLIR BOLTANUM YFIR VEGGINN OG BOLTINN STEFNDI Í NÆR EN ÓLI ÍS VER VEL Í HORN
46. mín
Alexander Freyr dettur á rassinn og Fred keyrir í átt að teignum og Baldur kemur og ætlar að tækla boltann en tæklingin skelfileg og Fred heldur boltanum en nær ekki að koma boltanum á markið og boltinn í hornspyrnu sem ekkert veðrur úr.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Pétur Guðmundsson flautar til hálfleiks og leikmenn taka staujið inn í klefa.

Framarar leiða 1-0 í hálfleik.
43. mín
Fred reynir skot af 30 metrunum og boltinn fer upp í vindinn og Sigurjón Daði var mjög óöruggur með þennan bolta sem stemmdi á markið en boltinn yfir.
37. mín
Framarar nálgæt því þarna!!!

Fred kemur með spyrnuna fyrir og Fjölnismenn ætla að koma boltanum í burtu en boltinn ratar beint á Alex Frey sem á skot rétt fyrir utan teig en boltinn í varnarmann.
33. mín
Ekki neitt að frétta inn á vellinum þessar síðustu mínútur. Það tók Óla Íshólm tvær mínútur áðan að framkvæma eina markspyrnu og boltinn hefur verið meira útaf vellinum en inná.

Rosalega erfiðar aðstæður sem koma niður á gæðunum.
27. mín
Ragnar Le keyrir inn á teig og fellur en boltinn ratar til Arnórs Breka sem spyrnir boltanum fyrir beint á pönnuna á Baldri sem skallar boltann framhjá.
25. mín
ARNÓR BREKI!!!!

Kemur hár bolti inn á teiginn og boltinn hafnar úti á Arnór sem lætur vaða en Óli Íshólm ver en missir boltann klaufalega og boltinn hrekkur aftur til Arnórs sem læt vaða en vindurinn tekur í boltann og boltinn yfir. Hugsa að þessi hefði sungið í logni.

Framarar heppnir þarna.
22. mín MARK!
Albert Hafsteinsson (Fram)
ALBERT HAFSTEINSSON!!!!

Þórir hælar hann á Fred sem reynir skot sem fer af varnarmanni og boltinn hrekkur beint á Albert Hafsteinsson sem setur boltann í netið!

1-0 FRAM
22. mín
Haraldur Einar keyrir í átt að teignum og reynir að spóla sig inn á teig Fjölnis en kemur boltanum út á Fred sem reynir að koma með boltann á teiginn en Fjölnismenn koma boltanum í burtu.
15. mín
MELBERG STEINLIGGUR

Fred Saravia fær boltann út til hægri og leikur inn á völlinn og reynir skot á markið en boltinn beint í hausinn á Melberg sýndist mér og fann hann vel fyrir þessu.

Melberg staðin á fætur og leikurinn farin í gang aftur.
10. mín
Framarar vinna hornspyrnu úti vinstramegin.

Albert Hafsteinsson tekur hana stutt og fær boltann aftur og reynir bara skot á markið en boltinn beint upp í vindinn og yfir markið.
8. mín
Valdimar Ingi keyrir inn á teiginn eftir að hafa fengið hann út til hægri og fellur en Pétur Guðmundsson dæmir ekkert.
7. mín
Það er lítið að frétta í þessu en mikið af brotum út á velli hafa einkennt þessar fyrstu sjö mínútur leiksins.
4. mín
Albert Hafsteins reynir að taka aukaspyrnu en boltinn vill ekki kjurr.

Þetta eru skrautlegar aðstæður.

Albert spyrnir boltanum loksins fyrir og Framarar vinna aðra aukaspyrnu nær marki Fjölnis. Fred tekur spyrnuna en boltinn beint í vegginn og í hendurnar á Sigurjóni.
3. mín
Alex Freyr rennir honum til hliðar á Tryggva Snæ sem kemur með fastan bolta meðfram grasinu og Framarar ná ekki að pota boltanum inn.

Þarna var hætta að marki Fjölnis.
1. mín
BALDUR SIG!!!

Jói tekur aukaspyrnuna frá miðjuboganum inn á teig og Hilmar Rafn flikkar honum á Baldur sem nær skalla á markið en Óli Íshólm ver vel.
1. mín
Leikur hafinn
Pétur Guðmundsson flautar og það eru Fjölnismenn sem hefja leik með á móti vind.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Fjölnismenn gulir og glaðir skokka inn á völlin og Framarar koma þeim á eftir og dómaratríóið eru síðastir inn á völlin.

Vallarþulur Fjölnis kynnir liðin, fyrirliðar heilsast og það er stutt í upphafsflautið.
Fyrir leik
TÍU MÍNÚTUR Í LEIK OG ÞAÐ BÆTIR Í VINDINN

Liðin eru farinn inn í búningsklefa að gera sig klár. Það er alveg spurning hvort þessi leikur verði ekki bara flautaður af ef það heldur áfram að bæta svona í vind.

Við sjáum hvað setur, þetta gæti orðið áhugavert.
Fyrir leik
Það er bókstaflega enginn mættur í stúkuna hérna í Grafarvoginum, eðlilega verð ég að segja. Ég mun leggja mig allan fram að skila öllu sem fer fram á vellinum vel frá mér með aðstoð frá gæðamönnum hér með mér í fréttamannastúkunni.

Leikurinn er einnig sýndur hér og kostar litlar 1000 krónur.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru klár og má sjá þau hér til hliðana. Ekkert óvænt svona við fyrstu sín.
Fyrir leik
Það blæs duglega á Extravellinum

Ég er mættur í Grafarvoginn og hér er hávaðar rok og örlítil rigning og leikmenn eru mættir út á völl. Það verður gaman að heyra í viðbrögðum þjálfarana beggja eftir leik um þessa ákvörðun að láta leikinn fara fram hér í kvöld.

Þóroddur Hjaltalín er mættur í blaðamannastúkuna mér við hlið en hann er formaður dómaranefndar. Hann vill meina að það sé ekkert að þessu veðri.
Fyrir leik
Varðstjórinn tekur ákvörðun hvort leikurinn fari fram eða ekki.

Pétur Guðmundsson dómari leiksins mun taka stjórn á vettvangi og ákveða framhaldið.


Fyrir leik
Fer leikurinn fram í kvöld?

Suðaustan hvassviðri gengur nú yfir suðvestanvert landið.

Búið er að fresta viðureign Vestra og Grindavíkur í Lengjudeild karla vegna veðurs en leikurinn átti að fara fram á Ísafirði í kvöld.

Í skoðun er að fresta fleiri leikjum í Lengjudeildinni í kvöld samkvæmt heimildum Fótbolta.net



Extravöllurinn í Grafarvogi.
Fyrir leik
Stubbur spáir lokuðum leik

Steinþór Már Auðunsson, Stubbur markvörður KA í Pepsí Max-deildinni er spámaður Fótbolta.net fyrir þessa fjórðu umferð deildarinnar.

Fjölnir 1 - 1 Fram (Í kvöld, 19:15)

,,Lokaður leikur þar sem bæði mörkin koma eftir fast leikatriði."

Fyrir leik
Fram

Fram eins og flestir vita voru grátlega nálægt því að komast upp í Pepsí Max-deildina á síðasta tímabili en liðið endaði deildina í þriðja sæti með jafn mörg stig og Leiknir Reykjavík en Leiknismenn fóru upp á betra markahlutfalli og eru Framarar staðráðnir í því að fara upp í sumar. Framarar hafa líkt og Fjölnismenn unnið alla sína þrjá leiki í deildinni í sumar en lið hefur skorað tíu mörk og fengið á sig þrjú.

Framarar fengu Þórsarar í heimsókn í Safamýrina í síðustu umferð og unnu sannfærandi 4-1 sigur. Mörk Fram í þeim leik skoruðu Indriði Áki Þorláksson, Kyle Mclagan og Fred Saravia.
Fyrir leik
Fjölnir

Fjölnismenn féllu úr Pepsí Max-deildinni á síðasta tímabili og er þeim spáð þriðja sætinu í Lengjudeildinni í sumar. Fjölnismenn hafa unnið alla sína þrjá leiki í deildinni en liðið hefur skorað sex mörk og fengið á sig tvö.

Í síðustu umferð unnu Fjölnismenn góðan sigur 2-0 sigur á Grindavík. Mörk Fjölnis skoruðu Ragnar Leósson og Hilmar Rafn Mikaelson.
Fyrir leik
TOPPSLAGUR Í LENGJUNNI!

Gott og gleðilegt kvöldið og verið hjartanlega velkomin með okkur á Extravöllin í Grafarvogi. Hér í kvöld mætast Fjölnir og Fram í fjórðu umferð Lengjudeildar karla. Bæði leikinn eru taplaus fyrir leikinn í kvöld.

Flautað verður til leiks klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Kyle McLagan
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Gunnar Gunnarsson
6. Tryggvi Snær Geirsson
8. Aron Þórður Albertsson
8. Albert Hafsteinsson
9. Þórir Guðjónsson ('85)
10. Fred Saraiva ('76)
17. Alex Freyr Elísson
21. Indriði Áki Þorláksson ('66)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Danny Guthrie
22. Óskar Jónsson
23. Már Ægisson ('76)
33. Alexander Már Þorláksson ('85)
77. Guðmundur Magnússon ('66)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Matthías Kroknes Jóhannsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('81)

Rauð spjöld: