Kópavogsvöllur
laugardagur 05. júní 2021  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Leiðindaveður - rigning og rok
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 210
Maður leiksins: Aerial Chavarin
Breiðablik 1 - 3 Keflavík
0-1 Aerial Chavarin ('8)
1-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('9)
1-2 Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('25)
1-3 Aerial Chavarin ('72)
Ólafur Pétursson , Breiðablik ('93)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Taylor Marie Ziemer
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Tiffany Janea Mc Carty
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('77)

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir
10. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
19. Birta Georgsdóttir ('77)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðstjórn:
Úlfar Hinriksson
Aron Már Björnsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Ágústa Sigurjónsdóttir
Ólafur Pétursson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir

Gul spjöld:
Tiffany Janea Mc Carty ('34)
Ólafur Pétursson ('45)
Heiðdís Lillýardóttir ('71)
Kristín Dís Árnadóttir ('78)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('93)
Vilhjálmur Kári Haraldsson ('93)

Rauð spjöld:
Ólafur Pétursson ('93)
@ Helga Katrín Jónsdóttir
93. mín Rautt spjald: Ólafur Pétursson (Breiðablik)
Rautt fyrir mótmæli held ég. Blikar afar ósáttir við dómgæsluna í lokin
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Vilhjálmur Kári Haraldsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
93. mín Leik lokið!
Keflavík vinnur hér frábæran og verðskuldaðan sigur á Íslandsmeisturunum.
Viðtöl og skýrsla kemur inn við fyrsta tækifæri!
Eyða Breyta
93. mín
Blikastelpur bálreiðar og vilja vítaspyrnu. Ég verð bara að viðurkenna að ég sá þetta ekki og get því ekki dæmt um þetta
Eyða Breyta
92. mín Brynja Pálmadóttir (Keflavík) Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
91. mín
Strax á eftir á Áslaug gott skot sem Tiffany ver frábærlega í horn
Eyða Breyta
90. mín
BIRTA GEORGS MEÐ SKOT Í SLÁ OG ÚT.
Eyða Breyta
87. mín
Blikar fá annað horn sem Agla tekur. Boltinn fór yfir allan pakkann og í innkast hinum megin
Eyða Breyta
83. mín
Afleitt horn hjá Áslaugu, fer beint út af án þess að komast inn í teig. Vindurinn spilaði svo sannarlega hlutverk þarna en Blikar eru bara ekkert að ná að ógna
Eyða Breyta
82. mín
Birta Georgs á hér skalla rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Gult spjald fyrir að hrinda Aerial
Eyða Breyta
77. mín Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Þessi skipting að koma aaaaltof seint að mínu mati. Blikar ekkert getað.
Eyða Breyta
72. mín MARK! Aerial Chavarin (Keflavík)
Aníta Lind á skot á mark sem Telma grípur en hún missir boltann frá sér og Aerial er sem fyrr grimmust í teignum og potar boltanum inn
Eyða Breyta
71. mín Gult spjald: Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Rífur í treyjuna á Aerial þegar hún var að komast í gegn eftir að hafa unnið af henni boltann.
Eyða Breyta
66. mín Ástrós Lind Þórðardóttir (Keflavík) Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
62. mín
Aerial er í stuði í dag. Hún vinnur boltann í baráttu við Kristínu Dís og reynir skot en það fer í varnarmenn Blika sem keyra upp og vinna hornspyrnu.

Blikar fá aðra hornspyrnu. Agla tók og boltinn beint á Tiffany í markinu
Eyða Breyta
60. mín
BLikar keyra hratt upp eftir fast leikatriði Keflavíkur, Áslaug keyrir upp vinstri kantinn og fer framhjá þremur og reynir svo skot/sendingu sem fer rétt framhjá
Eyða Breyta
58. mín
Aaerial fær boltann og keyrir áfram og reynir skot en vindurinn tekur það og boltinn fer framhjá. Markspyrna
Eyða Breyta
58. mín Abby Carchio (Keflavík) Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)

Eyða Breyta
56. mín
Karitas keyrir upp hægri kantinn og kemur með bolta fyrir en Tiffany er örugg sem fyrr í markinu og grípur knöttinn
Eyða Breyta
55. mín
Hafrún á skot sem fer í vörn Keflavíkur, Blikar heimta hendi en ég sá ekki hvort eitthvað væri til í þessu, hugsa ekki. Boltinn berst svo út til hægri á Ástu en vindurinn tekur fyrirgjöf hennar og Tiffany grípur
Eyða Breyta
52. mín
Agla keyrir upp völlinn og gefur boltann út til vinstri á Áslaugu sem á skot/sendingu sem fer rétt framhjá. Markspyrna
Eyða Breyta
49. mín Gult spjald: Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Keyrir í Telmu sem var að grípa boltann.
Eyða Breyta
47. mín
Blikar fá hér horn. Taylor hælar boltann í varnarmann Keflavíkur en Bríet dæmir markspyrnu
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þetta er aftur farið af stað - nær Keflavík að halda þetta út eða svara Blikarnir?
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Ólafur Pétursson (Breiðablik)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Gestirnir leiða hér í hálfleik og eiga það bara skilið. Verið grimmar og Aerial hefur leikið sér að varnarmönnum Blika. Ef Íslandsmeistararnir ætla að fá eitthvað úr þessum leik verða þær að vera duglegri í seinni.
Eyða Breyta
45. mín
Áslaug Munda er frábær leikmaður. Hún sólar hér varnarmenn Keflavíkur upp úr skónum og kemur með boltann fyrir og eftir mikinn darraðardans í teignum hreinsa gestirnir
Eyða Breyta
44. mín
Skil ekki alveg dómaraákvarðanir Bríetar. Nú liggur Eva Lind eftir á vellinum eftir tæklingu sem mér fannst vera klárt gult spjald en hún dæmdi ekki einu sinni auka. Fullt af svona atriðum
Eyða Breyta
42. mín
Verð að hrósa hérna eina manninum úr stuðningshópi Blika, Copacabana, fyrir að hafa mætt einn á völlinn og hvetja sínar stelpur stöðugt áfram. Alvöru metnaður.
Eyða Breyta
40. mín
Frábær sprettur hjá Selmu upp miðjuna og kemur með flottan bolta inn fyrir vörnina á Tiffany en hún klúðrar þessu og nær ekki skotinu og missir hann útaf
Eyða Breyta
38. mín
Fín tilraun hjá Tiffany. Hún keyrir upp vinstra megin og kemur með bolta inn í teig en nafna hennar grípur boltann
Eyða Breyta
36. mín
Blikar fá hornspyrnu. Agla tekur. Boltinn berst að lokum til Selmu fyrir utan teig sem tekur skot en boltinn fer í Taylor Ziemer og þaðan út af. Markspyrna
Eyða Breyta
34. mín Gult spjald: Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
Mjög skrítið spald. Sleppti Aerial fyrir nákvæmlega það sama áðan.
Eyða Breyta
31. mín
Flott sókn hjá Blikum. Tiffany keyrir upp hægri kantinn og kemur með frábæran bolta fyrir, Karitas beið í teignum en rétt missti af honum
Eyða Breyta
29. mín Gult spjald: Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
29. mín
Mér finnst gestirnir bara eiga það skilið að vera yfir hérna. Miklu grimmari og vörn Blika er rosalega shaky
Eyða Breyta
25. mín MARK! Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík)
ÍSABEL AÐ KOMA KEFLAVÍK AFTUR YFIR.
Ég sá ekki hver en einhver leikmaður Keflavíkur átti skot sem fór í varnarmann og Ísabel var fyrst á boltann og kláraði örugglega
Eyða Breyta
25. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ KEFLAVÍK. Blikar ráða bara ekkert við Aerial. Keflavík vinna boltann ofarlega á vellinum og Aerial fær stungusendingu inn fyrir en Telma gerir vel og bjargar í horn
Eyða Breyta
22. mín
Keflavík fær hér aukaspyrnu á hægri kantinum. Góður bolti inn í teig og einhver Blikinn skallar boltann aftur á bak til Telmu og þegar hún hoppar upp í boltann fer Aerial einnig upp í boltann og Telma dettur. Bríet dæmir brot
Eyða Breyta
18. mín
Mér finnst stelpurnar í Keflavík alltaf hættulegar þegar þær komast fram. Natasha tók hér skot og Telma átti í vandræðum með þetta en handsamaði knöttinn að lokum
Eyða Breyta
16. mín
Selma Sól reynir hér skot en Tiffany í markinu á ekki í vandræðum með þetta
Eyða Breyta
15. mín
Blikar fá hér hornspyrnu eftir að Tiffany slær boltann aftur fyrir eftir sendingu frá Ástu. Ekkert kemur úr horninu
Eyða Breyta
14. mín Gult spjald: Celine Rumpf (Keflavík)
Celine Rumpf fyrst í bókina góðu eftir brot á Tiffany
Eyða Breyta
9. mín MARK! Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Taylor Marie Ziemer
MAÐUR MINN LIFANDI ÞVÍLÍK MÖRK SEM VIÐ ERUM AÐ FÁ Í ÞENNAN LEIK.
Hafrún vill ekki skora neitt síðra mark en Aerial en hún fær boltann fyrir utan teig og lúðrar boltanum í hornið uppi þar sem Tiffany á ekki séns. Vindurinn hjálpaði reyndar töluvert held ég
Eyða Breyta
8. mín MARK! Aerial Chavarin (Keflavík), Stoðsending: Eva Lind Daníelsdóttir
ÞVÍLÍKT MARK HJÁ AERIAL CHAVARIN
Keflavík fer í sína fyrstu sókn og Aerial fær boltann úti hægra megin og keyrir inn og sóalr Hafrúnu og Kristínu Dís upp úr skónum og lúðrar í vinstri vinkilinn. Alvöru sleggja
Eyða Breyta
7. mín
Taylor fær boltann úti hægri megin og keyrir inn að miðju og þegar hún er um 5 metra frá teignum reynir hún skot en það er lélegt og fer rétt framhjá
Eyða Breyta
5. mín
Frábær sókn hjá Blikum. Áslaug Munda með flottan bolta frá hægri yfir á Öglu vinstra megin sem tekur eitt touch til hægri og skýtur en boltinn fer rétt framhjá markinu
Eyða Breyta
4. mín
Þetta fer frekar rólega af stað hér í Kópavoginum, bæði lið að reyna að finna taktinn og læra á vindinn
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað! Ég vonast eftir skemmtilegum leik hér í dag og vil helst fá nóg af mörkum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru nú að ganga inn á völlinn - þetta fer alveg að hefjast. Hvet fólk til að drífa sig á völlinn!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja liðin eru komin inn og þið getið séð þau hér til hliðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mættust síðast í deildinni árið 2019.
Breiðablik vann fyrri leikinn 0-3 og seinni leikinn 5-2.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík er í 9. sæti deildarinnar með 3 stig.

Liðið hóf leik gegn Selfyssingum með 0-3 tapi en svo tóku við þrír jafnteflisleikir gegn Stjörnunni, Þrótti og Fylki.
Síðasti leikur Keflavík í deildinni var naumt tap gegn ÍBV (1-2).
Eyða Breyta
Fyrir leik
Blikar eru í 2. sæti deildarinnar með 12 stig, einu stigi á eftir Selfossi.

Blikar unnu stórsigur í fyrsta leik gegn Fylki (9-0) en töpuðu örugglega í næsta leik gegn ÍBV (4-2).
Þær komu til baka eftir tapið og unnu 3-1 sigur gegn Þór/KA og 1-0 sigur gegn Tindastól.
Síðasti leikur þeirra í deildinni var gegn Val en Blikar sigruðu þann leik 3-7 sem voru vægast sagt ótrúleg úrslit.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Breiðabliks og Keflavíkur í 6. umferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Leikurinn hefst á slaginu 14:00 á Kópavogsvelli.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
3. Natasha Moraa Anasi (f)
4. Eva Lind Daníelsdóttir ('66)
9. Marín Rún Guðmundsdóttir ('92)
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm
14. Celine Rumpf
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('58)
33. Aerial Chavarin

Varamenn:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
5. Berta Svansdóttir
6. Ástrós Lind Þórðardóttir ('66)
20. Saga Rún Ingólfsdóttir
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir
23. Abby Carchio ('58)
28. Brynja Pálmadóttir ('92)

Liðstjórn:
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Óskar Rúnarsson
Örn Sævar Júlíusson
Hjörtur Fjeldsted
Ljiridona Osmani
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Celine Rumpf ('14)
Marín Rún Guðmundsdóttir ('29)
Eva Lind Daníelsdóttir ('49)

Rauð spjöld: