Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Pólland
2
2
Ísland
0-1 Albert Guðmundsson '25
Pietr Zielenski '34 1-1
1-2 Brynjar Ingi Bjarnason '47
Karol Swiderski '88 2-2
08.06.2021  -  16:00
Stadion Miejski
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Völlurinn frábær, 26 stiga hiti
Dómari: Balazs Berke (Ung)
Byrjunarlið:
1. Wojciech Szczesny (m)
3. Pavel Dawidowicz
4. Tomasz Kedziora
9. Robert Lewandowski ('81)
10. Gregorz Krychowiak ('65)
15. Kamil Glik
16. Jakub Moder
19. Przemyslaw Frankowski ('65)
20. Pietr Zielenski ('46)
24. Jakub Swierczok ('58)
26. Tymoteusz Puchacz ('81)

Varamenn:
12. Lukasz Skorupski (m)
22. Lukasz Fabianski (m)
2. Kamil Piatkowski
6. Kacper Kozlowski ('46)
8. Karol Linetty ('65)
11. Karol Swiderski ('81)
13. Maciej Rybus ('81)
14. Mateusz Klich
17. Przemyslaw Placheta ('65)
18. Bartosz Bereszynski
21. Kamil Jozwiak ('58)
25. Michal Helik

Liðsstjórn:
Paulo Sousa (Þ)

Gul spjöld:
Gregorz Krychowiak ('46)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skemmtilegum leik er lokið! Flott frammistaða Íslands.
93. mín
Pólverjar pressa hér á lokasekúndunum.
92. mín
Inn:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
91. mín
Hættuleg hornspyrna sem fer í gegnum þvöguna og afturfyrir hinumegin. Það er markspyrna sem Ögmundur fær.
91. mín
Skot sem fer í varnarmann og afturfyrir. Pólland fær horn. 4 mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Hjörtur Hermannsson með skalla eftir aukaspyrnu en þröngt færi og þetta varið.
88. mín MARK!
Karol Swiderski (Pólland)
Djööö...

fyrirgjöf sem ratar á Swiderski í teignum. Hann nær að taka boltann niður og klárar afskaplega vel. Setur boltann milli fóta Hjartar og í fjærhornið.
87. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
87. mín
Stefán Teitur brýtur af sér og Pólverjar fá aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Döpur spyrna.
86. mín
VÁÁÁ!!!! Pólverjar svo nálægt því að skora, í tvígang! Fyrst skot sem Ögmundur varði en missti boltann frá sér, náði svo að loka á frákastið. Eftir það kom skalli naumlega framhjá frá Kozlowski. Hjúkk!
84. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Flottur leikur hjá Jóni Daða.
83. mín
Ísland fær aukaspyrnu. Brotið á Alberti. Þetta er af þónokkuð löngu færi. Aron Einar tekur skotið bara en beint á Szczesny. Ágætis tilraun.
81. mín
Ekki mark frá Lewandowski í dag :)
81. mín
Inn:Maciej Rybus (Pólland) Út:Tymoteusz Puchacz (Pólland)
81. mín
Inn:Karol Swiderski (Pólland) Út:Robert Lewandowski (Pólland)
78. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) Út:Andri Fannar Baldursson (Ísland)
Frábær frammistaða Andra á miðju íslenska liðsins í dag.
77. mín
STÓRHÆTTULEGUR bolti inn í teiginn. Geggjuð sending frá Lewandowski, Placheta með skallann en Ögmundur með mjög gott úthlaup og lokaði vel.
74. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Ísland) Út:Mikael Anderson (Ísland)
Mikael átti mjög flottan leik, duglegur og hljóp endalaust. - Fullbólusettur Gísli mætir inn.
74. mín
ÍSland að verjast virkilega vel. Ekki að gefa færi á sér, þreifingar hja pólska liðinu en þeir eru ekkert að ná að opna.
72. mín
Afskaplega rólegt yfir leiknum núna. Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, er að gera sig kláran í að koma inn.
70. mín
Sigur í leiknum mun tryggja íslenska liðinu sæti á EM í stað Pólverja... nei kannski ekki alveg rétt en maður má láta sig dreyma.
65. mín
Ögmundur heldur áfram leik, það eru góðar fréttir. Lítur út fyrir að hann hafi farið úr lið en læknateymið reddaði því.
65. mín
Inn:Przemyslaw Placheta (Pólland) Út:Przemyslaw Frankowski (Pólland)
65. mín
Inn:Karol Linetty (Pólland) Út:Gregorz Krychowiak (Pólland)
64. mín
Ögmundur þarf aðhlynningu. Meiddur á hendi eftir markvörsluna. Gæti Elías Rafn verið að koma inná hérna?

Pólsku sjónvarpsmennirnir sýna okkur á meðan myndskeið af pirringnum sem er í gangi milli pólsku leikmennina. Er ekki að fara vel í þá að vera undir hérna!
63. mín
Jakub Moder tekur aukaspyrnuna, skotið í varnarmann og hornspyrna. Eftir hornið skapast hætta en Ögmundur með snör viðbrögð og nær að verja af stuttu færi.
61. mín
Andri Fannar brýtur á Krychowiak og Pólland fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
58. mín
Inn:Kamil Jozwiak (Pólland) Út:Jakub Swierczok (Pólland)
57. mín
Dómari flautaðu!!! Jakub Swierczok með skot en Ögmundur öruggur og ver vel. Átti að vera dæmd aukaspyrna í aðdragandanum.
54. mín
Pólverjar hafa ekki verið að gera neitt í seinni hálfleiknum. Sem eru verulega góðar fréttir. Þetta lítur svakalega huggalega út.
51. mín


47. mín MARK!
Brynjar Ingi Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Guðmundur Þórarinsson
VÁ ÞVÍLÍKT MARK! Brynjar neglir boltanum upp í þaknetið og skorar sitt fyrsta landsliðsmark. Ævintýri hans heldur áfram.

Eftir aukaspyrnu fær Gummi Tóta boltann vinstra megin og á fyrirgjöf, Brynjar nær að leggja boltann fyrir sig og skorar þetta líka markið.
46. mín Gult spjald: Gregorz Krychowiak (Pólland)
Brýtur á Alfons.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Inn:Kacper Kozlowski (Pólland) Út:Pietr Zielenski (Pólland)
46. mín
Inn:Ögmundur Kristinsson (Ísland) Út:Rúnar Alex Rúnarsson (Ísland)
Eins og áður sagði þá var ákveðið að Ögmundur myndi taka seinni hálfleikinn.
45. mín
Hér má sjá mark Íslands í fyrri hálfleik. Virkilega flottur fyrri hálfleikur að baki hjá íslenska liðinu.

45. mín
Hálfleikur

45. mín
Ögmundur Kristinsson mun spila seinni hálfleikinn í marki Íslands. Eitthvað sem var ákveðið fyrir leik.
44. mín Gult spjald: Andri Fannar Baldursson (Ísland)
Braut á leikmanni Póllands sem geystist upp kantinn.
44. mín


Skemmtileg mynd af marki Alberts.
43. mín
Guðmundur Þórarinsson með aukaspyrnu sem Szcezny handsamar.
39. mín
Jakub Moder með þéttingsfast skot naumlega framhjá. Þarna var hætta á ferðum.
38. mín
Hjörtur Hermannsson stöðvar Robert Lewandowski glæsilega.
34. mín MARK!
Pietr Zielenski (Pólland)
Dómarinn notar hagnaðarregluna eftir að brotið var á Lewandowski. Fyrirgjöf frá vinstri sem breytir tvívegis um stefnu af leikmönnum Íslands áður en hann endar hjá Zielenski í dauðafæri og hann segir takk.
33. mín
Með boltann: Pólland 66% - 34% Ísland

25. mín MARK!
Albert Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Aron Einar Gunnarsson
ÞAÐ ER DÆMT MARK!

Það er VAR í þessum leik og eftir að atvikið var skoðað með myndbandstækninni var mark dæmt. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri VAR í þessum leik, það er eins og dómararnir sjálfir hafi líka gleymt því, en við fögnum því að svo sé!

Aron Einar fær stoðsendinguna. Það var hann sem kom boltanum á Albert. Svo kláraði Albert færið frábærlega og laumaði boltanum skemmtilega í markið með hælnum!
25. mín
Albert Guðmundsson kemur boltanum í markið... en dæmd rangstaða! Ranglega, nokk viss um það!

Eftir hornspyrnuna er boltanum laumað á Albert sem kemur knettinum í netið af stuttu færi. Flaggið fór á loft en endursýningar sýna að þessi dómur var hreinlega rangur.
24. mín
Albert með sendingu á Gumma Tóta og Pólverjar hreinsa í hornspyrnu. Gummi með spyrnuna, Pólverjar skalla afturfyrir. Önnur hornspyrna.
23. mín
Jón Daði vinnur aukaspyrnu við hliðarlínuna á miðjum vellinumm var í baráttunni við Kamil Glik. Fyrri hálfleikur er hálfnaður.
21. mín
Birkir Bjarna með skot í hliðarnetið!

Fyrsta marktilraun Íslands! Aron Einar Gunnarsson vinnur boltann og kemur honum á Birki sem er í teignum og tekur skotið, í hliðarnetið.
20. mín
Andri Fannar reynir fyrirgjöf sem flýgur yfir allt og alla og endar í pólsku innkasti hinumegin.
19. mín
Lítið markvert í gangi núna. Pólverjar miklu meira með boltann og láta hann rúlla sín á milli.
14. mín
Hjörtur Hermannsson setur boltann í horn. Þriðja hornspyrna heimamanna. Aron Einar skallar hornspyrnuna út úr teignum.
12. mín
Hættuleg sókn hjá Pólverjum! Jakub Moder fær boltann frá Lewandowski og nær skoti á markið, nokkuð fast skot en beint á Rúnar Alex.

Marktilraunir: Pólland 2-0 Ísland
10. mín
Pólverjar skalla í átt að marki, sýndist þetta vera Moder, en Rúnar Alex ekki í vandræðum og hansamar knöttinn.
9. mín
Aron Einar að fara að bjóða upp á langt innkast... Pólverjar ná að skalla boltann úr teignum og halda upp í skyndisókn. Heimamenn vinna hornspyrnu.
7. mín
Pólland sækir. Fyrst skallar Brynjar Ingi fyrirgjöf í burtu og svo er Andri Fannar í baráttu við Swierczok og hreinsar í horn.
5. mín
Albert á Jón Daða sem geysist upp vinstri vænginn og á fyrirjgöf sem endar beint í fanginu á Szczesny, markverði pólska liðsins og ítalska stórliðsins Juventus.
3. mín
Rúnar Alex slær boltann frá eftir fyrirgjöf inn í teiginn. Smá skjálfti.
2. mín
Albert aðeins að skapa usla en Pólverjarnir ná að leysa úr þessu. Íslenska liðið er alblátt í dag, bláar treyjur, bláar stuttbuxur og bláir sokkar.
1. mín
Leikur hafinn
Þjóðsöngvarnir eru að baki og ungverski dómarinn Balazs Berke hefur flautað leikinn á. Pólverjar byrja með boltann. Áfram Ísland!
Fyrir leik
Jæja allt að verða klárt í Poznan, liðin ganga út á völlinn. Þriðja leikinn í röð sem Hjörtur Hermannsson og Brynjar Ingi Bjarnason mynda miðvarðapar Íslands. Alvöru verkefni sem þeir fá gegn Lewandowski og vinum hans.
Fyrir leik


Portúgalinn Paulo Sousa heldur um stjórnartaumana hjá pólska liðinu. Var verulega frambærilegur leikmaður á sínum tíma og lék yfir 50 landsleiki fyrir Portúgal ásamt því að vinna Meistaradeildina bæði með Juventus og Dortmund. Sousa tók við pólska liðinu í byrjun þessa árs.
Fyrir leik
Markahrókurinn Robert Lewandowski hjá Bayern München, ein besta nía heims, er með fyrirliðabandið hjá Pólverjum. Þá þarf Ísland að reyna að halda Piotr Zielinski, leikmanni Napoli, niðri en hann hefur mikinn sköpunarmátt.

Fyrir leik


Fótbolti.net birti líklegt byrjunarlið í gær en frá því liði voru Ísak Bergmann og Jón Dagur inni, þeir byrja hinsvegar á bekknum. Andri Fannar Baldursson og Jón Daði Böðvarsson byrja leikinn gegn Pólverjum.
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands:
Fyrir leik


Áhorfendur á vellinum
Ísland og Pólland hafa mæst sex sinnum í A landsliðum karla. Fimm sinnum hafa Pólverjar fagnað sigri, en einu sinni var niðurstaðan jafntefli og var það í vináttuleik á Laugardalsvelli árið 2001. Andri Sigþórsson skoraði mark íslenska liðsins seint í leiknum. Arnar Þór Viðarsson sem er nú við stjórnvölinn hjá íslenska landsliðinu spilaði þann leik.

Sem fyrr segir mætast liðin nú í Poznan, á heimavelli Lech Poznan, sem tekur tæplega 42 þúsund áhorfendur í sæti, en leyfilegur hámarksfjöldi að þessu sinni er helmingur af sætafjöldanum. Leikvangurinn var vígður árið 1980 og endurbættur árið 2010. Leikurinn er síðasti leikur pólska liðsins áður en það hefur þátttöku í lokakeppni EM og er búist við mikilli stemmningu á leikvanginum, sem hefur einnig hýst risatónleika listamanna á borð við Sting, Aliciu Keys og hina síungu rokkara í Iron Maiden.
Fyrir leik
Fyrir leik
Í dag klukkan 16:00 mætast Pólland og Ísland í vináttulandsleik á heimavelli Lech Poznan.



Samkvæmt pólskum fjölmiðlamönnum má búast við því að Pólland tefli fram sínu sterkasta en liðið er að búa sig undir EM alls staðar þar sem liðið er í E-riðli með Spáni, Svíþjóð og Slóvakíu.

Fróðlegt verður að sjá hvernig okkar mönnum gengur að verjast Robert Lewandowski, einum besta sóknarmanni heims, sem hefur raðað inn mörkum fyrir Bayern München og Pólland undanfarin ár.



Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið Íslands en frá sigrinum gegn Færeyjum er Kolbeinn Sigþórsson búinn að yfirgefa hópinn. Líklegt er að Albert Guðmundsson komi inn í byrjunarliðið í hans stað og þá giskum við á að Mikael Anderson byrji eftir sigurmarkið í Þórshöfn.

Guðmundur Þórarinsson gæti fengið tækifærið í vinstri bakverðinum og Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, byrjar væntanlega sinn þriðja A-landsleik í röð.



Dómari leiksins er frá Ungverjalandi og heitir Balazs Berke.



Þetta er þriðji og síðasti landsleikur Íslands í þessum glugga. Fyrst kom naumt tap gegn Mexíkó, svo ansi tæpur sigur gegn Færeyjum.

"Ég er rosalega ánægður með ferðina hingað til. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun að fara út í þetta Dallas ævintýri. Það gaf okkur mjög mikið. Við erum á degi tíu og við erum búnir að geta farið í gegnum sóknar- og varnartaktík ansi oft. Við erum komnir á þann stað í ferðinni að við getum farið að einbeita okkur að einstaklingsbundnum samtölum. Við getum sýnt þeim einn á einn hvað mætti betur fara og hvar þeirra styrkleikar liggja. Þessi gluggi og þessir þrír leikir munu verða til þess að það munu leikmenn - sem eru núna með okkur - sem eru ekki bara byrjaðir að banka dyrnar, þeir eru búnir að opna hurðina. Það er þeirra að stíga inn," segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.



Íslenski hópurinn:

Markmenn:
Elías Rafn Ólafsson - Fredericia
Rúnar Alex Rúnarsson - Arsenal
Ögmundur Kristinsson - Olympiacos

Varnarmenn:
Alfons Sampsted - Bodö Glimt
Brynjar Ingi Bjarnason - KA
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC
Hjörtur Hermannsson - Bröndby IF
Ísak Óli Ólafsson - Keflavík
Kolbeinn Þórðarson - Lommel SK
Valgeir Lunddal Friðriksson - Häcken

Miðjumenn:
Andri Fannar Baldursson - Bologna
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi
Aron Elís Þrándarson - OB
Birkir Bjarnason - Brescia
Gísli Eyjólfsson - Breiðablik
Ísak Bergmann Jóhannesson - IFK Norrköping
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF
Mikael Neville Anderson - FC Midtjylland
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF

Sóknarmenn:
Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar
Jón Daði Böðvarsson - Millwall
Sveinn Aron Guðjohnsen - OB

Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m) ('46)
2. Alfons Sampsted
3. Guðmundur Þórarinsson
6. Hjörtur Hermannsson
6. Brynjar Ingi Bjarnason
8. Birkir Bjarnason
8. Andri Fannar Baldursson ('78)
11. Albert Guðmundsson ('92)
16. Mikael Anderson ('74)
17. Aron Einar Gunnarsson ('87)
22. Jón Daði Böðvarsson ('84)

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m) ('46)
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Valgeir Lunddal Friðriksson
5. Aron Elís Þrándarson
6. Ísak Óli Ólafsson
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('92)
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('84)
11. Gísli Eyjólfsson ('74)
16. Stefán Teitur Þórðarson ('78)
17. Kolbeinn Þórðarson ('87)
19. Ísak Bergmann Jóhannesson

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Andri Fannar Baldursson ('44)

Rauð spjöld: