FH
1
1
Stjarnan
Jónatan Ingi Jónsson
'18
1-0
1-1
Einar Karl Ingvarsson
'38
16.06.2021 - 20:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Frábærar. Smá vindur en grasið grænt. Mætti vera hlýrra samt
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 350 ca
Maður leiksins: Jónatan Ingi Jónsson
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Frábærar. Smá vindur en grasið grænt. Mætti vera hlýrra samt
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 350 ca
Maður leiksins: Jónatan Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
('74)
8. Þórir Jóhann Helgason
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
23. Ágúst Eðvald Hlynsson
('81)
Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
('74)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Oliver Heiðarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
('81)
34. Logi Hrafn Róbertsson
Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Fjalar Þorgeirsson
Gul spjöld:
Jónatan Ingi Jónsson ('24)
Rauð spjöld:
88. mín
Vávává. Brynjar Gauti tekur frábæra tæklingu á Björn Daníel sem var í dauðafæri í teignum, boltinn skoppar til Þóris sem nær góðu skoti en Halli bjargar meistaralega.
77. mín
Miðað við leikinn eins og hann hefur spilast í seinni hálfleik fyrir utan smávegis tilraunir að marki, lítur út fyrir að þetta endi í jafntefli. Ekki nema að til komi breytingar.
74. mín
Mjög skrítið að sjá Matta Vill alveg brjálaðan. Matti og Brynjar fóru í skallabolta, Brynjar lá eftir og hélt um höfuð. Matti óð að honum og stendur yfir honum og virðist vera að lesa honum pistilinn. Þurfti að toga Matta í burtu en hann fær ekkert spjald en tiltal frá Helga Mikael.
69. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA HJÁ GUNNARI NIELSEN!!!!!
Einar Karl með þrusu skot utan af velli og Gunnar tekur fram gömlu góðu sjónvarpsmarkvörsluna og slær boltanum í slánna og yfir. VÁ!
Einar Karl með þrusu skot utan af velli og Gunnar tekur fram gömlu góðu sjónvarpsmarkvörsluna og slær boltanum í slánna og yfir. VÁ!
58. mín
Þarna var Stjarnan stálheppnir. Jónatan Ingi leikur við hvern sinn fingur og á gullsendingu á Lennon inn í teig sem í stað þess að skjóta, sendir fyrir markið og Halli var búinn að leggjast, bjóst væntanlega við skoti. Matti Vill nær ekki til boltans og Björn Berg hreinsar frá markinu.
57. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
Út:Tristan Freyr Ingólfsson (Stjarnan)
Þórarinn Ingi að koma inn á móti sínum gömlu félögum.
53. mín
Halli Björns að halda sínum mönnum inn í leiknum með stórbrotinni markvörslu eftir skot frá Lennon.
52. mín
Þvaga myndast í teig Stjörnunar eftir hornspyrnu FH og Lennon reynir bakfallspyrnu tvisvar sinnum. Skemmtilegt.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Bæði lið eru óbreytt. Vonandi fáum við fleiri mörk og meira fjör. Það væri nú gaman.
45. mín
Hálfleikur
45 mín komnar á klukkuna. Engu bætt við. 1 - 1. Fæ mér kaffi og meðí. Sjáumst eftir 15 mín!
40. mín
Verð eiginlega að segja að jöfnunarmarkið hafi komið mér á óvart. Eins og leikurinn hafði þróast fram að því voru FH-ingar búnir að herða tökin og virtust vera með öll völd á leiknum. En skjótt skipast veður í lofti og það er spennandi leikur framundan.
38. mín
MARK!
Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
MAAARRRKKKK!
EINAR KARL skorar á móti sínu uppeldisfélagi, eiginlega upp úr þurru. Hilmar Árni leggur út á hann þar sem Einar er við D bogann og skýtur þéttingsfast í hægra hornið.
EINAR KARL skorar á móti sínu uppeldisfélagi, eiginlega upp úr þurru. Hilmar Árni leggur út á hann þar sem Einar er við D bogann og skýtur þéttingsfast í hægra hornið.
34. mín
Fallegt spil hjá FH. Matti sendir á Ágúst sem er í góðu færi rétt fyrir utan teig og lætur vaða en skotið ekki nógu gott og fer framhjá.
30. mín
Hálftími kominn á klukkuna. FH eru frekar öruggir i sínum aðgerðum á meðan Stjarnan reynir að finna glufur sem gengur ekki nægjanlega vel.
25. mín
Jónatan Ingi geysist upp völlinn og fer framhjá hvaða Stjörnumanni sem er, gefur svo boltann á Ágúst sem missti hann.
20. mín
Taka það fram að ég lagði ekkert undir þegar ég spáði þvi að Stjarnan myndi setja fyrsta markið. Þannig að ég tapaði engu en græddi hinsvegar gullfallega knattspyrnu tveimur mínútum eftir spá mína.
18. mín
MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
MAAAARRRKKKK!!!!
GEGGJAÐ MARK, ALVEG HREINT GEGGJAÐ.
Ágúst og Jónatan taka þríhyrningspil inn í teig Stjörnunnar og þar á Jónatan Ingi ekki í vandræðum með að koma boltanum í fjærhornið. Frábært spil og frábært mark.
GEGGJAÐ MARK, ALVEG HREINT GEGGJAÐ.
Ágúst og Jónatan taka þríhyrningspil inn í teig Stjörnunnar og þar á Jónatan Ingi ekki í vandræðum með að koma boltanum í fjærhornið. Frábært spil og frábært mark.
15. mín
Stjörnumenn eru búnir að frískari það sem af er. Ef ég ætti að giska verða þeir fyrri til að skora mark. En ætla ekki að leggja neitt undir samt.
13. mín
Ágúst Eðvald með skot að marki Stjörnunnar, fast eftir jörðinni sem Halli grípur örugglega.
12. mín
Einar Karl tók spyrnuna sem fór beint í varnavegginn og FH hreinsar og fá hornspyrnu strax í kjölfarið.
6. mín
Fyrsta skot að marki komið og það yfir, Jónatan Ingi með fína tilraun fyrir utan teig Stjörnunnar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað og heimamenn byrja með boltann og spila í átt að Firði.
Fyrir leik
Helgi Mikael er dómari leiksins í kvöld. AD1 er Jóhann Gunnar Guðmundsson & AD2 er Egill Guðvarður Guðlaugsson.
Eftirlitsdómari er svo Ingi Jónsson.
Eftirlitsdómari er svo Ingi Jónsson.
Fyrir leik
Eins og sjá má að á eru byrjunarliðin komin. Heimamenn gera eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik, Pétur Viðars sest á bekkinn og Hjörtur Logi kemur inn. Stjarnan breytir engu, enda ekki ástæða til að breyta sigurliði hefur víst einhver sagt.
Fyrir leik
Vil svo hvetja alla sem eru virkir á Twitter að nota myllumerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Ef við skoðum aðeins innbyrðis viðreignir liðanna miðað út frá leikjum í A-deild karla að þá kemur það í ljós að liðin hafa leikið 30 leiki.
FH er með afgerandi forystu eða 14 sigraða leiki. Stjarnan hefur unnið 6 og 10 sinnum hafa þau gert jafntefli. Stjarnan vann annan leikinn þeirra síðasta sumar á meðan hinn fór jafntefli.
FH er með afgerandi forystu eða 14 sigraða leiki. Stjarnan hefur unnið 6 og 10 sinnum hafa þau gert jafntefli. Stjarnan vann annan leikinn þeirra síðasta sumar á meðan hinn fór jafntefli.
Fyrir leik
Andri Geir Gunnarsson annar helmingur Steve Dagskrá er spámaður umferðarinnar. Það verður að taka fram að þessi spá kom fram fyrir leik Stjörnunnar og Vals.....
FH 2 - 0 Stjarnan
Lánleysi Stjörnumanna heldur áfram. Steven Lennon vaknar af værum blundi og skorar fyrsta mark leiksins. Svo er komið að Guðmanni að stanga einn inn eftir hornspyrnu.
FH 2 - 0 Stjarnan
Lánleysi Stjörnumanna heldur áfram. Steven Lennon vaknar af værum blundi og skorar fyrsta mark leiksins. Svo er komið að Guðmanni að stanga einn inn eftir hornspyrnu.
Fyrir leik
Stjarnan kemur inn í þennan leik í góðum gír eftir að hafa sigrað Íslandsmeistaraefnin í Val 2 - 1 í síðustu umferð og náðu þar í sinn fyrsta sigur í sumar. Ef eitthvað getur gefið smá boozt er það að vinna núverandi meistara og liðið sem flestir spá sigri í mótinu.
Fyrir leik
FH-ingar eru í miní krísu. Þeir hafa ekki unnið leik í síðustu þremur leikjum og er það í fyrsta sinn síðan herrans árið 2003. Ef þeir tapa svo í kvöld er það í fyrsta sinn síðan 1995 en þá féllu þeir niður í fyrstu deild. Þessar upplýsingar kom hann Óskar Ófeigur á Vísir.is með fyrr í dag. Eitthvað sem segir mér að leikmenn og þjálfarar FH vilja ekki jafna það met í kvöld.
Fyrir leik
Það er nú einu sinni svo að þessi félög eiga einn þann mest spennandi leik sem spilaður hefur verið á Íslandi síðan ÍA - KR 1996.
Um er að ræða leikinn þar sem úrslit Íslandsmótsins réðust í leik í Kaplakrika á laugardeginum 4 október 2014. Unnu Stjörnumenn þann leik 1 - 2 með marki í uppbótartíma og allt varð vitlaust. Ólafur Karl Finsen skoraði bæði mörk Stjörnunnar og tryggði þeim fyrsta og eina íslandsmeistaratitil í knattspyrnu karla.
Ólafur Karl fór svo nokkrum árum seinna og spilaði með FH í fyrra en er kominn aftur í heimahagana og skipti yfir í Stjörnuna fyrir mótið í ár en hefur ekki verið í hóp enn vegna meiðsla.
Um er að ræða leikinn þar sem úrslit Íslandsmótsins réðust í leik í Kaplakrika á laugardeginum 4 október 2014. Unnu Stjörnumenn þann leik 1 - 2 með marki í uppbótartíma og allt varð vitlaust. Ólafur Karl Finsen skoraði bæði mörk Stjörnunnar og tryggði þeim fyrsta og eina íslandsmeistaratitil í knattspyrnu karla.
Ólafur Karl fór svo nokkrum árum seinna og spilaði með FH í fyrra en er kominn aftur í heimahagana og skipti yfir í Stjörnuna fyrir mótið í ár en hefur ekki verið í hóp enn vegna meiðsla.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Björn Berg Bryde
('90)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Tristan Freyr Ingólfsson
('57)
6. Magnus Anbo
('78)
7. Einar Karl Ingvarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
('78)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
('90)
20. Eyjólfur Héðinsson
21. Elís Rafn Björnsson
Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
5. Kári Pétursson
('90)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
('78)
8. Halldór Orri Björnsson
('78)
9. Daníel Laxdal
('90)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
('57)
Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ejub Purisevic
Gul spjöld:
Rauð spjöld: