Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Víkingur R.
1
1
KR
Nikolaj Hansen '10 1-0
1-1 Kristján Flóki Finnbogason '91
21.06.2021  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skemmtilegar aðstæður, blautt, 9°C og rigning.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Byrjunarlið:
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('71)
10. Pablo Punyed (f)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('74)
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('65)
23. Nikolaj Hansen

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
8. Viktor Örlygur Andrason ('71)
11. Adam Ægir Pálsson ('74)
19. Axel Freyr Harðarson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('65)
80. Kristall Máni Ingason

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson

Gul spjöld:
Atli Barkarson ('72)
Nikolaj Hansen ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan í Víkinni!

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld hér á Fótbolti.net.
94. mín
Viktor Örlygur með skot fyrir utan teig en KR-ingar komast fyrir.
93. mín
Víkingar fá hornspyrnu. Ægir Jarl kemst fyrir fyrirgjöf Atla Barkar.
93. mín
Grétar með fyrirgjöf sem Þórður grípur.
91. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
VÁÁÁÁ!!!!

Dramatík!!!!!

Kristinn Jónsson með fyrirgjöf út í teiginn og Flóki skaut í fyrsta. Skotið af slánni, í jörðina og í netið!!!!

KR-ingar fagna vel!
91. mín
Fjórum mínútum bætt við!
90. mín
Víkingar í stúkunni hafa baulað á Kristinn Jónsson í leiknum, ekki veit ég af hverju.
89. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Finnur Tómas Pálmason (KR)
Sóknarsinnað!
89. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Finnur tók Pablo niður, klárt gult.
87. mín
KR-ingar fá hornspyrnu. Kom ekkert upp úr henni.
85. mín
Adam Ægir með hornspyrnuna, boltinn innarlega og rétt framhjá fjærstönginni.
84. mín
Víkingur fær hornspyrnu. KR-ingar skalla boltann aftur fyrir eftir aukaspyrnu heimamanna.
83. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Fyrir brot á Viktori Örlygi.
82. mín
Kristinn með fyrirgjöf sem Þórður kýlir frá. Kjartan keyrir inn í Þórð og aukaspyrna dæmd.
81. mín
Júlíus Magnússon með skot yfir mark KR.
79. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Nikolaj seinn í Grétar sem liggur eftir. Bóas vill fá rautt í stúkunni en fær ekki!
76. mín
KR í flottri skyndisókn en svolítið mikið næstum því! Fá innkast eftir að Víkingar komust fyrir fyrirgjafir Kristins.
75. mín
Nikolaj með skalla eftir aukaspyrnuna, skallinn fer í Kjartan Henry og Víkingar vilja hendi-viti.

Víkingar fá hins vegar ekkert.
74. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Pálmi fær gult spjald fyrir mótmæli. Pálmi mjög ósáttur við að Nikolaj hafi fengið aukaspyrnu.
74. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Taktísk breyting. Halldór Smári eitthvað aðeins að kveinka sér. Sýnist Víkingar vara í 4-5-1.
72. mín Gult spjald: Atli Barkarson (Víkingur R.)
Fyrsta gula spjald Víkings. Atli braut á Stefáni Árna, rann eiginlega í Stefán á vallarhelmingi KR.
72. mín
Ægir með skot sem Erlingur kemst fyrir. KR á innkast hægra megin á vellinum.
71. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Arnar að þétta miðjuna?
69. mín
Kjartan Henry fer niður í teignum eftir viðskipti við Sölva. Sölvi vill meina að Kjartan hefði farið auðveldega niður.

Þeir voru í baráttunni um að komast í boltann eftir fyrirgjöf Ægis.
68. mín
KR-ingar dæmdir rangstæðir eftir þessa aukaspyrnu. Kjartan sýnist mér sem er dæmdur fyrir innan eftir smá klafs.
68. mín
Pablo hindrar hlaup Ægis og er dæmdur brotlegur á miðjum vallarhelmingi Víkings.
65. mín
Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Karl settist í grasið eftir sókn KR og þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.
64. mín
Stefán Árni með fyrirgjöf sem Kjartan kemst í af harðfylgi eftir baráttu við Kára eða Sölva. Nær hins vegar ekki mikilli snertingu og Þórður sópar þetta upp.
64. mín
Erlingur með frábæran snúning við teig KR og á skot sem fer rétt framhjá fjærstönginni.
62. mín
Flott spil hjá KR!!

Ægir með flottan sprett, pikkar boltann á Óskar sem leitar að Kjartani í teignum. Kjartan kemst eilítið utarlega í boltann og á skot framhjá nærstönginni.
62. mín
Kristinn með fyrirgjöf sem Kári skallar frá og Pablo skallar svo áfram og í innkast.
60. mín
Grétar Snær skallar fyrirgjöf Karls Friðleifs í burtu.
59. mín
Óskar Örn dæmdur brotlegur fyrir að missa jafnvægið og hlaupa á Þórð. KR-ingar voru í hörkusókn.
58. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Fyrsta skipting leiksins.
58. mín
KR-ingar jafna en það er dæmt á gestina inn á vítateigina. Sé ekki alveg á hvað, mögulega Kjartan fyrir að trufla Þórð á línunni.
57. mín
ÞÓRÐUR!!!!!!!!

Atli með fyrirgjöfina eftir stutta hornspyrnu. Ægir með skalla sem fer í Kjartan Henry sem reynri skot af stuttu færi en Þórður ver og bjargar marki!!
57. mín
KR fær hornspyrnu, Kjartan vinnur hana.
56. mín
Kristinn með fyrirgjöf sem er of innarlega og Þórður grípur.
54. mín
Karl Friðleifur með fyrirgjöf en hún er núll hættuleg. Beitir þarf ekki að hreyfa sig og grípur boltann á nærstöng.
52. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (KR)
Brýtur á Helga Guðjónssyni.
50. mín
Atli Barkar með skot með hægri sem Finnur Tómas kemst fyrir. Víkingar byrja betur í seinni hálfleik.
48. mín
Arnór Sveinn með sendingu til baka sem Beitir þarf að henda sér á og slá til hliðar. Víkingar vilja fá hendi dæmda á Beiti og óbeina aukaspyrnu en fá ekki!
47. mín
Atli Barkarson með fína fyrirgjöf og finnur Erling inn á teignum. Erlingur með skalla yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Pablo sendir til baka.
45. mín
Hálfleikur
Seinni hálfleikur fer að hefjast. Sýnist engar breytingar vera á liðunum. Víkingar leiða, KR-ingar byrjuðu betur en Víkingar rotuðu gestina með markinu. Síðasta korterið í fyrri hálfleik var svo jafnræði með liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Geggjaður hamborgari í hálfleik, takk fyrir mig!
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða eftir fyrri hálfleikinn!
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
44. mín
Finnur Tómas og Beitir koma sitthvorri fyrirgjöfinni í burtu. Halldór Smári á svo tilraun af löngu færi sem Grétar hreinsar í burtu.
43. mín
Karl Friðleifur með geggjaðan sprett milli teiganna og á tilraun sem Kristinn kemst fyrir. Víkingar eiga hornspyrnu.
42. mín
Kristján Flóki vinnur hornspyrnu fyrir KR.
41. mín
Atli Barkarson með frábæra fyrirgjöf á Nikolaj Hansen. Nikolaj með skallann sem fer rétt yfir mark KR.
38. mín
NAUUUJJJ KRISTINN!!!

Fyrst geggjuð fyrirgjöf frá Kidda af vinstri kantinum sem Þórður rétt slær í burtu áður en Kjartan nær til boltans. Atli Sgurjóns fær boltann, á skot sem fer af varnarmanni og Þórður ver svo með tánni!!

Boltinn berst af tánni á Þórði á Kristin sem er ekki á tánum, boltinn af Kristni og rétt framhjá. Þetta var atburðarás í lagi!
36. mín
Sölvi Geir brýtur á Óskari í hraðri sókn. Fær gult fyrir þetta í seinni.
34. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Kjartan alltof seinn inn í Kára, klárt gult!
34. mín
Víkingar komast í skyndisókn. Pablo losar pressuna, finnur Karl á spettinum upp hægri vænginn. Karl á sendingu á Erling sem tekur skotið en það er yfir og framhjá.
33. mín
KR-ingar fá gefins hornspyrnu, klaufalegt hjá Sölva!
32. mín
Pálmi Rafn stálheppinn að þetta kostaði ekki! Á blindandi sendingu til hægri en þar er enginn KR-ingur. Helgi kemur á sprettinum, sendir á Atla, Helgi fær boltann aftur en nær ekki að taka við boltanm og skjóta á markið.
29. mín
Óskar með skot sem Júlíus kemst fyrir, engin hætta.
28. mín
Karl Friðleifur með flottan sprett, finnur Nikolaj á vítateigslínunni fyrir miðju marki KR. Nikolaj skýtur boltanum yfir mark KR!
27. mín
Kári bjargar glæsilega! Óskar með flotta fyrirgjöf en Kári rennir sér og bjargar í burtu.
26. mín
Flóki reynir skot 'on the volley' þar sem hann stendur hægra megin í teignum en það er vel framhjá.
25. mín
Helgi reynir sendingu inn á Nikolaj inn boltinn aðeins of fastur, þetta var séns!
23. mín
Kjartan Henry sparkar aðeins í Pablo og Jóhann dæmir aukaspyrnu. Kjartan frær sennilega gult spjald seinna í leiknum ef þetta er planið í dag.
22. mín
Karl Friðleifur með fyrirgjöf sem Finnur Tómas skallar frá. Júlíus reynir svo skot sem Nikolaj reynir að stýra en missir boltann of langt til hliðar.
19. mín
Flóki og Halldór Smári lenda saman. Halldór liggur eftir og Víkingar í stúkunni vilja fá eitthvað á þetta.

Smá högg í andlitið á Halldóri Smára en virkaði óviljaverk.
18. mín
Þetta mark hefur eflt Víkinga en KR-ingar virka eilítið slegnir.
17. mín
Frábær fyrirgjöf frá Karli Friðleifi en enginn Víkingur komst í boltann. Föst og góð inn á teig KR-inga. Helgi var ekki langt frá þessum bolta og vill fá hornspyrnu, fær hana ekki.
14. mín
Kári með skalla eftir fyrirgjöf frá Erlingi, talsvert framhjá. Víkingar að halda góðum takti eftir markið!
13. mín
BEITIR!!!!!!!

Rosaleg varsla eftir skalla frá Sölva. Erlingur með fyrirgjöf og Sölvi hamrar boltann með höfðinu.

Sölvi lá aðeins eftir. Erlingur tók hornspyrnu númer tvö og Víkingar eiga nú þriðju spyrnuna í röð.
12. mín
Pablo með skot sem fer af Finni Tómasi og aftur fyrir. Víkingar eiga hornspyrnu.
10. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Fyrsta markið!
Karl Friðleifur nær að halda bolta inn á úti á hægri vængnum, finnur Helga inn á teignum. Helgi nær að snúa, sendir boltann fyrir og finnur Nikolaj inn á markteig KR. Nikolaj kemur boltanum yfir línuna og skorar sitt áttunda mark í sumar!

Þetta var í fyrsta sinn sem Víkingur fór inn á vítateig KR í leiknum!
9. mín
Helgi dæmdur rangstæður. Pablo reyndi að finna hann í gegn.
8. mín
Atli með fyrirgjöf sem Sölvi skallar í burtu. Sókn KR rennur svo út í sandinn þegar Atli fær of langa sendingu út á vinstri kantinn.
7. mín
Spyrnan tekin stutt, boltanum rúllað til hliðar og Flóki lætur vaða. Boltinn af varnarmanni og aftur fyrir. KR á horn.
6. mín
KR fær aukaspyrnu alveg við vítateig Víkings! Kári braut á Kjartani.
6. mín
KR-ingar pressa Þórð Ingason stíft þegar boltinn fer til baka.
4. mín
KR fær aukaspyrnu á vinstri kantinum. Óskar krækir í hana. Tóku spyrnuna hratt og fengu ekkert nema innkast.
3. mín
Lið Víkings:

Þórður
Karl - Sölvi - Kári - Halldór - Atli
Júlíus
Erlingur - Pablo
Helgi og Nikolaj
1. mín
Lið KR:

Beitir
Arnór - Finnur - Grétar - Kristinn
Pálmi
Atli - Ægir
Kristján Flóki - - - - - Óskar
Kjartan
1. mín
Leikur hafinn
KR byrjar með boltann!
Fyrir leik
Smá seinkun á leiknum en þetta fer allt að hefjast. Víkingar eru í rauðu og svörtu og KR er í hvítu og svörtu. Víkingar í dökkum sokkum og KR í ljósum.
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugsson sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að þetta verði áhugaverð barátta milli Flóka, Kjartans, Sölva og Kára.

Rúnar Kristins sagði í viðtalinu að Flóki yrði á kantinum.
Fyrir leik
Það styttist í að leikur hefjist Það er rigning,örlítil gola og níu gráðu hiti.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Tvær breytingar eru á liði Víkings frá síðasta leik. Kristall Máni Ingason og Halldór Jón Sigurður Þórðarson taka sér sæti á bekknum. Þeir Sölvi Geir Ottesen og Erlingur Agnarsson koma inn. Það má áætla að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fari í þriggja manna varnarlínu verandi með Sölva, Kára og Halldór Smára í byrjunarliðinu.

Ein breyting er á liði KR frá síðasta leik. Kennie Chopart tekur út leikbann og Finnur Tómas Pálmason kemur inn í liðið. Það verður fróðlegt að sjá hver verður í hægri bakverðinum hjá KR í kvöld eða hvort KR-ingar verði líka í þriggja manna varnarlínu.
Fyrir leik
KR með tak á Víkingi
Í síðustu fimm deildarleikjum liðanna hefur KR unnið sigur.

Í síðustu fjórtán viðureignum liðanna, frá því að Víkingur komst upp í deild þeirra bestu sumarið 2014, hefur KR unnið tíu leiki, Víkingur þrjá og einu sinni hafa liðin gert jafntefli.
Fyrir leik
Markahæstir
Nikolaj Hansen er markahæsti leikmaður deildarinnar með sjö mörk skoruð.

Þeir Óskar Örn Hauksson og Pálmi Rafn Pálmason eru markahæstir hjá KR með þrjú mörk hvor.
Fyrir leik


Albert Hafsteinsson, leikmaður toppliðs Fram í Lengjudeildinni, spáir í leiki 9. umferðar. Albert spáir KR sigri.

,,KR verður með í toppbaráttunni í ár. Kjartan Henry Finnbogason"
Fyrir leik
Staðan í deildinni:
Víkingur er í 2. sæti deildarinnar sem stendur með átján stig eftir átta leiki. Liðið er fimm stigum frá Val sem hefur leikið tíu leiki. Víkingur er taplaust í deildinni, unnið fimm leiki og gert þrjú jafntefli.

KR er í 5. sæti með fjórtán stig eftir átta leiki. KR hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni.
Fyrir leik
Víkingur vann 2-0 sigur gegn FH í síðasta deildarleik sínum. Níu dagar eru frá þeim leik og var það Nikolaj Hansen sem skoraði bæði mörk Víkinga.

KR vann einnig 2-0 sigur í síðasta leik sínum. Vesturbæingar lögðu Leikni í Breiðholti fyrir viku síðan. Þeir Pálmi Rafn Pálmason og Kjartan Henry Finnbogason skoruðu mörk KR.

Fyrir leik
Jú komiði sælir lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Víkings og KR í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst hann á slaginu 19:15, ef allir muna eftir sokkum í réttum lit! Sæbjörn Steinke heiti ég og lýsi frá heimavelli hamingjunnar.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason ('89)
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('58)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Arnþór Ingi Kristinsson
9. Stefán Árni Geirsson ('58)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('89)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Sigurvin Ólafsson
Þóra Kristín Bergsdóttir

Gul spjöld:
Kjartan Henry Finnbogason ('34)
Grétar Snær Gunnarsson ('52)
Pálmi Rafn Pálmason ('74)
Óskar Örn Hauksson ('83)
Finnur Tómas Pálmason ('89)

Rauð spjöld: