Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Afturelding
1
2
Vestri
0-1 Pétur Bjarnason '14
Valgeir Árni Svansson '41 1-1
1-2 Sergine Fall '60
23.06.2021  -  18:00
Fagverksvöllurinn Varmá
Mjólkurbikar karla
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Pétur Bjarnason
Byrjunarlið:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
5. Oliver Beck Bjarkason
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Hafliði Sigurðarson
8. Kristján Atli Marteinsson ('84)
10. Kári Steinn Hlífarsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('71)
23. Pedro Vazquez ('36)
25. Georg Bjarnason
32. Kristófer Óskar Óskarsson
34. Oskar Wasilewski

Varamenn:
13. Jóhann Þór Lapas (m)
3. Ísak Atli Kristjánsson
11. Gísli Martin Sigurðsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('71)
17. Valgeir Árni Svansson ('36)
18. Jakub Florczyk
19. Gylfi Hólm Erlendsson
33. Alberto Serran Polo
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('84)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Þórunn Gísladóttir Roth
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Amir Mehica

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-2 sigur hjá gestunum. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

Takk fyrir mig.
90. mín
MIKIL HÆTTA

Arnór Gauti fær boltann í gegn og á hættulega fyrirgjöf. Kristófer nær ekki til boltans og Muhammad nær að hreinsa.
90. mín Gult spjald: Nicolaj Madsen (Vestri)
86. mín
Pétur Bjarna liggur eftir á vellinum og virðist þjáður.

Eftir spjall við sjúkraþjálfarann stendur Pétur upp og heldur leik áfram.
84. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Kristján Atli Marteinsson (Afturelding)
77. mín
Frábær varsla frá Muhammad eftir skot frá Kristófer. Hornspyrna.
75. mín
Heimamenn fá hornspyrnu eftir skyndisókn.
71. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
Arnór Gauti kemur inn! Það eru mörk í honum.
70. mín
Afturelding hættulegir þessa stundina en það vantar að klára sóknirnar.
63. mín Gult spjald: Pétur Bjarnason (Vestri)
Ljót tækling á Jökul og hárrétt að spjalda fyrir svona.
60. mín MARK!
Sergine Fall (Vestri)
Stoðsending: Luke Rae
ÞESSI SENDING FRÁ LUKE OG FALL KLÁRAR VEL

Fall setur boltann á Luke sem kassar boltann og setur hann svo aftur fyrir sig beint í hlaupaleiðina hjá Fall sem klárar örugglega framhjá Sindra. Aron Elí leit ekki vel út þarna.
56. mín
Kristófer Óskar aftur með skot eftir að hafa komið sér í fína stöðu á vítateigslínunni. Skotið framhjá.
52. mín
Kristófer og Kári með skemmtilegt spil sem endar á skoti frá Kristófer. Boltinn vel yir markið.
50. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK AFTURELDINGAR

Vestramenn spila vel á milli sín sem endar á skemmtilegri hælsendingu frá Pétri Bjarna inn í teig. Mikill darraðardans og mér sýndist Georg ná að hreinsa boltann á línu.
47. mín
Fall með fína fyrirgjöf á fjærstöng en Georg skallar frá.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
1-1 og þetta hefur verið ágætis skemmtun hingað til. Komum aftur eftir smá.
45. mín
Hættuleg sending í gegn frá Valgeir en Kári rétt missir af boltanum!
41. mín MARK!
Valgeir Árni Svansson (Afturelding)
Stoðsending: Kristófer Óskar Óskarsson
SKIPTINGIN SKILAR ÞESSU

Kristófer Óskar með fína fyrirgjöf og þar er Valgeir mættur og klárar vel. 1-1.
40. mín
Vestri sleppur aftur fyrir vörn Aftureldingar og fyrirgjöfin er svo beint á Pétur Bjarna sem kom á ferðinni í teiginn. Skotið ekki gott og Sindri ver.
38. mín
Loksins hætta hjá heimamönnum

Komast inni í teig Vestra og þar á Kristófer skot í varnarmann. Aron Elí nær boltanum og þrumar honum yfir markið. Þarna munaði litlu.
36. mín
Inn:Valgeir Árni Svansson (Afturelding) Út:Pedro Vazquez (Afturelding)
Pedro getur ekki haldið leik áfram. Eitthvað minniháttar myndi ég halda.
35. mín
Vestramenn í góðum gír þessa stundina. Spila hratt og einfalt á milli sín. Fallegt að sjá.
32. mín
Luke Rae með ágætis skot/sendingu en það er engin á fjærstöng og boltinn lekur framhjá.
30. mín
Afturelding fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Alveg við teiginn hægra meginn á vellinum.

Boltinn frá Pedro ekki góður. Beint á fremsta mann.
28. mín
Gott spil hjá Aftureldingu en síðasta sendingin í gegn klikkar og ekkert verður úr þessu. Aðeins betri bragur yfir spili heimamanna akkurat núna.
24. mín
Kristófer sleppur í gegn en Fall nær honum og tekur boltann. Kristófer liggur eftir þessi viðskipti en er staðinn á fætur.
22. mín
Gestirnir halda mun betur í boltann þessar fyrstu mínútur. Lítið um færi svo sem en Afturelding á mikið inni.
16. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.
14. mín MARK!
Pétur Bjarnason (Vestri)
Stoðsending: Guðmundur Arnar Svavarsson
MARK HJÁ GESTUNUM

Oliver dílar ekki nægilega vel við langan sendingu fram og Guðmundur fær hann á kantinum. Keyrir framhjá Georg og á þessa fínu fyrirgjöf sem Pétur laumar framhjá Sindra á nær.
13. mín
Brotið á Kristófer. Heimamenn stilla upp og ætla að spyrna boltanum fyrir. Pedro mættur á boltann.
9. mín
Oliver í miklu basli. Nær ekki að skalla boltann burt eftir langa sendingu fram. Sindri nær þó boltanum á undan Pétri Bjarna og kemur í veg fyrir klaufalegt mark.
7. mín
Fyrsta sókn heimamanna. Fyrirgjöf frá Kára en Hafliði setur boltann í hliðarnetið úr þröngu færi.
7. mín
Brotið á Georgi. Pétur Bjarna fer hressilega í hann en sleppur við spjaldið.
4. mín
Kristján Atli tapar boltanum á miðjunni og Vestramenn keyra upp. Komast í fína fyrirgjafastöðu en boltinn er ekki góður og Oskar hreinsar frá.
2. mín
Sergine Fall með hættulega fyrirgjöf en Mosfellingar hreinsa frá.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin hafa lokið sinni upphitun og eru komin til búningsklefa. Stutt í leik. Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar.

Sólin skín í Mosfellsbænum og vel vökvað gervigras. Toppaðstæður.
Fyrir leik
Nær Afturelding fram hefndum?



Hér verður bein textalýsing frá viðureign Aftureldingar og Vestra í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, sem fram fer á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ.

Einar Ingi Jóhannsson flautar leikinn á klukkan 18:00 en aðstoðardómarar eru Óli Njáll Ingólfsson og Jakub Marcin Róg.

Þessi tvö lið eru saman í Lengjudeildinni, 1. deildinni. Afturelding er í níunda sætinu en Vestri, sem hefur unnið síðustu tvo leiki, er í sjötta sætinu.

Liðin mættust í Lengjudeildinni fyrr í þessum mánuði. Þá var leikið á Ísafirði og heimamenn unnu 2-1 sigur. Vladimir Tufegdzic og Luke Rae skoruðu mörk Vestra. Pedro Vazquez skoraði mark Aftureldingar.

Það verður leikið til þrautar í kvöld, sigurliðið verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Brenton Muhammad
5. Chechu Meneses
10. Nacho Gil
11. Nicolaj Madsen
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
17. Luke Rae
19. Pétur Bjarnason
21. Viktor Júlíusson
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
55. Diogo Coelho
77. Sergine Fall

Varamenn:
7. Vladimir Tufegdzic
13. Celso Raposo
20. Kundai Benyu

Liðsstjórn:
Heiðar Birnir Torleifsson (Þ)
Daníel Agnar Ásgeirsson
Gunnlaugur Jónasson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Bjarki Stefánsson

Gul spjöld:
Pétur Bjarnason ('63)
Nicolaj Madsen ('90)

Rauð spjöld: