Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Augnablik
1
4
Fjölnir
0-1 Hallvarður Óskar Sigurðarson '9
0-2 Kristófer Jacobson Reyes '16
0-3 Lúkas Logi Heimisson '66
Arnar Laufdal Arnarsson '67 1-3
1-4 Andri Freyr Jónasson '89
23.06.2021  -  19:15
Fífan
Mjólkurbikar karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
Byrjunarlið:
12. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
3. Hrannar Bogi Jónsson (f)
4. Arnór Daði Gunnarsson
7. Þorbergur Þór Steinarsson
11. Kristján Gunnarsson
14. Breki Barkarson
15. Andri Már Strange ('46)
19. Ýmir Halldórsson
25. Ísak Eyþór Guðlaugsson
27. Gabríel Þór Stefánsson ('80)
34. Arnar Laufdal Arnarsson

Varamenn:
8. Brynjar Óli Bjarnason ('46)
9. Aðalsteinn Örn Ragnarsson
10. Orri Fannar Björnsson
18. Nökkvi Egilsson
19. Kári Ársælsson ('80)
26. Freyr Snorrason
29. Heiðar Ingi Þórisson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Bjarki Rúnar Kristinsson
Bjarni Harðarson
Darri Bergmann Gylfason
Benedikt Aron Ívarsson
Garpur I Elísabetarson

Gul spjöld:
Ísak Eyþór Guðlaugsson ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gunnar flautar af!

Fjölnir verður í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit.

Skýrsla og viðtöl innan skamms.
91. mín
Arnar Laufdal tekur gott hlaup á bakvið vörnina og fær boltann, reynir skotið úr fínu færi en beint á Sigurjón.
89. mín MARK!
Andri Freyr Jónasson (Fjölnir)
Stoðsending: Arnór Breki Ásþórsson
Andri Freyr klárar þennan leik!

Frábær sókn upp vinstra megin, föst sending fyrir markið frá Arnóri Breka og Andri hendir sér á boltann og setur hann í netið.

Veik von Augnabliks er orðin að engu.
87. mín
Inn:Eysteinn Þorri Björgvinsson (Fjölnir) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
80. mín
Inn:Kári Ársælsson (Augnablik) Út:Gabríel Þór Stefánsson (Augnablik)
Kári Ársæls mættur í strikerinn!
78. mín
Ahh Brynjar Óli með enn eina af sínum margþekktu dýfum, hann er klókur í að sækja vítaspyrnur á þennan hátt en Gunnar Freyr lét hann ekki plata sig þrátt fyrir öskrin í leikmönnum Augnabliks.

Óþolandi partur af leik hans.
76. mín
Úffff Sigurjón í skógarhlaup, langur bolti frá Augnablik þar sem Sigurjón mætir og keyrir í hafsenta Fjölnis sem eru bakkandi og boltinn fellur fyrir Arnar Laufdal með markið galopið en Reyes fljótur að bregðast við og kemst fyrir, boltinn í innkast og Arnór Breki liggur eftir.
74. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
71. mín Gult spjald: Kristófer Jacobson Reyes (Fjölnir)
Fyrir brot stuttu áður, en hagnaðurinn veitti Breka færið.
71. mín
Breki fær boltann í góða stöðu hægra megin í teignum, með boltann skoppandi og hamrar á markið en beint á Sigurjón.
70. mín
Alexander Freyr setur boltann upp í þak og kemur Fjölni yfir í þakboltaskotunum, 4-3!
67. mín MARK!
Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
Stoðsending: Breki Barkarson
Augnablik svarar með frábæru marki!

Breki Barkar setur boltann bakvið vörn Fjölnis á eldfljótan Arnar Laufdal sem er á undan Reyes í boltann, setur boltann skemmtilega yfir hann í fyrstu snertingunni og hamrar boltann svo upp í skeytinn á skoppinu í því næsta!

Geggjað mark.
66. mín MARK!
Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Úff þetta er svo einfalt...

Lúkas rennir boltanum á Gumma Kalla sem rennir boltanum fyrir markið á Lúkas aftur sem er aleinn og klárar.
66. mín
Ísak tíar boltann til hliðar á Hrannar Boga sem reynir skotið en það í vallarklukkuna.
65. mín
Sigurjón tekur eitt útspark upp í loftið til að jafna stöðuna í 3-3 í þakboltum.
60. mín
Inn:Ragnar Leósson (Fjölnir) Út:Hilmir Rafn Mikaelsson (Fjölnir)
60. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir) Út:Dofri Snorrason (Fjölnir)
59. mín
Dauðafæri hjá Augnablik!

Breki fær boltann inná teignum og nær að taka hann niður, en snertingin ekki nógu góð og Sigurjón nær að loka á hann, Breki missir boltann í kjölfarið.

Góð snerting og Breki hefði getað lagt boltann í markið.
56. mín Gult spjald: Ísak Eyþór Guðlaugsson (Augnablik)
Of seinn í Reyes sem hreinsaði frá.
53. mín
Fjölnismenn spila vel upp völlinn, Lúkas fær boltann við teiginn og kemur sér á hægri, tekur skotið í fjær en Simmi ver vel!
49. mín
Augnablik tekur forystuna, 3-2 í þakboltunum.

,,Þetta er bara æfingahús'' segir pirraði vinur minn í stúkunni.
47. mín
Vá!

Lúkas með svakalega takta inná teignum með svona fjóra varnarmenn í kringum sig, spólar í gegnum þá og tekur skotið með vinstri í þröngu færi í slánna!

Hefði verið svakalegt mark...
46. mín
Inn:Brynjar Óli Bjarnason (Augnablik) Út:Andri Már Strange (Augnablik)
Hálfleiksbreyting hjá Augnablik.
46. mín
Seinni farinn af stað!

Nú byrjar Fjölnismenn.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið!

Ágætis leikur hingað til, Augnablik nær upp flottum köflum.
44. mín
Augnablik með ágætis spil, bolti inn á teiginn sem Arnar Laufdal flikkar lengra og þar kemur Gabríel á ferðinni og setur boltann framhjá úr dauðafæri!

Sigurjón mætti honum og heimamenn garga eftir víti, en það var ekkert að þessu, þeim lenti aðeins saman eftir að Gabríel setti löppina í boltann.
38. mín
Simmi með eina sjónvarpsvörslu!

Fjölnismenn sækja hratt, Lúkas setur boltann út til vinstri á Arnór Breka sem setur boltann fyrir beint á ennið á Gumma Kalla sem skallar boltann beint á markið og Simmi hoppar upp með glæsibrag og slær boltann yfir markið.

Fjölnismenn fá hornspyrnu sem Augnablikar hreinsa.
32. mín
Kristján misreiknar skoppið á boltanum við teig Augnabliks og Gummi Kalli vinnur hann, setur boltann svo í Kristján og afturfyrir.

Jóhann neglir hornspyrnunni beint í lúkurnar á Simma.
30. mín
Simmi ver!

Fjölnismenn bruna upp vinstra megin og senda fyrir, Lúkas tekur við boltanum inná teignum og tekur skotið með vinstri í varnarmann og þaðan í Simma sem var lagstur.
27. mín
Áfram heldur Þorbergur að fara illa með menn úti vinstra megin, nú sækir hann aukaspyrnu við vítateigshornið.

Hrannar sendir fyrir úr spyrnunni en Fjölnismenn skalla frá.
26. mín
Lúkas Logi vinnur boltann eftir slaka sendingu frá Arnóri Daða úr vörninni, Lúkas brunar á teiginn og lætur vaða en boltinn yfir.
20. mín
Aftur fær Þorbergur boltann til vinstri og núna fer hann auðveldlega framhjá Dofra, fer lengra inn á teiginn og reynir skot sem stefnir á nær en Alexander stendur fyrir og fær boltann í sig.

Augnablikar kalla eftir hendi og víti en fá ekki.
19. mín
Þorbergur fær boltann í góðri stöðu og tekur skotið en rétt yfir!

Þarna var smá hætta, hefði mátt hitta markið.
16. mín MARK!
Kristófer Jacobson Reyes (Fjölnir)
Stoðsending: Hallvarður Óskar Sigurðarson
Fjölnismenn skora aftur!

Annað frekar klaufalegt mark þar sem Hallvarður sendir góða hornspyrnu beint á kollinn á Reyes, sem á ekkert spes skalla og svona þrír Augnablikar eiga möguleika á að koma í veg fyrir að þessi fari inn en inn fór hann með herkjum...

Augnablikar verða að reyna að koma í veg fyrir að Fjölnismenn skori ekki í hvert skipti sem þeir hitta á markið.
15. mín
Fjölnir fær hér hornspyrnu eftir góðan sprett hjá Arnóri Breka.

Jóhann Árni tekur og skorar næstum sjálfur!

Boltinn af varnarmanni og í annað horn.
13. mín
Augnablik tók einhverja slökustu útfærslu af stuttu horni sem ég hef séð og misstu boltann sjálfir afturfyrir án þess að Fjölnismenn þyrftu að reyna að vinna boltann.
12. mín
Augnablik með góða sókn, færa boltann frá hægri til vinstri á Þorberg sem fer framhjá Dofra, kemur boltanum til Breka sem setur hann á hægri og reynir skot sem stefnir í fjærhornið en Reyes hendir sér fyrir boltann og af honum í horn fer hann.
11. mín
Augnablik jafnar stöðuna í 2-2 í þakboltunum.

Enn ómar pirringur í þessum manni sem ég heyri til en sé ekki.
9. mín MARK!
Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir)
Stoðsending: Orri Þórhallsson
Fjölnismenn eru komnir yfir!

Orri finnur Hallvarð í 1v1 stöðu hægra megin, Hallvarður fer inn á völlinn á vinstri og setur boltann í nær, Simmi nær ekki að verja...

Dýrt fyrir Augnablik að fá svona ódýrt mark á sig eftir fína byrjun.
8. mín
Agunablik fær aðra hornspyrnu, nú sendur á fjær en þar vantaði samherja og Fjölnismenn hreinsa.
8. mín
Gummi Kalli tekur samspil við Hilmi og fær skotfæri við teiginn en setur það yfir.
7. mín
Boltinn búinn að fara þrisvar upp í loftið núna á sjö mínútum og einhver pirraður Fjölnismaður öskrar að þetta sé alltof lítil höll.

Staðan er Augnablik 1 - 2 Fjölnir í þakskotum.
5. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Augnabliks.

Langur frá Hrannari sem Reyes skallar í horn.

Spyrnan er svo skölluð frá af nærsvæðinu.
1. mín
Einn langur í byrjun endar á að falla fyrir Arnar Laufdal sem reynir skotið í fyrsta en Sigurjón ekki í neinum vandræðum með það.
1. mín
Leikur hafinn
Let's go!

Arnar Laufdal sparkar leikinn í gang.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn í Portúgal, Dofri vinnuf uppkastið og velur vallarhelming, Augnablik byrjar þá með botlann.
Fyrir leik
Liðin eru mætt að hita.

Reyndar rosalega rólegt yfir þessum upphitunum, enda heitt inni í Portúgal svo menn þurfa ekki að hlaupa í sig hita eða hafa mikið fyrir þessu.
Fyrir leik
Fjölmiðlaaðstaðan í Portúgal (Fífunni) er ekki upp á marga fiska, svalirnar eru uppfullar af myndavélum og tæknifólki þar sem Stöð 2 Sport er að taka upp leikinn sem og Blikar sjálfir þar sem þeir sýna leikinn beint.

Því mun ég textalýsa leiknum í símanum mínum eftir bestu getu.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn hér til hliðar.

Fjölnir mætir með mjög sterkt lið til leiks.

Heimamenn í Augnablik setja fallbyssurnar Kára Ársæls og Brynjar Óla á bekkinn, áherslan greinilega á 3. deildina, en þeir eiga leik gegn Elliða á sunnudaginn og voru að koma heim úr ferðalagi frá Egilsstöðum um liðna helgi.
Fyrir leik
Gunnar Freyr mun dæma þennan leik og honum til aðstoðar verða þeir Ragnar Bender og Friðleifur Friðleifs.

Halldór Breiðfjörð situr í stúkunni á vegum KSÍ að taka út dómgæslu þessarra manna.

Leikurinn mun fara fram í Fífunni, eða Portúgal eins og þeir Augnabliksmenn kalla hana.

Augnablik hefur farið mikinn á Twitter í kjölfar þessa leiks.
Fyrir leik
Davíð vs Golíat?

Augnablik leikur í 3. deild og er í raun varalið Breiðabliks, eða svona kannski frekar uppeldisklúbbur Blika, þar sem ungir strákar í bland við reynslumeiri menn brúa bilið frá 2. flokk og inn í aðallið Blika.

Fjölnismenn eru auðvitað í Lengjudeildinni í annað sinn á þremur árum þetta sumarið eftir fall úr Pepsi Max deildinni.

Vonandi verður þetta samt hörku leikur, topplið í Lengjudeildinni gegn toppliði í 3. deild, það getur allt gerst í bikarnum!
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Augnabliks og Fjölnis í Mjólkurbikar karla.
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
8. Arnór Breki Ásþórsson
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson
11. Dofri Snorrason ('60)
15. Alexander Freyr Sindrason
16. Orri Þórhallsson
17. Lúkas Logi Heimisson
18. Kristófer Jacobson Reyes
19. Hilmir Rafn Mikaelsson ('60)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('74)
31. Jóhann Árni Gunnarsson ('87)

Varamenn:
2. Valdimar Ingi Jónsson ('60)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
6. Baldur Sigurðsson
9. Andri Freyr Jónasson ('74)
10. Viktor Andri Hafþórsson
22. Ragnar Leósson ('60)
28. Hans Viktor Guðmundsson
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson ('87)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Steinar Örn Gunnarsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:
Kristófer Jacobson Reyes ('71)

Rauð spjöld: