Origo völlurinn
þriðjudagur 29. júní 2021  kl. 20:00
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Eiður Ottó Bjarnason
Maður leiksins: Elín Metta Jensen
Valur 4 - 0 Keflavík
1-0 Elín Metta Jensen ('20)
2-0 Elín Metta Jensen ('34)
3-0 Elín Metta Jensen ('56)
4-0 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('83)
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('85)
10. Elín Metta Jensen ('90)
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
16. Mary Alice Vignola
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('85)

Varamenn:
20. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
4. Sigríður Lára Garðarsdóttir ('85)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('90)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('85)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir
77. Clarissa Larisey

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('33)
Málfríður Anna Eiríksdóttir ('76)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
94. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið og hann endar með öruggum 4-0 sigri Vals sem lyftir sér upp í toppsæti deildarinnar. Úrslitin sanngjörn og í takt við gang leiksins þar sem Valsliðið var sannfærandi og barátta Keflvíkinga dugði ekki til.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín
Hornspyrnan er fín og það má litlu muna að Elín Helena nái til boltans á fjær.

Það gerir hún þó ekki, Valskonur hreinsa og Eiður Ottó flautar af!
Eyða Breyta
93. mín
Og talandi um að gefast ekki upp!

Jóhanna Lind á skot af varnarmanni eftir góðan undirbúning Aerial og Keflavík fær hornspyrnu.

Tækifæri fyrir þær til að klóra í bakkann.
Eyða Breyta
92. mín
Áfram sækja Valskonur. Bæði Fanndís og Sólveig Larsen gera sig líklegar í vítateig gestanna en skjóta í varnarmenn.

Keflavíkurliðið má eiga það að það gefst ekki upp þrátt fyrir að vera í erfiðri stöðu.
Eyða Breyta
90. mín Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Elín Metta Jensen (Valur)
Heiðursskipting á markaskorarann. Elín Metta búin að skila góðu dagsverki og þremur mörkum í kvöld.

Skagakonan Bergdís Fanney spreytir sig í uppbótartímanum sem er 4 mínútur.
Eyða Breyta
88. mín Brynja Pálmadóttir (Keflavík) Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
88. mín Birgitta Hallgrímsdóttir (Keflavík) Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík)
Tvöföld skipting hjá gestunum líka. Birgitta spilar sínar fyrstu Max-mínútur í sumar eftir að hafa verið á láni hjá Haukum.
Eyða Breyta
85. mín Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
85. mín Sigríður Lára Garðarsdóttir (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Tvöföld skipting hjá Val á lokamínútunum. Þvílík reynsla sem klárar leikinn fyrir þær. Landsliðskonurnar Sísí og Fanndís mættar til leiks.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur), Stoðsending: Mary Alice Vignola
4-0!

Sólveig Larsen skilar fyrirgjöf Mary Alice í netið!

Vel klárað hjá Sólveigu og Mary Alice aldeilis í stuði í dag. Búin að leggja upp þrjú af mörkum Vals!
Eyða Breyta
80. mín
Valskonur fá sitt tíunda horn eftir laglegan sprett Ídu Marínar.

Dóra María tekur sem fyrr. Mist er í boltanum sem dettur fyrir Elínu Mettu en Tiffany er ákveðin í markinu og nær að hrifsa til sín boltann.

Taílenski landsliðsmarkvörðurinn búin að eiga fínan leik þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk. Á nokkra öfluga stuðningmenn í stúkunni líka. Fólkið hennar komið í sumarfrí til Íslands og hvetur sína konu til dáða.
Eyða Breyta
78. mín
Hættulegt!

Bæði Elín Metta og Sólveig Larsen rétt missa af hættulegri fyrirgjöf frá vinstri.
Eyða Breyta
77. mín Jóhanna Lind Stefánsdóttir (Keflavík) Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
Önnur breyting Keflavíkur. Þróttarinn frá Neskaupsstað er mætt til leiks.
Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Brýtur á Ísabel sem var að komast á skrið á miðjum vellinum. Fer verskuldað í bókina.

Anita Lind tekur aukaspyrnuna og reynir bjartsýnisskot af mjög löngu færi. Sandra hefur nægan tíma til að sjá við henni.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Brýtur af sér og Valur fær aukaspyrnu af 30 metra færi.

Mary Alice tekur spyrnuna en setur boltann nánast beint á Tiffany í markinu.
Eyða Breyta
72. mín
ÁSDÍS KAREN!

Hún setur boltann fast framhjá eftir að Elín Metta þræddi hana í fínt skotfæri á markteig!
Eyða Breyta
71. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!

Keflvíkingar bjarga skalla Mistar á marklínu eftir horn!
Eyða Breyta
70. mín
Anita Lind tekur aukaspyrnu fyrir Keflavík hægra megin úti á miðjum velli. Setur fínan bolta í átt að Natöshu sem teygir sig í boltann en nær ekki að stýra honum á markið!
Eyða Breyta
68. mín
Aftur reynir Ásdís Karen langskot. Í þetta skiptið rétt utan við vítateigshornið en fast skotið flýgur aðeins yfir markið.
Eyða Breyta
67. mín
Ásdís Karen!

Fínt uppspil Vals endar á þrumuskoti Ásdísar sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.

Ekkert verður úr horninu hjá Val.
Eyða Breyta
66. mín
Færi!

Ásdís Karen leggur boltann inná teig á Sólveigu Larsen en hún er undir pressu og skýtur í varnarmann.
Eyða Breyta
64. mín
Keflavík fær aukaspyrnu. Valskonur brjóta á Aerial á miðjum vallarhelmingi Vals.

Anita Lind mundar öflugan vinstri fót sinn en setur boltann framhjá.

Eiga gestirnir einhver vopn?
Eyða Breyta
59. mín
Valskonur vilja víti. Sólveig Larsen fellur við upp við endalínu eftir viðskipti sín við varnarmenn Keflavíkur. Erfitt að meta þetta héðan.
Eyða Breyta
58. mín Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
Fyrsta skiptingin í leiknum. Eva Lind leysir hina efnilegu Amelíu Rún af.
Eyða Breyta
56. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Mary Alice Vignola
ÞRENNA!

ELÍN METTA JENSEN ER BÚIN AÐ SKORA ÞRENNU!

Mary Alice er að leggja upp annað mark. Rennir boltanum inná markteig á markahrókinn sem klárar örugglega framhjá Tiffany.

Þrjú í dag. Sjö í deildinni. Skjótt skipast veður í lofti og allt það!

Valskonur eru að ganga frá þessum leik!
Eyða Breyta
53. mín
Hættulegt!

Ásdís Karen á fyrirgjöf frá vinstri. Það virðist engin hætta fylgja sendingunni en boltinn dettur allt í einu fyrir Sólveigu Larsen sem rétt missir af honum á fjær.
Eyða Breyta
50. mín
Aftur stilla Keflavíkurkonur upp fyrir langt innkast Aerial. Í þetta skiptið kastar hún inná teig en þó ekki lengra en á fyrsta varnarmann og Mary Alice skallar frá.
Eyða Breyta
48. mín
Góð varnarvinna hjá Arndísi Snjólaugu. Á vel tímasetta tæklingu og kemur í veg fyrir að Mary Alice komist ein gegn Tiffany.

Einhverra hluta vegna er svo dæmd markspyrna þegar boltinn fer aftur fyrir en Arndísi er auðvitað nokkuð sama um það.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Áfram með smjörið og fjörið!

Síðari hálfleikur er hafinn. Sömu 22 og enduðu fyrri hálfleikinn hefja þann seinni.
Eyða Breyta
46. mín Hálfleikur
Það bárust fréttir af því eftir bikardráttinn í gær að Valskonur ætluðu að styrkja sig með tveimur leikmönnum, einum íslenskum og öðrum erlendum, í næsta félagaskiptaglugga.

Enn hefur ekki verið tilkynnt um hverjir þeir leikmenn eru en glöggir áhugamenn um göngutúra í Öskjuhlíðinni hafa orðið varir við Láru Kristínu Pedersen í kringum Valsvöllinn. Hún situr svo hér í stúkunni í kvöld og spurning hvort það fari ekki að verða óhætt að leggja saman 2 og 2? Ef útkoman er 4 er ljóst að það er hörkuliðsstyrkur á leið á Hlíðarenda.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og heimakonur leiða sanngjarnt, 2-0.

Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk Vals í leiknum en það þýðir að hún er komin með 6 deildarmörk. Marki minna en Eyjakonan Delaney Baie Pridham sem er markahæst með 7 mörk.
Eyða Breyta
45. mín
1 mínúta í uppbót segir fjórði dómarinn Steinar og í sömu andrá má litlu muna að Aerial sleppi inn fyrir Valsvörnina eftir að hafa fengið langan bolta fram. Þær Mist og Lillý hafa haft góðar gætur á henni hingað til og koma í veg fyrir að Keflavík skapi sér færi hér rétt fyrir hálfleik.
Eyða Breyta
44. mín
Dóra María!

Miðjumaðurinn öflugi á langskot sem flýgur vel yfir markið.
Eyða Breyta
40. mín
Valskonur halda áfram að stýra leiknum. Þær halda vel í boltann og halda ákveðnum Keflvíkingum vel við efnið.
Eyða Breyta
34. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Mist Edvardsdóttir
MARK!

Elín Metta kemur boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Dóra María setur boltann fyrir. Mist kemur boltanum svo áfram á Elínu sem er fljót að átta sig og kemur boltanum yfir línuna!

2-0 og Elín Metta sem var lengi í gang í markaskorun í sumar er komin með 6 mörk!
Eyða Breyta
33. mín Gult spjald: Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
Áfram halda Valskonur að fá horn og í þetta skiptið hefur Natasta betur í skallaeinvígi gegn Mist og kemur boltanum frá.

Keflavíkurliðið reynir skyndisókn en Sólveig Larsen tekur enga sénsa og kippir Aerial úr jafnvægi áður en hún kemst á sprettinn. Fær verðskuldað gult fyrir vikið.
Eyða Breyta
32. mín
Ástríða í þessu. Marín Rún leggst hreinlega á boltann til að koma í veg fyrir að Valskonur nái honum af henni. Málfríður Anna stendur góða vakt yfir Marín þangað til að Eiður Ottó flautar aukaspyrnu. Marín til mikillar undrunar.
Eyða Breyta
31. mín
Klaufalegur varnarleikur hjá Valskonum og Keflavík vinnur aukaspyrnu úti vinstra megin eftir aggressíva pressu.

Ísabel tekur spyrnuna og miðar á kollinn á Aerial. Mist er hinsvegar með hana í góðri gæslu og skallar boltann af hættusvæðinu.
Eyða Breyta
28. mín
MARY ALICE!

Vel spilað hjá Val og Sólveig leggur upp fínt skotfæri fyrir Mary Alice utarlega í teignum vinstra megin. Mary Alice setur boltann yfir!
Eyða Breyta
26. mín
Valskonur stýra leiknum eftir að hafa náð forystunni. Þær áttu tvær hornspyrnur í röð stuttu eftir að þær skoruðu og hafa haldið ágætlega í boltann - án þess þó að skapa sér færi.
Eyða Breyta
20. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Mary Alice Vignola
Þriðja hornspyrna Vals. Dóra María tekur en Keflavík kemur boltanum frá. Mary Alice setur boltann í fyrsta aftur inn á teig þar sem hann dettur fyrir Elínu Mettu.

Elín gerir virkilega vel, tekur boltann yfirvegað með vinstri og lyftir honum yfir Tiffany í markinu.

1-0 fyrir Val og Elín Metta búin að skora fimm mörk í deildinni!
Eyða Breyta
16. mín
Einhverjir hafa verið að líkja Aerial Chavarin, framherja Keflavíkur, við Sveindísi Jane, fyrrum leikmann liðsins, og nú tekur Keflavíkurliðið sér góðan tíma í að stilla upp fyrir innkast. Aerial virðist ætla kasta langt inná teig ala Sveindís en endar svo á að taka stutt og bandvitlaust innkast á samherja. Skondið.
Eyða Breyta
15. mín
Aftur fá Valskonur horn. Dóra María setur boltann fyrir en Natasha er sterk í loftinu og skallar frá.
Eyða Breyta
14. mín
Úff. Þarna fer Kristrún Ýr ansi harkalega í Ásdísi Karen sem liggur eftir. Valsarar halda bolta og Eiður Ottó dómari beitir hagnaði. Kristrún heppin að fara ekki í bókina þegar leikurinn stöðvast en sem betur fer getur Ásdís Karen harkað af sér.
Eyða Breyta
12. mín
Hinum megin á vellinum vinna Valsarar horn. Gullfóturinn Dóra María smellir góðum bolta fyrir. Lillý Rut reynir að teygja sig á eftir honum en nær ekki að stýra boltanum á rammann.
Eyða Breyta
11. mín
Vel spilað hjá Keflavík og það losnar um hina kraftmiklu Aerial úti til vinstri. Hún setur fastan bolta fyrir Valsmarkið en reynsluboltinn Sandra Sig er vandanum vaxin og handsamar fyrirgjöfina.

Aerial hefur komið eins og stormsveipur inn í deildina og það verður spennandi að fylgjast með henni í kvöld.
Eyða Breyta
7. mín
Aukaspyrna!

Valskonur fá aukaspyrnu rétt utan teigs eftir brot.

Dóra María tekur spyrnuna. Heldur boltanum niðri en skotið endar í Anitu Lind.

Boltinn hrekkur aftur út og Dóra María fær annað tækifæri á skoti. Boltinn hinsvegar aftur í varnarmúr gestanna.
Eyða Breyta
5. mín
Ekkert að frétta fyrstu 5 mínútur leiksins. Liðin að þreifa á hvoru öðru og koma sér fyrir á vellinum.
Eyða Breyta
3. mín
Byrjunarlið Keflavíkur:

Tiffany

Arndís - Elín Helena - Natasha - Kristrún Ýr

Ísabel - Anita Lind

Dröfn - Marín - Amelía

Aerial
Eyða Breyta
2. mín
Byrjunarlið Vals:

Sandra

Elísa - Mist - Lillý - Mary Alice

Dóra María - Málfríður Anna

Ásdís Karen - Ída Marín - Sólveig Larsen

Elín Metta
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn.

Keflavík byrjar og sækja í átt að Öskjuhlíðinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það má sjá byrjunarlið liðanna hér til hliðar. Pétur og Eiður gera tvær breytingar á Valsliðinu frá síðasta leik. Þær Lillý Rut og Mary Alice koma inn í liðið á kostnað Sigríðar Láru og Örnu Eiríks.

Hjá Keflavík er allt óbreytt. Gunni breytir ekki sigurliði.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valskonur léku síðast á fimmtudag en þá vann liðið ÍBV 1-0 í bikarnum og skaut sér áfram í undanúrslitin. Í síðasta deildarleik gerðu Valsarar hinsvegar 1-1 jafntefli við Þór/KA á heimavelli.

Keflvíkingar eru úr leik í bikar en hafa verið í miklu stuði í deildinni upp á síðkastið. Liðið vann Tindastól 1-0 í síðustu umferð og lagði Íslandsmeistara Breiðabliks 3-1 þar á undan. Ein óvæntustu úrslit mótsins fram að þessu og það verður gaman að sjá hvernig Keflvíkingum tekst til gegn sterku Valsliðinu hér á eftir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leik er 5 stiga munur á liðunum. Valskonur sitja í 2. sæti deildarinnar með 14 stig, stigi á eftir toppliði Breiðabliks.

Gestirnir frá Keflavík eru hinsvegar í 6. sæti með 9 stig, jafnmörg stig og Þróttur og ÍBV sem eru í 5. og 7. sæti og mætast kl.18:00 í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Keflavíkur í Pepsi Max deildinni. Um er að ræða leik í 7. umferð mótsins.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
0. Marín Rún Guðmundsdóttir ('77)
3. Natasha Moraa Anasi (f)
10. Dröfn Einarsdóttir ('88)
11. Kristrún Ýr Holm
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('88)
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('58)
33. Aerial Chavarin

Varamenn:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
4. Eva Lind Daníelsdóttir ('58)
5. Berta Svansdóttir
6. Ástrós Lind Þórðardóttir
14. Celine Rumpf
21. Birgitta Hallgrímsdóttir ('88)
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('77)
28. Brynja Pálmadóttir ('88)

Liðstjórn:
Benedikta S Benediktsdóttir
Soffía Klemenzdóttir
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Anita Lind Daníelsdóttir ('73)

Rauð spjöld: