Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Þór
1
1
Vestri
0-1 Benedikt V. Warén '32
Bjarki Þór Viðarsson '86 1-1
01.07.2021  -  18:00
SaltPay-völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Maður leiksins: Benedikt V. Waren
Byrjunarlið:
1. Daði Freyr Arnarsson (m)
Liban Abdulahi ('18)
2. Elmar Þór Jónsson
3. Birgir Ómar Hlynsson
6. Ólafur Aron Pétursson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f) ('76)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
15. Petar Planic
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('84)
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson ('84)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
4. Hermann Helgi Rúnarsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('84)
14. Jakob Snær Árnason ('18)
18. Elvar Baldvinsson ('84)
18. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Óðinn Svan Óðinsson
Sölvi Sverrisson
Perry John James Mclachlan
Helgi Steinar Andrésson
Miguel Mateo Castrillo

Gul spjöld:
Petar Planic ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Neibb. Leik lokið. 1-1 lokatölur
96. mín
Boltinn gegnur teigana á milli! kemur sigurmark?
94. mín Gult spjald: Kundai Benyu (Vestri)
Sparkar boltanum í burtu eftir að það var dæmd aukaspyrna
92. mín
Brenton kýlir frá
92. mín
Þór fær hornspyrnu!
91. mín Gult spjald: Nicolaj Madsen (Vestri)
90. mín
Hörku skot hjá Nacho fyrir utan teig sem fer í stöngina!
86. mín MARK!
Bjarki Þór Viðarsson (Þór )
MAAARK!

Þór fékk aukaspyrnu og Ólafur Aron sendi fyrir markið. Eftir smá klafs í teignum sýndist mér það vera Bjarki Þór sem kom boltanum yfir línuna! 1-1! Dramatík í lokin!
84. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór ) Út:Ásgeir Marinó Baldvinsson (Þór )
Tvöföld skipting hjá heimamönnum
84. mín
Inn:Elvar Baldvinsson (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
Tvöföld skipting hjá heimamönnum
81. mín
Þór kemst í gott færi. Fannar fær boltann í miðjum teignum, þarf að teygja sig aðeins í boltann og setur hann framhjá.
79. mín
Þórsliðið náðu góðum kafla en það hefur aðeins róast yfir þessu núna.
76. mín
Inn:Sölvi Sverrisson (Þór ) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Hann lagðist síðan í grasið um leið og skipt útaf.
75. mín
Jóhann Helgi reynir að troða sér í gegnum vörn Vestra en missir boltann síðan of langt frá sér í fangið á Brenton.
70. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
69. mín Gult spjald: Petar Planic (Þór )
brýtur á Nacho
67. mín Gult spjald: Nacho Gil (Vestri)
66. mín
Þór með aukaspyrnu, fyrirgjöf inn í teiginn, Brenton kýlir frá en kýlir Petar í leiðinni, fólkið í stúkunni lætur heyra í sér, vildu víti.
59. mín
Þetta voru Petar hjá Þór og Sergine Fall hjá Vestra. Þeir eru báðir komnir á fætur og komnir inná aftur.
57. mín
Önnur hornspyrna frá Þór. Leikmenn Þórs og Vestra skella saman og liggja eftir.
55. mín
Þór fær hornspyrnu en Brenton kýlir boltann í burtu
54. mín
Ólafur Aron með fyrirgjöfina en Vestramenn koma boltanum frá.
53. mín
Þór fær aukaspyrnu
52. mín
Benyu leikur á varnarmenn Þórs, sendir svo boltann meðfram jörðinni fyrir á Vladimir sem á skot vel yfir.
50. mín
Frábær sending innfyrir á Jóhann Helga sem nær þó ekki völdum á boltanum en síðan dæmdur rangstæður, ekki í fyrsta sinn í kvöld.
48. mín
Stórsókn hjá Vestra sem endar með slöku skoti frá Vladimir beint á Daða.
46. mín
Síðari hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
+2
Flautað til leikhlés. Gestirnir leiða í hálfleik með marki frá Benedikt Waren.
45. mín
Diogo með sleggju fyrir utan teig en boltinn yfir markið
40. mín
Kundai Benyu var að sleppa einn í gegn en Birgir komst fyrir og Benyu hélt að hann væri að fá horn en dæmdur brotlegur.
36. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
32. mín MARK!
Benedikt V. Warén (Vestri)
MAAARK!

Það var lánsmaðurinn frá Breiðablik sem skorar sitt fyrsta mark fyrir Vestra! 1-0
31. mín
Sergine Fall virtist vera sleppa einn í gegn en hann ákvað að taka skot í fyrsta, þetta var eginlega bara sending á Daða.
29. mín
Gestirnir mun líklegri, heimamenn komast hvorki lönd né strönd. Einstefna þessa stundina þó svo það sé ekki mikið um opin færi.
23. mín
Benedikt tekur boltann á lofti, hittir boltann vel en tiltölulega beint á Daða sem ver vel.
22. mín
Kemur Zlatan hælskot eftir hornið og í varnarmann Þór. Leikmenn Vestra baða út höndum og byðja um víti, mjög lítil mótmæli og ekkert dæmt.
21. mín
Vladimir inn í D boganum rennir boltanum á Luke sem á gott skot sem Daði ver vel í horn.
18. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Liban Abdulahi (Þór )
Jakob Snær kemur inná í hans stað.
17. mín
Liban haltrar í átt að bekknum. Skipting í kortunum hjá Þór
16. mín
Liban þurfti smá aðhlynningu, hann er staðin upp en virðist ekki ganga heill til skógar spurning hvort hann þurfi að fara af velli. Hann lenti í smá samstuði.
11. mín
Vestri komast í góða stöðu, sending fyrir markið en Vladimir með skot hátt yfir
9. mín
Liðin fara rólega af stað. Vestri reynir að sækja en síðasta sendingin er að klikka hjá þeim.
3. mín
Skalli á nærstönginni rétt framhjá.
3. mín
Vestri fær horn
1. mín
Leikur hafinn
leikurinn er farinn af stað. Heimamenn byrja með boltann!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár

Byrjunarliðin eru komin inn. Hjá heimamönnum eru þrjár breytingar frá 3-0 sigrinum gegn Fjölni í síðustu umferð. Orri Sigurjónsson er ekki í hópnum, Vignir Snær Stefánsson sest á bekkinn og Alvaro Montejo hefur yfirgefið félagið og haldið heim til Spánar.

Jóhann Helgi Hannesson, Liban Abdulahi og Bjarki Þór Viðarsson koma inn í byrjunarliðið.

Vestri gerir eina breytingu á sínu liði frá 3-0 tapi gegn ÍBV í síðustu umferð. Benedikt Waren lánsmaður frá Breiðablik kemur inn í liðið í stað Elmars Atla Garðarson. Markvörðurinn Steven van Dijk gekk til liðs við Vestra í gær en hann er á bekknum í dag.
Fyrir leik
Þórður Gunnar Hafþórsson, leikmaður Fylkis, spáir í leiki níundu umferðar.

Þór 0 - 4 Vestri
Spái mínum mönnum í Vestra 0-4 sigri þar sem Guðmundur Arnar setur 2 með hægri og leggur upp hin 2 á Pétur Bjarna og Viktor Júll.
Fyrir leik
Það eru nú ekki skemmtilegar minningar héðan frá leiknum á síðustu leiktíð þegar Elmar Atli Garðarsson lá lengi eftir samstuð og þurfti að kalla eftir sjúkrabíl og kom í ljós að hann var viðbeinsbrotinn.

Það var miklu bætt við fyrri hálfleikinn en leiknum lauk með 1-0 sigri Vestra en markið kom á 23. mínútu uppbótartíma í fyrri hálfleik. Markið skoraði Ignacio Gil sem fór einmitt til Vestra frá Þór.
Fyrir leik
Það stefnir í hörku leik þar sem liðin eru á svipuðu róli í deildinni. Heimamenn í 7. sæti með 10 stig eftir 8 leiki en gestirnir eru í sætinu fyrir ofan með tveimur stigum meira.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í textalýsingu frá leik Þórs og Vestra í Lengjudeild karla.

Leikurinn fer fram á SaltPay vellinum á Akureyri og hefst kl 18:00.
Byrjunarlið:
Brenton Muhammad
5. Chechu Meneses
7. Vladimir Tufegdzic
10. Nacho Gil (f)
11. Nicolaj Madsen
11. Benedikt V. Warén ('70)
17. Luke Rae
20. Kundai Benyu
21. Viktor Júlíusson
55. Diogo Coelho
77. Sergine Fall

Varamenn:
1. Steven Van Dijk (m)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
19. Pétur Bjarnason ('70)

Liðsstjórn:
Heiðar Birnir Torleifsson (Þ)
Daníel Agnar Ásgeirsson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Bjarki Stefánsson
Ragnar Heiðar Sigtryggsson

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('36)
Nacho Gil ('67)
Nicolaj Madsen ('91)
Kundai Benyu ('94)

Rauð spjöld: