Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Stjarnan
2
3
Keflavík
0-1 Joey Gibbs '16
0-2 Joey Gibbs '38
0-3 Nacho Heras '48
Hilmar Árni Halldórsson '57 , víti 1-3
Þorsteinn Már Ragnarsson '69 2-3
03.07.2021  -  14:00
Samsungvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Hægur andvari í átt að Garðatorgi, 15 stiga hiti og sól. Geggjað veður fyrir fótbolta!
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Frans Elvarsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Tristan Freyr Ingólfsson ('90)
6. Magnus Anbo ('70)
7. Einar Karl Ingvarsson ('54)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('70)
20. Eyjólfur Héðinsson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason ('90)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
4. Óli Valur Ómarsson ('90)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('70)
7. Eggert Aron Guðmundsson ('54)
8. Halldór Orri Björnsson
23. Casper Sloth ('90)
99. Oliver Haurits ('70)

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ejub Purisevic

Gul spjöld:
Elís Rafn Björnsson ('75)
Brynjar Gauti Guðjónsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
STÓR sigur Keflavíkur í dag.

Með honum lyfta þeir sér upp fyrir Stjörnuna. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
HASAR!

Brynjar ákafur að ná í boltann og hleypur Frans niður. Sá ekki ánægður..
90. mín
+3

Hamagangur á hóli.

Stjarnan að dúndra langt!
90. mín
Langur bolti inn í teiginn, Sindri út og brotið á honum.

Væntanlega mínúta í uppbót í viðbót...
90. mín
Inn:Casper Sloth (Stjarnan) Út:Emil Atlason (Stjarnan)
90. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Út:Tristan Freyr Ingólfsson (Stjarnan)
90. mín
+1

Sindri slær hér í horn...

Halli markmaður inn í teig!
90. mín
Fáum þrjár mínútur í uppbót.
89. mín
Keflavík taka hér enga sénsa.

Liðið situr allt til baka utan Gibbs. Enn eru það fyrst og fremst háir bolta inn í teiginn...sem KEflavík ræður við.
86. mín
Helgi Þór fær skotfæri eftir frábæra sentervinnu Gibbs sem leggur boltann á hann í teignum.

Skotið of laust og Halli á auðvelt með það.
84. mín
RÉTT YFIR!!!

Heiðar sendir frá hægri og Emil vinnur Frans í skallaeinvígi en boltinn fer rétt yfir.
83. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Boltinn dettur á markteigslínu Keflavíkur eftir horn og Brynjar á skot rétt framhjá.

Hér verður hasar næstu 10 mínútur eða svo!
81. mín
Pressa heimamanna er að linast, líkt og í fyrri virðast gestirnir ætla að ná að standa hana af sér og eru með ná tökum á varnarleiknum.
79. mín
Haurits rétt sloppinn í gegn en Ástbjörn hrinsar.

Hann er nú falska nían, Hilmar er með Eyjó á miðjunni, Eggert hægra megin og Ísak vinstra megin.
77. mín
Inn:Oliver Kelaart (Keflavík) Út:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Fyrirliði Keflavíkur líkur leik.

Ástbjörn fer í hafsent og Kelaart í vinstri bak.
76. mín
Magnús Þór fyrirliði Keflavíkur liggu hér á vellinum...og virkar þjáður. Væri vont fyrir gestina að missa hann.
75. mín Gult spjald: Elís Rafn Björnsson (Stjarnan)
Skynsemisspjald hjá Elís, stunga í gegn sem Gibbs var líklega að fara að ná en Elís brýtur á honum á miðlínunni.
72. mín
HVERNIG VAR ÞETTA EKKI MARK!!!

Heiðar með sendingu frá hægri og Emil stingur sér fram fyrir Magnús og potar að marki en Sindri ver í horn á ótrúlegan hátt!

Keflavík hreinsa hornið frá.
70. mín
Inn:Oliver Haurits (Stjarnan) Út:Magnus Anbo (Stjarnan)
70. mín
Inn:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
69. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
ÞVÍLÍK ENDASKIPTI Á ÞESSUM LEIK!!!

Horn frá hægri er tekið stutt og tékkað þar meðfram teignum á Hilmar sem skýtur að marki. Boltinn hefur viðkomu í varnarmanni og Sindri gerir vel í að verja út í teig þar sem Þorsteinn er langfyrstur á staðinn og setur í autt markið.
67. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Christian Volesky (Keflavík)
Keflvíkingar þétta raðirnar.
67. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Keflvíkingar þétta raðirnar.
66. mín
Hvernig bar þetta ekki mark!!!

Hilmar enn á ferð, sendir inn í markteig og þar skoppaði hann á milli svon a8 leikmanna sem skutu eða hreinsuðu.

Þarna sluppu gestir naumt!
63. mín
Mikil pressa komin frá heimamönnum núna.

Hvar var þessi síðustu 40 mín eða svo....
62. mín
Nú erum við að sjá Stjörnuna í kláru 4-2-3-1

Heiðar - Brynjar - Elís - Tristan

Eyjó - Anbo

Þorsteinn - Eggert - Hilmar

Emil
61. mín
Enn koma gestirnir upp hægra megin, Sindri í skotfæri en Brynjar kemst fyrir það.
59. mín
Þvílík redding hjá Frans hér, Hilmar aftur á fullu og á flotta sendingu inní þar sem að varnarmaðurinn hendir s´r fram fyrir Emil og bjargar í horn.
58. mín
Stutt á milli, Kian í algerum deddara sem hann klúðrar og í kjölfarið beint Stjarnan upp og minnkar muninn.

Nú er að sjá hvort 56.mínútan er lykillinn að leiknum.
57. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Öruggt, sendir Sindra í vitlaust horn.

Við erum vonandi að fá leik hérna.
56. mín
VÍTI!!!

Hilmar Árni prjónar sig framhjá Keflavíkurvörninni og er felldur.

Hárrétt.
56. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Þetta er allt Keflavík.

Kian í gegn en Halli bjargar!
54. mín
Inn:Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan) Út:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
Skiptingin sem Silfurskeiðin kallaði eftir.
51. mín
ÞVERSLÁ!!!

Davíð er líklega að reyna að senda hann inní en vindurinn tekur þennan yfir Halla og í slána.
48. mín MARK!
Nacho Heras (Keflavík)
Ingimundur tekur horn á markteigslínuna, boltinn upp í loftið og það er líklega Nacho sem á þessa snertingu frekar en að um sjálfsmark sé að ræða.

Jæja Stjarnan...hvað nú...
46. mín
Leikur hafinn
Óbreytt liðsskipan
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan sótti í 15 mínútur, Keflavík fór í sókn á 16.mínútu og skoraði.

Eftir það hafa gestirnir bara verið sterkari og settu annað mark.
45. mín
Fyrsta sinn í 30 mínútur sem Stjarnan kemst á bakvið Keflavíkurvörnina, Tristan sendir út á vítapunkt á Hilmar Árna sem á skot sem Magnús hendir sér fyrir.
44. mín
Keflavík fara stanslaust upp hægra megin, hér rétt nær Elís að bjarga í horn eftir enn eina sendingu Nacho inn í teiginn.

Tristan fær litla hjálp hér varnarlega og Klárt að gestirinir eru búnir að átta sig á því.
41. mín
Heimamenn eru slegnir.

Þeir láta boltann ganga sín á milli á varnarhelmngnum, inn á miðju og til baka.

Finna engar glufur á gestunum sem hafa mjög þétt á milli lína og standa agaðir í vörn.
38. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Stoðsending: Magnús Þór Magnússon (f)
Gestirnir tvöfalda forystuna upp úr horni. Ingimundur með hornspyrnu á fjær þar sem Magnús skallar að marki, Haraldur ver og slær boltann upp í loft og eftir darraðadans dettur boltinn á Gibbs í teignum sem skorar.

Stjarnan dottið hratt niður nú síðasta kortérið.
34. mín
Keflavík með sinn besta kafla í leiknum hingað til.

Stjarnan hafa verið að missa boltann ítrekað í sínu uppspili og gestirnir koma þá á vörn þeirra. Enn þó ekki náð að komast í opin og góð færi.
32. mín
Silfurskeiðin kallar eftir Eggert Aron.

Strákur klárlega einn af þeim. Hvort að Toddi hlustar kemur í ljós.
29. mín
Leikurinn hefur aðeins misst flug hérna. Mögulega er bara hitinn aðeins að slá á tempóið en bæði lið eru varkár í sínum aðgerðum.
26. mín
Magnús og Frans búnir að vera frábærir hér í byrjun.

Mér sýndist Nacho byrja leikinn í hafsentinum en Frans var kominn þangað eftir orrahríðina fyrstu 5 og þeir félagar hafa leyst allt sem á þá kemur til hreinnar fyrirmyndar.
24. mín
Ingimundur fær fínt færi til að skjóta utan teigs og lætur vaða en þessi er beint á Halla í markinu.
23. mín
Keflavík klárlega að ná að standa fínt af sér fyrstu bylgju.

Farnir að þora að halda boltanum og losa pressuna mun betur.
20. mín
Stjarnan aftur komnir í hápressuna en Keflavík eru þrælagaðir í varnarleiknum hingað til og eru í raun að loka vel á sóknirnar á lokaþriðjungnum.

Langskot enn helsta hættan.
16. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Stoðsending: Nacho Heras
Þessi íþrótt!

Stjarnan eiginlega búin að vera í sókn í 15 mínútur, Keflavík ná að komast úr skelinni, Stjarnan á stutta hreinsun sem endar úti á hægri væng þar sem Nacho er bara aleinn, fer inn í teiginn og sendir á fjær þar sem Gibbs fær frímerki að vinna úr og klárar það í netið. Fyrsta skot gestanna að marki.
15. mín
Keflavík spila 4-1-4-1

Sindri

Heras - Magnús - Frans - Ástbjörn

Ingimundur

Sindri Þór - Davíð - Voleski - Williams

Gibbs
13. mín
Rétt yfir!!!

Einar Karl næstur með næsta skot, utan teigs og rétt yfir.
12. mín
Rétt framhjá!

Hilmar Árni veður upp völlinn, tékkar inn og skýtur að marki. Sindri horfir á eftir þessum rétt framhjá.
8. mín
Stanslaus pressa á Keflavíkurmarkið.

Stjarnan að byrja verulega sterkt.
7. mín
Stjarnan spilar 4-4-2

Haraldur

Heiðar - Elís - Brynjar - Tristan

Þorsteinn - Einar - Eyjólfur - Hilmar

Emil - Anbo
5. mín
Nauðvörn Keflavík heldur áfram, fyrirliðinn nær að henda sér fyrir skot Emils og bjargar í horn.

Keflavík nær að skalla frá.
3. mín
ÞVERSLÁ!!!

Enn sækir Stjarnan, Heiðar leggur inn í teig, Emil vinnur sér stöðu og neglir að marki, boltinn í slánna, upp í loft og Sindri nær honum að lokum.
2. mín
Hilmar Árni á næsta skot, langt utan teigs og töluvert framhjá.
1. mín
Fyrsta skotið komið.

Innkast frá hægri á Einar Karl sem lætur vaða en framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað í Garðabæ...
Fyrir leik
Búið að velja upphafið.

Keflavík velur að sækja frá Garðatorgi í fyrri hálfleik en Stjarnan hefur leik.
Fyrir leik
Þetta vil ég sjá!

Dómaratríó í svörtu. Þorvaldur að koma í fyrsta leik sinn í Pepsimax eftir meiðsli og mætir hérna vel skorinn, sólbrúnn í stuttermabol með FIFA merkið á brjóstinu.

Sé þetta ekki klikka!
Fyrir leik
Lokahnykkurinn fer nú fram í búningsklefunum á stúkunni.

Keflvíkingar verða alhvítir í leik dagsins svona miðað við varamennina sem eru nú að rífa sig úr jökkunum.

Það er enn nægt pláss í stúkunni og mér heyrist vængirnir í vagninum hér fyrir utan vera ansi öflugir. Skella sér á völlinn.
Fyrir leik
Upphitun í fullum sving þessa stundina.

Þjálfarar liðanna labba um yfirvegaðir, menn virðast hafa sameinast um göngulag...menn fara rólega um völlinn með hendur aftan við bak. Svo þegar tala á saman þá eru þær lagðar yfir brjóstkassann. Stílistar á ferð?

Að venju eru markmannsþjálfararnir á fullu. Þeir hafa engan tíma í hægt krosshandalabb!
Fyrir leik
Að venju er það þannig að ef einhver vill bæta inn í umræðuna þá er það einfalt mál.

Skrifa inn á twitter eitthvað um leikinn, setja inn í textann myllumerkið #fotboltinet og það gæti ratað inn i lýsinguna.

Koma svo!
Fyrir leik
Dómaratríóið liggur klárt.

Þorvaldur Árnason verður þar með flautuna, honum til aðstoðar með flögg og míkrófóna eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Ragnar Þór Bender.

Helgi Mikael Jónasson er fjórði dómari og Ingi Jónsson sinnir eftirliti.
Fyrir leik
Þjálfari Stjörnunnar tekur á móti fyrrum lærisveinum sínum.

Þorvaldur Örlygsson stýrði Keflvíkingum árin 2016 í næstefstu deild áður en hann fór í fullt starf við þjálfun yngri landsliðanna. Undir hans stjórn lentu Keflvíkingar í þriðja sæti þeirrar deildar.

Rajko Stanisic hefur starfað sem markmannsþjálfari hjá Keflavík en í leikmannahópi heimamanna er enginn leikmaður sem hefur klæðst treyju Keflvíkinga.

Sama á við hjá gestunum, enginn þar hefur tengingu við Stjörnuna.
Fyrir leik
Leikurinn í maí var númer 23 milli þessara liða í efstu deild.

Stjörnumenn hafa vinninginn í innbyrðis viðureignum liðanna, með 10 sigra. Keflavík hefur unnið 7 leiki og 6 sinnum orðið jafntefli.

Markatalan í leikjunum er 39 - 28, Stjörnunni í vil.
Fyrir leik
Keflvíkingar tóku á móti Stjörnumönnum í fyrstu umferð mótsins og unnu 2-0 sigur.

Frans Elvarsson og Kian Williams skoruðu mörk þeirra á HS-orku vellinum í maí. Þá var ákveðinn múr rofinn því í átta leikjum liðanna þar á undan hafði Keflavík ekki unnið sigur.
Fyrir leik
Gestirnir frá Keflavík sitja í 10.sætinu með 10 stig en hafa leikið einum leik færra en flest liðanna í kringum þá.

Með sigri á Stjörnumönnum í dag myndu þeir hoppa upp fyrir þá í töflunni og gætu því setið í sjötta sætinu eftir daginn.
Fyrir leik
Fyrir leikinn sitja Stjörnumenn í 6.sæti með 13 stig.

Þeir eru hrokknir í gírinn eftir hroðalega byrjun og hafa unnið síðustu þrjá leiki. Í síðustu umferð fóru þeir á KR-völlinn og unnu 2-1, það voru einnig lokatölurnar í heimasigrum við HK og Val í leikjunum þar á undan.

Með sigri í dag færi Stjarnan uppfyrir KR og í fimmta sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 12.umferð deildarinnar og þar með er seinni helmingur hennar hafinn.

Alls konar beygjur eru þó á leiðinni, sum lið eru komin í 12 leiki á meðan önnur eru að spila færri. Þannig eru Keflvíkingar í dag að leika sinn tíunda leik í mótinu.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá Samsungvellinum þar sem Keflvíkingar eru komnir í heimsókn til Stjörnumanna.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f) ('77)
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Kian Williams
16. Sindri Þór Guðmundsson ('67)
20. Christian Volesky ('67)
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson (f)
28. Ingimundur Aron Guðnason

Varamenn:
21. Helgi Bergmann Hermannsson (m)
8. Ari Steinn Guðmundsson
9. Adam Árni Róbertsson ('67)
10. Dagur Ingi Valsson
11. Helgi Þór Jónsson ('67)
86. Marley Blair
98. Oliver Kelaart ('77)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: