Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Grindavík
3
3
Afturelding
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson '13
Sigurður Bjartur Hallsson '29 1-1
Sigurður Bjartur Hallsson '51 2-1
2-2 Pedro Vazquez '74 , víti
2-3 Anton Logi Lúðvíksson '77
Símon Logi Thasaphong '90 3-3
05.07.2021  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: NV 3m/s og 12 gráðu hiti. Völlurinn fínn
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Pedro Vazquez
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson
2. Ólafur Guðmundsson
4. Walid Abdelali
6. Viktor Guðberg Hauksson ('45)
7. Sindri Björnsson
8. Tiago Fernandes ('82)
9. Josip Zeba
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson
36. Laurens Symons ('70)

Varamenn:
10. Dion Acoff ('45)
11. Símon Logi Thasaphong ('82)
15. Freyr Jónsson
19. Mirza Hasecic ('70)
27. Luka Sapina

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Maciej Majewski
Guðmundur Valur Sigurðsson
Vladimir Vuckovic
Óliver Berg Sigurðsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson

Gul spjöld:
Mirza Hasecic ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan í sveiflukenndum en gríðarlega skemmtilegum leik. Skýrla og viðtöl væntanleg.
93. mín
Grindavík fær aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu. Síðasti Séns.
93. mín Gult spjald: Mirza Hasecic (Grindavík)
92. mín
Sigurður Bjartur skallar yfir úr ágætisfæri
92. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.
90. mín MARK!
Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
Dramtík í Grindavík!!!!!!!


Símon Logi fær boltann í teignum út til vinstri og skorar með hnitmiðuðu skoti og allt jafnt á ný!

Fáum við sigurmarki?
90. mín
Venjulegur leiktími rennur út. Aðeins uppbótartími eftir.
87. mín
Acoff í færi en setur boltann framhjá.
86. mín Gult spjald: Sindri Þór Sigþórsson (Afturelding)
Fær gult fyrir að tefja. Verði stigin þrjú er honum eflaust sama.
85. mín
Acoff með sprett en finnur ekki samherja í teignum, gestirnir hreinsa
82. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Tiago Fernandes (Grindavík)
81. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Afturelding)
Verður Anton hetjan í dag?
80. mín
Heimamönnum liggur á. Liðið fært framar og freista þess að jafna.
77. mín MARK!
Anton Logi Lúðvíksson (Afturelding)
Sambabolti par exelans!

Skyndisókn Aftureldingar gjörsamlega tætir í sundur vörn heimamanna með þríhyrningsspili og sendir Anton einn gegn Aroni.

Anton pollrólegur og leggur boltann í netið og stuðningsmenn gestanna tryllast af gleði!
74. mín Mark úr víti!
Pedro Vazquez (Afturelding)
Setur Aron í rangt horn og setur boltann af öryggi í hornið.
74. mín
Gestirnir fá vítaspyrnu!!!!!!!!!

Deildar meiningar en ég hreinlega treysti mér ekki að dæma um það.
73. mín
Enn er Pedro í færi nú eftir góðan undirbúning Aron Elí en skot hans beint í varnarmann sem hendir sér fyrir.

Stúkan kallar eftir hendi en það var aldrei til í dæminu frá mér séð.
71. mín
Inn:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding) Út:Ísak Atli Kristjánsson (Afturelding)
70. mín
Inn:Mirza Hasecic (Grindavík) Út:Laurens Symons (Grindavík)
70. mín
Pedro fer illa með gott tækifæri!

Valgeir vinnur boltann við endalínu og Grindvíkingar fámennir í teignum, Pedro ákveður að reyna taka sendingu Valgeirs á lofti og setur boltann hátt yfir markið.
69. mín
Laurens Symons vinnur aukaspyrnu á fínum stað
67. mín
Pedro Vazquez í dauðafæri eftir gott spil Aftureldingar en Aron Dagur ver með fótunum. Heimamenn hreinsa svo.
63. mín Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Afturelding)
Tekur Dion niður á sprettinum.

Átti aldrei séns án þess að brjóta.
61. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
56. mín
Sigurður Bjartur!!!!!!

Á fyrst skot sem Sindri í marki gestanna ver vel, fylgir svo sjálfur á eftir en skalli hans smellur í slánni.

Sveitastrækerinn langar í þrennuna.
51. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
Stoðsending: Dion Acoff
Acoff með boltann úti hægra megin, keyrir inn á teiginn og leggur hann með jörðinni í hlaup Sigurðar sem setur boltann í netið af stuttu færi.
47. mín
Gestirnir skapa usla en Grindvíkingar koma boltanum frá.

Pedro Vazquez síðan með skot en yfir markið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja hér leik í síðari hálfleik.
45. mín
Inn:Hafliði Sigurðarson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
45. mín
Inn:Dion Acoff (Grindavík) Út:Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík)
45. mín
Hálfleikur
Stál í stál í hálfleik hér í Grindavík í nokkuð fjörugum leik. Vonumst að sjálfsögðu eftir meira fjöri og fleiri mörkum í síðari hálfleik sem hefst að vörmu spori.
45. mín Gult spjald: Valgeir Árni Svansson (Afturelding)
Fyrir hvað veit ég hreinlega ekki.
45. mín
Heimamenn fá horn, Líklega +1 í uppbót.
44. mín
Arnór Gauti reynir eins og einn hjólhest í teig Grindavíkur. Hittir ekki boltann en falleg tilraun fyrir því.
43. mín
Tempóið í leiknum dottið aðeins niður síðustu mínútur. Baráttan þeim mun meiri að vísu.
41. mín Gult spjald: Ísak Atli Kristjánsson (Afturelding)
Kemur alltof seint í tæklingu á Zeba. Sá Króatíski kreistir mómentið aðeins.
39. mín
Pedro Vazquez með lúmskt skot utan teigs en boltinn framhjá markinu
37. mín
Heimamenn fá horn.
36. mín
Gestirnir koma boltanum í netið eftir aukaspyrnu en réttilega búið að dæma brot á bakhrindingu.
34. mín
Heimamenn heldur að eflast eftir að hafa jafnað. Pirringur að sama skapi farinn að gera vart við sig í liði gestanna.
29. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
Grindvíkingar jafna!!!!!

Langur bolti yfir varnarlínu Aftureldingar og Sigurður er þar mættur einn í gegn og klárar af fagmennsku í markið.

Spurning með rangstöðu en gestirnir eru jafnframt að kvarta yfir mögulegu broti í aðdragandanum.
26. mín
Grindavík að reyna að pressa en þeim tekst illa að finna leiðir gegnum skipulagt lið Aftureldingar sem bíður rólegt og freistar þess að sækja hratt.
21. mín
Þvílík varsla hjá Aroni Degi!!!!!!!!!!

Mosfellingar fífla vörn Grindavíkur í teignum og Arnór Gauti einn fyrir framan að því er virðist opnu marki en á einhvern ótrúlegan hátt nær Aron að stökkva fyrir og verja með tilþrifum.
17. mín
Grindavík meira með boltann þessa stundina en gestirnir að ógna með hröðum sóknum. Allt í járnum svo að segja.
13. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
Maggi Ball mætir í Grindavík!

Frábært spil upp hægri vænginn þar sem mér sýnist það vera Valgeir sem fer illa með Ólaf Guðmundsson og leggur boltann inn í teignn á Arnór Gauta sem skorar með hælspyrnu úr markteignum.
7. mín
Tiago tekinn niður í teignum og boltinn afturfyrir. Einhverjir kalla eftir víti en hreinlega góð tækling.
6. mín
Arnór Gauti í skotfæri en sneiðir boltann framhjá markinu.
4. mín
Aron Jó!!!!!!!

Fær boltann við miðlínu hægra meginn og keyrir af stað eftir hliðarlínunni og er kominn nánast út að hornfána þegar hann lætur bara vaða á markið. Sindri Þór illa staðsettur í markinu en nær að bjarga sér fyrir horn og slá boltann frá.

Er nokkuð viss um að Aron hafi verið að reyna þetta.
2. mín
Gestirnir í stórhættulegri sókn, Arnór Gauti rétt missir af skotfærinu í teignum þegar boltinn kemur fyrir aftan hann. Nær þó að pota boltanum fyrir fætur Valgeirs Árna sem á skot úr frábæru færi hárfínt framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Grindavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Aðstæður

Allt er til fyrirmyndar í Grindavík líkt og fyrri daginn. Ivan vallarstjóri lofar yfirleitt logni þegar maður mætir á leik á Grindavíkurvelli þótt yfirleitt standist það ekki. Aldrei þessu vant er Ivan nokkuð sannspár með vind í dag en hægur andvari er í Grindavík.

Höfuðborgarbúar sem vilja flýja gosmóðuna sem hangið hefur yfir borginni undanfarna daga ættu að gera sér ferð til Grindavíkur enda fer lítið fyrir henni þar þó uppspretta hennar sé aðeins örfáa kílómetra frá bænum.
Fyrir leik
Grindavík

Lærisveinar Sigurbjörns Hreiðarssonar sitja fyrir leik kvöldsins í 3.sæti deildarinnar og geta með hagstæðum úrslitum fært sig upp um eitt sæti. Grindavík er taplaust í síðustu sex leikjum og varð á dögunum fyrsta liðið til að stela stigum af toppliði Fram þetta sumarið.



Fyrir leik
Afturelding

Gestirnir úr Mosfellsbæ sitja fyrir leikinn í 7.sæti deildarinnar að loknum níu umferðum. Þrír sigrar, þrjú jafntefli og þrjú töp eru uppskera leikja liðsins til þessa og í þokkabót er markatalan 18-18.

Það skal þó segja að tveir síðustu leikir liðsins hafa verið sigurleikir og spurning hvort Mosfellingar séu farnir á flug.


Fyrir leik
Gott kvöld lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Aftureldingar í Lengjudeild karla.
Byrjunarlið:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
3. Ísak Atli Kristjánsson ('71)
5. Oliver Beck Bjarkason
6. Aron Elí Sævarsson (f)
8. Kristján Atli Marteinsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('45)
17. Valgeir Árni Svansson
23. Pedro Vazquez
25. Georg Bjarnason
26. Anton Logi Lúðvíksson ('81)
34. Oskar Wasilewski

Varamenn:
13. Jóhann Þór Lapas (m)
7. Hafliði Sigurðarson ('45)
11. Gísli Martin Sigurðsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('71)
19. Gylfi Hólm Erlendsson
32. Kristófer Óskar Óskarsson
33. Alberto Serran Polo
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('81)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Þórunn Gísladóttir Roth
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Amir Mehica

Gul spjöld:
Ísak Atli Kristjánsson ('41)
Valgeir Árni Svansson ('45)
Anton Logi Lúðvíksson ('63)
Sindri Þór Sigþórsson ('86)

Rauð spjöld: