Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Selfoss
1
1
Þór
0-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson '8
Valdimar Jóhannsson '75 1-1
05.07.2021  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Glampandi sól, 5 m/s
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
Atli Rafn Guðbjartsson
3. Þormar Elvarsson ('82)
6. Danijel Majkic
8. Ingvi Rafn Óskarsson
9. Hrvoje Tokic
10. Gary Martin
13. Emir Dokara
18. Arnar Logi Sveinsson ('21)
21. Aron Einarsson ('54)
24. Kenan Turudija

Varamenn:
3. Reynir Freyr Sveinsson
4. Jökull Hermannsson
7. Aron Darri Auðunsson ('82)
17. Valdimar Jóhannsson ('54)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson ('21)
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Arnar Helgi Magnússon
Óskar Valberg Arilíusson
Gunnar Geir Gunnlaugsson
Guðjón Björgvin Þorvarðarson
Einar Már Óskarsson
Oliver Helgi Gíslason

Gul spjöld:
Ingvi Rafn Óskarsson ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum líkur með hornspyrnu Selfyssinga þar sem Valdimar nær skoti í átt að marki, fer af Þórsara yfir markið. Erlendur er búinn að fá nóg af sól í dag og flautar þetta af.

Bæði lið ganga niðurlút af velli. Eitt stig gerir ekki mikið fyrir þau. Selfyssingar geta sennilega verið sárari, virkuðu betra liðið úti á vellinum, náðu hins vegar ekki að nýta færin í dag.
86. mín
Selfyssingar vinna hornspyrnu sem virtist ætla að valda usla. Þórsarar hafa hins vegar góðar gætur á Tokic, af væntumþykjum er hann bókstaflega faðmaður svo hann kemst ekki lönd né strönd. Áhugaverður varnarleikur.
83. mín
Jafntefli eru álíka slöpp úrslit fyrir bæði lið og leikurinn virðist vera að opnast. Það er hins vegar mikið af óvönduðum sendingum í flýtinum.
82. mín
Inn:Aron Darri Auðunsson (Selfoss) Út:Þormar Elvarsson (Selfoss)
81. mín
Inn:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór ) Út:Orri Sigurjónsson (Þór )
75. mín MARK!
Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
Stoðsending: Adam Örn Sveinbjörnsson
Adam Örn er með langan bolta inn á teig þar sem Tokic er að reyna að ná stjórn á boltanum en má ekki við margnum. Í klafsinu endar boltinn i fótum Valdimars sem neglir boltanum bara í markið.
73. mín
Selfyssingar eru aftur komnir með stjórnina á leiknum, hafa heilt yfir verið töluvert meira með boltann. Þórsarar virðst ekkert ósáttir með það, enda leiða þeir leikinn.
67. mín
Sláarskot!
Brotið á Þormari á miðjum vítateigsboganum. Garry Martin var búinn að sigra Daða sem horfði á eftir boltanum lenda í slánni.
62. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
Tvöföld skipting hjá Þórsurum. Fullt af ferskum fótum á vellinum núna.
62. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór )
61. mín Gult spjald: Vignir Snær Stefánsson (Þór )
Stoppar hraða sókn Selfyssinga.
59. mín Gult spjald: Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
58. mín
Þórsarar eru að ná að halda boltanum betur síðustu mínútur og koma sér í skotfæri. Það fær Bjarni sem er aldrei að fara að senda boltann. Skotið reyist hins vegar auðvelt fyrir Stefán.
56. mín
Þórsarar eiga sendingu inn á markteig, Þormar er ótrúlega einn þar og kemur boltanum frá.
55. mín
Þjálfarar beggja liða að hæra í súpunni. Aron búinn að hlaupa mikið í framlínunni og búið að mæða mikið á Elmari.
54. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Selfoss) Út:Aron Einarsson (Selfoss)
53. mín
Inn:Vignir Snær Stefánsson (Þór ) Út:Elmar Þór Jónsson (Þór )
47. mín
Garry Martin tekur aukaspyrnu nálægt hornfána, fínn bolti fyrir sem liðsfélagar hans ná þó ekki að gera sér mat úr.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafði á nýjan leik og nú hafa Þórsarar vindinn með sér í liði og sækja í átt að Tíbrá, félagsaðstöðu Selfyssinga.
45. mín
Hálfleikur
Komið ágætt í bili segir góður dómari þessa leiks. Þórsarar leiða, en Selfyssingar hafa átt þrusu færi til að setja mark sitt á leikinn.
44. mín
Að því sögðu þá vinna gestirnir hornspyrnu sem endar með sama hætti og sú síðasta. Erlendur flautar á brot á Stefáni Þór.
42. mín
Það er líf og fjör í þessu, en hvorugt liðið að ná að skapa sér neitt að ráði.
33. mín
Bjargað á linu!
Tokic er kominn með hálfa vörnina í sig þegar hann nær sendingunni út til hægri á Garry Martin sem kemur boltanum á markið. Boltanum er komið frá en Tokic skallar aftur fyrir sig og Þórsarar þurfa að bjarga á línu.
32. mín
Þór með þrjár hornspyrnur á stuttum tíma, á endanum er dæmt á hrindingu á markmanninn.
28. mín
Færi hjá Selfyssingum, Invi Rafn er kominn upp að endalínu og gefur háan bolta út í teig þar sem félagarnir Tokic og Garry Martin reyna að skalla sama boltann. Þarna vantaði að virkja samtalið.
21. mín
Inn:Adam Örn Sveinbjörnsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Arnar Logi getur ekki haldið áfram leik eftir þessa tæklingu, Adam örn er því mættur í miðvörðinn með Danijel og Emir færir sig í vinstri bakvörð.
20. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Þór )
Arnar Logi á meiri ferðinni upp kanntinn þegar Orri fer í frekar harða tæklingu við miðlínu.
19. mín
Ekkert verður úr aukaspyrnu Selfyssinga. Eitthvað smá klafs fyrir utan teig, engin hætta á ferðum.
18. mín Gult spjald: Elmar Þór Jónsson (Þór )
Braut á Ingva við hægra vítateigshorn Þórsara.
13. mín
SKOT Í SLÁ!
Tokic er að dansa með boltann við hægra vítateigshornið og rúllar honum aðeins til vinstri á Aron Einarsson, hann er ekkert að spá of mikið í hlutunum og lætur vaða. Boltinn smellur í slánni og fer niður í jöðrðina. Selfyssingar vilja meina að boltinn hafi verið inni, en það er ómögulegt að sjá héðan úr blaðamannagámnum.
8. mín MARK!
Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór )
Stoðsending: Ásgeir Marinó Baldvinsson
Ásgeir fær boltann úti á hægri kannti og gefur fastann bolta fyrir sem Stefán slæmir hendinni í. Boltinn berst út til Bjarna sem hefur fengið verri færi um ævina.
4. mín
Þórsarar vinna horn, sem Elmar Þór tekur. Boltinn endar í höndunum á Stefáni í marki Selfyssinga.
2. mín
Þess má geta að leikurinn er í opinni dagskrá á lengjudeild.is
1. mín
Leikur hafinn
Leikur er hafinn hér á Selfossi!
Þessi hefur oft verið valinn málari vikunnar, en Erlendur Eiríksson mun sjá um flautuna í dag.
Fyrir leik
í veðurfréttum er það helst að sól skín í heiði og hvergi ský að sjá. Það blæs af vest, suð vestan, 5 m/s. Við erum að vinna með þægilegar 13°C þannig að við munum ekki þurfa á drykkjapásu að halda hér í dag.
Fyrir leik
Bæði eru liðin í baráttunni í kjallaranum. Þór er með þriggja stiga forskot á Selfoss í þeirri baráttu, en Selfoss er aðeins einu stigi fyrir ofan Þrótt sem situr í fallsæti. Það er til mikls að vinna í dag!
Fyrir leik
Í síðustu fimm leikjum á þór einn grænan punkt, tvo gula og tvo rauða. Í þessum leikjum hafa verið skoruð tvö og hálft mark að meðaltali. Vörnin hefur haldið nokkuð vel hjá þeim rauðu og fyrir vikið hefur uppskeran verið ögn skárri hjá þeim en gestgjöfunum.
Fyrir leik
Ef horft er í síðustu fimm leiki Selfyssinga, þá eru þeir með einn grænan punkt, einn gulan en þrjá rauða. Í þessum leikjum hafa verið skoruð að meðaltali rétt undir 5 mörkum. Já leikir Selfyssinga hafa verið fjörugir, en Dean hlýtur að hafa hug á að fækka þessum mörkum. Þeir vínrauðu eru í bullandi fallbaráttu og þurfa nauðsynlega að safna stigum.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin með okkur í blíðuna á Selfossi! Í dag mætast the entertainers úr Flóanum og þeir baráttuglöðu úr Þorpinu.

Í dag verður ýmsum spruningum svarað á grasinu. Er Dean Martin búinn að finna lausnir á lekum varnarleik Selfyssinga? Finna Þórsarar taktinn án Alvaro?
Byrjunarlið:
1. Daði Freyr Arnarsson (m)
Orri Sigurjónsson ('81)
2. Elmar Þór Jónsson ('53)
3. Birgir Ómar Hlynsson
6. Ólafur Aron Pétursson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('62)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
15. Petar Planic
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('62)
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('81)
9. Jóhann Helgi Hannesson ('62)
14. Jakob Snær Árnason ('62)
18. Elvar Baldvinsson
18. Vignir Snær Stefánsson ('53)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Sölvi Sverrisson

Gul spjöld:
Elmar Þór Jónsson ('18)
Orri Sigurjónsson ('20)
Vignir Snær Stefánsson ('61)

Rauð spjöld: