Eimskipsvöllurinn
sunnudagur 11. júlí 2021  kl. 16:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Fínasta veður, smá gola en stuttbuxnaveður
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Katherine Cousins
Þróttur R. 2 - 0 Tindastóll
1-0 Katherine Amanda Cousins ('30, víti)
2-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('47)
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir ('90)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
10. Katherine Amanda Cousins
13. Linda Líf Boama ('85)
17. Lea Björt Kristjánsdóttir ('75)
22. Sóley María Steinarsdóttir
23. Lorena Yvonne Baumann
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('90)
44. Shea Moyer ('75)

Varamenn:
12. Edda Garðarsdóttir (m)
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('75)
4. Hildur Egilsdóttir ('90)
14. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('75)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
25. Guðrún Gyða Haralz ('85)
28. Ásdís Atladóttir ('90)

Liðstjórn:
Þórkatla María Halldórsdóttir
Nik Anthony Chamberlain (Þ)
Jamie Paul Brassington
Shaelan Grace Murison Brown
Henry Albert Szmydt
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@hafthorbg47 Hafþór Bjarki Guðmundsson
92. mín Leik lokið!
Leik lokið á Eimskipsvellinum og 2-0 sigur Þróttar staðreynd.

Takk fyrir mig, viðtöl og skýrsla fylgja eftir úrslitaleik EM.
Eyða Breyta
90. mín Ásdís Atladóttir (Þróttur R.) Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
90. mín Hildur Egilsdóttir (Þróttur R.) Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
89. mín
Guðrún Gyða kemst í gott færi en reynir innísendinguna á Ólöfu en Sylvía kemst inní þetta og hreinsar frá.
Eyða Breyta
87. mín
Hornspyrna fyrir Tindastól, aftur vinnur Hugrún hana.
Eyða Breyta
85. mín Guðrún Gyða Haralz (Þróttur R.) Linda Líf Boama (Þróttur R.)

Eyða Breyta
85. mín Sólveig Birta Eiðsdóttir (Tindastóll ) Dominiqe Evangeline Bond-Flasza (Tindastóll )

Eyða Breyta
84. mín
Bryndís Rut reynir skallann eftir aukaspyrnu frá Dominiqe en auðvelt fyrir Íris.
Eyða Breyta
80. mín
Linda á háan bolta inn á teiginn að Ólöfu en boltinn strýkur á henni hársvörðinn og þetta endar í engu.
Eyða Breyta
77. mín
NAUHH!!

Murielle fær boltann fyrir utan teig og er ekki með hjálp, snýr sér við reynir bara við skotið og það fer yfir Írisi en í slánna. Virkilega óheppin þarna.
Eyða Breyta
75. mín Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
75. mín Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir (Þróttur R.) Shea Moyer (Þróttur R.)

Eyða Breyta
74. mín
Hugrún vinnur hornspyrnu fyrir Tindastól.
Eyða Breyta
69. mín
Katherine kemst í gott skotfæri en skotið er varið af Kristrúnu en boltinn fer svo á Andreu sem á sendingu inní á Ólöfu sem skýtur rétt framhjá, það er loksins eitthvað meira að gerast.
Eyða Breyta
67. mín Krista Sól Nielsen (Tindastóll ) Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )

Eyða Breyta
67. mín Hallgerður Kristjánsdóttir (Tindastóll ) Jacqueline Altschuld (Tindastóll )

Eyða Breyta
57. mín Sylvía Birgisdóttir (Tindastóll ) Bergljót Ásta Pétursdóttir (Tindastóll )
María færist inn á miðjuna og Sylvía í hægri bakvörðinn.
Eyða Breyta
53. mín
Ólöf kemst í gegnum vörn Tindastóls og á fast skot sem fer rétt framhjá.
Eyða Breyta
50. mín
Horn fyrir Þrótt.

Hreinsað frá.
Eyða Breyta
49. mín
Jacqueline kemst í gegn og flickar boltanum yfir höfuðið á Jelenu en þá er Íris mætt og tekur hann áður en Jacqueline kemst í skotið.
Eyða Breyta
47. mín MARK! Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.), Stoðsending: Linda Líf Boama
MAAAAAARK!!

Linda Líf kemst á þvílíkan sprett upp hægri kantinn og setur fastan lágan bolta inn á Ólöf sem setur hann í fyrsta upp í fjærhornið. Ekkert sem Amber getur gert í þessu.

2-0!
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað og hefja gestirnir leikinn í þetta skiptið.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
+2

Gunnar flautar til hálfleiks í Laugardalnum.
Eyða Breyta
45. mín
+1

Murielle er í lagi og er komin aftur inná.
Eyða Breyta
44. mín
Það er verið að setja öxlina á Murr aftur á sinn stað á bekk Tindastóls, þetta er að taka aðeins lengri tíma en menn kannski vilja en ég held að Guðni og Óskar ætla að bíða með breytingar þar til í hálfleik ef svo þarf.
Eyða Breyta
39. mín
Murielle lá eftir inní teig og hefur sýnist mér farið úr axlarlið, hún er allavega sárþjáð en leikurinn hélt áfram og fóru Þróttur í skyndisókn. Murielle fer útaf að láta skoða málið og Tindstóll einum færri í smá stund.
Eyða Breyta
38. mín
Murielle kemst á rosa sprett og reynir innísendinguna á Aldísi en hún óheppin og sendingin blockuð, hornspyrna er það.
Eyða Breyta
36. mín
Murielle kemst ein í gegn í dauðafæri en fer aðeins of langt og kemur sér í erfiða stöðu og skotið hennar í hliðarnetið.
Eyða Breyta
33. mín
Aldís rífur í Shea, spurning um spjald en hún sleppur með tiltal í þetta skiptið.
Eyða Breyta
30. mín Mark - víti Katherine Amanda Cousins (Þróttur R.)
MAAAARK!

Katherine tekur vítið sjálf og setur þar í hægra hornið, Amber skutlar sér ekki sem kom mér á óvart en áfram gakk.

1-0!
Eyða Breyta
29. mín
VÍTI!!

Katherine labbar framhjá varnamönnum Tindastóls og Bryndís brýtur á henni.
Eyða Breyta
24. mín
Dauðafæri fyrir Stólana, Murielle með krossinn yfir pakkann í skyndisókn og Aldís er á fjær með fast skot en Íris ver í horn.
Eyða Breyta
23. mín
Aldís haltrar um eftir samstuð við Shea. Vonum að það sé í lagi með hana.
Eyða Breyta
21. mín
Þróttur er að ógna meira í augnablikinu.
Eyða Breyta
17. mín
Horsnspyrna sem Þróttur fær.
Eyða Breyta
16. mín
Andrea á skot fyrir utan teig en þessi er auðveldur fyrir Amber.
Eyða Breyta
14. mín
Katherine reynir að skjóta inn í teig en fer aðeins of langt með boltann og hleypur með hann útaf.
Eyða Breyta
13. mín
Rosalega lítið að gerast þessar fyrstu mínútur.
Eyða Breyta
11. mín
Stólarar næla sér í hornspyrnu.
Eyða Breyta
7. mín
Bergljót brýtur af sér inná vallarhelmingi heimamanna.
Eyða Breyta
5. mín
Shea kemst ein á móti Amber inní teig en Amber ver frábærlega með löppinni.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað á slaginu 16:00 eins og ég lofaði, heimamenn byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hinum leik dagsins í deildinni er lokið og endaði hann með 1-1 jafntefli þar sem Colleen Kennedy skoraði mark Akureyringa en Hanna Kallmaier skoraði mark ÍBV.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tuttugu mínútur í leik og leikmenn og dómarar að hitna með hverri sekúndunni. Þetta verður proper football match, það sést strax.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þeir fengu ennað óskalag og nú er það af dýrari gerðinni, Three Lions er komið á fóninn og mér sýnist Nik vera farinn að stíga bresku danssporin. ,,Get him on strictly!" heyrist hérna úr stúkunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bretarnir í þjálfarateymi Þróttara fengu eitt óskalag en völdu eitthvað leiðinlegasta lag sem ég hef heyrt, dæmi þó ekki en þetta er ekki mjög vinsælt í fréttamannastúkunni.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Aðstaðan fyrir okkur fjölmiðlamenn hérna í Laugardalnum er í þeim allra hæsta gæðaflokki. Fríar veitingar og útsýnið yfir völlinn frábært.

A+ einkun á Þróttarana fyrir þessa aðstöðu, tel líklegt að Hansi Sævarss hafi séð um að mála hérna inni enda hef ég varla séð það málað betra.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spáin

Spámaður 10. umferðar Pepsi-Max deildar kvenna hjá Fótbolta.net er afmælisbarnið Orri Rafn Sigurðarson. Innilega til hamingju með daginn Orri en spáin hans fyrir leikinn er þessi.

Þróttur R. 1 - 1 Tindastóll (16 í dag)
,,Tindastóll eru fullar sjálfstrausts eftir geggjaðan sigur gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Þróttur var með unninn leik í höndunum gegn Breiðablik, en töpuðu því niður á seinustu mínútunum og það situr aðeins í þeim. Katie Cousins skorar fyrir Þrótt, en Laufey Harpa teiknar boltann á ennið á Murielle sem jafnar fyrir Tindastól. Óskar Smári fær svo gult spjald á hliðarlínunni fyrir kjaftbrúk þegar hann vill fá vítaspyrnu. Guðni róar hann niður og passar upp á að hans stúlkur haldi einbeitingu og sæki stigið."


Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Tindastóll gerir skiljanlega engar breytingar á sínu liði frá sigrinum í Garðabænum á meðan Þróttur gera aðeins eina breytingu frá seinasta leik sínum en þá kemur Lea Björt Kristjánsdóttir inn fyrir hana Elísabet Freyju Þorvaldsdóttur.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Deildin í dag

Aðeins einn annar leikur verður spilaður í Pepsi-Max deildinni í dag og verður hann spilaður kl 14:00 en annar leikur í kvennaboltanum er spilaður í dag í 2. deild kvenna.

Pepsi-Max deild kvenna
14:00 Þór/KA-ÍBV (SaltPay-Völlurinn)

2. deild kvenna
16:00 Sindri-ÍR (Sindravellir)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómgæslan

Dómari leiksins er Gunnar Freyr Róbertsson og með honum verða þeir Daníel Ingi Þórisson og Tryggvi Elías Hermannsson. Eftirlitsmaður er Jón Sveinsson.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Tindastóll

Stólarnir eru fullar sjálfstrausts eftir lífsnauðsynlegan 0-1 útivallarsigur á sterku liði Stjörnunnar en var Amber Kristin Michel valin leikmaður umferðarinnar eftir þann leik, hún hefur verið ótrúlega góð í marki Tindastóls á tímabilinu. Tindastóll geta farið upp í 7. sæti með sigri í dag og þá fyrsta skiptið síðan í 5. umferð sem þær komast upp úr fallsæti.


Amber Michel
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þróttur

Þróttararnir koma inn í þennan leik eftir virkilega svekkjandi 3-2 tap gegn íslandsmeisturunum í seinustu umferð þar sem 2 mörk Blika á seinustu 3 mínútum leiksins innsiglaði sigurinn. Það er því góður pirringur í Þrótturum og það er ekkert annað í boði fyrir þær í dag heldur en 3 stig.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn er spilaður á Eimskipsvellinum í Laugardalnum, heimavelli Þróttar og hefst leikurinn á slaginu 16:00 og ekki sekúndu fyrr né seinna. Veðrið er fínt hér sunnan og vestan heiða og vonum við að það haldist svoleiðis út leikinn.

Þetta verður pottþétt geggjaður leikur og hin FULLKOMNA upphitun fyrir úrslitaleik EM karla síðar í dag. (Held hreinlega að ég myndi frekar horfa á þennan)


Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn gott fólk og verið velkomin á þessa beinu textalýsingu á leik Þróttar og Tindastóls í Pepsi-Max deild kvenna!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Amber Kristin Michel (m)
2. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza ('85)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir ('57)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Jacqueline Altschuld ('67)
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('67)
17. Hugrún Pálsdóttir
20. Kristrún María Magnúsdóttir
25. Murielle Tiernan

Varamenn:
14. Lara Margrét Jónsdóttir
18. Hallgerður Kristjánsdóttir ('67)
21. Krista Sól Nielsen ('67)
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir
26. Sylvía Birgisdóttir ('57)

Liðstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Snæbjört Pálsdóttir
Svavar Viktorsson
Sólveig Birta Eiðsdóttir
Óskar Smári Haraldsson (Þ)
Konráð Freyr Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: