Domusnovavöllurinn
mánudagur 19. júlí 2021  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Frábærar, sólskin í gegnum ský og 12 gráðu hiti.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 483
Maður leiksins: Hjalti Sigurðsson
Leiknir R. 2 - 0 Stjarnan
1-0 Sævar Atli Magnússon ('7)
2-0 Hjalti Sigurðsson ('26)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson
5. Daði Bærings Halldórsson
7. Máni Austmann Hilmarsson
10. Sævar Atli Magnússon (f)
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
19. Manga Escobar ('42)
23. Dagur Austmann ('80)
26. Hjalti Sigurðsson ('76)

Varamenn:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
6. Ernir Bjarnason
8. Árni Elvar Árnason ('42)
9. Sólon Breki Leifsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('80)
21. Octavio Paez
28. Arnór Ingi Kristinsson ('76)

Liðstjórn:
Valur Gunnarsson
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Manuel Nikulás Barriga
Hjalti Valur Þorsteinsson

Gul spjöld:
Máni Austmann Hilmarsson ('69)

Rauð spjöld:


@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
96. mín Leik lokið!
2-0 sigur Leiknis staðreynd!!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
Eyða Breyta
94. mín
Tristan liggur eftir, það var brotið á honum á vallarhelmingi Leiknis.
Eyða Breyta
93. mín
Sennilega besta færi Stjörnunnar í leiknum. Eggert með flottan sprett eftir samspil við Hilmar. Kemur boltanum á Oliver inn á teignum og Oliver lætur vaða en Guy er vel staðsettur og ver skot Olivers.
Eyða Breyta
91. mín
Fimm mínútum bætt við.
Eyða Breyta
90. mín
Daði með geggjaða tæklingu og boltinn fer inn á Mána sem á skot sem fer í mark Stjörnumanna en Máni var dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
89. mín
Hilmar Árni í fínu skotfæri og lætur vaða. Skotið er beint á Guy í marki Leiknis.
Eyða Breyta
88. mín
Stjarnan á hornspyrnu.

Guy grípur fyrirgjöfina frá Hilmari Árna.

Það eru 483 áhorfendur á Domusnovavellinum í kvöld.
Eyða Breyta
86. mín
Oliver Haurits með skottilraun fyrir utan teig. Guy er með þetta skot allan tímann.
Eyða Breyta
85. mín
Ósvald reynir einn langan bolta inn fyrir á Sævar Atli en boltinn of langur og Haraldur er með þetta örugglega í markinu.
Eyða Breyta
84. mín
Brynjar er kominn aftur inn á völlinn eftir aðhlynningu.
Eyða Breyta
82. mín
Heiðar með fyrirgjöf sem Ósvald hendir sér fyrir. Stjarnan á hornspyrnu.

Hilmar tekur hornspyrnuna, Björn Berg reynir við boltann en fer í Brynjar Hlöðvers sem liggur eftir.

Leikurinn er stöðvaður og Leiknir á boltann.
Eyða Breyta
81. mín
Stjörnumenn vilja fá hendi á Gyrði og víti. Helgi Mikael dæmdi eðlilega ekkert.
Eyða Breyta
80. mín Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Dagur Austmann (Leiknir R.)

Eyða Breyta
79. mín
Máni reynir að finna Árna í hlaupinu en sendingin aðeins of löng og Stjarnan á útspark.
Eyða Breyta
77. mín Tristan Freyr Ingólfsson (Stjarnan) Elís Rafn Björnsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
77. mín Björn Berg Bryde (Stjarnan) Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
76. mín Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
73. mín
Usss!!!!

Hjalti með geggjaða sendingu innfyrir á Árna Elvar sem kemst framhjá Daníel eftri að Daníel rann og reyndi að henda sér á boltann. Halli er mættur út á morgun en Árni hefði alveg getað reynt að fara framhjá Halla þarna.

Árni reynir að koma boltanum fyrir og finnur Sævar en Sævar er dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
70. mín
Brynjar fær aðhlynningu. Þetta var greinilega vont.

Sýndist Máni fara í hálsinn eða ofarlega í brjóstkassann.
Eyða Breyta
69. mín Gult spjald: Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
Fór í Brynjar Gauta sem liggur eftir. Stjörnumenn vilja fá meira en bara gult.
Eyða Breyta
68. mín
Það er komið annað tempó í leik Stjörnunnar, beinskeyttari í sínum aðgerðum og skemmtilegri áhorfs.
Eyða Breyta
65. mín
Stjörnumenn hreinsuðu hornið í burtu áðan.

Dagur kemst núna hátt upp og á fyrirgjöf sem fer af Sævari og til Halla í markinu.

Stjarnan er komið í 4-1-3-2

Halldór - Eggert - Hilmar
Þorsteinn - Oliver

Eru fyrir framan Magnus á miðjunni.
Eyða Breyta
64. mín
Hætta inn á teig Stjörnunnar. Halli reynir að henda sér á lausan bolta en Daníel tekur enga sénsa og þrumar í burtu.

Leiknir á núna hornspyrnu.
Eyða Breyta
63. mín Oliver Haurits (Stjarnan) Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
63. mín Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan) Casper Sloth (Stjarnan)

Eyða Breyta
63. mín Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Emil Atlason (Stjarnan)

Eyða Breyta
62. mín
Sævar Atli á sprettinum upp völlinn og er kominn inn á vítateig Stjörnunnar. Ætlar að finna Emil sýnist mér en hlaup og sending fara ekki saman.
Eyða Breyta
62. mín
Casper Sloth reynir fyrirgjöf sem fer af Degi og afturfyrir. Hornspyrna.

Stjörnumenn taka þetta stutt en Leiknismenn ná að hreinsa fyrirgjöfina í burtu.
Eyða Breyta
60. mín
Árni Elvar með hörkuskot sem Haraldur ver til hliðar. Sævar Atli reynir að koma boltanum aftur fyrir en Haraldur nær boltanum á undan heimamönnum.
Eyða Breyta
59. mín
Binni Hlö fékk smá aðhlynningu en er kominn aftur inn á.
Eyða Breyta
57. mín
Sævar Atli með skot framhjá nærstönginni úr svolítið þröngu færi hægra megin úr teignum. Hjalti með flotta sendingu inn fyrir en Elís og Brynjar ná trufla Sævar.
Eyða Breyta
56. mín
Casper með skottilraun fyrir utan teig. Tók við boltanum við hliðarlínu vinstra megin, gaf inn á Hilmar Árna og fékk boltann aftur. Skotið talsvert framhjá marki Leiknis.
Eyða Breyta
55. mín
Rólegt yfir þessu síðustu mínútur.
Eyða Breyta
51. mín
Boltinn hrekkur til Sævars Atla í teignum en skot hans fer í varnarmann.
Eyða Breyta
51. mín
Dagur með flottan sprett framhjá Hilmari Árna og á fyrirgjöf sem fer af Elís og afturfyrir. Leiknir á horn.
Eyða Breyta
49. mín
Leiknismenn verið í sókn hér í byrjun seinni.
Eyða Breyta
48. mín
Dagur með skot hægra megin úr teignum en það fer framhjá.
Eyða Breyta
47. mín
Hornspyrna frá Leikni sem Stjörnumenn hreinsa í burtu.

Brynjar fær boltann úti hægra megin og sólar einn áður en hann á fyrirgjöf inn á teiginn sem skölluð er í burtu.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Leiknir byrjar með boltann.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Seinni hálfleikur er að fara af stað. Sýnist ekki vera neinar breytingar á liðunum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þessi frammistaða Stjörnunnar í fyrri hálfleik var ekki boðleg.

Ofboðslega hægt, menn eru fastir í einum gír og Leiknismenn geta bara beðið eftir feilsendingu og svo keyrt á hæga Stjörnumenn.

Gestirnir hljóta að breyta í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
45+2

Magnus Anbo skallar fyrirgjöf Mána í burtu og Helgi Mikael flautar til hálfleiks.
Eyða Breyta
45. mín
45+1

Máni með flottan sprett í skyndisókn. Röltir full auðveldlega framhá Heiðari og þrumar þvert fyrir markið en Halli nær að verja í horn.
Eyða Breyta
45. mín
Sævar Atli hendir sér niður í návígi við Magnus Anbo. Toddi er ekki ánægður með þessa tilburði Sævars og kallar eitthvað inn á.

"Stattu í lappirnar" heyrðist mér.

Einni mínútu bætt við.
Eyða Breyta
44. mín
Casper Sloth kemst í boltann inn á teig Leiknis og Guy er í smá skógarhlaupi.

Boltinn hrekkur af Guy á Hilmar vinstra megin í teignum en færið orðið ansi þröngt og Hilmar reynir að gefa fyrir en Leiknismenn hreinsa.
Eyða Breyta
42. mín Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Manga Escobar (Leiknir R.)
Manga getur ekki haldið leik áfram.
Eyða Breyta
41. mín
Manga með geggjað sprett og nær boltanum eftir sendingu upp vænginn frá Degi.

Manga kemur sér inn á teiginn og reynir að senda boltann út í teiginn en Stjörnunemnn koma boltanum í burtu.

Manga liggur núna eftir og þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
38. mín
Leiknismenn upp í hraða sókn, Sævar Atli fremstur og skeiðar upp með boltann. Hann sér þann kostinn vænstan og lætur vaða við vítateiginn. Halli sá hvert þetta skot var að fara og ver þokkalega auðveldlega.
Eyða Breyta
35. mín
Sævar Atli næstum sloppinn í gegn, fín sending innfyrir en Halli vel á verði og er á undan Sævari í boltann.
Eyða Breyta
35. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Brynjar átti ekkert inni eftir tæklinguna áðan. Tók núna Sævar niður fyrir framan bekkinn hjá Leikni.
Eyða Breyta
34. mín
Sólin skein svona fram að upphafsflauti en svo hefur laglega dregið fyrir og er orðið frekar rigningarlegt.
Eyða Breyta
31. mín
Skemmtileg snúningssending frá Hilmari á Heiðar en Leiknismenn ná að hreinsa eftir fyrirgjöfina frá Heiðari.
Eyða Breyta
29. mín
Hilmar Árni með skot sem Guy ver. Skot vel fyrir utan teig og skoppar einu sinni áður en Guy ver boltann og heldur honum.
Eyða Breyta
26. mín MARK! Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.), Stoðsending: Emil Berger
HJALTI SKORAR!!!!

2-0 fyrir heimamönnum.

Fyrirgjöf frá vinstri sem fer á fjærstöngina og Hjalti er þar einn og skorar með skalla.

Ósvald gaf boltann á Emil sem teiknaði hann á Hjalta sem hékk vel í loftinu og skoraði.
Eyða Breyta
26. mín
Sævar Atli!!

Skot sem fer í Þorstein í veggnum og Halli ver boltann út í teiginn. Þjálfarar Stjörnunnar vildu að Einar Karl myndi standa við Leiknismennina sem voru við hlið varnaraveggsins og voru ósáttir með staðsetningu Einars. Boltinn fór þar sem Einar hefði kannski átt að vera.

Daníel hreinsar lausan bolta!
Eyða Breyta
25. mín
Sævar Atli sækir hér aukaspyrnu!!! Virkilega klókt en ég er ekki á því að þetta sé réttur dómur.

Sævar lenti þarna í einvígi við Þorstein og Þorsteinn var í raun fyrir framan Sævar og með boltann.
Eyða Breyta
24. mín
Elís með fyrirgjög af vinstri kantinum sem fer beint afturfyrir.
Eyða Breyta
23. mín
Emil með tilraun eftir að Þorsteinn komst í boltann inn á teig Leiknis. Skotið frá Emil laust og Guy öruggur með þennan bolta.
Eyða Breyta
21. mín
Haha Manga. Sjá þennan gæja. Tekur við langri sendingu frá Emil með smá stælum og rennur næstum á hausinn. Alvöru skemmtikraftur!
Eyða Breyta
18. mín
Þorsteinn Már með fjög fína tilraun fyrir utan teig eftir sendingu frá Hilmari en skotið fer beint á Guy. Það var fínn kraftur í þessu skoti en því miður beint á Guy fyrir Garðbæinga.
Eyða Breyta
18. mín
Heiðar með fyrirgjöf sem er aðeins of há fyrir Emil og sókn Stjörnunnar rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
16. mín
Heiðar með fyrirgjöf sem fer af Þorsteini og afturfyrir. Leiknir á útspark.
Eyða Breyta
15. mín
Hætta inn á vítateig Leiknis. Hilmar Árni með tilraun sem Guy ver en svo er dæmd rangstaða í framhaldinu.

Stuðningsmenn Stjörnunnar taka aðeins við sér.
Eyða Breyta
14. mín
Brynjar Gauti brýtur á Mána en Máni gaf boltann út á Ósvald sem á fasta fyrirgjöf ætlaða Sævari en Haraldur er fyrstur á þennan bolta.

Brynjar heppinn að fá ekki spjald.
Eyða Breyta
13. mín
Guy kaldur og vippar boltanum framhjá pressunni frá Magnusi. Þetta var smá áhætta en Guy fann Bjarka.
Eyða Breyta
8. mín
Sævar Atli setur hörku pressu á Halla sem rétt nær að koma boltanum fram völlinn.
Eyða Breyta
7. mín MARK! Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.), Stoðsending: Manga Escobar
SÆVAR ATLI!!!!! Tíunda markið í sumar og Leiknir er komið yfir.

Ósvald fær boltann frá Sævari og á fyrirgjöf sem ratar á Manga sem á stutta sendingu til hliðar á Sævar sem skorar! Skotið af Daníel og í netið.
Eyða Breyta
6. mín
Hilmar Árni tekur fyrstu hornspyrnu Stjörnunnar.

Emil Atlason kemst í boltann inn á teignum en skallar framhjá, engin hætta.
Eyða Breyta
5. mín
Manga klappar boltanum og eftir samleik við Emil og krækir í horn.

Emil tekur hornið og Haraldur grípur í annarri tilraun, smá bras á Halla þarna!
Eyða Breyta
3. mín
Stjarnan með tvær tilraunir með skömmu millibili. Emil Atlason með seinni tilraunina en hún framhjá.

Casper átti fyrri tilraunina í varnarmann.
Eyða Breyta
2. mín
Lið Leiknis:
Guy
Dagur - Bjarki - Brynjar - Ósvald
Emil - Daði
Hjalti - Manga- Máni
Sævar
Eyða Breyta
1. mín
Lið Stjörnunnar:
Haraldur
Heiðar - Brynjar - Daníel - Elís
Einar - Casper
Þorsteinn - Magnus - Hilmar
Emil


Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann og sækir í átt að Breiðholtslauginni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að mæta inn á. Leiknir er í hefðbundnu bláu og fjólubláu og Stjarnan er í hvítu.

In the ghetto í tækinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er geggjað veður!!!! Sólin skín í gegnum skýin og það er nánast logn!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjalti byrjar og Dagur er kominn aftur eftir höfuðhögg
Hjalti Sigurðsson er kominn inn í byrjunarlið Leiknis eftir að hafa verið keyptur frá KR þegar glugginn opnaði.

Dagur Austmann hefur þá ekkert spilað síðan hann fékk höfuðhögg gegn Val snemma í sumar. Hann er kominn inn í byrjunarlið Leiknis aftur.

Siggi Höskulds var spurður út í Hjalta á dögunum:

,,Okkur vantaði mann inn í hópinn til að breikka hann. Við þekkjum Hjalta vel og vitum að hann er frábær leikmaður. Að kaupa hann eru frábær viðskipti og þetta verður lykilmaður hjá okkur," sagði Siggi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hverjir eru Casper Sloth og Oliver Haurits hjá Stjörnunni?
Toddi Örlygs var spurður út í dönsku leikmennina í júní. Casper var einnig í byrjunarliðinu í seinni leiknum gegn Bohemians.

,,Þeir eru komnir til landsins, annar þeirra, Oliver, er 21 árs sprækur framherji og við bindum vonir um að hann geti bætt okkur og bætt sjálfan sig, ekki bara núna í ár heldur næstu árin," sagði Toddi.

,,Hinn heitir Casper og er miðjumaður. Við erum að koma honum í stand. Hann hefur verið víða, spilað með mörgum góðum. Undanfarið hefur hann ekki verið að spila mikið, hann er heill heilsu og verið það í langan tíma en hefur kannski ekki alveg lent á réttum liðum. Við vonumst til að geta komið honum á lappir og hann hjálpað okkur," sagði Toddi.

Casper Sloth á að baki nokkra A-landsleiki með Danmörku og lék síðast með Helsingör. Hann er 29 ára gamall. Oliver Haurits kemur til Stjörnunnar eftir að hafa skorað sjö mörk í 27 leikjum með Skive.

Casper er uppalinn hjá AGF en fór svo til Leeds á Englandi. Sloth hefur einnig spilað með AaB, Silkeborg, Motherwell, Notts County og síðast Helsingør.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár:
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, gerir X breytingar á sínu liði frá leiknum gegn ÍA. Daníel Finns Matthíasson tekur út leikbann. Hjalti Sigurðsson byrjar sinn fyrsta leik í efstu deild sem leikmaður Leiknis og Dagur Austmann kemur inn í liðið eftir meiðsli. Loftur Páll Eiríksson er ekki í leikmannahópi Leiknis.

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Keflavík. Fyrirliðinn Daníel Laxdal kemur inn og Casper Sloth kemur einnig inn. Tristan Freyr Ingólfsson er á bekknum en Eyjólfur Héðinsson er ekki með, hann er í liðsstjórn í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Daníel Finns tekur út leikbann

Daníel Finns Matthíasson er ekki með í dag þar sem hann tekur út leikbann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan:
Stjarnan er með þrettán stig í 10. sæti deildarinnar og liðið er búið með tólf leiki. Markatala liðsins er -6 og liðið hafði unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum áður en liðið tapaði gegn Keflavík í síðasta leik.
Stjarnan féll úr leik í Sambandsdeildinni í síðustu viku eftir einvígi við Bohemians.
Stjarnan hefur náð í sex stig í sex útileikjum og markatalan er í -5.
Hilmar Árni Halldórsson er með fjögur mörk og er markahæsti leikmaður liðsins. Þorsteinn Már Ragnarsson er næstmarkahæstur með tvö mörk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leiknir:
Leiknir er með fjórtán stig í 8. sæti deildarinnar og liðið búið að spila tólf leiki. Markatala liðsins er -5 og liðið hefur unnið tvo af síðust þremur leikjum sínum.
Þrettán af fjórtán stigum Leiknis hafa komið á heimavellinum. Sex leikir, þrettán stig og markatalan +5.

Sævar Atli Magnússon er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk í tíu leikjum spiluðum. Næstmarkahæstu menn eru með einungis eitt mark skorað hver.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Óskar Már Alfreðsson hjá Domusnova, El Normale eða Sá venjulegi, er spámaður 13. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

Leiknir 2 - 0 Stjarnan
2-0 sigur Leiknis á Domusnova vellinum. Binni Hlö og Manga skora þetta gæti samt endað stærra ef Sævar Atli kemur sér í gang :)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Leiknis og Stjörnunnar í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Domusnovavellinum í Breiðholti.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
0. Brynjar Gauti Guðjónsson ('77)
6. Magnus Anbo
7. Einar Karl Ingvarsson ('63)
9. Daníel Laxdal (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
12. Heiðar Ægisson
21. Elís Rafn Björnsson ('77)
22. Emil Atlason ('63)
23. Casper Sloth ('63)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
8. Halldór Orri Björnsson ('63)
20. Eyjólfur Héðinsson
24. Björn Berg Bryde ('77)
30. Eggert Aron Guðmundsson ('63)
32. Tristan Freyr Ingólfsson ('77)
99. Oliver Haurits ('63)

Liðstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson
Rajko Stanisic
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Pétur Már Bernhöft
Ejub Purisevic

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('35)
Halldór Orri Björnsson ('76)

Rauð spjöld: