Víkingsvöllur
mánudagur 26. júlí 2021  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Flottar aðstæður, logn og smá blautt
Dómari: Samir Mesetovic
Maður leiksins: Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
Víkingur R. 2 - 0 Haukar
1-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('45)
2-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('52)
Byrjunarlið:
12. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('72)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
15. Dagbjört Ingvarsdóttir
19. Tara Jónsdóttir
22. Nadía Atladóttir (f)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('82)
25. Linzi Taylor
32. Freyja Friðþjófsdóttir

Varamenn:
3. Elíza Gígja Ómarsdóttir
8. Arnhildur Ingvarsdóttir
11. Elma Rún Sigurðardóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('72)
18. Þórhanna Inga Ómarsdóttir
27. Ólöf Hildur Tómasdóttir

Liðstjórn:
Elísa Sól Oddgeirsdóttir
John Henry Andrews (Þ)
Sigdís Eva Bárðardóttir
Telma Sif Búadóttir

Gul spjöld:
Tara Jónsdóttir ('90)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
90. mín Leik lokið!
+6

Víkingur vinnur sanngjarnan 2-0 sigur á Haukum.

Viðtöl og skýrsla koma inn síðar í kvöld, takk fyrir samfylgdina!
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Tara Jónsdóttir (Víkingur R.)
+5

Fer full harkalega í Hildi Karítas.

Haukar fá aukaspyrnu.

Vienna nær að koma góðu skoti á markið en Aníta ver vel, hornspyrna.
Eyða Breyta
90. mín
+4

Víkingskonur líklegri að bæta við heldur en Haukar að skora.
Eyða Breyta
90. mín
+2

Víkingur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
90. mín
Jahérna!

Hornspyrnan berst til Sigdísar Evu sem lyftir honum að markinu og þar nær Kristín Erna skallanum í slána og niður og út!
Eyða Breyta
89. mín
VÁÁ!!

Sigdís Eva með gullfallegt skot fyrir utan teig og varslan hjá Emily ekki síðri!

Víkingur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
88. mín
Haukar komnar í háa pressu. Hildur Karítas kemst fyrir boltann þegar Aníta reynir að spyrna frá markinu en boltinn fer í innkast.

Líklega allt of seint fyrir Hauka.
Eyða Breyta
86. mín
Svanhildur Ylfa með fyrirgjöf og Nadía nær skalla á markið en Emily ver örugglega.
Eyða Breyta
85. mín
Kristín Fjóla reynir skot rétt fyrir utan teig en hann fer af varnarmanni og endar í markspyrnu.
Eyða Breyta
83. mín
Nú þurfa Haukar að fara að gera eitthvað ef þær ætla að eiga einhvern möguleika á stigi úr þessum leik.
Eyða Breyta
82. mín Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.) Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
Hulda búin að vera frábær í kvöld!
Eyða Breyta
77. mín
Aníta Dögg í smá skógarhlaupi í markinu. Hildur Karítas nálægt því að ná boltanum en Aníta er heppin þarna.
Eyða Breyta
75. mín
Ásta Sól er að taka aukaspyrnu á miðjum velli og Hulda Ösp labbar fyrir og fær boltann fast í bakið, virðist missa andann eða allavega meiðir hún sig og þarf að fá aðhlynningu.

Hulda komin aftur inn.
Eyða Breyta
74. mín Eygló Þorsteinsdóttir (Haukar) Dagrún Birta Karlsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
73. mín
Hulda Ösp með skalla rétt fram hjá markinu eftir fyrirgjöf frá Freyju.
Eyða Breyta
72. mín Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.) Dagný Rún Pétursdóttir (Víkingur R.)
Dagný þarf að fara af velli og inn kemur Svanhildur Ylfa.
Eyða Breyta
69. mín
Víkingar eiga hornspyrnu. Skot Dagnýjar fór af varnarmanni og aftur fyrir.
Eyða Breyta
69. mín
Dagný liggur eftir og virðist vera sárkvalin. Brotið á henni rétt fyrir utan vítateig þegar hún reyndi að ná skoti á markið.

Leikurinn stöðvaður og Dagný fær aðhlynningu.

Mér sýnist hún halda utan um ökklann.
Eyða Breyta
68. mín
Nadía með skot rétt fram hjá markinu.
Eyða Breyta
68. mín Gult spjald: Dagrún Birta Karlsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
66. mín
ÚFFFF!!

Aukaspyrnan fer í gegnum teiginn og á fjær þar sem Unnbjörg er ein á auðum sjó, en nær ekki til boltans. Víkingskonur mjög nálægt því að bæta forskotið þarna!
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Emily Armstrong (Haukar)
Fyrir brotið á Nadíu.
Eyða Breyta
65. mín
Víkingur fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigshornið hægra megin.

Emily kemur út fyrir teig og brýtur á Nadíu.
Eyða Breyta
62. mín
Lítið að frétta hér þessa stundina..
Eyða Breyta
54. mín Ásta Sól Stefánsdóttir (Haukar) Harpa Karen Antonsdóttir (Haukar)
Þreföld skipting hjá Haukum!

Sjáum hvort þessar breytingar færi Haukum smá líf, búið að vera mjög dauft yfir þeim í seinni hálfleiknum.
Eyða Breyta
54. mín Lára Mist Baldursdóttir (Haukar) Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
54. mín Berglind Þrastardóttir (Haukar) Þórey Björk Eyþórsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
52. mín MARK! Kristín Erna Sigurlásdóttir (Víkingur R.), Stoðsending: Hulda Ösp Ágústsdóttir
2-0!!

Upp úr hornspyrnunni.

Grimmust í teignum og kemur boltanum í netið!
Eyða Breyta
52. mín
Víkingur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
49. mín
Unnbjörg með fast skot fyrir utan teig sem fer rétt yfir markið.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
... og þá flautar Samir til hálfleiks!

Heimakonur verið aðeins sterkari aðilinn heilt yfir í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn af meiri krafti en Víkingar unnu sig smátt og smátt inn í leikinn og tóku yfir hann á tímabili.

Nokkuð sanngjörn staða hérna í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.), Stoðsending: Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
+2

1-0!!

Unnbjörg með boltann á fleygiferð í átt að markinu, finnur Huldu Ösp á vítateigslínunni, Hulda leggur hann fyrir sig og setur hann fallega upp í vinstra hornið!
Eyða Breyta
44. mín
Brynhildur með skot rétt fram hjá markinu.
Eyða Breyta
44. mín
Víkingur fær aftur hornspyrnu.
Eyða Breyta
42. mín
Víkingur fær hornspyrnu.

Emily slær boltann út í teiginn, Nadía nær til hans og nær mjög góðu skoti, rétt yfir markið.
Eyða Breyta
40. mín
Nadía keyrir í gegnum vörnina í baráttunni við Vienna, virðist vera að stinga hana af en missir boltann of langt frá sér svo Emily nær honum.
Eyða Breyta
36. mín
Dagný reynir að senda Kristínu Ernu í gegn en sendingin er of föst og fer beint á Emily.
Eyða Breyta
32. mín
Haukar fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
28. mín
Þórey Björk fær sendingu upp hægra meginn og Aníta Dögg kemur langt út úr markinu og ver í horn. Aníta svolítið tæp þarna, Þórey hefði vel getað komið sér framhjá henni og skorað í autt markið.

John Andrews ekki sáttur með Anítu þarna.
Eyða Breyta
26. mín
Dauðafæri!!

Dagný Rún með sendingu upp í hægra hornið og Nadía nær að halda honum inn á, kemur honum fyrir markið þar sem Dagný er mætt og setur hann rétt yfir markið.

Besta færi leiksins til þessa!
Eyða Breyta
24. mín
Hulda Ösp fær sendingu upp vinstri kantinn og reynir að keyra í átt að markinu en Sunna Líf gerir vel að stöðva hana.
Eyða Breyta
20. mín
Víkingur fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigshornið vinstra megin.
Eyða Breyta
18. mín
Tvisvar í röð hefur Nadía náð góðri fyrirgjöf af hægri vængnum en í fyrra skiptið náði Dagný ekki góðu skoti á markið og í seinna skiptið var boltinn í vondri hæð fyrir Kristínu Ernu sem náði ekki að koma skoti á markið.
Eyða Breyta
15. mín
Dagný Rún fær sendingu í gegnum vörnina og er hársbreidd frá því að ná að pikka honum framhjá Emily í marki Hauka en hún handsamar boltann.
Eyða Breyta
13. mín
Víkingur fær sína fyrstu hornspyrnu.

Brynhildur Vala sýndist mér sem átti skotið að marki Hauka sem virtist fara í hendi varnarmanns Hauka og aftur fyrir. Víkingur biður um hendi en Samir segir horn!
Eyða Breyta
11. mín
Haukar fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
9. mín
Nadía með skot með vinstri fyrir utan teig sem fer vel framhjá markinu.
Eyða Breyta
8. mín
Hildur Karítas!

Fær sendingu rétt fyrir utan teig frá Þóreyju, dregur hann aðeins til hægri og á skot rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
6. mín
Hildur Karítas finnur Þóreyju Björk bakvið Unnbjörgu í vinstri bakverðinum, sendingin er nánast fullkomin, beint í hlaupaleiðina en Aníta Dögg gerir vel og kemur út á hárréttum tíma.
Eyða Breyta
4. mín
Hildur Karítas kemur sér í skotfæri fyrir utan teig og hamrar honum rétt yfir markið.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Gestirnir hefja leik og spila í bláaum varabúningum.

Heimakonur í sínum hefðbundna búning.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómararnir

Samir Mesetovic ætlar að dæma leikinn og honum til aðstoðar verða Eydís Ragna Einarsdóttir og Bjarni Víðir Pálmason.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Tæpar 10 mínútur til leiks og liðin eru að ganga til búningsklefa.

Það er nánast logn hérna eins og vanalega, en léttur úði sem er bara hressandi!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár!

Víkingskonur byrja með sama leik og í síðustu umferð þar sem þær töpuðu 4-0 gegn Aftureldingu.

Gestirnir gera eina breytingu frá 3-3 sigrinum á Grindavík í síðustu umferð. Þórey Björk kemur inn fyrir Erlu Sól.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri viðureignin

Liðin áttust við í 3. umferð deildarinnar, 22. maí á Ásvöllum og þar fóru Víkingskonur með 2-0 útisigur.

Mörkin komu á fimm mínúta kafla snemma í leiknum. Nadía Atla kom Víking yfir á 7. mínútu og Kristín Erna bætti við öðru markinu á 12. mínútu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Staðan í deildinni

Fyrir leikinn eru Haukar í 4. sæti deildarinnar með 15 stig en Víkingur fylgir fast á eftir í 5. sætinu með 13 stig.

KR situr á toppi deildarinnar með 28 stig og hafa ágætis forskot á FH og Aftureldingu sem eru í baráttu um 2. sætið. FH með 23 stig og Afturelding 22.

Maður býst því ekki við öðru en að fá hér að sjá hörkuleik í baráttunni um 4. sætið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings R. og Hauka í 12. umferð Lengjudeildar kvenna.

Leikurinn fer fram í Fossvoginum á heimavelli hamingjunnar og hefst kl. 19:15.Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
5. Helga Ýr Kjartansdóttir
6. Vienna Behnke
8. Harpa Karen Antonsdóttir ('54)
9. Hildur Karítas Gunnarsdóttir (f)
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('54)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir ('74)
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
23. Kiley Norkus
26. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('54)

Varamenn:
12. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
3. Berglind Þrastardóttir ('54)
10. Lára Mist Baldursdóttir ('54)
14. Anna Rut Ingadóttir
22. Ásta Sól Stefánsdóttir ('54)
24. Eygló Þorsteinsdóttir ('74)

Liðstjórn:
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Viktoría Diljá Halldórsdóttir
Rakel Leósdóttir
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Arnór Gauti Haraldsson

Gul spjöld:
Emily Armstrong ('65)
Dagrún Birta Karlsdóttir ('68)

Rauð spjöld: