Würth völlurinn
laugardagur 04. september 2021  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA)
Fylkir 1 - 2 Þór/KA
0-1 Karen María Sigurgeirsdóttir ('22)
1-1 Katla María Þórðardóttir ('27)
1-2 Shaina Faiena Ashouri ('45)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
5. Katla María Þórðardóttir
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('74)
7. María Eva Eyjólfsdóttir
11. Fjolla Shala
13. Ísafold Þórhallsdóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
28. Sæunn Björnsdóttir
31. Þórhildur Þórhallsdóttir

Varamenn:
12. Birna Dís Eymundsdóttir (m)
9. Shannon Simon
22. Katrín Vala Zinovieva
26. Helga Valtýsdóttir Thors
29. Erna Þurý Fjölvarsdóttir
30. Erna Sólveig Sverrisdóttir ('74)

Liðstjórn:
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir (Þ)
Ágúst Aron Gunnarsson
Halldór Steinsson
Jón Steindór Þorsteinsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
93. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið og beðið eftir lokaflauti í Keflavík til að sjá hvort Fylkir se fallið. Viðtöl og skýrsla seinna í dag.
Eyða Breyta
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
Eyða Breyta
89. mín
Þórdís Elva með skot sem Harpa ver í horn.
Eyða Breyta
85. mín
Fimm mínútur eftir. Fylkir fellur ef ekkert breytist.
Eyða Breyta
79. mín
Þórhildur í fínu færi í teignum og skaut að marki en Harpa varði. Harpa búin að eiga mjög góðan leik í dag.
Eyða Breyta
75. mín Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Colleen Kennedy (Þór/KA)

Eyða Breyta
74. mín Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir) Sara Dögg Ásþórsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
72. mín
Karen María með slakt skot að marki sem Tinna Brá átti auðvelt með.
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Shaina Faiena Ashouri (Þór/KA)
Sparkaði boltanum í burtu eftir að búið var að flauta hendi á Margréti Árnadóttur í teignum.
Eyða Breyta
68. mín Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (Þór/KA) Arna Kristinsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
66. mín
Helena var allt í einu á einum sjó í teignum en Harpa kom út á móti henni og varði. Strax í kjölfarið fékk Helena skallafæri en hitti boltann illa og Harpa hirti hann.
Eyða Breyta
58. mín
Hætta upp við mark Fylkis, Margrét fékk boltann í teignum en náði ekki nægu valdi á honum og ekkert varð úr.
Eyða Breyta
54. mín
María Eva í góðu færi í teignum en boltinn rétt framhjá.
Eyða Breyta
52. mín
Ekkert hættulegt að gerast ennþá í seinni hálfleiknum.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinnn. Engar breytingar gerðar á liðunum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Jæja, það er kaffi í Árbænum. Það er ljóst að það verður mikil spenna í fallbaráttunni í dag og fólk getur þurft að naga neglur í seinni hálfleiknum.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Shaina Faiena Ashouri (Þór/KA)
Shaina slapp ein í gegn og setti boltann framhjá Tinnu Brá. Staðan orðin 1 - 2 fyrir gestina og á meðan það er enn 1 - 1 hjá Keflavík og Val er ljóst að Fylkir fellur í dag ef ekki koma fleiri mörk í leikina tvo.
Eyða Breyta
45. mín
Margrét Björpg með gott skot niður í hornið en Harpa náði að verja vel.
Eyða Breyta
44. mín Gult spjald: Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Arna Sif fær brot fyrir að sparka til Margrétar Bjargar. Ekki sátt við spjaldið og lét Gunnar Odd alveg vita af því.
Eyða Breyta
40. mín
Fimm mínútur eftir af fyrri hálfleiknum og við vorum að fá þau tíðindin að Keflavík hafi verið að jafna gegn Val. Ef Keflavík fær stig úr þeim leik þá má Fylkir ekki tapa í dag því þá falla þær úr deildinni.
Eyða Breyta
34. mín
Colleen Kennedy með skot í stöngina af stuttu færi. Tinna Brá hafði varið vel frá Margréti Árnadóttur skömmu áður. Gestirnir eru að sækja meira þessa stundina.
Eyða Breyta
27. mín MARK! Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Fylkir er búið að jafna! Boltinn barst á fjær þar sem hún skallaði í markið af stuttu færi. Vel afgreitt.
Eyða Breyta
25. mín
Fjolla þurfti aðhlynningu í smá stund en er komin inn á völlinn aftur.
Eyða Breyta
24. mín
Þórdís Elva með skot beint í fangið á Hörpu.
Eyða Breyta
22. mín MARK! Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA), Stoðsending: Colleen Kennedy
Góð sókn frá Þór/KA að skila marki. Shaina gaf inn í teiginn á Colleen Kennedy sem renndi honun á Karen Maríu sem var komin ein gegn Tinnu Brá og skoraði með góðu skoti á markið.
Eyða Breyta
19. mín
Shaina Ashouri með skot að marki úr aukaspyrnu fyrir utan teig en beint á Tinnu Brá sem greip boltann.
Eyða Breyta
15. mín
Fylkir er meira með botlann síðustu mínúturnar en engin hættuleg færi frá skotunum tveimur áðan.
Eyða Breyta
10. mín
Karen María aftur með skot af marki, aftur framhjá en þó nær. Hún er að stilla miðið.
Eyða Breyta
10. mín
Karen María í skotfæri fyrir utan teiginn en engin hætta, skotið fór vel framhjá.
Eyða Breyta
7. mín
Sæunn með skot að marki sem Harpa rétt nær að verja frá marki. Skömmu síðar átti Þórhildur gott skot rétt yfir mark Þórs/KA. Fylkir er að farið að skapa hættu við mark gestanna.
Eyða Breyta
4. mín Gult spjald: Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Það leið ekki mínúa frá tiltalinu og samt lét Margrét sér ekki segjast. Gunnar Oddur gefur henni því hér gult spjald fyrir næsta brot.
Eyða Breyta
4. mín
Þór/KA fékk hornspyrnu sem engin hætta skapaðist úr og skömmu síðar fékk Margrét Árnadóttir tiltal hjá Gunnari Oddi dómara fyrir að toga í leikmann.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Þór/KA byrjar með boltann og spilar í átt að sundlauginni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga núna út á völlinn. Fylkir í hefðbundnum appelsínugulum treyjum og sokkum og svörtum buxum. Gestirnir í Þór/KA eru í alhvítum búningum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Þór/KA í Pepsi Max-kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 í Árbænum.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
0. Hulda Björg Hannesdóttir
5. Steingerður Snorradóttir
6. Karen María Sigurgeirsdóttir
7. Margrét Árnadóttir (f)
9. Saga Líf Sigurðardóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
13. Colleen Kennedy ('75)
20. Arna Kristinsdóttir ('68)
21. Shaina Faiena Ashouri
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('75)
27. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir

Liðstjórn:
Bojana Besic
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Perry John James Mclachlan (Þ)

Gul spjöld:
Margrét Árnadóttir ('4)
Arna Sif Ásgrímsdóttir ('44)
Shaina Faiena Ashouri ('70)

Rauð spjöld: