Eimskipsvöllurinn
sunnudagur 05. september 2021  kl. 13:00
Lengjudeild karla
Aðstæður: Grátt yfir Laugardalnum
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Sam Ford
Þróttur R. 5 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Sam Ford ('3)
1-1 Harley Willard ('7)
1-2 Simon Dominguez Colina ('32)
2-2 Sam Hewson ('61, víti)
3-2 Róbert Hauksson ('81)
4-2 Kairo Edwards-John ('88)
5-2 Daði Bergsson ('89)
Sam Ford, Þróttur R. ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
3. Teitur Magnússon
6. Sam Hewson (f)
6. Alberto Carbonell Gomariz
7. Daði Bergsson (f)
9. Sam Ford
11. Kairo Edwards-John
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
20. Andi Hoti ('70)
21. Róbert Hauksson ('84)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
8. Baldur Hannes Stefánsson
9. Hinrik Harðarson
14. Lárus Björnsson ('70)
16. Egill Helgason
22. Kári Kristjánsson
24. Guðmundur Axel Hilmarsson
26. Viktor Elmar Gautason ('84)

Liðstjórn:
Jens Elvar Sævarsson
Jamie Paul Brassington
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Henry Albert Szmydt
Trausti Eiríksson

Gul spjöld:
Andi Hoti ('9)

Rauð spjöld:
Sam Ford ('90)
@AddiLauf Arnar Laufdal Arnarsson
90. mín Leik lokið!
Frábærum fótboltaleik lokið hér í Laugardalnum þar sem Þróttarar halda í vonina og eru enn í möguleika á að halda sæti sínu í deildinni!

Þakka samfylgdina og minni á viðtöl á skýrslu á eftir!
Eyða Breyta
90. mín Rautt spjald: Sam Ford (Þróttur R.)
Hvað er Ford að pæla???

Hendir sér í ótrúlega heimska tæklingu og nælir sér í seinna gula...

Ótrúlega taktlaust
Eyða Breyta
89. mín MARK! Daði Bergsson (Þróttur R.)
Nei nei nei nei Konráð í bullinu í markinu, hittir ekki boltann þar sem Daði nær svo boltanum og tæklar boltann inn í markið!!

Ótrúlegar lokamínútur hérna í Laugardalnum!!
Eyða Breyta
88. mín MARK! Kairo Edwards-John (Þróttur R.), Stoðsending: Sam Ford
ÞRÓTTARAR GERA ÚT UM LEIKINN!!

Sam Ford með geggjaða sendingu inn fyrir þar sem Kairo kemst einn innfyrir vörn Ólsara og Kairo klárar þetta frábærlega!!!
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Jose Javier Amat Domenech (Víkingur Ó.)

Eyða Breyta
84. mín Viktor Elmar Gautason (Þróttur R.) Róbert Hauksson (Þróttur R.)

Eyða Breyta
81. mín MARK! Róbert Hauksson (Þróttur R.)
ÞRÓTTARAR KOMAST YFIR!!!!

Róbert fær boltann á fyrir utan teig, hægra megin og reynir að ég held sendingu fyrir markið og fór aðeins af varnarmanni og yfir Konráð í markinu!!

Þróttarar eru á lífi eins og er!!
Eyða Breyta
80. mín
Harvey Willard með helvíti lúmskt skot fyrir utan teig en boltinn fer rétt framhjá markinu þar sem Franko Lalic leit ekki vel út í búrinu..
Eyða Breyta
79. mín Guðfinnur Þór Leósson (Víkingur Ó.) Marteinn Theodórsson (Víkingur Ó.)

Eyða Breyta
77. mín
Konráð er í stuði það er bara þannig!!

Kairo fer illa með Eli Keke og kemst upp að endamörkum þar sem skotvinkillinn er þröngur og reynir fast skot með jörðinni en Konráð gerir sig breiðan og lokar vel á þetta skot!!
Eyða Breyta
75. mín
AFTUR VER KONRÁÐ!!!

Hornspyrna inn á teig þar sem boltinn skoppar í teignum og Gunnlaugur á fast skot en Konráð með stórbrotna markvörslu!!!

Þróttarar eru líklegir að skora þessa stundina!!
Eyða Breyta
74. mín
Aukaspyrna inn á teig þar sem Ford nær skalla á markið en Konráð gerir vel í markinu og nær að blaka boltanum yfir markið!
Eyða Breyta
71. mín
DAÐI Í FÆRI!!!!

Kairo með geggjaða fyrirgjöf inn á teig þar sem Daði nær að setja hausinn í þetta og boltinn fer rétt framhjá markinu!!
Eyða Breyta
70. mín Lárus Björnsson (Þróttur R.) Andi Hoti (Þróttur R.)

Eyða Breyta
70. mín
Kairo fær flotta sendingu inn fyrir vörn Ólsara og skorar en hann er réttilega flaggaður rangstæður!
Eyða Breyta
69. mín
Mér sýnist að Þróttarar séu að undirbúa tvöfalda skiptingu
Eyða Breyta
66. mín
Þróttarar fá hornspyrnu frá vinstri!

Hornspyrnan er góð en framherjinn Anel Crnac skallar þetta frá!
Eyða Breyta
65. mín
Mikael Hrafn með hörkuskot þar sem Franko Lalic hreyfðist ekki í markinu og boltinn fer rééétt framhjá markiniu!!
Eyða Breyta
61. mín Mark - víti Sam Hewson (Þróttur R.)
SAM HEWSON GEFUR ÞRÓTTI LÍFLÍNU

Setur hann öruggt í vinstra hornið og Konráð fer í vitlaust horn!

GAME ON!!
Eyða Breyta
60. mín Gult spjald: Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)

Eyða Breyta
60. mín
VÍTI FYRIR ÞRÓTTARA
Eyða Breyta
58. mín
Sam Ford er búinn að vera sprækur í leiknum en þarf að fá meiri stuðning frá mönnum í kringum sig, Róbert var líflegur í fyrri en ekkert sést í seinni, sama með Kairo og Daði er ekki að ná að finna samherja!

Spurning hvort Laugi Bald fer að gera breytingar!
Eyða Breyta
54. mín
Það mætti segja að það er ansi þungt yfir leiknum eins og er og ekki mikið að frétta

Þróttarar þurfa að fara rífa sig í gang þar sem þeir falla ef leikar enda svona!
Eyða Breyta
48. mín
Hewson með geggjaða sendingu ætlaða Róberti sem er að komast einn í gegn en Mikael Hrafn gerir vel og nær að pota boltnanum í burtu með stóru tánni!
Eyða Breyta
46. mín
Seinni er farinn af stað

Núna eða aldrei fyrir Þróttara!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Virkilega líflegum fyrri hálfleik lokið hér í Laugardalnum!

Megi síðari hálfleikur vera jafn skemmtilegur!
Eyða Breyta
43. mín
Ólsarar eru allt annað en sáttir við Gunnlaug Hlyn!!

Boltinn var farinn úr leik en samt kemur Gunnlaugur Hlynur með eina groddaralega tæklingu og allt sýður upp úr!!
Eyða Breyta
40. mín
Sam Ford reynir að finna Daða inn fyrir vörn Ólsara en Daði er bara ekki vakandi og þessi sókn rennur út í sandinn..
Eyða Breyta
32. mín MARK! Simon Dominguez Colina (Víkingur Ó.), Stoðsending: Bjartur Bjarmi Barkarson
NÚ VARÐ ÞAÐ SVARTARA FYRIR ÞRÓTTARA!!

Frábær sending frá vinstri inn hjá BBB á teig sem fer í gegnum allan pakkann og þar kemur Colina á fleygiferð og klárar þetta færi í opið markið!!

Ólsarar komnir yfir!!
Eyða Breyta
30. mín
Hálftími liðinn þar sem staðan er 1-1 sem einfaldlega þýðir ef leikar enda svona þá eru Þróttarar fallnir og munu leika í 2. deild að ári..

Þurfa 9 punkta af 9 punktum mögulegum í síðustu 3 leikjunum
Eyða Breyta
29. mín

Eyða Breyta
26. mín
Þróttarar vilja hendi víti!

Boltinn fer af Ólsara og dettur til Daða í teignum sem á fast skot en það er framhjá!
Eyða Breyta
22. mín
Róbert Hauksson í dauuuðafæri!!

Stutt horn sem endar á sendingu á fjær þar sem Alberto skallar boltann á Róbert sem er einn gegn Konráð í dauðafæri en Róbert bara hittir ekki boltann og rennur í kjölfarið!!


Eyða Breyta
20. mín
Eiríkur Blöndal vinnur boltann frábærlega á miðjunni og reynir sendingu inn fyrir á Ford en þar kemur Eli Keke á fleygiferð og vinnur boltann strax aftur!
Eyða Breyta
18. mín
Ólsarar fá hornspyrnu frá vinstri!

Spyrnan er góð inn á teiginn þar sem Eli Keke og Hewson eru í skallabaráttu þar sem Hewson hefur betur og skallar þetta frá!
Eyða Breyta
14. mín
Færi!!

Róbert Hauksson kemst upp hægri kantinn og keyrir alla leið inn á teiginn, á fast skot en það fer af varnarmanni og aftur fyrir!!

Ekkert varð reyndar úr þessari hornspyrnu!
Eyða Breyta
12. mín
Fyrstu 12 mínúturnar virkilega skemmtilegar!
Eyða Breyta
10. mín
Þróttarar vilja víti þegar Róbert fer niður í teignum en Egill Arnar lætur ekki veiða sig í þessa gildru!
Eyða Breyta
9. mín Gult spjald: Andi Hoti (Þróttur R.)
Fyrsta spjaldið komið!

Ljótt brot sem stöðvar skyndisókn Ólsara!
Eyða Breyta
7. mín MARK! Harley Willard (Víkingur Ó.)
ÞAÐ STEFNIR ALLT Í MARKALEIK!!

Harvey fær boltann í teignum og reynir fast skot sem fer af varnarmanni og dettur aftur til Harvey sem klárar þetta snyrtilega í fjærhornið!!

Geggjuð byrjun!
Eyða Breyta
3. mín MARK! Sam Ford (Þróttur R.), Stoðsending: Róbert Hauksson
ÞRÓTTARAR KOMNIR YFIR!!!

Þróttarar vinna boltann á vallarhelmingi Ólsara, boltinn kemur til hægri á Róbert Hauksson sem kemur með geggjaða sendingu inn á teig og þar er Sam Ford sem leikur framhjá einum varnarmanni og á geggjað skot niðri í fjærhornið!!

Þróttarar drífa sig að ná í boltann og ætla sér að vinna stórt!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þessi veisluleikur er farinn af stað!!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þrátt fyrir fall Ólsara þá staðfesti núverandi þjálfari þeirra Guðjón Þórðarson að hann myndi vera áfram með liðið sem er gríðarlega sterkt fyrir Ólsara.


Eyða Breyta
Fyrir leik


Egill Arnar verður dómari þessa mikilvæga leiks!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skrítin saga milli þessara liða í sumar

Þessi lið eru búin að mætast tvisvar í sumar, einu sinni í deild og einu sinni í Mjólkurbikarnum!

Ólsarar unnu leikinn í bikarnum nokkuð auðveldlega 1-3 en svo mættu Þróttarar með alvöru hefndarhug og læti í Ólafsvík þar sem þeir pökkuðu yfir Víkinga og leikar enduðu 0-7 fyrir Þrótt R. sem eru magnaðar tölur!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nú eða aldrei fyrir Þróttara

Það eru 9 stig eftir í pottinum góða og Þróttarar þurfa að vinna rest til þess að bjarga sér frá falli. Þróttarar hafi hangið á lyginni nánast síðustu ár en nú stefnir allt í það að Þróttur Reykjavík spili í 2. deild næsta sumar nema þeir hendi í sturlað Comeback!

Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Víkings Ólafsvík í Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 13:00 á Eimskipsvellinum í Laugardalnum.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Konráð Ragnarsson (m)
5. Emmanuel Eli Keke
11. Harley Willard
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
17. Brynjar Vilhjálmsson
18. Simon Dominguez Colina
19. Marteinn Theodórsson ('79)
21. Jose Javier Amat Domenech
22. Mikael Hrafn Helgason
24. Anel Crnac
33. Juan Jose Duco

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson
3. Ísak Máni Guðjónsson
8. Guðfinnur Þór Leósson ('79)
10. Bjarni Þór Hafstein
15. Berti Brandon Diau

Liðstjórn:
Brynjar Kristmundsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Þorsteinn Haukur Harðarson
Hilmar Þór Hauksson
Guðjón Þórðarson (Þ)

Gul spjöld:
Emmanuel Eli Keke ('60)
Jose Javier Amat Domenech ('87)

Rauð spjöld: