Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
HK
3
5
Keflavík
0-1 Joey Gibbs '13
0-2 Joey Gibbs '17
Birnir Snær Ingason '19 , víti 1-2
Ásgeir Börkur Ásgeirsson '33 , sjálfsmark 1-3
Stefan Ljubicic '37 2-3
2-4 Ástbjörn Þórðarson '60
Stefan Ljubicic '85 3-4
3-5 Ari Steinn Guðmundsson '98
15.09.2021  -  19:15
Kórinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Logn eins og vant er innandyra
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Joey Gibbs
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('69)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson ('69)
7. Birnir Snær Ingason ('79)
8. Arnþór Ari Atlason
17. Valgeir Valgeirsson ('69)
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
28. Martin Rauschenberg
30. Stefan Ljubicic ('97)

Varamenn:
5. Guðmundur Þór Júlíusson ('69)
7. Örvar Eggertsson ('69)
10. Ásgeir Marteinsson ('79)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('97)
17. Jón Arnar Barðdal ('69)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ólafur Örn Ásgeirsson

Gul spjöld:
Birkir Valur Jónsson ('43)
Martin Rauschenberg ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík hefur hér sigur í rosalegum fótboltaleik.

Viðtöl og skýrsla væntanleg í kvöld.

Takk fyrir mig.
98. mín MARK!
Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
Heimamenn fáliðaðir til baka. Ari sleppur innfyrir og klárar af fagmennsku framhjá Arnari.

Keflavík verður í pottinum fyrir undanúrslitin.
97. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (HK) Út:Stefan Ljubicic (HK)
Báðir komnir á fætur en Stefán fer af velli.
95. mín
Keflvíkingar hreinsa og Egill stoppar leikinn. Sindri liggur eftir.

Stefán liggur sömuleiðis eftir og verið að huga að honum.
94. mín
Arnar Freyr mætir fram. HK á horn.
93. mín
Allir leikmenn HK á vallahelmingi Keflavíkur en tapa boltanum,

Keflvíkingar bruna upp og á Ari Steinn hörkuskot sem Arnar ver í horn.
91. mín
Davíð Snær hreinsar og liggur eftir heimamönnum til takmarkaðrar gleði.
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 5 mínútur.
89. mín
Hættulegur bolti en Sindri tekur hann.
89. mín
Heimamenn fá hornspyrnu. Spennan er áþreifanleg.
86. mín
Magnús Þór fyrirliði Keflvíkinga liggur eftir. Væri eftir öllu fyrir þá að missa hann enn einu sinni í meiðsli.
85. mín MARK!
Stefan Ljubicic (HK)
Líflína fyrir heimamenn.

Gestirnir ná ekki að hreinsa bolta sem fær að skoppa í teignum fyrir fætur Stefáns sem setur boltann í netið af stuttu færi.
85. mín
HK fær hornspyrnu.
84. mín
Helgi með sprett og er að sleppa í gegn. Martin nær að hægja á honum og skot Helga framhjá markinu.
82. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
Fyrsta skipting gestanna.
81. mín
Örvar Eggertsson skorar en flaggið á loft og rangstaða dæmd.

Glæsilegur skalli sem telur ekki. Heimamenn í stúkunni ekki sáttir.
80. mín
Frans brotlegur. Á gulu og þarf að passa sig.
79. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (HK) Út:Birnir Snær Ingason (HK)
Birnir reynt mikið í dag en lítið gengið fyrir hann því miður eftir að hann skoraði úr vítinu.
79. mín
Það er hiti í þessu og bæði lið að kvarta undan ákvörðunum Egils.
Gerir þetta bara skemmtilegra fyrir þá sem á horfa.
76. mín
Gibbs rís hæst eftir hornið en nær ekki að setja boltann á rammann,
75. mín
Keflavík fær horn.
75. mín
Alls ekki galin aukaspyrna frá Ívari Erni af 22-5 metra færi en því miður rétt framhjá markinu.
74. mín Gult spjald: Martin Rauschenberg (HK)
Kýtingar við Frans.
73. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Hendi
71. mín
Keflvíkingar í dauðafæri í teignum en Arnar nær á ótrúlegan hátt að koma sér fyrir skot Dags Inga af stuttu færi.
69. mín
Inn:Guðmundur Þór Júlíusson (HK) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
69. mín
Inn:Örvar Eggertsson (HK) Út:Birkir Valur Jónsson (HK)
69. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (HK) Út:Valgeir Valgeirsson (HK)
69. mín
Ásgeir Börkur reynir sendingu inn á Stefán sem nær kollinum í boltann en skallinn laus og beint á Sindra í markinu.

HK vinnur boltann og sækir. Uppskera horn.
67. mín
Valgeir reynir skotið en boltinn framhjá markinu.
66. mín
Gibbs með spyrnuna beint í vegginn.
65. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á hættulegum stað.

Áður höfðu heimamenn bjargað á síðustu stundu eftir skot frá Helga og Ástbirni.
64. mín
Frans með skemmtilega tilraun eftir hornið. Tekur boltann á lofti úr D-boganum en hittir hann afar illa og boltinn fjarri markinu.
63. mín
Helgi Þór i hörkufæri eftir skyndisókn en Arnar lokar vel á hann og ver í horn.
60. mín MARK!
Ástbjörn Þórðarson (Keflavík)
Arnar hittir boltann illa þegar hann reynir að kýla hornið frá, boltinn fyrir fætur Ástbjarnar sem hamrar boltann í netið úr teignum með vinstri.
60. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
56. mín
Birnir Snær

Í dauðafæri á markteig en Sindri með aðra frábæra markvörslu. Að öllu eðlilegu ætti staðan að vera 3-3
55. mín
Magnús Þór með skalla að marki en Arnar handsamar boltann.
54. mín
Fer ekki alveg jafn fjörlega af stað síðari hálfleikurinn.
52. mín
Fínt spil HK endar með fyrirgjöf frá hægri en Sindri vel á verði og handsamar boltann.
50. mín Gult spjald: Joey Gibbs (Keflavík)
Háskaleikur. Fer hátt með fótinn. Virtist lítið koma við Rauschenberg en spjaldið fer engu síður á loft.
49. mín
Birnir snær með skot frá vítateigshorni en Sindri hleður í stórkostlega vörslu og HK fær annað horn.
48. mín
HK fær hornspyrnu.
47. mín
Klókur Ástbjörn!

Fær snertingu frá Birni og fer niður Egill flautar og Keflavík á aukaspyrnu. Ekkert verður úr.
46. mín
Ástbjörn setur í fluggír en varnarmenn komast fyrir á síðustu stundu og hreinsa í innkast.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

Við hér í blaðamannaboxinu höfum náð andanum og eruk klárir í seinni hálfleik. Það eru gestirnir sem hefja leik hér í seinni.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Kórnum eftir vægast sagt fjörugan fyrri hálfleik. 5 mörk og allt í gangi. Meira af því sama í síðari hálfleik takk!
44. mín
Valgeir með skot í hliðarnetið úr fínu færi í teignum.
43. mín Gult spjald: Birkir Valur Jónsson (HK)
tekur Sindra Þór niður á sprettinum.
41. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
39. mín
Stefán aftur í færi nú eftir fyrirgjöf Ívars en skallar boltann framhjá af tiltölulega stuttu færi.
37. mín MARK!
Stefan Ljubicic (HK)
Þessi leikur!

Boltinn fyrir markið frá hægri þar sem Stefán fær tíma og pláss til að taka boltann niður og skila honum auðveldlega í netið.

Bæði lið að gefa mörk. Nettur Lingard í gangi.
36. mín Gult spjald: Marley Blair (Keflavík)
Stöðvar skyndisókn.
33. mín SJÁLFSMARK!
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Stoðsending: Dagur Ingi Valsson
Hat trick from down under!

Þrenna á rétt rúmum hálftíma og aftur eru heimamenn að gefa gjafir. Arnar með ömurlega sendingu frá marki beint fyrir fætur Dags sem á ekki í vandræðum með að finna Gibbs sem að klárar snyrtilega í netið.

Þrennan var það ekki þar sem það var víst Ásgeir Börkur sem setti boltann í eigið net.
31. mín
Ástbjörn með góðan sprett upp hægri kantinn en fyrirgjöf hans í fang Arnars
29. mín
Ljubicic í teignum en nær ekki boltans sem fer afturfyrir.
28. mín
Valgeir gerir vel gegn Nacho og nær skoti en Sindri ver. HK með horn. Spyrnan yfir á fjærstöng og Keflvíkingar bægja hættunni frá í bili.
24. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.
21. mín
Hætta í teig Keflavíkur en Sindri gerir vel í að loka á Birni sem var að komast í góða stöðu í teignum.
19. mín Mark úr víti!
Birnir Snær Ingason (HK)
Setur hann öruggt framhjá Sindra.

Litli leikurinn sem við erum að fá hérna!
18. mín
HK er að fá vítaspyrnu!

Var að skrifa um markið og sá hreinlega ekki nógu vel hvað gerðist. En brotið á Valgeir.
17. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Heimamenn gjafmildir í öftustu línu. Gefa Gibbs boltann sem á ekki í vandræðum með að skora yfir Arnar sem er framarlega í markinu.
14. mín
Aftur sækir Keflavík en boltinn af varnarmanni og afturfyrir.
13. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Stoðsending: Dagur Ingi Valsson
Frábær spyrna frá Degi á fjærstöng þar sem Gibbs rís manna hæst og skallar boltann beint í samskeytin óverjandi fyrir Arnar í markinu.

Gestirnir taka frumkvæðið.
12. mín
Ástbjörn með fyrirgjöf sem er skölluð afturfyrir af varnarmanni. Keflavík fær horn. Spyrnan innarlega og Arnar kýlir boltann í annað horn.
10. mín
Keflvíkingar sækja og stuðningsmenn HK reyna að skvetta yfir Marley þegar hann fær boltann á vængnum. Mikill klassi yfir því eða þannig.
9. mín
Virkilega snyrtilegt spil HK í teig Keflavíkur en skot Arnþórs Ara í varnarmann og afturfyrir, hornspyrna sem endar beint í fangi Sindra.
7. mín
Valgeir fer illa með Nacho á hægri vængnum og kemst framfyrir hann. Sindri Þór mættir í cover og nær til boltans.
6. mín
Valgeir með sendingu þvert fyrir markið úr teignum en Magnús setur boltann í horn.
5. mín
Marley Blair að vinna sig í færi í teignum en boltinn skoppar óþægilega fyrir hann og skotið lélegt eftir því.

Byrjar fjörlega hér í Kórnum.
3. mín
Helgi Þór að sleppa í gegn um vörn HK en Arnar mætir honum og ver.

Rétt á undan hafði Valgeir fundið Birni í svæði í teig Keflavíkur en Birnir náði ekki valdi á boltanum.
1. mín
Ívar Örn með boltann fyrir markið en Nacho skallar frá.
1. mín
Heimamenn sækja horn hér eftir 15 sekúndna leik.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Kórnum. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Eysteinn Húni Hauksson annar af þjálfurum Keflavíkur gengur til búningsherbergja og ungir iðkendur hjá HK sýna sanna íþróttamennsku og veifa til hans til að ná athygli hans og óska honum góðs gengis. Eysteinn skælbrosandi þakkar að sjálfsögðu fyrir sig. Vel gert!
Fyrir leik
Aðrir leikir

Tveimur leikjum er þegar lokið í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. ÍA bar sigurorð af ÍR í Breiðholti 3-1 en jafnframt urðu einhver óvæntustu úrslit í áraraðir þar sem Vestri tók á móti Íslandsmeisturum Vals á Ísafirði. Vestramenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu Valsmönnum 2-1 og stráðu salti í sár Valsmanna sem þegar eru úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og þurfa nú að treysta á kraftaverk til þess að ná Evrópusæti. Sammi hjá Vestra svífur væntanlega um á bleiku skýi og á það alveg skilið.


Fyrir leik
Tríóið

Egill Arnar Sigurþórsson er með flautuna í kvöld og vonandi spjöldin sem tekin voru af honum um síðastliðna helgi. Honum til aðstoðar eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Kristjáns Már Ólafs. Elías Ingi Árnason er fjórði dómari og Þórarinn Dúi Gunnarsson er eftirlitsmaður KSÍ


Fyrir leik
Byrjunarliðin

Liðin eru mætt hér til hliðar fyrir lesendur að glöggva sig á.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, gerir tvær breytingar frá síðasta leik, sem var 3-0 tap gegn Víkingi. Inn koma Birkir Valur Jónsson og Stefan Alexander Ljubicic fyrir Guðmund Þór Júlíusson og Jón Arnar Barðdal.

Keflavík gerir einnig tvær breytingar. Davíð Snær Jóhannsson og Marley Blair mæta inn í liðið fyrir Adam Árna Róbertsson og Oliver Torres.

Persónulega er ég spenntur að sjá baráttu Marley Blair og Ásgeirs Barkar í kvöld en sá fyrrnefndi fékk að líta rauða spjaldið í deildarleik liðana á dögnum fyrir að slá Ásgeir.
Fyrir leik
Gunni giskar

Gunnar Birgisson er spámaður okkar fyrir þessi 8 liða úrslit og um leikinn hafði hann eftirfarandi að segja.

HK 2 - 0 Keflavík

HK-ingar mæta og sýna djörfung og dug eins og segir í laginu góða. Aukaspyrnu Ívar verður með sýningu af þeim gamla og klárar dæmið. Hugsa að HK fari alla leið í úrslitin.


Fyrir leik
HK

Það er aldrei svo að leikir í Bikarnum teljist auðveldir en það verður þó ekki annað sagt en að leið HK í 8 liða úrslit hafi verið ögn auðveldari en hjá gestunum. Í 32 liða úrslitum kom Lengjudeildarlið Gróttu í heimsókn í Kórinn. Lokatölur það kvöld urðu 2-1 fyrir HK þar sem Stefan Alexander Ljubicic og Martin Rauschenberg gerðu mörk heimamanna. Næsta fórnalamb HK var 3.deildar lið KFS sem eftirminnilega sló út Lengjudeildarlið Víkinga frá Ólafsvík í 32 liða úrslitum. Bikarævintýri Vestmanneyinga það árið endaði þó í Kórnum þar sem heimamenn gengu frá þeim með 7-1 sigri. Jón Arnar Barðdal (2) Ásgeir Marteinsson (2) Örvar Eggertsson, Bjarni Páll Linnet og Ívar Örn Jónsson gerðu mörk HK í leiknum.


Fyrir leik
Keflavík

Gestirnir úr Keflavík hafa alls fjórum sinnum staðið upp sem sigurvegari í Bikarkeppni KSÍ síðast árið 2006. Þeir hófu ferðalag sitt í Mjólkurbikarnum þetta árið á heimasigri gegn toppliði Pepsi Max deildarinnar Breiðablik. Etir markalausan venjulegan leiktíma skoruðu Helgi Þór Jónsson og Davíð Snær Jóhannson tvö mörk seint í síðari hálfleik framlengingar og tryggðu Keflvíkingum sæti í 16.liða úrslitum. Aftur fengu Keflvíkingar heimaleik og í þetta sinn gegn lærisveinum Arnars Grétarssonar í KA. Gestirnir frá Akureyri sáu lítið til sólar gegn sprækum Keflvíkingum sem lönduðu 3-1 sigri með mörkum Joey Gibbs (2) og Christian Volesky.


Fyrir leik
Aðrir leikir í 8 liða úrslitum

Allir fjórir leikir 8 liða úrslita fara fram í dag. Nú klukkan 16:30 hófust leikir ÍR og ÍA í Breiðholti og á sama tíma var leikur Vestra og Vals flautaður á á Torfnesvelli á Ísafirði.
Tveir leikir hefjast svo nú klukkan 19:15 en auk leiksins hér taka Fylkismenn á móti Víkingum á Wurthvellinum í Árbæ
Fyrir leik
Bikarkvöld

Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik HK og Keflavíkur í 8 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.


Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Dagur Ingi Valsson
11. Helgi Þór Jónsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson (f)
86. Marley Blair ('82)

Varamenn:
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
6. Viðar Már Ragnarsson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('82)
9. Adam Árni Róbertsson
20. Christian Volesky
98. Oliver Kelaart

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson
Helgi Bergmann Hermannsson

Gul spjöld:
Marley Blair ('36)
Joey Gibbs ('50)
Frans Elvarsson ('73)

Rauð spjöld: