Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Real Madrid
5
0
Breiðablik
Caroline Møller '6 1-0
Caroline Møller '20 2-0
Caroline Møller '43 3-0
Olga Carmona '48 4-0
Lorena Navarro '89 5-0
13.10.2021  -  19:00
Estadio Alfredo Di Stefano
Meistaradeild kvenna
Aðstæður: 21 gráðu hiti, völlurinn góður
Dómari: Sandra Bastos (Portúgal)
Byrjunarlið:
1. Misa (m)
2. Kenti Robles ('53)
4. Babett Peter
5. Ivana Andres (f)
12. Lorena Navarro
15. Claudia Florentino ('46)
16. Caroline Møller ('73)
18. Lucia Rodriguez
20. Rocío Gálvez
21. Claudia Zornoza ('53)
22. Athenea del Castillo

Varamenn:
24. Méline Gérard (m)
27. Sofía Fuente (m)
7. Olga Carmona ('46)
14. Nahikari García ('53)
17. Marta Corredera Rueda ('53)
28. Paula Partido Durán ('73)

Liðsstjórn:
David Aznar Chicharro (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Real Madrid of stór biti fyrir Blika í dag og 5-0 tap staðreynd.
92. mín
Partido Durán með ágætis tilraun en skot hennar fer yfir markið. Stuttu síðar reynir Andres skot en það fer líka yfir markið.
90. mín
Tveimur mínútum bætt við
90. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
90. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
90. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
89. mín MARK!
Lorena Navarro (Real Madrid)
Góð sending frá hægri á Nahikari sem tekur skotið en Kristín Dís ver á línu, frákastið fer beint á Navarro sem klárar örugglega.
86. mín
Nahikari reynir hér skot en það er langt framhjá markinu
81. mín
Tíu mínútur eftir og aðeins farið að fjara undan. Búið að vera rólegt síðustu mínútur
73. mín
Fjórða hornspyrna Real í röð. Hornspyrnan er góð og Peter nær skallanum en Telma ver
73. mín
Inn:Paula Partido Durán (Real Madrid) Út:Caroline Møller (Real Madrid)
Stuðningsmenn Madrid standa upp og klappa og hneigja sig fyrir Moller, hún var geggjuð í dag.
71. mín
Real Madrid fær hornspyrnu. Blikar hreinsa og annað horn niðurstaðan. Boltinn fer beint á Ivana Andres og hún tekur skot en Telma er örugg í markinu og ver vel.
69. mín
Það er frekar rólegt yfir þessu eins og er
63. mín
Inn:Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Fyrsta skipting Blika í leiknum!
63. mín
Inn:Alexandra Soree (Breiðablik) Út:Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
60. mín
Frábært skot hjá Nahikari fyrir utan teig sem Telma nær að koma fingrunum í. Hornspyrna.
Blikar hreinsa stutt og Madrídingar ná aftur boltanum og sókn þeirra endar með skalla sem Telma grípur.
59. mín
Frábær varsla hjá Telmu eftir skot frá Møller. Telma hvetur svo liðsfélaga sína áfram eftir vörsluna.
55. mín
Heimakonur sundurspila vörn Blika, Olga Carmona kemur með frábæran bolta inn í teig á García en skot hennar fer hátt yfir markið
53. mín
Inn:Marta Corredera Rueda (Real Madrid) Út:Claudia Zornoza (Real Madrid)
53. mín
Inn:Nahikari García (Real Madrid) Út:Kenti Robles (Real Madrid)
Robles var geggjuð í dag.

52. mín
Madrídingar halda áfram að sækja, í þetta skiptið átti Castillo skot á mark úr þröngu færi en Telma varði vel.
48. mín MARK!
Olga Carmona (Real Madrid)
Þessi hálfleikur byrjaði ekki eins og ég vonaðist eftir.
Kristín ætlar að hreinsa en Navarro kemst í boltann og hann berst Moller sem leggur hann á Carmona sem klárar snyrtilega í markið. Carmona var að koma inn á - alvöru byrjun.

46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið aftur í gang.
Spennt að sjá hvernig Blikar mæta til leiks, ég hef fulla trú á þeim!

Koma svo Blikar!
46. mín
Inn:Olga Carmona (Real Madrid) Út:Claudia Florentino (Real Madrid)
45. mín
Hálfleikur
Ég held að Blikar séu fegnar að það sé kominn hálfleikur hér, nú er kominn tími á smá endurskipulagningu.

Møller hefur verið frábær og svosem allt Real Madrid liðið líka og hafa átt ansi mörg færi í þessum hálfleik.

Ég hef fulla trú á að stelpurnar mæti sterkari út í þennan seinni hálfleik og vona að við fáum að sjá þeirra bestu hliðar.
45. mín
Selma reynir hér skot frá miðju þar sem Misa er illa staðsett en boltinn fer rétt yfir markið. Frábær tilraun, um að gera að reyna.
45. mín Gult spjald: Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Fyrir brot úti á velli.
43. mín MARK!
Caroline Møller (Real Madrid)
Møller komin með þrennu - frábær leikur hjá henni.
Robles fær boltann hægra megin og tekur þríhyrningaspil við Rodriguez og gefur svo inn í teig beint á Møller sem klarar fagmannlega. Frábært mark hjá Madrídingum - kennslubókardæmi
35. mín
Blikar eru heppnar að vera bara tveimur mörkum undir. Þær eru langt frá mönnum og svo hefur líka verið svoltíið um einstaklingsmistök. Ási þarf eitthvað að endurskipuleggja leik þeirra í hálfleik, það er nokkuð ljóst.
33. mín
Real Madrid fær horn eftir að boltinn fór í Kristínu Dís eftir skot frá Castillo.
Hornspyrnan er góð og beint á kollinn á Gálvez sem skallar að markinu EN KRISTÍN DÍS VER Á LÍNU.
31. mín
Flott sókn hjá Blikum. Hildur Antons fær boltann á miðjunni og kemur með góða stungu á Tiffany en Misa er fljót að hugsa í markinu og bjargar þessu fyrir heimakonur.
28. mín
Møller er allt í öllu hjá Madrídingum og nú á hún skot rétt fyrir utan teig sem Telma ver frábærlega og Kristín Dís gerir vel og hreinsar þegar Navarro ætlar að ná frákastinu.
24. mín
Madrídingar eru bara stanslaust í sókn og Blikar rétt ná að pota boltanum aðeins í burtu og þar ná heimakonur boltanum aftur.

Real Madrid hefur átt 11 tilraunir en Blikar 0. Þá hafa Madrídingar verið 80% með boltann.
21. mín
Loksins komast Blikar aðeins í boltann og í sókn sem endar með hornspyrnu. Spyrnan er góð en varnarmenn Real Madrid hreinsa og annað horn niðurstaðan.

Agla tekur spyrnuna en Misa kýlir boltann í burtu og heimakonur ná frákastinu.
20. mín MARK!
Caroline Møller (Real Madrid)
Aftur vondur varnarleikur hjá Blikum. del Castillo gabbar varnarmenn Blika úr skónum og kemur með frábæra stungu inn á Navarro sem tekur skotið en það fer í Kristínu Dís og þaðan út í teiginn beint á Møller sem klárar örugglega í netið.
15. mín


Madrídingar í hörku færi, góður bolti frá vinstri kanti beint á Navarro sem var alein í teignum og átti gott skot sem Telma varði og boltinn liggur laus á marklínunni. Þá er flautað og Blikar fá aukaspyrnu, veit ekki alveg fyrir hvað.
Blikar heppnar þarna að lenda ekki 2-0 undir.
14. mín
Heimakomnur fá hornspyrnu. Spyrnan er góð og það skapast má sjá hætta á teignum en Blikar hreinsa.
12. mín
Madrídingar líta afar vel út. Robles keyrði rétt í þessu upp hægri vænginn og kom með góðan bolta fyrir beint á kollinn á Møller en Telma örugg í markinu og ver.
8. mín
Hvað er að gerast hérna?
Real Madrid komst aftur í sókn stuttu eftir markið og aftur fékk Møller boltann en skaut framhjá.

Stuttu síðar kemst Møller ein í gegn en Telma gerir vel og kemur út á móti og nær til boltans
6. mín MARK!
Caroline Møller (Real Madrid)
Þarna gleymdu Blikar sér!
Misskilningur í öftustu línu Blika, Kenti Robles sér að Møller er með gott pláss á vítateigslínunni og kemur með frábæran bolta sem Møller tekur við og klárar snyrtilega fram hjá Telmu í markinu,

4. mín
Blikar liggja djúpt og leikmenn Real Madrid hafa tvisvar reynt að fara upp vinstri kantinn. Rodriguez var rétt í þessu að skjóta sér áfram upp vinstri kantinn og keyrði inn í teig en Kristín Dís sá við henni og hreinsaði.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað!
Blikar byrja með boltann.

ÁFRAM BREIÐABLIK!
Fyrir leik
Jæja liðin eru að labba út á völlinn á meðan við hlustum á ljúfa tóna Meistaradeildarlagsins - þetta er að hefjast!
Fyrir leik
Breiðabliksliðið hitar upp í Madríd:




Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarlið Real Madrid er komið inn. Tvær breytingar eru á því liði frá leiknum í Kharkiv. Nahikari Garcia og Olga Carmona taka sér sæti á bekknum og inn koma Kenti Robles og Caroline Møller.

Samkvæmt vef UEFA mun Real spilla 3-5-2 en liðið spilaði 4-3-3 í Úkraínu.

Misa
Andres - Galvez - Peter
Roblems - Navarro - Zornoza - Florentino - Rodriguez
Athenea - Møller

Breiðablik er í 4-3-3 líkt og í síðasta leik gegn PSG.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi.

Ásmundur gerir eina breytingu frá leiknum gegn PSG. Karen Sigurgeirsdóttir sest á bekkinn og Selma Sól Magnúsdóttir kemur inn í byrjunarliðið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Staðan:
Real er með þrjú stig eftir sigur í Úkraínu í fyrstu umferð en Breiðablik tapaði 0-2 gegn Frakklandsmeisturum PSG í sínum fyrsta leik í riðlinum.

Kvennalið Real Madrid var stofnað fyrir 15 mánuðum síðan og endaði liðið í öðru sæti í spænsku deildinni á sínu fyrsta tímabili. Real hefur hins vegar ekki farið vel af stað í deildinni í ár, liðið er með fjögur stig eftir sex umferðir og hefur einungis skorað þrjú mörk. Liðið er í þrettánda sæti af sextán liðum en vann síðasta deildarleik gegn Eibar 2-1 á sunnudag.

"Ég talaði aðeins við Söru Björk um daginn og var að spyrja hana út í Real, hún þekkir einhverja þar. Maður fékk smá tips fyrir leikinn," sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks í upphitun fyrir Meistaradeildina í síðustu viku.

Vanar að spila nokkuð stóra leiki
Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.

"Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og við erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit," sagði Agla María.



"Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks á fréttamannafundi.

Ásmundur tók við þjálfun kvennaliðs Breiðabliks á dögunum eftir að Vilhjálmur Kári Haraldsson hætti en fyrsta verkefni hans verður leikurinn í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Leikið er á varavelli Real Madrid, Alfredo Di Stefano vellinum. Karlalið Real Madrid lék heimaleiki sína í La Liga og Meistaradeildinni á þessum velli á síðasta tímabil, meðan verið var að endurbæta Santiago Bernebeu leikvanginn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heil og sæl! Velkomin í beina textalýsingu frá leik Real Madrid og Breiðabliks í Meistaradeild kvenna. Sandra Bastos frá Portúgal flautar leikinn á klukkan 19:00. Hægt er að horfa á leikinn í beinni á Youtube:

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer ('90)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('63)
17. Karitas Tómasdóttir ('90)
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('63)
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('90)

Varamenn:
11. Alexandra Soree ('63)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('63)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('90)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('90)
28. Birta Georgsdóttir ('90)
29. Viktoría París Sabido

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Birna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('45)

Rauð spjöld: