Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
3
1
Breiðablik
0-1 Damir Muminovic '36
Adolf Daði Birgisson '40 1-1
Einar Karl Ingvarsson '56 2-1
Ólafur Karl Finsen '86 3-1
27.01.2022  -  19:00
Samsungvöllurinn
Fótbolta.net mótið - Úrslitaleikur
Aðstæður: Gervigras, 5 stiga hiti og rigning.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: Áhorfendabann
Maður leiksins: Jóhann Árni Gunnarsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Einar Karl Ingvarsson ('89)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
11. Adolf Daði Birgisson
23. Óskar Örn Hauksson ('63)
99. Oliver Haurits ('77)

Varamenn:
Eiður Orri Kristjánsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
17. Ólafur Karl Finsen ('77)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('63)
21. Elís Rafn Björnsson
32. Örvar Logi Örvarsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Friðrik Ellert Jónsson
Sigurbergur Áki Jörundsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft

Gul spjöld:
Adolf Daði Birgisson ('29)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan er Fótbolta.net móts meistari 2022.
91. mín
Benedikt Waren með skot sem fer framhjá.
89. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Stjarnan) Út:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
86. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Óli Kalli skorar af harðfylgi eins og sagt er.

Stjarnan vann boltann eftir frábæra pressu og boltinn kemur fyrir. Óli Kalli vinnur hann í baráttunni við Anton Ara og skorar.
84. mín
Jóhann Árni með frábært skot úr aukaspyrnu, boltinn í slána og yfir.
82. mín
Jóhann Árni vinnur aukaspyrnu, Elfar brýtur af sér við vítateig Breiðabliks.

Einar Karl með þrumuskot framhjá.
81. mín
Davíð með fyrirgjöf sem endar í höndunum á Haraldi.
79. mín
Þórarinn nýtir alla sína reynslu og sparkar boltanum upp í stúku og vinnur smá tíma.
77. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Oliver Haurits (Stjarnan)
76. mín
Ísak Andri nálægt því að komast í færi en Höskuldur verst vel. Jóhann Árni með frábæra sendingu á Adolf í aðdragandanum.
74. mín
Stjarnan á hornspyrnu en ekkert kom úr henni. Stjarnan veri með yfirburði síðustu mínútur.
68. mín
Dagur Dan, sýndist mér, með skot fyrir utan teig sem Haraldur ver aftur fyrir. Hornspyrna.
65. mín
LEIK LOKIÐ: Leiknir 5-3 ÍA
0-1 Alex Davey
1-1 Mikkel Dahl
1-2 Sjálfsmark
2-2 Birgir Baldvinsson
3-2 Mikkel Dahl
4-2 Daníel Finns Matthíasson
4-3 Markaskorara vantar
5-3 Emil Berger (víti)

Leiknir tekur þriðja sæti mótsins (Staðfest)
Elvar Geir Magnússon
64. mín
Guðmundur Baldvin lætur vaða en tilraunin í varnarmann.
63. mín
Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) Út:Óskar Örn Hauksson (Stjarnan)
62. mín
Inn:Ásgeir Galdur Guðmundsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Galdur kemur á hægri kantinn.
61. mín
Dagur Dan með skot/fyrirgjöf, boltinn fer í innkast.
60. mín
FRÁ BREIÐHOLTI: LEIKNIR 5 - 3 ÍA
Elvar Geir Magnússon
57. mín
Inn:Benedikt V. Warén (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
56. mín MARK!
Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Adolf Daði Birgisson
Þrumuskot fyrir utan teig! Niðri í hægra hornið.

Virkilega gott spil hjá Stjörnunni í aðdragandanum. Adolf Daði kemur með boltann út, Óskar lét hann fara og Einar Karl lét vaða.
52. mín
Höskuldur vinnur hornspyrnu.
50. mín
Dagur Dan brýtur á Birni Berg sem þarf á aðhlynningu að halda.
50. mín
FRÁ BREIÐHOLTI: Leiknir 4 - 3 ÍA
Stemningin heldur áfram í Breiðholti.
Elvar Geir Magnússon
46. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
FRÁ BREIÐHOLTI: Leiknir 4-2 ÍA
0-1 Alex Davey
1-1 Mikkel Dahl
1-2 Sjálfsmark
2-2 Birgir Baldvinsson
3-2 Mikkel Dahl
4-2 Daníel Finns Matthíasson

Um stundarfjórðungur eftir og Leiknismenn nálgast bronsverðlaun Fótbolta.net mótsins.
Elvar Geir Magnússon
45. mín
FRÁ BREIÐHOLTI: LEIKNIR 3 - 2 ÍA
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið.
45. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
44. mín
Dagur Dan vinnur aukaspyrnu, Adolf Daði brýtur af sér við eigin vítateig.

Höskuldur lætur vaða en skotið fer yfir.
43. mín
Dagur Dan með skot sem fer yfir mark heimamanna. Set spurningamerki við það að Damir hafi ekki tekið spyrnuna.
42. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu við vítateig Stjörnunnar, já ég segi fær.
40. mín MARK!
Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Árni Gunnarsson
Adolf Daði stýrir fyrirgjöf frá Jóhanni í netið. Óskar Örn átti skot sem Anton Ari vari til hliðar en þar var Jóhann og hann þrumaði boltanum fyrir.
39. mín
Það þarf að birta myndband af þessu marki asap!
36. mín MARK!
Damir Muminovic (Breiðablik)
ÞEGIÐU DAMIR!!! Hvaða þvæla...

Þetta var rosalegt mark. Aukaspyrnan tekin stutt, boltinn á Damir sem þrumar boltanum í slána, í jörðina og inn. Þetta var rosalegt!!!

Annað hvort Höskuldur eða Gísli sem rúllaði boltanum á Damir.
35. mín
Rólegt í þessu núna. Viktor Karl krækir í aukaspyrnu við vítateig Stjörnunnar.
30. mín
Kominn nýr hlekkur á útsendingu frá leiknum!

Það voru tæknilegir örðugleikar, rafmagnsvesen sem olli því að útsendingin virkaði ekki í byrjun leiks.
29. mín Gult spjald: Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
29. mín
Gísli Eyjólfs með skot úr teignum sem Haraldur ver. Í sókninni á undan gerði Ísak Andri tilkall til vítaspyrnu en ekkert dæmt.
27. mín
Þórarinn Ingi með skot framhjá. Stjarnan er að vinna með það að pressa Blikana mjög, mjög hátt. Það hefur gengið ágætlega til þessa.
26. mín
Það vekur athygli að Sölvi Snær, Kristinn Steindórs, Jason Daði og Juan Camilo Perez eru ekki á skýrslu hjá Breiðabliki.
23. mín
Rosalega margir veikir hjá Stjörnunni. Daníel Laxdal, Emil, Hilmar Árni, Þorsteinn Már, Daníel Freyr og Róbert Frosti. Þá eru Eggert Aron og Tristan meiddir.
21. mín
Jóhann Árni með skot framhjá mark Breiðabliks.
20. mín
FRÁ BREIÐHOLTI: Leiknir 2 - 2 ÍA (hálfleikur)
0-1 Alex Davey
1-1 Mikkel Dahl
1-2 Sjálfsmark
2-2 Birgir Baldvinsson

Það er kominn hálfleikur í leiknum um þriðja sæti og staðan 2-2 þar sem Birgir Baldvinsson jafnaði fyrir Leiknismenn. Opinn og stórskemmtilegur leikur.
Elvar Geir Magnússon
19. mín
Jóhann Árni með flotta sendingu inn fyrir á Oliver sem er í dauðafæri! Anton Ari kemur út á móti og ver vel með því að loka á Oliver.

Svo á Viktor Örn sýndist mér það vera Viktor Örn sem sýndi góða varnartilboði og vann lausa boltann.
16. mín
Liðin skiptast á að sækja, nú var Haraldur í flottu úthlaupi og gerir vel að vera fyrstur á boltann.
14. mín
Davíð vinnur hornspyrnu fyrir Blika, fínn varnarleikur hjá Óla Val.

Dagur reynir skot fyrir utan teig en rennur og skotið fer á fyrsta varnarmann.
12. mín
Stjarnan á aðra hornspyrnu.

Boltinn endar hjá Antoni Ara, skráist ekki sem skottilraun.
10. mín
Ísak Andri með laglegt skot eftir sendingu Óskars en virkilega vel varið frá Antoni Ara. Hornspyrna.

Spyrnan tekin stutt og svo kom Óskar með fyrirgjöf sem fer rétt yfir pakkann.
9. mín
Jóhann Árni er númer 23 og Óskar Örn er númer 20.
8. mín
Andri Rafn með sendingu á fjær þar sem Gísli er hann setur hann framhjá úr dauðafæri!
6. mín
Uppstilling Breiðabliks:
Anton
Höskuldur - Damir - Viktor Örn - Davíð
Dagur - Ísak
Andri Rafn - Viktor Karl - Gísli
Anton Logi

Svona eins langt og það nær.
4. mín
Uppstilling Stjörnunnar:
Haraldur
Óli - Björn - Sindri - Þórarinn
Einar - Jóhann Árni
Adolf - Óskar - Ísak Andri
Oliver
4. mín
Ísak Andri í hálffæri en nær ekki að koma skoti á markið.

Gísli með fyrirgjöf hinu megin en Stjörnumenn hreinsa í horn. Kom ekkert úr hornspyrnunni.
3. mín
Breiðablik á aukaspyrnu en heimamenn skalla fyrirgjöf Davíðs í burtu.
2. mín
Óskar Örn með skot sem Anton Ari ver.
1. mín
Oliver Haurits í fínu færi eftir skottilraun Ísaks Andra.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað, Stjarnan byrjar með boltann.
Fyrir leik
FRÁ BREIÐHOLTI: LEIKNIR 1 - 2 ÍA

Skagamenn hafa í tvígang náð forystunni gegn Leikni í Breiðholti, sá leikur hófst fyrir hálftíma. Líf og fjör í opnum og skemmtilegum leik.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er auðvitað áhorfendabann sem er sorglegt. Þetta er toppleikur, úrslitaleikur og hér væru pottþétt nokkur hundruð manns!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!
Þau má sjá hér til hliðar eða í síma með því að smella á "Heimalið" og "Gestalið"
Fyrir leik
FRÁ BREIÐHOLTI: 18:30 Leiknir - ÍA
Við munum einnig fylgjast með því sem gerist í leiknum um þriðja sætið í mótinu en sá leikur hefst hálftíma á undan úrslitaleiknum, klukkan 18:30 á gervigrasvelli Leiknis í Breiðholti. Leiknir - ÍA, undir ljósunum. Ég læt ykkur vita þegar tíðindi gerast þar.

Athygli vekur að nýráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari, Jóhannes Karl Guðjónsson, stýrir ÍA í leiknum í kvöld. Það er kveðjuleikur hjá honum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Pétur Guðmundsson mun dæma úrslitaleikinn og þeir Þórður Arnar Árnason og Birkir Sigurðarson verða aðstoðardómarar.

Stjarnan hafði unnið ÍA 6-0 og ÍBV 4-2 í mótinu og mun mæta Breiðabliki, sem fór með fullt hús úr hinum riðlinum, í úrslitaleik. Breiðablik vann Keflavík 5-2, Leikni 3-1 og HK 2-0.

Breiðablik er ríkjandi meistari í Fótbolta.net mótinu og hefur unnið mótið oftast allra eða fimm sinnum. Stjarnan hefur tvívegis unnið mótið, síðast 2018.

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:
2011: Keflavík
2012: Breiðablik
2013: Breiðablik
2014: Stjarnan
2015: Breiðablik
2016: ÍBV
2017: FH
2018: Stjarnan
2019: Breiðablik
2020: ÍA
2021: Breiðablik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Komiði sælir lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu frá úrslitaleik A-deildar í Fótbolta.net mótinu. Stjarnan tekur á móti Breiðabliki en liðin unnu sína riðla í mótinu.

Liðin mættust síðast í Bose-bikarnum undir lok síðasta árs og þá vann Breiðablik 3-2 sigur á Kópavogsvelli.

Kristinn Steindórsson skoraði tvö mörk fyrir Blika og Gísli Eyjólfsson eitt. Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði mörk Stjörnunnar.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('57)
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('46)
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('46)
30. Andri Rafn Yeoman ('62)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('46)
5. Elfar Freyr Helgason ('46)
7. Viktor Andri Pétursson
24. Ásgeir Galdur Guðmundsson ('62)
31. Benedikt V. Warén ('57)
41. Arnar Daníel Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('45)

Rauð spjöld: