Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
3
2
Augnablik
0-1 Sara Svanhildur Jóhannsdóttir '1
Christabel Oduro '22 1-1
1-2 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir '40
Christabel Oduro '66 2-2
Christabel Oduro '90 3-2
05.05.2022  -  19:15
Víkingsvöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Fimm gráður og rok. Sólin lætur sjá sig annað slagið.
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: Í kringum 100
Maður leiksins: Christabel Oduro
Byrjunarlið:
1. Andrea Fernandes Neves (m)
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir
8. Arnhildur Ingvarsdóttir
9. Christabel Oduro
16. Helga Rún Hermannsdóttir
19. Tara Jónsdóttir ('90)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('72)
27. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('86)
32. Freyja Friðþjófsdóttir

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir
6. Elísa Sól Oddgeirsdóttir
13. Kiley Norkus
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('90)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('86)
20. Þórunn Eva Ármann
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('72)
26. Bergdís Sveinsdóttir

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Dagbjört Ingvarsdóttir
María Björg Marinósdóttir
Þorsteinn Magnússon
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Þórhanna Inga Ómarsdóttir

Gul spjöld:
Christabel Oduro ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Andrea grípur hornið og í þann mund flautar Þórður leikinn af.
90. mín
Horn hér fyrir Augnablik síðasti séns
90. mín
Inn:Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir (Víkingur R.) Út:Tara Jónsdóttir (Víkingur R.)
90. mín Gult spjald: Christabel Oduro (Víkingur R.)
90. mín MARK!
Christabel Oduro (Víkingur R.)
Þrenna!!!!

Christabel vel vakandi eftir að boltinn skýst í gegn og klárar vel fram hjá Herdísi.

A lokasekúndum leiksins.
90. mín
Líklega ekki miklu bætt við
88. mín
Þarna var tækifærið fyrir Víkinga að stela þessu. Arnhuildur lyftir boltanum yfir vörnina og Sigdís Eva sleppur ein í gegn en Herdís ver enn og aftur mjög vel.

Herdís verið mjög góð í dag. Það verður að segjast
86. mín
Inn:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.) Út:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
Hafdís haltrar útaf og fær aðhlynningu
82. mín
Skiptingin áðan hjá Víkingum var tvöföld. Brynhildur fór útaf og leikmaður númer 26 kom inná. Vitlaus númeraskráning gerir það að verkum að ég get ekki sett hana inn á í kerfinu.
76. mín


Christabel verið erfið viðureignar í kvöld.
72. mín
Inn:Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.) Út:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
66. mín MARK!
Christabel Oduro (Víkingur R.)
Stoðsending: Hafdís Bára Höskuldsdóttir
Aftur skorar Christabel í þetta sinn á Hafdís fína sendingu í gegn og eftirleikurinn er auðveldur fyrir Christabel.

Christabel að spila vel í sínum fyrsta deildarleik fyrir Víking en hún var hjá Grindavík seinasta sumar.
66. mín


64. mín
Inn:Kristín Kjartansdóttir (Augnablik) Út:Emilía Lind Atladóttir (Augnablik)
56. mín
Seinni hálfleikur spilast svipað og sá fyrri. Víkingar stjórna ferðinni en Augnablik alltaf líklegar í skyndisóknum
54. mín
Júlía setur boltann út fyrir og horn fyrir Víking frá vinstri.

Tara með fínan bolta fyrir en ekkert verður úr þessu
52. mín
Christabel með fínan sprett upp hægri kantinn og kemur með boltann fyrir á Dagný sem er í góðu færi en á slakt skot sem Herdís ver auðveldlega.
51. mín
Hulda Ösp brýtur á Júliu inn á miðjum velli.

Arnhildur kemur með aukaspyrnuna fyrir markið en ekkert kemur úr henni.
49. mín

46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Þórður flautar til hálfleiks. Virkilega líflegur leikur hingað til. Góðar skyndisóknir hjá Augnabliki skila þeim í 2-1 forystu inn í hálfleikinn.
40. mín MARK!
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Augnablik)
Stoðsending: Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
Hrafnhildur skorar gott mark. Fín sending í gegn frá Söru og Hrafnhildur fer framhjá Andreu og skorar í autt markið.
39. mín
Viktoría París tekur á sprettinn og á gott skot sem fer í stöngina á fjær.

Þarna skall hurð nærri hælum.
38. mín
Emma Steinsen með mjög langt innkast inn á teiginn en ekkert verður úr þessu.
33. mín
Dagný með flottan sprett upp kantinn og kemur með fyrigjöf á Brynhildi sem er ein gegn Herdísi sem ver á gjörsamlega magnaðan hátt.

Herdís að eiga geggjaðan leik.
31. mín
Christabel vinnur boltann enn á aftur ofarlega á vellinu og þræðir Hafdísi í gegn en Herdís vel á verði á nærstönginni
29. mín
Fínt skot.

Hafdís Bára með góða fyrirgjöf sem endar á Töru sem á skot sem fer rétt framhá fjærstönginni.
28. mín
Mjög rólegt þessa stundina. Augnablik þó komið framar á völlinn eftir jöfnunarmarkið.
22. mín MARK!
Christabel Oduro (Víkingur R.)
Stoðsending: Hulda Ösp Ágústsdóttir
Fín sókn frá Víkingum og Augnablik nær boltanum ekki í burtu. Hulda Ösp á að lokum frábæra sendingu í gegn Á Christabel sem er ein gegn Herdísi og leggur boltann í fjærhornið
19. mín
Eftir fína sendingu í gegn frá Hrafnhildi kemst markaskorarinn Sara Svanhildur í álitlegt marktækifæri en skotið laust og Andrea í markinu ekki í miklum vandrræðum með þetta.
17. mín
Góð pressa frá Christabel í fremstu línu er að gera Augnablik erfitt fyrir.

Nokkrum sinnum unnið boltann framarlega en hingað til ekki náð gera mikið úr því
15. mín
Augnablikskonur fá fyrsta hornið sitt en það er skallað vel í burtu af Víkingum.
13. mín
Enn eitt hornið fyrir Víkinga. Frá Vinstri og Tara tekur.

Herdís Halla slær þetta í burtu.
11. mín
Dauðafæri!

Sending frá Töru í gegnum vörninni og Christabel sleppur ein gegn Herdísi en Herdís lokar á þetta og ver frábærlega.
9. mín
Víkingar með öll völd á vellinum þessa stundina.
8. mín
Enn eitt hornið fyrir Víkinga í þetta sinn frá vinstri.

Tara tekur og Christabel á finan skalla sem Herdís Halla ver.
7. mín
Tvö Horn í röð fyrir Víkinga frá hægri sem Hulda Ösp tekur. Hætta skapast við það síðara eftir skalla til baka úr vörninni.
5. mín
Nokkuð rólegt þessa stundina. Víkingar halda þó vel í boltann og virka rólegar.
1. mín MARK!
Sara Svanhildur Jóhannsdóttir (Augnablik)
Mark!!!

Þær eru ekki lengi að þessu. Upp úr nánast engu sleppur Sara í gegn og skorar af miklu öryggi.
1. mín
Leikur hafinn
Augnablikskonur hefja leik og sækja í átt að Víkingsheimiinu.
Fyrir leik
Liðin eru að labba út á völlinn. Þetta fer að bresta á.
Fyrir leik
Sú gula er farinn að láta sjá sig. Stefnir í fínasta leik.
Fyrir leik
Liðin voru þessa stundina að labba til búningsklefa. Styttist í leik.
Fyrir leik
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar hafa verið betri en þær gætu þó verið verri.

Það er þurrt hérna í Víkinni en hitastig er þó einungis eitthverjar fimm gráður og auk þess blæs ágætlega.
Fyrir leik
Þjálfari Augnabliks er hún Kristrún Lilja Daðadóttir sem tók við liðinu fyrir seinasta tímabil. Kristrún er fyrrum þjálfari U-17 landsliðs kvenna og hefur einnig þjálfað kvennalið Breiðabliks, KR og Þróttar.
Fyrir leik
Þjálfari Víkinga er John Andrews en hann hefur þjálfað liðið seinustu tvö tímabil. Áður hefur hann þjálfað kvennalið Aftureldingar og Völsungs.

Fyrir leik
Gaman er að segja frá því að báðum liðum tókst að ná í örugga sigra í 1. umferð Mjólkurbikarsins sem fram fór um seinustu helgi.

Víkingar náðu í öruggan 5-0 útsigur gegn Fram á meðan Augnablik kjöldrógu Hamar 7-0 á Kópavogsvelli.

Í næstu umferð fara Víkingar til Grindavíkur en Augnablikskonur eiga heimaleik gegn Haukum en þessir leikir fara fram síðar í þessum mánuði.
Fyrir leik
Liðin mættust einnig í B deild Lengjubikarsins í vetur.

Sá leikur var spilaður á Kópavogsvelli og fóru Víkingar þar með afar öruggan 6-0 sigur af hólmi.

Víkingar luku keppni í 2. sæti í Lengjubikarnum en Augnablik þurfti að sætta sig við 5. sætið.
Fyrir leik
Bæði liðin spiluðu í Lengjudeildinni seinasta sumar.

Víkingur lenti í 4. sæti deildarinnar og voru 9 stigum frá Aftureldingu sem lenti í 2. sæti og fór upp í Bestu deildina.

Augnablik lenti í 8. sæti deildarinnar einu stigi frá fallsæti eftir virkilega flottan endasprett.

Báðir leikir liðanna luku með 2-1 sigri Víkinga seinasta sumar.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð!

Hér verður bein textalýsing frá leik Víkings og Augnabliks í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna sumarið 2022.

Dómari leiksins í dag er Þórður Þorsteinn Þórðarson.
Byrjunarlið:
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Herdís Halla Guðbjartsdóttir
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
5. Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir
9. Viktoría París Sabido
10. Emilía Lind Atladóttir ('64)
13. Sigrún Guðmundsdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (f)
16. Harpa Helgadóttir
19. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
20. Júlía Katrín Baldvinsdóttir

Varamenn:
4. Bryndís Gunnlaugsdóttir
8. Sunna Kristín Gísladóttir
10. Hulda Sigrún Orradóttir
11. Díana Ásta Guðmundsdóttir
15. Kristín Kjartansdóttir ('64)
16. Björk Bjarmadóttir
22. Sveindís Ósk Unnarsdóttir

Liðsstjórn:
Kristrún Lilja Daðadóttir (Þ)
Hilmar Þór Sigurjónsson (Þ)
Karen Tinna Demian
Rebekka Sif Rúnarsdóttir
Sara Bjarkadóttir
Sylvía Eik Sigtryggsdóttir
Kristófer Sigurgeirsson
Hermann Óli Bjarkason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: