Kórinn
fimmtudagur 05. maí 2022  kl. 19:15
Lengjudeild karla
Aðstæður: Alltaf sama blíðan í Kórnum
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 550
Maður leiksins: Gonzalo Zamorano
HK 2 - 3 Selfoss
0-1 Gary Martin ('5)
0-2 Gary Martin ('8)
1-2 Ásgeir Marteinsson ('9)
2-2 Hassan Jalloh ('12)
2-3 Gonzalo Zamorano ('70)
Byrjunarlið:
6. Birkir Valur Jónsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason ('14)
10. Ásgeir Marteinsson
16. Eiður Atli Rúnarsson
17. Valgeir Valgeirsson ('66)
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
23. Hassan Jalloh
24. Teitur Magnússon
25. Arnar Freyr Ólafsson

Varamenn:
1. Ólafur Örn Ásgeirsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson
9. Bjarni Gunnarsson ('14) ('83)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('66)
19. Þorbergur Þór Steinarsson
29. Karl Ágúst Karlsson ('83)

Liðstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann

Gul spjöld:
Valgeir Valgeirsson ('32)

Rauð spjöld:
@thorsteinnhauku Þorsteinn Haukur Harðarson
90. mín Leik lokið!
Ekkert verður úr hornspyrnunni og Erlendur flautar af skömmu síðar. Selfoss byrjar sumarið á öflugum sigri en HK-ingar geta verið svekktir
Eyða Breyta
90. mín
HK á hornspyrnu. Líklega seinasti séns. Arnar markvörður er mættur
Eyða Breyta
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn. Selfyssingar virðast vera að sigla sterkum og nokkuð óvæntum útisigri í höfn
Eyða Breyta
88. mín Aron Einarsson (Selfoss) Danijel Majkic (Selfoss)
tvöföld skipting
Eyða Breyta
88. mín Valdimar Jóhannsson (Selfoss) Hrvoje Tokic (Selfoss)

Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Þormar Elvarsson (Selfoss)
Stoppar sókn
Eyða Breyta
86. mín Hálfleikur
HK ingar reyna eins og þeir geta að jafna. Hafa átt nokkrar hornspyrnur en Selfyssingar verjast vel
Eyða Breyta
83. mín Karl Ágúst Karlsson (HK) Bjarni Gunnarsson (HK)
Sérstakt. Bjarni kom inná á 14. mín og skipt útaf núna. Mögulega eitthvað tæpur
Eyða Breyta
77. mín
Ívar með ágætis tilraun beint úr aukaspyrnu en boltinn yfir
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Hrvoje Tokic (Selfoss)
Það eru læti. Tokic fellur fullauðveldlega niður í teignum og vill fá vítaspyrnu. HK-ingar afar ósáttir og og í kjölfarið brjótast út stympingar. Þessu lýkur með því að Tokic fær gullt spjald fyrir dýfu.
Eyða Breyta
70. mín MARK! Gonzalo Zamorano (Selfoss)
Vá Gonzalo. Eins og í fyrri hálfleik tekur hann skot með hægri vinstra megin fyrir utan teig en í þetta skipti syngur boltinn í bláhorninu.
Eyða Breyta
67. mín
Gary Martin nálægt því að koma Selfyssingum yfir eftir laglega skyndisókn. Flott stungusending frá Tokic inn á Gary en skotfærið er þröngt og Arnar ver í markinu
Eyða Breyta
66. mín Bjarni Páll Linnet Runólfsson (HK) Valgeir Valgeirsson (HK)
Það var Valgeir sem meiddist eftir viðskiptin við Gonzalo og getur ekki haldið leik áfram
Eyða Breyta
63. mín Gult spjald: Gonzalo Zamorano (Selfoss)
Eftir hornspyrnu HK reynir Gonzalo að vinna boltann af HK-ingi en endar á að sparka hann niður. Gonzi fær gult spjald fyrir vikið og HK-ingurinn þarf aðhlynningu. Ég get ekki fyrir mitt litla líf séð hver það er.
Eyða Breyta
61. mín
Búið að vera rólegt síðustu mínútur. HK fær hér hornspyrnu en Selfyssingar skalla frá.
Eyða Breyta
54. mín
HK-ingar líklegri þessa stundina. Búnir að skapa nokkur hálffæri
Eyða Breyta
46. mín
Sóknin endaði annars með því að HK á hornspyrnu en ekkert verður úr henni. Mér sýnist Valgeir vera í lagi. Hann harkar amk af sér eins og er.
Eyða Breyta
46. mín
ÚFF ekki lítur þetta vel út. HK-ingar komast í snarpa sókn þökk sé baráttugleði Valgeirs sem bjó sóknina til. Hann virðist hinsvegar hafa meiðst í hamagangnum. Liggur eftir og virkar mjög þjáður
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er farinn af stað
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ljómandi fínum fyrri hálfleik lokið. Vonandi heldur fjörið áfram í seinni hálfleik
Eyða Breyta
44. mín
Hassan Jalloh með flottan sprett upp vinstri kantinn. Gefur boltann út í teig og þar kemur Valgeir en skotið framhjá.
Eyða Breyta
35. mín
Neinei báðir staðnir upp og klárir i slaginn
Eyða Breyta
34. mín
Birkir Valur, fyrirliði HK, með fyrirgjöf Örvar Eggerts og Stefán Þór í marki Selfoss ætla báðir í boltann, skella saman og liggja báðir. Vonandi ekki alvarlegt
Eyða Breyta
32. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (HK)
Eftirsóttasti leikmaður deildarinnar kominn í svörtu bókina. Stoppaði Tokic sem var á leiðinni í skyndisókn
Eyða Breyta
30. mín
ÚFF Örvar Eggertsson. Fær nánast frían skalla eftir fyrigjöf HK en skallinn nær því að fara í innkast en á markið. Þarna verður Örvar einfaldlega að gera betur
Eyða Breyta
25. mín
Smá banter í stúkunni. Stuðningsmenn Selfyssinga voru líflegir fyrstu mínúturnar enda 2-0 yfir. Nú syngja HK-ingar hinsvegar "það heyrist ekki rassgat"
Eyða Breyta
19. mín
Aftur dauðafæri hjá Gestunum. Eftir læti í teignum berst boltinn til Arons Darra sem á skot en Arnar gerir vel í að loka á hann.
Eyða Breyta
17. mín
Gonzalo nálægt því að koma Selfossi yfir á ný. Tekur skot með hægri rétt fyrir utan teig vinstra megin. Boltinn á leiðinni í bláhornið en Arnar ver vel í markinu. Gonzi hefur skorað þau nokkur frá þessum stað!
Eyða Breyta
16. mín
Óhætt að segja að varnarleikur liðanna sé ekki til útflutnings svona á fyrstu mínútum leiksins. En við fáum bara meira fyrir peninginn á meðan
Eyða Breyta
14. mín Bjarni Gunnarsson (HK) Arnþór Ari Atlason (HK)
Arnþór, sem var að gefa stoðsendingu fer meiddur af velli
Eyða Breyta
12. mín MARK! Hassan Jalloh (HK), Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
Hvaða rugl er eiginlega í gangi. HK er búið að jafna leikinn þremur mínútum eftir að liðið lenti 2-0 undir. Löng sending fram frá Arnþóri Ara og nýi leikmaðurinn, Hassan Jalloh, skorar framhjá Stefáni í markinu.
Eyða Breyta
9. mín MARK! Ásgeir Marteinsson (HK), Stoðsending: Örvar Eggertsson
Þetta er að verða eins og handboltaleikur. Ég var ennþá að skrifa um seinna mark gestanna þegar HK minnkar muninn. Sending fyrir frá Örvari Eggertssyni og Ásgeir Marteinsson kemur boltanum í netið. Markaveisla í kórnum!
Eyða Breyta
8. mín MARK! Gary Martin (Selfoss), Stoðsending: Gonzalo Zamorano
Jahérna hér. HK í allskyns vandræðum varnarlega. Gonzalo leggur boltann á Gary Martin se virðist hafa allan tímann í heiminum og skorar
Eyða Breyta
5. mín MARK! Gary Martin (Selfoss)
VÁÁÁÁÁÁÁÁ! Gary John Martin ætlar að byrja þetta tímabil með látum. Fær boltann fyrir utan teig og smellur honum ótrúlega snyrtilega upp við samskeytin og í netið. Geggjað mark og draumabyrjun Selfyssinga
Eyða Breyta
3. mín
Tokic (Selfoss) og Teitur (HK) fara í skallaeinvígi og Teitur liggur eftir. Vill meina að Tokic hafi beitt olnboganum fullharkalega þarna. Stendur þó fljótt upp
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Lets go! Knattspyrnusumar Lengjudeildarinnar er farið af stað
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nú styttist í að liðin gangi út á völl. Málarinn geðþekki, Erlendur Eiríksson, sér um að flauta þennan leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjá gestunum er það aðallega framlínan sem vekur spennu hjá undirrituðum. Gary Martin, Tokic og Gonzalo, allt eru þetta menn sem hafa sannað að þeir geta vel skorað í þessari deild
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið með sterkt byrjunarlið í dag. Hassan Jalloh, nýjasti liðsmaður HK, er í byrjunarliðinu. Hann þykir öflugur. Valgeir Valgeirsson, sem mikið hefur verið orðaður við félög í efstu deild, byrjar leikinn fyrir heimamenn í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það styttist í leik. Ágætlega mætt í Kórinn. Trommusveit HK-inga hefur komið sér fyrir rétt hjá fjölmiðlaboxinu svo ég sé fram á læti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það verður áhugavert að sjá hvernig liðin koma stemmd inn í Íslandsmótið. HK féll sem kunnugt er úr efstu deild í fyrra. Sparkspekingarnir eru hinsvegar á því að dvöl HK í Lengjudeildinni verði stutt og að liðið fari rakleiðis upp aftur.

Selfyssingar voru hinsvegar nýliðar í Lengjudeildinni í fyrra og enduðu að lokum í 8. sæti. Áðurnefndir spekingar telja líklegt að gengi liðsins verði svipað í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og gleðilega hátíð. Lengjudeildin er loksins farin af stað og hér ætlum við að fylgjast með viðureign HK og Selfoss héðan úr efri byggðum Kópavogs.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
2. Chris Jastrzembski
3. Þormar Elvarsson
5. Jón Vignir Pétursson
6. Danijel Majkic ('88)
7. Aron Darri Auðunsson
8. Ingvi Rafn Óskarsson
9. Hrvoje Tokic ('88)
10. Gary Martin (f)
19. Gonzalo Zamorano
22. Adam Örn Sveinbjörnsson

Varamenn:
99. Þorgils Gunnarsson (m)
4. Jökull Hermannsson
12. Aron Einarsson ('88)
15. Elvar Orri Sigurbjörnsson
17. Valdimar Jóhannsson ('88)
18. Kristinn Ásgeir Þorbergsson
24. Elfar Ísak Halldórsson

Liðstjórn:
Þorkell Ingi Sigurðsson
Stefán Logi Magnússon
Arnar Helgi Magnússon
Dean Edward Martin (Þ)
Atli Rafn Guðbjartsson
Guðjón Björgvin Þorvarðarson
Emil Karel Einarsson

Gul spjöld:
Gonzalo Zamorano ('63)
Hrvoje Tokic ('73)
Þormar Elvarsson ('86)

Rauð spjöld: