Meistaravellir
föstudagur 13. maí 2022  kl. 19:15
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Gluggaveður - Sól, smá vindur og mjög kalt. Völlurinn flottur.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: Um 80
Maður leiksins: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
KR 0 - 4 Breiðablik
0-1 Alexandra Jóhannsdóttir ('5)
0-2 Hildur Antonsdóttir ('33)
0-3 Heiðdís Lillýardóttir ('53)
0-4 Karen María Sigurgeirsdóttir ('77)
Myndir: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Byrjunarlið:
29. Björk Björnsdóttir (m)
3. Rasamee Phonsongkham ('84)
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('58)
9. Róberta Lilja Ísólfsdóttir
11. Marcella Marie Barberic
14. Rut Matthíasdóttir
17. Hildur Björg Kristjánsdóttir ('77)
18. Bergdís Fanney Einarsdóttir
20. Ásta Kristinsdóttir ('84)
30. Margaux Marianne Chauvet

Varamenn:
23. Cornelia Baldi Sundelius (m)
4. Laufey Björnsdóttir ('84)
5. Brynja Sævarsdóttir ('84)
10. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir ('77)
13. Fanney Rún Guðmundsdóttir
15. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir
19. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir ('58)

Liðstjórn:
Guðlaug Jónsdóttir
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Þóra Kristín Bergsdóttir
Margrét Regína Grétarsdóttir
Arnar Páll Garðarsson (Þ)
Baldvin Guðmundsson
Gígja Valgerður Harðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
94. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið með 0 - 4 sigri Breiðabliks. Viðtöl og skýrsla í kvöld.
Eyða Breyta
90. mín
Komnar 90 mínútur á klukkuna og bara uppbótartíminn eftir. Við fáum ekki skilti með hversu mikill hann er. Þó eru 220 sekúndur í stopp í seinni hálfleik sem ætti að þýða 4 mínútur.
Eyða Breyta
88. mín
Taylor með skot úr aukaspyrnu beint í varnarvegg KR. Lítið eftir af leiknum.
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
84. mín Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
84. mín Brynja Sævarsdóttir (KR) Ásta Kristinsdóttir (KR)

Eyða Breyta
84. mín Laufey Björnsdóttir (KR) Rasamee Phonsongkham (KR)

Eyða Breyta
82. mín
Karen María í góðu færi en Rebekka var fljót til og tók af henni boltann meðan hún leit af honum.
Eyða Breyta
77. mín Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (KR) Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR)

Eyða Breyta
77. mín MARK! Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik)
Geggjað mark hjá varamanninum Karen Maríu. Hún fékk boltann við vítateigs hornið vinstra megin og lét vaða á markið og í bláhornið. Fullkomið skot.
Eyða Breyta
75. mín
Rebekka rétt nær að bjarga marki eftir stífa sókn Breiðabliks.
Eyða Breyta
75. mín
Taylor með fast skot rétt yfir mark KR.
Eyða Breyta
73. mín Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Melina Ayres (Breiðablik)
Fyrsti leikur Áslaugar Mundu í sumar.
Eyða Breyta
73. mín Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Breiðablik) Laufey Harpa Halldórsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
72. mín
Taylor með fast skot utan af marki sem Björk varði glæsilega meó fótunum eins og handboltamarkvörður.
Eyða Breyta
70. mín
KR er að leika sér að eldinum, senda boltann ítrekað klaufalega í fætur leikmanna Breiðabliks á hættulegum stað. Þetta gæti endað á fjórða markinu.
Eyða Breyta
70. mín
Ólína í dauðafæri eftir sendingu þvert fyrir markið en náði ekki til boltans. Þarna hefði KR geta skorað.
Eyða Breyta
64. mín Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik) Birta Georgsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
64. mín Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
62. mín
30. Margaux Marianne Chauvet með skot sem Telma grípur. KR er að sækja meira þessar mínúturnar!
Eyða Breyta
60. mín
Gott skot frá Bergdísi eftir flotta sókn KR en Telma ver frá henni.
Eyða Breyta
58. mín Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (KR) Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
Ólína var að ganga í raðir KR á láni frá Stjörnunni í gær og spilar núna sinn fyrsta leik.
Eyða Breyta
53. mín MARK! Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik), Stoðsending: Taylor Marie Ziemer
Í kjölfar hornspyrnu frá Taylor barst boltinn til Heiðdísar sem skoraði með föstu skoti upp í fjær hornið. 0 - 3.
Eyða Breyta
49. mín
Hættuleg fyrirgjöf Ástu siglir í gegnum pakkann og aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
49. mín
Hildur Antons með gott skot að marki en Björk ver frábærlega í horn.
Eyða Breyta
48. mín
Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari er í Vesturbænum og tók þessar myndir í fyrri hálfleik. Myndaveisla frá honum svo í fyrramálið.










Eyða Breyta
47. mín
Bergdís skallar framhjá marki Breiðabliks eftir hornspyrnu.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar eru gerðar á liðunum í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Kominn hálfleikur í sólinni í vesturbænum. Breiðablik leiðir með tveimur mörkum gegn engu. Þær eru mun betra liðið á vellinum en KR sótti í sig veðrið í lok hálfleiksins án þess þó að takast að skora.
Eyða Breyta
44. mín
Telma markvörður Blika missti boltann eftir horn frá Rasamee og í kjölfarið kom mikið at í teignum sem endaði á að varnarmenn Blika vörðu á línu.
Eyða Breyta
43. mín
Bergdís með skot rétt yfir mark Breiðabliks.
Eyða Breyta
41. mín
Birta lék á varnarmenn og skaut laflausu skoti á markið sem rúllaði til Bjarkar í marki KR. Hún hafði sendingarmöguleika sem hún hefði betur nýtt.
Eyða Breyta
40. mín
Breiðablik er áfram miklu meira með boltann og hann ratar takmarkað yfir á vallarhelming þeirra.
Eyða Breyta
33. mín MARK! Hildur Antonsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Laufey Harpa Halldórsdóttir
Laufey á auðum sjó eftir sendingu Laufeyjar Hörpu inn í teiginn og og afgreiddi boltann í markið. 0 - 2 fyrir gestina sem eru miklu betra liðið hér í dag.
Eyða Breyta
26. mín
KR virðist vera að finna leið í skyndisóknir í gegnum miðju Blika sem er mjög opin. Nú var það Bergdís Fanney sem fékk skotið en hátt yfir markið.
Eyða Breyta
25. mín
Hröð sókn hjá KR, Guðmunda sendir til hægri á Marcella Marie Barberic sem skaut að marki en vel yfir.
Eyða Breyta
21. mín
Hildur Antons vann boltann á frábæran hátt, lék upp að endamörkum og sendi stórhættulegan bolta þvert fyrir markið þar sem Birta var á auðum sjó en náði ekki til boltans.
Eyða Breyta
18. mín
Ásta fékk fast skot í höfuðið og fær smá tíma að átta sig áður en leikurinn hefst að nýju. Engin þörf á aðhlynningu samt, hún er klár í slaginn.
Eyða Breyta
14. mín
Melina Ayres með skot beint á Björk í markinu.
Eyða Breyta
12. mín
Enn ein fyrirgjöf Ástu ratar til Alexöndru sem skaut föstu skoti rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
10. mín
Björk grípur boltann eftir sendingu Birtu inn í teiginn.
Eyða Breyta
7. mín
Hildur Björg með skot að marki Breiðabliks en bæði laust og framhjá.
Eyða Breyta
6. mín
Hildur Antons með skot í þverslá efitr góða sendingu frá Ástu Eir. Ásta er að byrja þennan leik af miklum krafti og dælir boltunum inn í teiginn og skapar mikla hættu.
Eyða Breyta
5. mín MARK! Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
Alexandra var ekki lengi að stimpla sig inn íslenska boltann og er strax búin að skora. Ásta Eir sendin góða sendingu inn í teiginn og þar var Alexandra mætt og skallaði í markið af stuttu færi. Þvílíkur happafengur fyrir Blika að endurheimta hana.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Blika vann dómarakastið og valdi að skipta um vallarhelming. KR byrjar því með boltann og leikur í átt að KR heimilinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á með Heyr mína bæn með Ellý Vilhjálms í undirspilinu. Stutt í leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR gerir fjórar breytingar frá 0-2 tapi gegn ÍBV en erlendu leikmennirnir Rasamee Phonsongkham og Marcella Marie Barberic koma beint inn í byrjunarliðið og auk þeirra þær Guðmunda Brynja Óladóttir og Rut Matthíasdóttir.

Út fara Laufey Björnsdóttir, Hildur Lilja Ágústsdóttir, Ísabella Sara Tryggvadóttir og Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér sitthvorum megin við textann. Alexandra Jóhannsdóttir kemur beint inn í byrjunarlið Breiðabliks eftir að hafa komið frá Frankfurt á láni í vikunni.

Heiðdís Lillýardóttir og Laufey Harpa Halldórsdóttir koma líka inn í lið Blika frá 3-0 sigri á Stjörnunni á mánudaginn en út fara þær Clara Sigurðardóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir og Anna Patryk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimakonur í KR eru búnar að fara mjög illa stað í Bestu-deildinni í sumar og eru í 10. og neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Þær hafa tapað öllum þremur leijum sínum til þessa, gegn Keflavík, Stjörnunni og ÍBV. Liðið hefur skorað eitt mark en fengið á sig 11.

Breiðablik er í 2. sætinu með 6 stig en þær unnu Þór/KA og Stjörnuna en töpuðu fyrir Keflavík.
Ísabella Sara Tryggvadóttir fagnar eina marki KR í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik fékk gríðarlegan liðsstyrk á lokadegi félagaskiptagluggans þegar Alexandera Jóhannsdóttir landsliðskona Íslands kom á láni frá Frankfurt í Þýskalandi.

Alexandra í stúkunni á karlaleik Breiðabliks og Stjörnunnar í fyrrakvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KSÍ setti einn af bestu dómurum landsins á leikinn í dag því Egill Arnar Sigurþórsson dæmir að þessu sinni. Hann er með Eygdísi Rögnu Einarsdóttur og Helga Edvard Gunnarsson sér til aðstoðar á línunum og Bergur Þór Steingrímsson er eftirlitsmaður KSÍ sem tekur út umgjörðina og störf dómara.
Egill Arnar Sigurþórsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign KR og Breiðabliks í Bestu-deild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Meistaravöllum, heimavelli KR.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Natasha Moraa Anasi
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Taylor Marie Ziemer
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir ('64)
17. Karitas Tómasdóttir ('84)
21. Hildur Antonsdóttir
22. Melina Ayres ('73)
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir ('73)
28. Birta Georgsdóttir ('64)

Varamenn:
55. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
7. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('84)
10. Clara Sigurðardóttir ('64)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('64)
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('73)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('73)
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir

Liðstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:
Heiðdís Lillýardóttir ('87)

Rauð spjöld: