HS Orku völlurinn
mánudagur 23. maí 2022  kl. 19:15
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Í einu orði sagt, Bongó
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 210
Maður leiksins: Sóley María Steinarsdóttir
Keflavík 1 - 2 Þróttur R.
0-1 Murphy Alexandra Agnew ('21)
1-1 Dröfn Einarsdóttir ('60)
1-2 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('90)
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
3. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
7. Silvia Leonessi ('80)
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted
33. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir ('66)
34. Tina Marolt

Varamenn:
13. Sigrún Björk Sigurðardóttir (m)
18. Elfa Karen Magnúsdóttir ('66)
19. Kristrún Blöndal
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('80)
28. Gunnhildur Hjörleifsdóttir
30. Gyða Dröfn Davíðsdóttir

Liðstjórn:
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Tanía Björk Gísladóttir
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Brynja Pálmadóttir

Gul spjöld:
Caroline Mc Cue Van Slambrouck ('54)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
94. mín Leik lokið!
Það er Þróttur sem hirðir öll stigin þrjú hér í kvöld eftir mikin baráttuleik.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
94. mín
Heimakonur henda öllu fram og freista þess að jafna.
Eyða Breyta
91. mín Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Murphy Alexandra Agnew (Þróttur R.)

Eyða Breyta
91. mín Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur R.) Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
90. mín MARK! Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Mark í blálok venjulegs leiktíma, Boltinn fyrir markið þar sem Samantha mætir út en missir af boltanum og Freyja lætur ekki bjóða sér það tvisvar og skallar boltann í netið,
Eyða Breyta
86. mín
Gestinir með hornspyrnu en dæmdar brotlegar.
Eyða Breyta
85. mín
Ana Paula með skot af löngu færi en beint í fang Írisar.

Fáum við sigurmark í leikinn?
Eyða Breyta
81. mín
Sæunn með hörkuskot úr D-boganum en Samantha ver vel og heldur boltanum.
Eyða Breyta
80. mín Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík) Silvia Leonessi (Keflavík)

Eyða Breyta
80. mín
Danielle með skot af löngu færi en Samantha með þetta allt á hreinu.
Eyða Breyta
75. mín
Gestirnir að þyngja pressuna. Vinna hornspyrnu.
Eyða Breyta
74. mín
Danielle fer illa með Dröfn úti til vinstri en sending hennar finnur ekki samherja á hættusvæðinu í teignum. Sóknin rennur sitt skeið og endar í markspyrnu.
Eyða Breyta
68. mín
Danielle með fínan sprett en skot hennar af varnarmanni og afturfyrir. Gestirnir með hornspyrnu.

Boltinn skallaður frá.
Eyða Breyta
66. mín Gult spjald: Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
66. mín
Amelía áræðin og vinnur horn.
Eyða Breyta
66. mín Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
66. mín
Darraðdans í teig Keflavíkur, skotið frá Murphy en framhjá markinu fer boltinn.
Eyða Breyta
63. mín Danielle Julia Marcano (Þróttur R.) Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Nik bregst við og gerir skiptingu. Vill öll stigin þrjú að sjálfsögðu
Eyða Breyta
60. mín MARK! Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Heimakonur jafna!




Léleg hreinsun úr vörn Þróttar berst fyrir fætur Anítu Lindar sem teiknar líka þessa draumafyrirgjöf frá vinstri beint á kollinn á Dröfn sem stýrir boltanum í hornið fjær.

Ekki legið í loftinu en líklega má kalla þetta sanngjarnt.
Eyða Breyta
56. mín
Gestirnir með fyrirgjöf frá hægri sem dettur ofaná á þverslánna, Heimakonur heppnar þarna en boltinn frá Sæunni hársbreidd frá því að detta í hornið fjær.
Eyða Breyta
55. mín
Samantha með glæfralega sendingu frá marki beint á Kötlu í liði Þróttar en gestirnir ná ekki að gera sér mat úr því.
Eyða Breyta
54. mín Gult spjald: Caroline Mc Cue Van Slambrouck (Keflavík)
Stöðvar skyndisókn
Eyða Breyta
52. mín
Keflavík fær horn.

Ótrúlegt en satt fyrsta hornspyrna leiksins.

Fín spyrna hjá Anítu en gestirnir skalla frá.
Eyða Breyta
50. mín
Seinni hálfleikur líkt og sá fyrri fer rólega af stað. Heimakonur virðast þó ætla að reyna að mæta Þrótti ofar á vellinum og setja pressu á þær líkt og þær gerðu undir lok fyrri hálfleiks.

Kannski engan að undra enda eru þær undir.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir byrja með boltann í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Flautað til hálfleiks í helst til rólegum leik heilt yfir, gestirnir þó búnir að skora og leikurinn ekki atvikalaus.

Komum aftur að vörmu spori.
Eyða Breyta
45. mín
Samantha ver 1 á 1

Murphy sleppur í gegn en Samantha mætir henni langt út í teig og ver stórglæsilega.
Bjargar Keflavík frá marki á lokasekúndum hálfleiksins.

Eyða Breyta
44. mín
Dröfn finnur Amelíu í fínu færi í teignum en fyrsta snertingin svíkur þá síðarnefndu og færið rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
41. mín
Silvia að sleppa í gegn fyrir Keflavík en það vantar aðeins upp á hraðann, varnarmenn ná henni og þrengja skotvinkilinn nægjanlega svo hún hittir ekki á markið úr teignum.
Eyða Breyta
40. mín
Heimakonur þrýst liði sínu aðeins ofar á völlinn og eru að freista þess að setja pressu á gestina, Lítið gengið fram til þessa en setur spil Þóttar þó ögn úr skorðum.
Eyða Breyta
36. mín
Þetta hefur ekki verið þægilegt

Kristrún Ýr fær boltann beint í andlitið af mjög stuttu færi, fastur bolti en Kristrún er gerð úr járni virðist vera og er mjög fljót að jafna sig.
Eyða Breyta
33. mín
Katla með skot af 20 metrum en boltinn beint á Samönthu.

Þeir fiska sem róa segir máltækið og gestirnir ekkert feimnir við að láta vaða á markið.
Eyða Breyta
30. mín
Gestirnir heldur að herða tökin, eiga þrjár hættulegar fyrirgjafir í röð inn á teig Keflavíkur en vantar ögn meiri grimmd í að ráðast á boltann.

Dæmdar brotlegar á endanum.
Eyða Breyta
28. mín
Sæunn með skot eftir ágæta sókn Þróttar en boltinn beint í fang Samönthu.
Eyða Breyta
25. mín
Mistök í vörn Þróttar

Elísabet Freyja missir boltann til Silviu sem keyrir á stað en er alltof óákveðin og hleypur sjálfa sig úr færinu og ekkert verður úr.
Eyða Breyta
21. mín MARK! Murphy Alexandra Agnew (Þróttur R.)
Gestirnir refsa fyrir lélega sendingu út úr vörninni

Caroline undir engri pressu setur boltann beint aftur fyrir fætur Þróttara sem sem setur boltann beint fram á Murphy sem hefur mikið pláss og tíma til þess að velja sér stað í markinu og leggja boltann í hornið framhjá Samönthu.
Eyða Breyta
16. mín
Murphy í álitlegri stöðu reynir að finna Freyju í hlaupinu í teig Keflavíkur en sendingin aðeins of föst og ekkert verður úr.

Það er aðeins að lifna yfir þessu.
Eyða Breyta
13. mín
Freyja Karin að vinna sig í fína stöðu í teignum en hittir boltann illa þegar hún reynir skot (eða fyrirgjöf) og boltinn afturfyrir endamörk.
Eyða Breyta
11. mín
Sigurrós Eir brýst upp hægri vænginn fyrir Keflavík og nær skoti úr teignum, það er þó hálf máttlítið og beint á Írisi í markinu.

En fyrsta markskotið komið, vonandi að fleiri fylgi í kjölfarið.
Eyða Breyta
10. mín
Gestirnir úr Laugardal haldið boltanum meira þessar fyrstu mínútur en hvorugt lið skapað sér nokkuð. Allt frekar hægt og lokað.
Eyða Breyta
4. mín
Byrjar rólega eins og oft er, liðin að þreifa fyrir sér á vellinum og vega og meta andstæðinginn.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík það eru heimakonur sem hefja hér leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Öll út á völl

Það eru gríðarlega góðar aðstæður til þess að horfa á fótboltaleik hér á HS-Orkuvellinum. Sólin skín skært og hægur vindur blæs. Hitastigið er eitthvað um 12 gráður en sólin yljar ennþá vel.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarar

Gunnar Freyr Róbertsson heldur um flautuna í dag hefur þá Svein Inga Sigurjónsson Waage og Tryggva Elías Hermannsson sér til halds og trausts. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Þorsteinn Ólafs

Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Lið Keflavíkur hefur sýnt það í sumar að það er erfitt að eiga við þær á velli, Sjötta sætið er þeirra sem stendur með 7 stig en á góðum degi geta heimakonur unnið öll lið í deildinni og hafa sýnt það það sem af er sumri.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Þróttur

Ég hugsa að margir sem fylgi kvennaknattspyrnu á Íslandi séu sammála mér þegar ség segi að það hafi verið gaman að fylgjast með vexti Þróttar í kvennaknattspyrnunni á undanförnum árum. Nik Chamberlain og hans lið hafa byggt upp afar spennandi lið í Laugardalnum sem verður gaman að fylgjast með á komandi árum.

Hvað tímabilið til þessa hjá þeim myndi ég ætla að fólk sé nokkuð sátt í Laugardal. Tíu stig að loknum fimm leikjum og situr liðið í þriðja sæti tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Vinni Þróttur hér í Keflavík gætu þær setið á toppnum að loknum fyrsta þriðjungi mótsins verði úrslit í leik Selfoss og Stjörnunar og Vals og Breiðabliks þeim hagstæð.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Sjötta umferð Bestu deildar kvennar rúllar af stað

Verið þið hjartanlega velkomin kæru lesendur í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Þróttar í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
12. Murphy Alexandra Agnew ('91)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir ('63)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir ('91)
77. Gema Ann Joyce Simon

Varamenn:
20. Edda Garðarsdóttir (m)
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
3. Mist Funadóttir
10. Danielle Julia Marcano ('63)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
21. Lea Björt Kristjánsdóttir ('91)
24. Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Liðstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Jelena Tinna Kujundzic
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington (Þ)
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir
Angelos Barmpas

Gul spjöld:
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('66)

Rauð spjöld: